Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LANDIÐ Djúpivogur | Sveitarstjórn Djúpa- vogshrepps býst nú til að grípa til mótvægisaðgerða vegna erfiðs reksturs sveitarfélagsins. Hagræða á í rekstri, beita niðurskurði og ganga hart eftir því að íbúar sem sannanlega hafa atvinnu, starfsstöð og/eða aðsetur á Djúpavogi hafi lögheimili sitt þar. Á það m.a. við um sóknarprest Djúpavogsmanna sem hefur haft lögheimili og aðset- ur í Heydölum í Breiðdal sl. 16 ár. Í nýlegri fundargerð sveitar- stjórnar Djúpavogshrepps segir m.a. „… taldi hann ekki lengur hjá því komist að þrýsta á um að þessu opinbera embætti yrði sinnt af presti með búsetu og lögheimili hér. Aðrir sveitarstjórnarmenn tóku undir málið og styðja frum- kvæði oddvita, enda snýst það ekki um hver gegnir embættinu, heldur á hvern hátt búsetu viðkomandi er varið.“ Í framhaldi var sr. Sjöfn Jóhann- esdóttur, sóknarpresti Djúpavogs- prestakalls, sent formlegt erindi um búsetumál, þjónustu við íbúa Djúpavogs og umhirðu prestsset- ursins í þorpinu. Djúpavogshrepp- ur hefur ekki fengið formlegt svar til baka en þó að borist afrit bréfs frá 16. janúar sl. til skrifstofustjóra Þjóðskrár, þar sem sr. Sjöfn óskar eftir að lögheimili hennar verði flutt að prestssetrinu á Djúpavogi og vísað til laga um starfshætti kirkj- unnar um skyldu til að hafa lög- heimili í prestakalli því sem prestur þjónar. Undir Djúpavogsprestakall heyra Berufjarðarsókn, Berunes- sókn, Djúpavogssókn og Hofssókn og þjónar sr. Sjöfn þessu svæði. Hún er gift sóknarpresti Heydala- prestakalls, sr. Gunnlaugi S. Stef- ánssyni. Sambúðarlög kveða á um að hjón skuli hafa sama lögheimili og skarast því í þessu tilfelli við lög kirkjunnar um að prestur skuli hafa lögheimili og aðsetur í presta- kalli sínu. Sr. Sjöfn kaus að tjá sig ekki opinberlega um málið en skv. heimildum Morgunblaðsins mun hún ekki fráhverf því að flytja á Djúpavog fáist fram breyting á lög- heimili hennar hjá Þjóðskrá, en slíks munu þó fá ef nokkur dæmi. Í samtali við oddvita Djúpavogs- hrepps, Andrés Skúlason, kom fram að sóknarprestur greiði ekki skatta og skyldur af embættinu til Djúpavogshrepps þrátt fyrir að í lögum um starfshætti þjóðkirkj- unnar og í lögum um prestssetur segi að presti sé lögboðið að hafa aðsetur og lögheimili á staðnum. Hafi sveitarfélagið orðið af tekjum sem nemi á bilinu 10 til 12 millj- ónum króna vegna þessa síðan presturinn tók við sókninni og sveitarfélagið verið hlunnfarið af ríkisvaldinu vegna þjónustu sókn- arprests á Djúpavogi. „Þá er þjónusta prestsins við sóknarbörnin fjarri því að vera með eðlilegum hætti þar sem fjarvera prestsins er of mikil frá staðnum til að hægt sé að mynda eðlileg tengsl milli íbúa og sóknarprests,“ segir Andrés og bætir við að viðhaldi prestsbústaðsins á Djúpavogi hafi ekki verið sinnt með eðlilegum hætti þar sem sóknarprestur haldi lögheimili sitt í öðru sveitarfélagi. „Sr. Sjöfn hefur frest til 1. mars til að ganga frá lögheimils- og að- setursskiptum og verði þeirri kröfu ekki mætt áskilur sveitarfélagið sér rétt til að leita frekari réttar síns í málinu,“ segir Andrés. Spurt hvort sóknarpresti beri að fara að sambúðar- eða kirkjulögum Vilja sóknarprest sinn úr Heydölum yfir á Djúpavog Morgunblaðið/Andrés Skúlason Búseta Djúpavogsbúar vilja að sóknarprestur þeirra hafi lögheimili og aðsetur að Steinum 1; prestssetrinu á Djúpavogi fyrir miðri mynd. Í HNOTSKURN » Sveitarstjórn Djúpavogs-hrepps krefst þess að sókn- arprestur Djúpavogs- prestakalls flytji lögheimili sitt fyrir 1. mars nk. til prestsset- ursins á Djúpavogi og greiði þar skatta og skyldur. » Umræddur sóknarpresturhefur haft lögheimili og að- setur í Heydölum í Breiðdal sl. 16 ár, enda giftur sóknarpresti Heydalaprestakalls. » Sambúðarlög segja að hjónskuli hafa sama lögheimili en