Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 37
✝ Hjördís Guð-mundsdóttir
fæddist á Ísafirði
10. ágúst 1910. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 3.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólína Þor-
steinsdóttir, f. 10.
júní 1880 í Hvolsseli
í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu, d. 14.
nóvember 1962, og
Guðmundur Guð-
mundsson, skóla-
skáld, f. í Hrólfsstaðarhelli í
Landsveit í Rangárvallasýslu 5.
september 1874, d. 19. mars 1919.
Systur Hjördísar eru: Stein-
gerður, f. 12. október 1912, d. 12.
júlí 1999, og Droplaug, f. 9. októ-
ber 1915. Árið 1913 fluttist Hjör-
dís með fjölskyldu
sinni til Reykjavík-
ur og bjó hún þar æ
síðan. Hjördís gekk
í Miðbæjarbarna-
skólann og útskrif-
aðist þaðan. Hún fór
ung að vinna fyrir
sér en sótti sér
menntun eftir föng-
um. Hjördís var list-
hneigð og nam mál-
aralist í nokkur ár.
Hún starfaði við
ýmis verslunar- og
skrifstofustörf en
lengstan starfsferil átti hún hjá
Olíuverslun Íslands þar sem hún
var í rúm 20 ár og á Biskupsstofu
í önnur 20 ár.
Útför Hjördísar verður gerð
frá Áskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Hjördís Guðmundsdóttir réðst
til starfa á biskupsstofu síðsumars
1959. Þar með eignaðist ég, nýtek-
inn við ábyrgð þar, traustan, dygg-
an, ljúfan og hollan samstarfs-
mann. Fyrir var annar
úrvalsmaður, séra Ingólfur Ást-
marsson. Í tvo áratugi naut emb-
ættið hæfileika og mannkosta
Hjördísar og ég minnist hennar
með óblandinni virðingu og þakk-
læti. Allir, sem með henni unnu
alla tíð væru vafalaust sama sinnis
og ég í þessu. Ég falaðist ekki eftir
henni að fyrrabragði, því að ég
vissi, þrátt fyrir kunningsskap
okkar, engar líkur til þess, að hún
gæti þá haft hug á því að breyta
um verkahring. Það var lán, að
hún gaf sig fram eða spurðist fyrir
um þessa stöðu, því að enginn
hafði sótt um hana. Þar var auðvit-
að ekki eftir miklum launum að
slægjast eða fríðindum en vinnu-
kröfur talsverðar að sjálfsögðu,
biskupsstofa hafði þá aðeins tvo
starfsmenn, auk húsbóndans.
Hjördís setti sinn svip á þennan
vinnustað, en við hann áttu margir
erindi. Það var að jafnaði hún, sem
tók fyrst á móti þeim, sem komu.
Það bar við, að þeir þurftu ekki að
fara lengra en til hennar. En hvort
sem erindin voru meiri eða minni
skipti það miklu fyrir alla að mæta
viðmóti hennar, augum, brosi,
rómi, lipurð. Ég hafði þekkt hana
lengi, því hún var fornvinur Magn-
eu, konu minnar. Þær voru á
bernskuárum sínum andbýlingar á
Óðinsgötu og léku fyrstu leiki sína
saman þar, ásamt yngri systrum
sínum. Skólavörðuholtið austan
götunnar var þá að miklu leyti op-
inn og frjáls leikvangur og fjöl-
breytilegur ævintýraheimur. Þar
voru stórar klappir og grjóthnull-
ungar en grös og blóm á milli. Og
vottur af berjalyngi. Og þar á stíg-
um og troðningum gat brugðið fyr-
ir ýmsum forvitnilegum svipbrigð-
um mannlífsins í bænum. Þar
mátti og búast við, að einhver stór-
menni höfuðstaðarins sæjust á
göngu sér til hressingar. Þær stöll-
ur og sérstaklega mæður þeirra
höfðu gaman af að rifja upp
skemmtileg atvik, sem þær lifðu á
þeirri tíð. Eitt var það, að sjálfur
Hannes Hafstein nam staðar á
göngu sinni hjá Möggu litlu og tók
á glóbjörtu fléttunum hennar og
sagði: „Viltu selja mér flétturnar
þínar?“ „Nei.“ „Viltu gefa mér
þær?“ „Nei.“ Þá fékk hún klapp
hans á kollinn sinn og síðan silf-
urkrónu úr hendi hans. Það var
höfðingleg gjöf á þeim tíma. Pen-
ingar falla í gildi en góðar minn-
ingar um göfugt fólk vaxa að gildi
með aldri. En annað skáld var
meira tignað þá á Óðinsgötu en
aðrir menn og bar daglega fyrir
augu þar. Það var Guðmundur
Guðmundsson, faðir Hjördísar og
systra hennar. Hann naut mikillar
aðdáunar með þjóðinni á þeirri tíð,
kvæði hans voru numin og sungin
af hrifningu um land allt. Hann var
hýr, ljúfur og glaður í viðmóti, ekki
síst við börnin. Þegar þær systur,
Magga og Inga, drápu á dyr að
morgni og hann kom til dyra, kall-
aði hann: „Stúlkur mínar, á fætur
skjótt, hér eru komnar Magga-
Inga, Inga-Magga.“ Stundum
fengu þær ungmeyjarnar að leika
sér inni á vinnustofu Guðmundar.
