Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 11 FRÉTTIR                                                                                                                                    !"  #" $%  & $    % ' ( ) %!"  #" %  $    # *  %! $  &   + % ,% )"  -           #. /  01# #. /  01#  #. /  01#          2 2 2    !"   #" %% $%3  & $    % ' ( / ! !    $!   $      ! !  45                !  !   !   " ! Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LOÐNUVEIÐAR hafa gengið erf- iðlega síðustu daga. Bræla og áta í loðnunni hefur hamlað veiðunum og frystingu til manneldis. Í gær var þó komið veiðiveður eftir tæplega tveggja sólar- hringa stopp og voru skipin byrj- uð að kasta við Ingólfshöfðann. Lárus Gríms- son, skipstjóri á Sunnuberginu, var að fara að kasta þegar verið náði í hann í sím- ann. „Þetta er búið að vera hund- leiðinlegt, stöðug bræla, en það er töluvert að sjá. Nú getum við kastað og vonandi verður veiðiveður áfram en það er spáð austanátt alla vikuna, held ég,“ sagði Lárus. Hann sagði að þetta væri vand- ræðaástand á þessu öllu, ómögulegt væri að búa við þessa óvissu og hún gæti orðið þjóðarbúinu dýr. „Það er agalegt að vita ekki meira um þenn- an hvikula fisk eftir 30 ára rann- sóknir. Allt þar til nú í janúar var engin innistæða fyrir þessari loðnu sem við erum að veiða núna. Aukn- ingin í lok janúar kom anzi seint því þegar loðnan er komin upp á grunn- ið, fer skeiðklukkan af stað. Við höf- um að hámarki 40 til 50 daga eftir það og þá verða veiðarnar að ganga vel til að allt náist. Menn voru að spara þetta eftir fyrstu úthlutun en nú verðum við að fá gott veður til klára kvótann, sérstaklega ef meira verður bætt við. Tíðarfarið ræður öllu,“ sagði Lárus Grímsson. „Þetta hefur verið heldur á brekk- una,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálms- son, yfirmaður uppsjávarsviðs HB Granda. „Eftir að loðnan gekk upp á grunnið hefur verið leiðinda veður og svo hefur áta verið að trufla frystinguna. Loðnan er á stóru svæði núna og það vestasta er komið vestur fyrir Ingólfshöfðann. Hrognafyllingin er orðin 14 til 15% svo það styttist í frystingu á hrygn- unni fyrir Japan. Við höfum verið að frysta á Vopnafirði. Þar hafa komið um 13.500 tonn í land og fryst hafa verið um 3.800 tonn. Auk þess er Viðeyin búin að frysta um 4.300 tonn en hún er nú á kolmunna,“ segir Vilhjálm- ur. En hvernig eru markaðarnir? „Það er mjög mikil eftirspurn eft- ir loðnuafurðum, hverju nafni sem þær kallast eða hvaða markaður sem á í hlut. Því eru menn farnir að naga sig í handarbökin fyrir að hafa ekki fryst meira í janúar. En það var úr vöndu að ráða því að upphafs- úthlutunin var svo lítil. Kvótinn var svo aukinn og ekki er útséð um enn frekari aukingu,“ sagði Vilhjálmur. Loðnan veiðist á ný eftir leiðinda brælu Í HNOTSKURN »Þegar loðnan er kominupp á grunnið fer skeið- klukkan af stað. »Það er mjög mikil eft-irspurn eftir loðnu- afurðum, hverju nafni sem þær kallast eða hvaða mark- aður sem á í hlut. ÚR VERINU Eftir Sigurð Jónsson Á FUNDI Náttúruverndarsamtaka Suðurlands og Sólar á Suðurlandi, í Árnesi á sunnudag, voru flutt sterk varnarorð gegn þeim nátt- úruspjöllum sem yrðu ef áform Landsvirkjunar yrðu ofan á varð- andi virkjun árinnar í því skyni að selja orkuna til álversins í Straums- vík eða annarra álbræðslna. Þeir sem fluttu ávörp voru sammála um að náttúra árinnar væri einstök og hrikaleg mistök ef henni yrði fórnað á altari stóriðjustefnunnar í landinu. Ljóst sé að mikil andstaða er risin gegn þessum áformum og hvarvetna eru uppi efasemdir um að