Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Áhugaverð framtíðarstörf Húsasmiðjan hvetur alla, á hvaða aldri, sem vilja starfa hjá traustu og góðu fyrirtæki til að sækja um. Fyrir alla Viljum ráða áhugasama og þjónustulundaða einstaklinga í eftirtalin störf í verslun okkar í Borgarnesi. Umsóknir berist til starfsmannastjóra Húsasmiðjunnar, Guðrúnar Kristinsdóttir, gudrunk@husa.is, fyrir 20. febrúar. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Húsasmiðjunnar www.husa.is Húsasmiðjuskólinn Við rekum skóla þar sem starfsmenn sækja námskeið. Haldin eru um 100 námskeið á ári og námsvísir er gefinn út vor og haust. Starfsmannafélag Hjá okkur er öflugt starfs- mannafélag sem sér m.a. um skemmtanir fyrir starfsmenn og fjölskyldur fleirra, íþróttaviðburði og útleigu sumarhúsa. Heilsuefling Fyrirtækið og starfs- mannafélagið styðja við heilsurækt starfsmanna. Viðskiptakjör Vi› bjó›um starfs- mönnum gó› kjör. Ábyrgðarsvið Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Pantanir, ráðgjöf og tilboðsgjöf Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur Þekking á timbri og byggingavörum nauðsynleg Grunn tölvukunnátta kostur en ekki skilyrði Sjálfstæði og frumkvæði Samskiptahæfni Sölumaður í timbursölu Ábyrgðarsvið Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Pantanir, ráðgjöf og tilboðsgerð Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur Iðnmenntun eða góð þekking á pípulagnaefni Tölvukunnátta kostur Samskiptahæfni Sjálfstæði og frumkvæði Deildarstjóri pípulagningardeildar Ábyrgðarsvið Sala, afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini Pantanir og ráðgjöf til viðskiptavina Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur Þekking á byggingavörum kostur Tölvukunnátta kostur Samskiptahæfni Sjálfstæði og frumkvæði Sölu- afgreiðslumaður í verslun Bjóðum upp á gott starfsumhverfi hjá traustu fyrirtæki Tilkynningar Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Bæjar- hrepps 1995-2015 Hreppsnefnd Bæjarhrepps samþykkti á fundi sínum 7. febrúar 2007 að auglýsa eftirfarandi breytingar á aðalskipulagi Bæjarhrepps 1995- 2015 samkvæmt 1. málsgrein 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt- ingum. Aðalskipulagsbreyting þessi tekur til breyttrar legu stofnvegar nr. 1, Hringvegar, í Hrútafjarð- arbotni á 5,4 km kafla og á stofnvegi nr. 61, Djúpvegi, sem er ný tenging við Hringveg, á 1,8 km vegkafla. Landnotkun hefur verið breytt þar sem Brúarskáli og fyrrum símstöð eru staðsett. Skipulagsuppdrátturinn mun liggja frammi til kynningar á skrifstofu Bæjarhrepps á Borðeyri frá 13. febrúar 2007 til 29. mars 2007. Ennfrem- ur er tillagan til kynningar hjá Skipulagsstofn- un, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdum skal skila eigi síðar en 29. mars 2007 til skrifstofu Bæjarhrepps og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna inn- an tilskilins frests teljast samþykkir henni. F.h. Bæjarhrepps, Þorgerður Sigurjónsdóttir oddviti. Félagslíf  HLÍN 6007021319 VI I.O.O.F. Rb.1  1562138 - 9.0* HAMAR 6007021319 I FJÖLNIR 6007021319 III EDDA 6007021319 I Raðauglýsingar 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is MINNINGAR ✝ Hjörleifur H. Jó-hannsson fædd- ist á Hánefsstöðum í Svarfaðardal 13. júní 1929. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri laugardaginn 3. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Guðlaugur Kristjánsson, f. 29. október 1900, d. 27. febrúar 1991 og Kristín Sigurhanna Sigtryggsdóttir, f. 30. júlí 1904, d. 31. janúar 1992. Systkini Hjörleifs eru: 1) Arnfríður Jóhanna, f. 1927, gift Sigþóri Björnssyni, f. 1927, d. 1997, 2) Kristján Loftur, f. 1933, 3) Marinó Jóhann, f. 1936, d. 1988, 4) Sigrún Rósa, f. 1941, gift Einari Arnþórs- syni, f. 1934, og 5) Sigtryggur El- ínór, f. 1946, kvæntur Sólveigu Jónu Kristjánsdóttur, f. 1951. Árið 1931 flutti Hjörleifur með for- eldrum sínum út í Hólkot í Ólafs- firði þar sem fjölskyldan bjó til árs- ins 1939 en þá flutti hún til Dalvíkur þar sem Hjörleifur ólst upp og bjó þar síðan alla sína tíð. Khamsa-Ing og Ronnachai Kamsa- Ing. 4) Arnþór, f. 1961, kvæntur Ás- rúnu Ingvadóttur, f. 1961, börn þeirra eru Snæþór, unnusta Aníta Guðbrandsdóttir, Bergþór og Vaka. 5) Sigurbjörn, f. 1963, kvænt- ur Kanokwan Srichaimun, f. 1970, sonur þeirra er Fannar Nataphum. 