Og minnisstætt var það ævilangt,
hvað Hjördís var alltaf glaður og
hlýr leikfélagi.
Ólína Þorsteinsdóttir, kona
skáldsins og móðir fallegu dætr-
anna þeirra þriggja, bar þá tign-
arsvip mestan meðal húsmæðra á
Óðinsgötu.
Besta konan, sem Ísland á
eigðu nú ljóðin mín.
Svo kvað ljúflingsskáldið til
hennar, þegar það tileinkaði henni
ljóðabók sína Ljósaskipti. Þetta
þótti vel mælt og maklega. Í for-
eldrahúsum Hjördísar ríkti mikil
ást og hamingja. En sá sælureitur
var lostinn reiðarslagi, þegar Guð-
mundur féll á besta aldri fyrir
áverkum og eftirköstum spænsku
veikinnar. Leikfélaginn handan
götunnar gleymdi aldrei þeirri
dimmu og kulda, sem henni fannst
þá færast yfir umhverfið. Foreldr-
ar Magneu, Rannveig og Þorkell,
voru hollir og hjálpsamir vinir í
raun. Það reyndu þær mæðgur og
mundu alla tíð. Á það minnti Stein-
gerður Guðmundsdóttir fagurlega í
grein, sem hún skrifaði í minningu
Rannveigar, þegar hún féll frá.
Langminni á velgerðir og trygg-
lyndi voru ósviknar og öflugar
dyggðir í fari þeirra mæðgna.
Hjördís var á níunda ári, þegar
faðir hennar andaðist. Systur
hennar tvær, Steingerður og Drop-
laug, voru yngri. Ég hygg, að
Hjördís hafi þá, þrátt fyrir
bernsku sína, verið gripin djúp-
tækri tilfinningu fyrir því, að hún
bæri mikla ábyrgð á litlu systr-
unum sínum, úr því að pabbi var
horfinn. Sú tilfinning hefur verið af
sömu rót og samfléttuð ósjálfráðri
þörf næmrar barnssálar á því að
gleðja og styðja mömmu, sem átti
bágt. En þó að pabbi væri farinn
var ljóminn og hlýjan frá honum
eftir hjá þeim mæðgum og skildi
aldrei við þær. Sterku ástarböndin,
sem Ólína laut, höfðu djúp og var-
anleg áhrif á systurnar og þau
áhrif urðu öflugt ívaf í tilfinningar
þeirra til móður sinnar. Hún var
mikilhæf kona, gáfuð og fríð sýn-
um, sterk í móðurmildi sinni, um-
hyggju og ástríki. Hjördís fór ung
að vinna og afla tekna fyrir heim-
ilið. Hún gegndi afgreiðslustörfum
og síðan skrifstofustörfum lengi. Í
nokkur ár rak hún verslun með
Droplaugu systur sinni. Alls staðar
kynnti hún sig vel og ávann sér
tiltrú og vináttu. Þótt skólaganga
hennar yrði ekki löng varð hún vel
menntuð, hún unni góðum bók-
menntum og tónlist. Listfeng var
hún og fékkst dálítið við málaralist
í tómstundum á yngri árum. Engin
þessara glæsilegu systra batt sig
öðrum fjölskylduböndum en þeim,
sem þær lutu frá upphafi. Ein-
drægni þeirra og samheldni var
fögur, heil og hamingjusöm. En
fjarri fór því, að þær einangruðu
sig eða lokuðu sig af. Þær áttu fjöl-
mennan og traustan vinahóp og
ræktu af alúð vináttusambönd og
áhugamál. Steingerður varð kunn-
ust þeirra systra út á við, einkum
vegna ljóða sinna. Hún lést sum-
arið 1999. Nú er Droplaug ein eft-
ir. Hún starfaði einnig á biskups-
stofu síðustu árin, sem Hjördís
vann þar. Eins voru þær systur í
því, að frá þeim stafaði jafnan góð-
um og göfgandi áhrifum. Ég færi
Droplaugu líka þakkir fyrir góða
samveru og samstarf og bið þess,
að hún megi styrkjast og gleðjast
við geisla helgra minninga sinna og
í ljóma sjálfrar lífsins sólar, sem er
Kristur upprisinn öllum heimi til
lífs. Trú Hjördísar á hann var ein-
læg og örugg. Og á hann bendir
faðir þessara góðu systra og segir:
Ef þér finnst þú vera veikur,
viljakraft þinn hefta bönd,
gríptu þá hans hægri hönd,
þú munt finna, að afl þér eykur
æðra magn, um taugar leikur
krafturinn frá hans kærleikshönd.