það séu rök fyrir því að fórna náttúrugæðum á þessu svæði undir virkjanir sem sumir fundarmanna nefndu skamm- tímagróða. Nær væri að horfa til lengri tíma og nýrra áherslna í at- vinnumálum. Valdamenn á álfylliríi Finnbogi Jóhannsson bóndi sagði valdamenn þessa lands komna á ál- fyllirí og þeir þyrftu sífellt fleiri ál- ver til að viðhalda álvímunni. Hann sagði hugarfarsbreytingar þörf meðal fólks til þess að stöðva þá þró- un sem væri í gangi. Hann lýsti þeim landsvæðum sem fara undir lón ef áform Landsvirkjunar verða að veruleika. „Fólk finnur til vanmáttar gagnvart valdamönnum og stolt þess er sært,“ sagði Finnbogi meðal ann- ars og hvatti til þess að litið yrði til annarra arðbærra kosta í atvinnu- málum þjóðarinnar. „Það er meiri hagnaður af óbreyttu náttúrufari, þjóðin verður að læra að virða landið og elska það,“ sagði Finnbogi er hann lauk máli sínu. Björgólfur Thorsteinsson, for- maður Landverndar, ræddi hlutverk umhverfisins í hagkerfi landsins. Hann sagði að meta þyrfti nátt- úrugæði eins og önnur aðföng við virkjanir. Hann sagði orku Íslands ekki ótakmarkaða eins og oft væri látið í veðri vaka. Ef allt væri virkjað á Íslandi sem hægt væri þá dygði orkan fyrir eina 6 milljóna manna stórborg úti í heimi. Egill Egilsson, eðlisfræðingur og fulltrúi sumarhúsaeigenda á svæð- inu, sagði að vatn sem rynni óbeislað til sjávar væri ekki ónýtt og vitnaði í því efni til Yangtse-árinnar í Kína þar sem vart yrði mikilla breytinga út af ósum árinnar nú þegar byrjað væri að breyta ánni. Egill las ljóð til að efla baráttuanda andstæðinga virkjunar. Hann sagðist í gamni hafa metið hvað frálag eins manns gæti skapað mikla orku og sagðist hafa komist að því að það væru 20 milli- vött ef vatninu væri kastað ofan Núpa. Ólafur Sigurjónsson, fulltrúi Flóa- manna, sagði íbúa nú standa frammi fyrir því að umturna ætti landinu í kringum neðri hluta Þjórsár. Hann varpaði fram nokkrum spurningum s.s. varðandi laxinn og gengd hans upp ána, hvort stíflurnar þyldu jarð- skjálfta og hvort kannaðir hefðu ver- ið neðanjarðarhellar í Þjórs- árhrauni. Svo tók hann sem dæmi um hagsældina frá stóriðjustefnunni til Flóamanna að hún væri ekki meiri en svo að nú væri nýbúið að leggja þriggja fasa rafmagn um svæðið og að Flóamenn ækju enn um á vondum malarvegum. Samherjar um allt land Guðfríður Lilja Grétarsdóttir flutti kveðju úr þéttbýlinu og sagði fólk þar standa í þakkarskuld við íbúana á bökkum Þjórsár fyrir að verjast ásókn í landið. Hún sagði að nú væru samherjar um allt land í baráttunni fyrir náttúru Íslands. „Hjörtu Hafnfirðinga slá við Þjórsá,“ sagði Guðfríður. Hún sagði þjóðina alla verða að vakna af dvala og standa vaktina saman. Ef Hafn- firðingar höfnuðu stækkun álversins kæmu Suðurnesjamenn næst og vildu fá álver til sín. „Hvað getum við sagt okkur til málsbóta þegar hver náttúruperlan hverfur af ann- arri? Þjóð sem hefur gleymt sínum andlegu verðmætum er ekki mikill bógur,“ sagði Guðfríður. Ómar Ragnarsson lýsti stöðu mála sem farsa og þetta myndi birt- ast í náinni framtíð þannig að þegar komið væri til Keflavíkur væru álver og virkjanir til beggja handa alla leið til Landmannalauga. Hann flutti stuttan brag um Álgerði Nótt þar sem hæðst var að stefnu stjórnvalda í stóriðjumálum. Hann sagði sögu- legan tíma framundan því það væri nú í fyrsta sinn í sögunni hægt að kjósa um framtíðina og vísaði til al- þingiskosninganna í maí. „Við erum með bylgju sem verður að brotna á ráðamönnum þessa lands,“ sagði Ómar og fundarmenn sýndu stuðn- ing sinn við þessi orð með því að fagna hraustlega. Hann