lög kirkjunnar að sókn- arprestur hafi lögheimili og að- setur í prestakalli sínu. Skarast lögin því í þessu tilfelli. Fjarðabyggð | Hafnarstjórn Fjarðabyggð- ar hefur samþykkt að ráða Kristófer Ragnarsson sem framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna. Kristófer hefur und- anfarið starfað sem skrifstofustjóri hjá Malarvinnslunni á Egilsstöðum og áður sem rekstrarstjóri Vöruhúsa Samskipa hf. og ráðgjafi hjá Þróunarstofu Austurlands. Kristófer mun hefja störf í marsmánuði. Jafnframt samþykkti hafnarstjórn að ráða Rúnar Jónsson sem hafnsögumann með starfsstöð í Eskifjarðarhöfn og Þórð Sveinsson skipstjóra og Óskar Sverrisson vélstjóra á dráttarbát sem gera á út frá Reyðarfjarðarhöfn. Mikil aukning hefur orðið á hafnastarfsemi með vaxandi um- svifum í Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Hafnastjóri ráðinn í Fjarðabyggð Kárahnjúkar | Vinnueft- irliti ríkisins hefur ver- ið sent erindi þar sem yfirtrúnaðarmaðurinn við Kárahnjúkavirkjun, Oddur Friðriksson, tel- ur að rútubílstjórar á vegum fyrirtækisins GT verktaka vinni lengri vinnutíma en launað sé fyrir. Bílstjórarnir eru 15 talsins og munu ein- hverjir þeirra vinna töluvert lengri vinnu- dag en borgað er fyrir, þ.e. að verkefni eins bílstjóra geta dreifst á vel á annan tug klukkustunda þó að biðtímar milli þeirra nemi talsverðum hluta tímans. Kvartanir bárust til yfirtrúnaðarmanns- ins í fyrra og í kjölfarið ákvað hann að fá úr málinu skorið hjá Vinnueftirlitinu sem taldi þá málin í lagi. Áfram hafa borist kvartanir og á nú aftur að grennslast fyrir um hvort vinnutímatúlkun GT verktaka standist. Vinnueftirlitið skeri úr um vinnutíma hjá GT Fólksflutningar á Kárahnjúkum. ÞRÍR starfsmenn verða brátt ráðnir til þess að mynda dagblöðin Tímann, Þjóðviljann og Al- þýðublaðið frá upphafi til enda, og Dag að auki, en blaðið, sem gefið var út á Akureyri, var lengst af vikublað en dagblað síðustu árin sem það kom út. Ný vinnslulína verður sett í Amts- bókasafninu vegna þessa, safnið útvegar mynd- efnið og húsnæði en Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn greiðir launin. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Ak- ureyri, og Sigrún Klara Hannesdóttir lands- bókavörður undirrituðu í gær samstarfssamn- ing vegna verkefnisins og er stefnt að því að öll nefnd blöð verði aðgengileg á stafrænu formi á Netinu innan þriggja ára. Vinna hefst við það verkefni í byrjun næsta mánaðar. Stafrænt þjóðbókasafn Undanfarin ár hefur Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn unnið að því að setja Morg- unblaðið á stafrænt form og nú geta allir lands- menn lesið það á Netinu, allt frá stofnun blaðs- ins 1913. Búið er að mynda Lögberg-Heimskringlu svo og öll íslensk tíma- rit og dagblöð sem gefin voru út fram til 1920 og er síðufjöldi stafrænna gagna sem eru að- gengileg á Netinu kominn talsvert á aðra millj- ón. Tilgangurinn með samningnum sem undir- ritaður var í gær er að flýta þróun stafræns þjóðbókasafns með því að setja upp nýja vinnslulínu til stafrænnar endurgerðar og auka með því vinnsluhraðann við yfirfærslu á prent- uðu efni í stafrænt form og færslu þess á Netið. „Með þessu verkefni færist Ísland nær því að verða ein fyrsta þjóð í heimi til að gera mest- allan sinn prentaða menningararf aðgengileg- an um Netið – og það er menningarlegt metn- aðarmál að svo verði, til að þess að fólk geti skoðað allt þetta efni og lesið,“ sagði Sigrún Klara við Morgunblaðið í gær. Hún telur í gamla prentaða efninu ómetanlegan fjársjóð sem nú verður opnaður fyrir almenningi, allri þjóðinni að kostnaðarlausu. Fjárveiting fékkst frá Alþingi til þriggja ára til að vinna verkið og sagði Sigrún Klara í gær að Akureyri hefði verið talin ákjósanlegur stað- ur til þess að setja upp nýja vinnslulínu þar sem Amtsbókasafnið