Sigurbjörn Einarsson.
Hjördís
Guðmundsdóttir
✝ Björgvin Hann-esson fæddist í
Reykjavík 20. júní
1930. Hann lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 3. febr-
úar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Hannes J.
Jónsson, f. 26.5.
1892, d. 2.7. 1971,
kaupmaður í
Reykjavík, og kona
hans, Ólöf G. Stef-
ánsdóttir, f. 12.5.
1900, d. 23.7. 1985.
Systkini Björgvins eru Málfríður,
hálfsystir samfeðra, f. 2.8. 1920,
látin; Sveinbjörn, f. 30.11. 1921,
látinn; Stefán, f. 22.4. 1923, lát-
inn; Pétur, f. 5.5. 1924, látinn;
Sesselja, f. 6.6. 1925; Ólafur, f.
7.11. 1926; Andrea, f. 9.9. 1928;
Alexandra Björg. Sonur Björg-
vins er Magnús, f. 21.5. 1961,
dætur hans eru Erla Dóra og
Helga Lind. Sonur Margrétar og
fóstursonur Björgvins er Rík-
harður Sverrisson, f. 1.9. 1957.
Kona hans er Auður Péturs-
dóttir, þau eiga þrjú börn, Pétur
Kristmann, Ríkharð Björgvin og
Margréti. Sambýliskona Péturs
er Áslaug Eir, synir þeirra eru
Guðlaugur Geir og Ríkharður.
Albróðir Ríkharðs er Árni, f.
2.10. 1958 (ættleiddur), kona
hans er Lára S. Jónsdóttir, dætur
þeirra eru Guðný Lára og Anna
María.
Fyrri hluta ævinnar stundaði
Björgvin vörubílaakstur á eigin
bíl. Eftir að hann kvæntist stund-
aði hann verslunarstörf og síð-
ustu 25 ár starfsævinnar var
hann starfsmaður Tæknideildar
Flugleiða.
Björgvin verður jarðsunginn
frá Grensáskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Jóhann, f. 20.6.
1930; Jón, f. 8.1.
1936, látinn; Sig-
urður, f. 17.8. 1937;
og Þorbjörg, f. 12.2.
1939.
Hinn 25. febrúar
1961 kvæntist Björg-
vin Margréti Hall-
grímsdóttur, f. 24.9.
1936. Foreldrar
hennar voru Hall-
grímur Finnsson og
Ingveldur Andr-
ésdóttir, bæði látin.
Börn Björgvins og
Margrétar eru: 1) Andrés, f. 24.8.
1961, dóttir hans er Anna Mar-
grét. 2) Ingveldur Ólöf, f. 7.6.
1963, maður hennar er Eyþór
Eggertsson, dætur þeirra eru
Arna Björk Halldórsdóttir, El-
ísabet Katla, Katrín Hrund og
Elsku pabbi minn. Það er erfitt
að hugsa sér lífið án þín. Þú varst
alltaf tilbúinn að gera allt fyrir
okkur. Vaktir yfir okkur og afa-
börnunum eins og ungamamma
sem passar ungana sína. Þú vildir
hafa okkur undir þínum vernd-
arvæng. Það eru mörg myndbrot
og minningar sem fara í gegnum
huga minn þegar ég hugsa til baka
um þann tíma sem ég hef átt með
þér. Ég mun varðveita þær minn-
ingar í hjarta mínu. Ég, Eyþór,
Arna, Elísabet, Katrín og Alex-
andra eigum eftir að sakna þín
mikið. Það verður erfitt fyrir
stelpurnar að hafa þig ekki hjá
okkur því þú varst svo mikill afi.
Elsku pabbi minn, ég ætla að
kveðja þig með þessum ljóðlínum:
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín dóttir
Ingveldur.
Nú kveð ég í hinsta sinn fóstur-
föður minn Björgvin Hannesson.
Vil ég með þessum fátæklegu orð-
um þakka þér fyrir allt. Þó svo að
ég hafi ekki verið hjá þér þegar
kallið kom, þá var hugur minn hjá
þér allan tímann. Nú ertu farinn í
þína hinstu ferð í austrið eilífa. Og
veit ég að þar verður tekið vel á
móti góðum dreng. Við áttum
saman margar góðar stundir í
gegnum lífið, og oft var glatt á
hjalla hjá okkur, fóstri minn. Ég
mun ekki gleyma ferðinni sem við
fórum saman og heimsóttum
kúnstnerinn í Kaupmannahöfn.
