Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 25
tómstundir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 25 Hjá Jónum Transport bjóðum við upp á alhliða þjónustu varðandi inn- og útflutning. Við komum sendingunum örugglega frá upphafsstað til endastöðvar, í sjó- eða flugfrakt, ásamt tilheyrandi pappírssvinnu. Þú bara hringir og Jón sér um málið. Láttu Jón sjá um málið Guðrún „Jón“ Hauksdóttir – Starfsmaður Jóna Transport Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is B allettinn er rosalega skemmtilegur, en snún- ingsæfingarnar eru dá- lítið erfiðar. Við þurfum að mæta á æfingarnar snyrtilegar og með snúð í hárinu eða með fasta fléttu svo hárið sé ekki að flækjast fyrir okkur,“ segir Andrea Björk Pétursdóttir, 11 ára ballerína og nemandi í sjötta bekk í Hlíða- skóla. Andrea Björk er á táknmáls- sviði þar sem hún er heyrnarskert og þarf að nota heyrnartæki. Þrátt fyrir það segir hún að allt gangi sér í haginn. Þegar Daglegt líf leit inn á æfingu í liðinni viku, voru ellefu bláklæddar ballerínur að æfa sig undir hand- leiðslu Guðbjargar Astridar Skúla- dóttur, skólastjóra Klassíska list- dansskólans í Mjóddinni. Skólinn tekur allt niður í 5 ára hnátur í dans- nám, sem nú er farið að meta til ein- inga á framhaldsskólastigi. Sjálfstraust, einbeiting og agi „Dansinn gerir mikið fyrir ungar stúlkur því í honum felst bæði mikil einbeiting og mikill agi. Þær þurfa að læra að hlusta, nema tónlist og muna í hvaða átt líkaminn á að fara. Dansinn eykur líka sjálfstraustið. Hingað hafa m.a. komið mjög feimn- ar stúlkur, sem varla hafa þorað að hreyfa sig í byrjun, en opnast svo smám saman og losa um feimnina. Það geta alls ekki allir lært að dansa og sumar stúlkur eru alls ekki með líkama til að dansa, en það skiptir engu máli á þessu stigi því ef þær eru duglegar að hlusta og nema er hægt að móta leirinn til að fá fram fallega vöðva og lengingu í líkam- ann. Snyrtimennska er í heiðri höfð því ef allir eru snyrtilegir og með hárið vel greitt verður andinn og vinnan skemmtilegri,“ segir Guð- björg. Allar eru þær miklar vinkonur Andrea Björk fór að æfa ballett í Klassíska listdansskólanum fyrir þremur árum og segist ekki sjá eftir því. „Félagsskapurinn er mjög skemmtilegur og allar erum við stelpurnar miklar vinkonur þó við komum alls staðar að og úr ólíkum hverfum,“ segir Andrea, en hóp- urinn hennar æfir þrisvar í viku, í einn og hálfan tíma í senn. „Svo höldum við ballettsýningar í Borg- arleikhúsinu á vorin og þá koma mömmur og pabbar, afar og ömmur og systkini að horfa á. Ég stefni að því að halda áfram í ballettinum eins lengi og ég get, ekkert endilega til að verða ballerína þegar ég verð stór, heldur hugsa ég þetta miklu fremur sem hreyfingu til að verða hraust og heilbrigð. Í skólanum finnst mér mest gam- an að stærðfræði og svo finnst mér voða gaman í textílmennt, smíði, matreiðslu og tónmennt. Þegar ég verð stór langar mig að verða lista- kona og mála myndir og svo er ég líka að spá í að verða leikskólakenn- ari því mér finnst svo gaman að leika við lítil börn enda laðast þau að mér,“ segir Andrea. Rosalega gaman að ferðast Þegar Andrea er spurð út í frekari áhugamál svarar hún því til að hana langi kannski að læra að mála næsta vetur. Annars segist hún hafa gam- an af því að leika við vinkonurnar, sem séu duglegar að finna upp á alls konar leikjum og hugmyndum. „Mér finnst líka rosalega gaman að ferðast á sumrin. Einu sinni átti ég heima í sveit fyrir norðan og fer þangað stundum. Og í sumar fór ég til útlanda með mömmu minni og systur og ömmu minni og afa. Við fórum til Fuerteventura, sem er eyja í Kanaríeyjaklasanum, og þar eignaðist ég eina góða vinkonu.“ Morgunblaðið/Árni SæbergDansæfingin Upp á hnén og til hliðar og passa að stinga rassinum ekki út þegar við erum að hoppa, segir Guðbjörg skólastjóri. Æfir ballett og langar að mála myndir Ballerínan Gaman er að dansa, en snúningsæfingarnar eru erfiðastar. Liðleiki Ballettstelpur þurfa að geta farið í splitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.