á Akureyri ætti öll umrædd blöð í prentuðu formi. Morgunblaðið er allt komið á Netið, sem fyrr segir, og fyrirtækið 365 hefur nú samið við Landsbókasafnið um að dagblöð fyrirtækisins verði sett á Netið; þar er átt við Fréttablaðið en auk þess gamla DV, Dagblaðið og Vísi. „Þegar búið var að semja við 365 fannst okk- ur greið leið til þess að tala við alþingismenn um að við yrðum að koma hinum blöðunum á Netið líka og fengum þriggja ára fjárveitingu til þess að ráðast í verkið. Þessi blöð eru öll hætt að koma út en í þeim var mjög merkileg pólitísk umræða alla 20. öldina, sem auðvitað er engin hemja að sé ekki til á Netinu. Það er mjög dýrmætt að geta fylgst með þjóðfélagsþróun- inni og dagblöðin eru okkar helsti miðill og upp- lýsingabrunnur fyrir pólitíska umræðu alla síð- ustu öld. Svo má ekki gleyma því, sem mér var bent á nýlega, að það er mikilvægt gagnvart rannsóknum á íslensku máli að hafa aðgang að dagblöðunum. Málfræðingar hugsa sér gott til glóðarinnar að geta borið saman umræðuna í mismunandi blöðum um sömu málin; hvers konar orðanotkun var í gangi! Ég held því, hvernig sem á það er litið, að það sé afskaplega skemmtilegt og merkilegt verk- efni að koma þessum hluta menningararfsins á Netið.“ Grænland og Færeyar Starfsmenn Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafns vinna um þessar mundir við að koma grænlenskum og færeyskum dagblöðum á stafrænt form til þess að koma þeim á Netið, að sögn Sigrúnar Klöru. „Við erum að þróa stafrænt þjóðbókasafn bæði fyrir Færeyinga og Grænlendinga,“ sagði hún og segir það sér- staklega ánægjuleg verkefni. Hún segir því næg verkefni framundan á þessu sviði, og þeg- ar sé búið að forgangsraða. „Þegar við verðum búin að ganga frá öllum blöðum 365 og höfum lokið við grænlenska verkefnið og það fær- eyska ætlum við okkar að fara í handritin. Við höfum augastað á sérstöku handritasafni þar sem er mikið myndefni, sem við ætlum að setja á Netið, en þar verður reyndar r ekki hægt að bjóða upp á textaleit því þar er um handskrifað efni að ræða. Síðan ætlum við að fara í bækur sem gefnar voru út frá 1534 til 1844. Og ef við höldum áfram að mynda um það bil 30 þúsund síður á mánuði fyrir sunnan og annað eins verð- ur gert hér þá saxast hratt á efnið. Allur arf- urinn skal komast á Netið, þótt það taki nokkur ár!“ sagði Sigrún Klara. Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður á Ak- ureyri, er ánægður með verkefnið. „Þetta skiptir miklu máli; það að fá þrjú ný störf, líka upp á slit á blöðunum og vegna aðgengis – nú verða þessi blöð aðgengileg öllum, alls staðar.“ Hólmkell sagði að líklega yrði byrjað á því að mynda Dag og ef vel gengi yrði hann aðgengi- legur á Netinu, frá fyrsta útgáfudegi til hins síðasta, eftir um það bil þrjá mánuði. Gömlu dagblöðin öll á Netið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is SEGJA má að Sigrún Björk Jakobsdóttir, nú- verandi bæjarstjóri á Akureyri og bæj- arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafi snemma tengst sveitarstjórnarmálum, þótt með óbein- um hætti hafi verið í fyrstu. Hún fæddist 23. maí 1966 og þegar möppu með dagblaðinu Tímanum var í gamni flett á Amtsbókasafninu á Akureyri í gær kom í ljós að Sigrún fæddist á mánudegi. Blaðið kom því ekki út þann dag en daginn eftir var risastór fyrirsögn á tveim- ur hæðum yfir þvera forsíðuna: „Stórfelld fylgisaukning Framsóknarflokksins“ en kosið hafði verið til sveitarstjórna hér á landi á sunnudeginum, daginn áður en Sigrún fædd- ist. „Þetta vissi ég ekki, örlögin hafa kannski ráðist strax á fyrsta degi,“ sagði hún og brosti í gær þegar þær nöfnur, hún og Sigrún Klara Hannesdóttir landsbókavörður, skoðuðu þessa gömlu möppu. Sigrún tengdist snemma sveitar- stjórnarmálum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.