Oft minntist þú á þessa ferð við
mig þegar þú sigldir með mér,
hvað hún hefði veitt þér mikla
gleði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ríkharður Sverrisson.
Tengdafaðir minn Björgvin
Hannesson er nú látinn. Ég er
að láta hugann reika til þess
tíma er ég kynntist tengdaföður
mínum, þegar ég kom fyrst inn á
heimili þeirra Björgvins og Mar-
grétar. Mér og syni mínum Pétri
var svo vel tekið, hann eignaðist
strax ömmu Margréti og afa
Björgvin. Já, þar var sko góður
afi á ferðinni sem lét allt eftir
drengnum, og var alltaf tilbúinn
að leika. Björgvin og ég erum
búin að eiga margar góðar
stundir saman, alltaf var hann
tilbúinn að hlusta eða hjálpa mér
ef eitthvað stóð til. Ég tala nú
ekki um þegar veislur voru
haldnar, stundum vorum við að
gantast við hann og kölluðum
hann James alltaf til þjónustu
reiðubúinn. Ekki gleymi ég því
þegar Ríkharður Björgvin var
mjög ungur og afi tók sér frí í
vinnunni til að passa drenginn
sinn. Ekkert mál sagði afi, en ég
held að það séu nú ekki margir
svona afar til sem passa unga-
börn eins og ekkert sé. Og ekki
minnkaði áhuginn á afahlutverk-
inu eftir að börnin urðu fleiri.
Ég tala nú ekki um þegar lang-
afadrengirnir komu, þá var sko
gaman. Það var nefnilega þannig
með Björgvin að hann laðaði alla
að sér, bæði menn og dýr. Það
sem hann var góður við hundana
okkar og þeir hrifnir að honum.
Björgvin minn, þú varst góður
tengdapabbi. Það sem þú varst
góður við mig þegar þú lást á
spítalanum og mamma heitin lá á
hinum ganginum. Þú faðmaðir
mig og kysstir og varst mér svo
góður, eins veikur og þú varst.
Þessar ljóðlínur langar mig að
gera að mínum og segja:
Þú fylltir líf mitt ást og yl,
svo aldrei bar á skugga.
Hvort á nú lífið ekkert til,
sem auma sál má hugga?
Nú er ljósið dagsins dvín,
þótt dauðinn okkur skilji,
mér finnst sem hlýja höndin þín
hjarta mínu ylji.
Myndin þín, hún máist ei
mér úr hug né hjarta.
Hún á þar sæti uns ég dey
og auðgar lífið bjarta.
(Ágúst Böðvarsson)
Mestur er missir tengdamóður
minnar. Megi minning um góðan
dreng verða þér til huggunar,
elsku Margrét.
Takk fyrir allt, elsku Björgvin
minn.
Þín
Auður.
Í dag kveð ég frænda minn og
traustan vin Björgvin Hannes-
son. Björgvin var föðurbróðir
minn og voru fölskyldur okkar
nátengdar. Ég kynntist honum
fyrst á bernskuheimili mínu í
Stórholtinu og er mér minnis-
stætt hversu glaðlyndur hann
var og glæsilegur á velli. Hann
kunni að segja skemmtilega frá
og var afar barngóður.
Björgvin var vandaður og
heiðvirður maður, vel liðinn af
vinnufélögum og vinmargur.
Hann ólst upp í stórum systk-
inahópi á Ásvallagötu 65 í Vest-
urbænum og eru mér ógleyman-
legar heimsóknir þangað þar
sem rætt var um öll heimsins
málefni en ekki þó síst pólitík og
rjómaterturnar voru fljótar að
hverfa á meðan.
Björgvin var, ásamt föður
mínum, mjög virkur í starfi
Sjálfstæðisflokksins og starfaði
mikið fyrir verkalýðsráð og Óð-
in, félag launþega í Sjálfstæð-
isflokknum. Þegar ég var að
stíga mín fyrstu skref í pólitík
hvatti hann mig og styrkti og
alltaf átti ég hann að þegar ég
þurfti á góðum ráðum að halda.
Hann var alla tíð traustur og
góður frændi og erum við, ég og
fjölskylda mín, afar þakklát fyr-
ir okkar vinskap.
Björgvin hafði ríka réttlætis-
kennd og sterkar skoðanir á því
sem betur mátti fara í samfélag-
inu. Ég er sannfærð um það að
menn eins og hann eru mátt-
arstólpar í þjóðfélaginu og ekki
síst mikilvægir í starfi og stefnu
flokks eins og Sjálfstæðisflokks-
ins.
Fjölskyldu Björgvins, Maggý,
börnum og barnabörnum, færi
ég hugheilar samúðarkveðjur.
Sólveig Pétursdóttir.
Björgvin Hannesson