Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 27 sérstakri fjáröflun, að við gerum ráð fyrir að veg- urinn austur fyrir fjall verði tvöfaldaður. Einnig verði vegurinn upp úr Mosfellsbæ sömuleiðis [tvöfaldaður] og uppi á Kjalarnesi frá Sunda- brautarmörkunum, þannig að vegurinn um Kjal- arnes upp að jarðgöngum og upp í Borgarnes verði í tímans rás tvöfaldaður með sama hætti og vegurinn til Selfoss,“ svaraði hann. Samgönguráðherra segir einnig að á árunum 2008–2010 verði ráðist í miklar framkvæmdir við breikkun og endurbyggingu þeirra kafla á hring- veginum milli Borgarness og Akureyrar sem eru ekki fullbyggðir. Það verkefni er talið kosta um fjóra milljarða kr. Auk þessa verði svo fjármunir til fáfarnari vega (tengivega) nær tvöfaldaðir strax á næsta ári. Um 66 milljarðar fara í rekstrargjöld vega- mála að því er segir í samgönguáætlun og er meirihlutinn þjónusta á vegakerfinu, sem fer sí- vaxandi. Þá fara rúmir 52 milljarðar króna í við- hald vegakerfisins. Á klukkustund til og frá þjónustukjarna Lögð er fram stefnumótun sem miðar m.a. að nægum hreyfanleika fyrir fólk og flutninga á öll- um sviðum samgöngukerfisins. Skal ná því með bættu aðgengi að samgöngum og aukinni af- kastagetu kerfisins þar sem hún er takmörkuð. Skulu flestir landsmenn eiga kost á að komast til og frá þjónustukjarna á klukkustund eða minna og til höfuðborgarsvæðsins og frá því á innan við þriggja klukkustunda ferðatíma. Áður var miðað við þrjá og hálfan tíma. „Stefnt er að aukinni hagkvæmni í uppbygg- ingu samgöngumannvirkja, leiðsögukerfa og ör- yggisþjónustu. Nýttir verði kostir markaðsafla við uppbyggingu og rekstur samgöngukerfisins þar sem það á við. Rekstur þar sem ríkið kemur að verði jafnan boðinn út. Komið verði á breyttri skipan gjaldtöku sem miði að því að ökutæki greiði fyrir ekna vegalengd og núverandi kerfi sérstakra eldsneytisskatta verði lagt niður,“ seg- ir í samantekt um helstu áherslur áætlunarinnar. Stefna á að sjálfbærum samgöngum með því að nýta ekki endurnýjanlegar auðlindir hraðar en endurnýjun þeirra leyfir og að ekki verði gengið hraðar á óendurnýjanlegar auðlindir en svo að mögulegt sé að þróa og skipta yfir í endurnýj- anlegar auðlindir. Til að ná því markmiði á að stuðla að nýtingu umhverfisvænna orkugjafa. Notkun vistvæns eldsneytis verði um 20% af heildarnotkun við lok áætlunartímabilsins, skatt- lagning eignarhalds og notkunar verði þannig að sparneytnir bílar, tvinnbílar og þeir sem nota vistvænt eldsneyti, verði fýsilegri kostur en nú. ur fari í samgöngumál / +  .* 4  6  9 0.  5  + 5*  * B  *   6*  C  9 6* A 6*0 5, + 9   4C 6*  *   $%$$ #& #' D6,C E  0 2 C 0 E6*   9    .!6 0 2  ;  8  6 0   9+    0 $%% 4   +0 <% 4 0 0 *  $%% 90 6* F# 5 6 0  6  $$ G > 9+  ; 9   % 4 0 0 *  080"##H    8 5     / > 6 0 +     "##J "#$# 5    90 4   K* ..(6*  ,"#$$;"#$> 5 6 0  6  0  , "##J       0  6* "##I;"#$# 206 0 *  0 ,"##I Í HNOTSKURN »Stefnt er að gerð eftirfarandi jarð-ganga á næstu árum: Héðinsfjarð- argöng, Óshlíðargöng, Arnarfjörður – Dýrafjörður, Norðfjarðargöng, Lónsheið- argöng og Vaðlaheiðargöng. »Framkvæmdir í vegamálum til 2010skiptast þannig að varið verður 37 milljörðum til verkefna á höfuðborg- arsvæðinu og 80 milljörðum á landsbyggð- inni. »Á árunum 2011–2018 verður alls varið217 milljörðum til vegamála sam- kvæmt samgönguáætluninni. »Ráðast á í stórfellda uppbyggingu að-alvega út frá Reykjavík og gera á átak til að koma burðarþoli aðalleiða í við- unandi horf. »Fjárframlög til tengivega verða nærtvöfölduð á ári frá árinu 2008. »Unnið verði að tvennum jarðgöngum áhverju ári frá 2008. » Í samgönguáætlun er sett það mark-mið að útrýma einbreiðum brúm á fjöl- farnari vegum. » Lengja á flugbrautina á Akureyr-arflugvelli um 460 metra á árunum 2008–2009. »Verja á 15 milljörðum af söluandvirðiSímans til framkvæmda á næstu árum. »Hringvegurinn mun styttast um 11 kmvegna framkvæmda við breytta legu þjóðvegar og nýja brú yfir Hornafjarð- arfljót. »Lagt er til að gerð verði mislæg gatna-mót á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar á fyrsta og öðru tímabili vegaáætlunar og hafist verði handa við framkvæmdir