6) Einar, f. 1968, kvæntur Lilju Guðnadóttur, f. 1968, börn þeirra eru Hjörleifur, Ólöf María og Guðni Berg. 7) Hjördís Hanna, f. 1970, gift Sigursteini Magnússyni, f. 1963, börn þeirra eru Bergdís Helga, Marinó Jóhann og Sigurbjörn Al- bert. Börn Sigursteins frá fyrri sambúð eru Ingibjörg Theodóra og Magnús Þorsteinn. Hjörleifur lauk hefðbundinni skólagöngu á Dalvík og fór síðan ungur til sjós þar sem hann vann mestan hluta starfsævi sinnar, lengst af hjá útgerð Aðalsteins Loftssonar. Þegar hann hætti til sjós um 1970 vann hann fyrst ýmis störf tengd húsbyggingum en starfaði síðan í Salthúsi KEA, sem Samherji síðar keypti, þar til hann lét af störfum í lok árs 2000. Útför Hjörleifs verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Eiginkona Hjör- leifs er Þorgerður Sveinbjarnardóttir, f. 20. júlí 1937. For- eldrar hennar voru Sveinbjörn Jóhanns- son, f. 12. apríl 1914, d. 26. júní 2002 og Kristín Sigurbjörg Jóhannsdóttir, f. 14. maí 1916, d. 21. mars 1999. Þau bjuggu á Hauganesi á Árskógs- strönd. Börn Hjörleifs og Þorgerðar eru: 1) Helga Guðlaug, f. 1954, dóttir hennar og Jóns Þóris Baldvinssonar, f. 1954, er Bergdís. 2) Sveinbjörn Jóhann, f. 1956, kvæntur Elínu Unnarsdóttur, f. 1963, börn þeirra eru Þorgerður Jóhanna, Unnar Már, Jóhann Ólaf- ur og Hjörleifur Helgi. Sonur Sveinbjörns og Evu Jónínu Ás- mundsdóttur, f. 1961, fyrrum sam- býliskonu, er Reynir Svan, unnusta Signa Hrönn Stefánsdóttir. 3) Björgvin, f. 1959, kvæntur Preeyu Kempornyib, f. 1969. Sonur Björg- vins og Aðalsteinu Tryggvadóttur, f. 1962, er Birgir Örn. Synir Preeyu frá fyrri sambúð eru Rittichai Handtakið var hlýtt og þétt, svipurinn bjartur og augun glett- in. Hann var fyrsti tengdason- urinn í Steinnesi. Okkur yngri systkinunum fannst spennandi tímar fara í hönd. Stóra systir var búin að stofna fjölskyldu! Hann var heldur enginn aukvisi þessi nýi. Bílarnir sem fastir voru í snjónum flugu upp ef hann lagði hönd á þá. Hann sveiflaði stórum línustömpum í kringum sig eins og fisi og golþorskarnir svifu upp á bryggjuna á stingn- um hjá honum. Hann fór með okkur á sjó á árabátnum, gekk með okkur til kinda og lék við okkur. En auðvitað var lífsbaráttan hafin og heimilið var stofnað á Dalvík. Börnin komu í heiminn eitt af öðru. Það var þröngt uppi á hanabjálka í Bergþórshvoli þegar þau voru orðin þrjú. En þeim átti eftir að fjölga og fljót- lega flutti fjölskyldan í Stórhóls- veg 3, sem þau hjónin byggðu, og áttu þar heima síðan. Þegar horft er til baka er margra ánægju- og samveru- stunda að minnast. Veiðiferðirnar í Mýrarkvísl voru skemmtilegar og lærdómsríkar og gaman að sjá hvað þessi þrekvaxni maður tipl- aði fimlega í grjótskriðum og klettum og eljan og veiðibjart- sýnin óbilandi. Í útilegum var stöngin gjarnan höfð með og hent í sjó eða vatn. Þjóðmálin voru rædd og Hjörleifur var verkalýðssinni og vildi hag hinna stritandi stétta sem mestan. Um tíma var Þjóðviljinn lesinn spjaldanna á milli. Hjörleifur var handlaginn og allt lék í höndum hans, hvort sem um var að ræða múrverk eða málun og þótt hann sæist lítið hreyfast miðaði betur hjá honum en mörgum. Hann var hjálpsamur og bóngóður. Flestar samverustundirnar tengjast þó Steinnesi, fjölskyldumótum með- an pabbi og mamma bjuggu þar og síðar framkvæmdum og end- urbótum eftir að við systkinin tókum við húsinu. Ef eitthvað slíkt þurfti að gera var Hjörleifur fyrstur á staðinn. Þá sakaði ekki að grípa í spil að loknu dagsverki og var þá ekki horft til klukku ef fjör var í spilamennskunni. Að leiðarlokum þökkum við mági okkar samverustundirnar og vitum að minningin um góðan dreng mun ylja okkur um ókomn- ar stundir. Elsku Gerða systir. Við sendum þér og allri fjöl- skyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Systkinin í Steinnesi og makar. Hjörleifur H. Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.