sýndi síðan myndband þar sem flogið var upp með Þjórsá og sýndi fossana sem hverfa verði virkjað, en það eru Urr- iðafoss, Búðarfoss, Gljúfurleitarfoss og Dynkur. Hann sagði sem svo að mönnum fyndist allt í lagi að þeir hyrfu af því að það sæi þá enginn og því saknaði enginn þeirra. Einnig sýndi hann myndir frá Þjórs- árverum sem hann sagði ómetanlega náttúruperlu og óskiljanleg væru orð eins þingmanns sem hefði sagt að það væri í lagi að nokkur nástrá færu undir vatn en skömm væri að slíkum ummælum og fáfræði. Hugleiðing Jóhönnu frá Haga Árdís Jónsdóttir flutti hugleið- ingar Jóhönnu Jónsdóttur frá Haga sem er 93 ára og hefur alla tíð búið í Gnúpverjahreppi. Hún hefur miklar áhyggjur af því að þurrka eigi upp stór svæði árinnar og leggja önnur undir lón. Í hugleiðingum sínum minntist hún meðal annars á það þegar Búrfellsvirkjun var tekin í notkun og orða Kristjáns Eldjárn þegar hornsteinn virkjunarinnar var lagður. Þá hefði vantað rafmagn í landið og þjóðin þurfti á því að halda. Hún hefði ekki verið eins rík og hún væri í dag. Nú væri staðan önnur og ekki sama þörfin og áður. Hvatti Jó- hanna til þess að horfið yrði frá virkjunum í ánni og náttúrunni leyft að njóta sín. Sterklega er varað við virkjun í neðanverðri Þjórsá Áform Landsvirkjunar um virkjun í neðan- verðri Þjórsá voru harðlega gagnrýnd á opnum fundi í Árnesi á sunnudag og náttúra árinnar sögð einstök. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Fjölmenni Salurinn var þéttsetinn áhugamönnum um náttúruvernd. FRIÐRIK Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að fulltrúi Landsvirkjunar hefði fyrir fundinn í Árnesi boðist til að lýsa fram- kvæmdum við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Fundarboðendur hefðu hins vegar ekki viljað taka þessu boði með þeim rökum að á fundinum mættu aðeins andstæðingar virkjunar tala. Friðrik sagði að allar þessar virkj- anir í neðri hluta Þjórsár hefðu farið í gegnum umhverfismat. Sveitar- stjórnir á svæðinu sæju um skipu- lagsvinnuna og um það hefðu þær haft samráð við Landsvirkjun. Hald- inn hefði verið fundur með öllum sveitarstjórnum á svæðinu, nema hins nýja Flóahrepps, fyrir einu ári. Þar hefði engin andstaða komið fram við fyrirhugaðar virkjanir. Friðrik sagði að hafa þyrfti í huga að vatni væri miðlað niður Þjórsá í gegnum virkjanir ofar í ánni. Þau lón sem yrðu til vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár yrðu því inntaks- lón þar sem ekki gætti breytinga á hæð vatnsborðs. Lónin yrðu samtals um 22 ferkílómetrar að stærð eða álíka stór og Úlfljótsvatn. Um 80% lónanna yrðu í núverandi farvegi ár- innar þannig að til viðbótar færu að- eins um fjórir ferkílómetrar undir vatn. Friðrik sagði að þær raflínur sem nú liggja frá Suðurlandi til Suðvest- urlands lægju yfir þá staði sem fyr- irhugað væri að virkja á og því yrði mjög lítið rask vegna byggingar raf- lína við gerð þessara virkjana. Friðrik benti á að fyrirhugaðar virkjanir væru allar í byggð en ekki á ósnertum víðernum. Í umræðu um virkjanir á undanförnum árum hefði einmitt komið fram það sjónarmið að við ættum frekar að fullvirkja vatnsföll sem búið væri að virkja en að virkja á nýjum svæðum. Friðrik sagði að það væri misskilningur að virkjanir í neðri hluta Þjórsár væru bundnar við að selja orkuna til Alcan í Straumsvík. Það lægi fyrir sam- komulag milli Landsvirkjunar og Alcan um verð á orkunni. Ef ekkert yrði úr stækkun myndi Landsvirkj- un ræða við aðra um orkukaup. Buðu fram upplýsingar Friðrik Sophusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.