árið 2009. »Ljúka á breikkun Reykjanesbrautar ífjórar akreinar að Krísuvíkurvegi fyr- ir 2011 og á þriðja tímabili samgönguáætl- unar verði unnið að frekari breikkunum og gerð undirganga. »Á tímabilinu fram til 2010 verði gerðmislæg gatnamót við Bústaðaveg, Arn- arnesveg, Vífilsstaðaveg og Krísuvík- urveg. »Gerð er tillaga um að næsti áfangi viðSuðurstrandarveg sem tekinn verður fyrir verði vegarkaflinn milli Þorláks- hafnar og Selvogs. » Á Norðausturlandi á m.a. að vinna aðendurbótum á gatnamótum á Ak- ureyri, ljúka gerð vegar um Skjöldólfs- staðafjall, sem er síðasti malarkaflinn milli Akureyrar og Egilsstaða, og halda áfram endurbyggingu vegarins um Skrið- dal. »Endurbyggja á Álftanesveg frá Hafn-arfjarðarvegi að Bessastaðavegi á ár- unum 2007–2008. »Lagt er til að ný brú verði byggð áJökulsá á Fjöllum á tímabilinu 2011– 2014. »Lagt er til að ný brú yfir Lagarfljótmilli Fellabæjar og Egilsstaða verði byggð á árunum 2011–2014. » Flugbrautin á Akureyrarflugvelliverður lengd um 460 metra til suðurs á árunum 2008 og 2009 til að mæta þörfum flugvéla sem þurfa fulllestaðar að fara í flugtak til norðurs í meðvindi. »Hugmyndir eru uppi um nýtt inn-heimtukerfi í stað núverandi skatt- lagningar á eldsneyti og hefur Vegagerð- in látið þróa miðlægan stjórnbúnað til að ná sjálfvirkt í gögn um eknar vegalengdir úr farartækjum. » Í umhverfismati sem fylgir samgöngu-áætlun er vikið að hálendisvegum og segir þar að uppbygging þeirra kunni að hafa veruleg og neikvæð áhrif á víðerni, landslag og ímynd hálendisins. Skort hafi á samræmda stefnu stjórnvalda við land- notkun á þessu svæði. »Áfram verður haldið við hafn-arframkvæmdir á Húsavík. Lokið verður við þekju og lagnir á Bökugarði og Suðurgarður verður endurbyggður um alls 210 metra á tímabilinu 2007–2010. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Áætlun kynnt Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti nýja samgönguáætlun á frétta- mannafundi í húsnæði Vegagerðarinnar á Ísafirði í gær. Meðal þess sem fram kom er að gert er ráð fyrir að Bolungarvíkurgöngum verði lokið árið 2010. GERÐ ferjuhafnar á Bakkafjöru og smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju er ráðgerð í samgöngu- áætlun fyrir árin 2007–2018. Heildarkostnaður er áætlaður 4,9 milljarðar króna. „Gert er ráð fyrir að byggðir verði tveir 600 m langir brimvarnargarðar út frá Bakkafjöru, grafið verði út frá skipalægi innan garðanna og byggður þar 65 m langur viðlegukantur ásamt ekjubrú. Í verkinu felst einnig að byggja upp fyrirstöðugarða meðfram Markarfljóti, rúmlega 3 km vegur frá Bakkaflugvelli að ferjuhöfninni og jarðvegsmanir og uppgræðsla til varnar sandfoki,“ segir í hinni nýju samgönguáætlun. Þá kemur fram að áætlun um nýtt skip miðist við smíði bíla- og far- þegaferju sem yrði um 60 metra löng og allr að 15 metra breið. Hún geti flutt um 250 farþega í hverri ferð og 45 til 50 bíla. Siglingatími milli lands og Eyja verður um 35 mínútur. 2+1-vegurinn í Svínahrauni almennt talinn of mjór Í samgönguáætluninni, sem nær til næstu fjögurra ára, segir að góð reynsla sé af svonefndum 2+1-vegi, sem lagður hafi verið hérlendis í Svínahrauni. Þó sé almennt talið að hann sé of mjór, en hann sé gerður samkvæmt sænskum vegstaðli. Stefnt sé að því að nýir vegir af þessari gerð verði allt að 1,5 m breiðari en sænska þversniðið. Fram kemur að mjög víða í Evrópu hafi verið byggðir svokallaðir 2+1-vegir með mjög góðum árangri. Þess konar vegir séu þannig, að akreinin í miðju sé notuð til framúraksturs, þannig að til skiptis séu kaflar með tveimur akreinum í aðra áttina og tveimur akreinum í gagnstæða átt. Megintilgangur með því að breyta hefðbundnum tveggja akreina vegum í 2+1-vegi sé að auka umferðarrýmd og umferðaröryggi. Framúrakstur sé auðveldari og hættuminni á 2+1-vegum en hefðbundnum vegum. Miklu skipti að vegriði sé komið fyrir til að aðskilja akstursstefnur svo um- ferðaröryggi verði sem mest. Þá segir að full ástæða sé til að halda áfram að skoða hagkvæmni og tæknilegar útfærslur á 2+1-vegum á Íslandi. Ferjuhöfn og ferja 4,9 milljarðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.