Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 21 SUÐURNES Version 3, 07Feb2007 Ert þú með sveppi á milli tánna? Við leitum að sjálfboðaliðum á aldrinum 18-75 ára, með sveppasýkingu á milli tánna, til að taka þátt í klínískri rannsókn á verkun abafungin krems. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónuverndar og Lyfjastofnunar. Rannsóknin mun fara fram á rannsóknarsetri Íslenskra lyfjarannsókna - Encode, Krókhálsi 5d, Reykjavík. Aðalrannsakandi er Bárður Sigurgeirsson, sérfræðingur í húðlækningum. Megintilgangur rannsóknarinnar er að meta verkun abafungin krems við meðhöndlun sveppasýkingar á milli tánna. Kremið verður borið saman við lyfleysu (krem sem inniheldur ekkert virkt efni) og annað krem Canesten® sem notað er við fótsvepp og er nú þegar á markaði. Um 40-50 einstaklingum með sveppasýkingu á milli tánna verður boðið að taka þátt í rannsókninni. Rannsóknin tekur yfir 8 vikna tímabil og er gert ráð fyrir 5 heimsóknum á rannsóknarsetur. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er tryggt að þátttakendur fái bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í meðferð á sveppasýkingum á milli tánna. Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar, vinsamlega hafðu samband bréflega, með því að senda tölvupóst á encode@encode.is, eða með því að hringja í hjúkrunarfræðing rannsóknarinnar í síma 510 9911. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. Þjáist þú af einu eða fleiri af eftirfarandi einkennum á milli tánna? Roði? Sprungur? Hreistrun? Kláði? Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is FLUTNINGSMANNVIRKI raforku vegna ál- vers við Helguvík þurfa að fara um land allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Sveitarfélög sem ekki eiga aðild að sjálfri álversuppbygging- unni virðast geta stöðvað framkvæmdina. Landsnet sem annast flutning raforkunnar í Helguvík frá væntanlegum virkjunum Hita- veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur vinnur að undirbúningi umhverfismats vegna flutningslína. Sagt var frá hugmyndum þeirra um lagningu tvöfaldrar háspennulínu vestur fyrir Keflavíkurflugvöll hér í blaðinu sl. föstu- dag og höfnun Sandgerðisbæjar á þeim. Hugmyndir um nýja línu Þórður Guðmundsson, framkvæmdastjóri Landsnets, segir að það valdi erfiðleikum við þennan undirbúning að ekki sé vitað fyrir víst hvar á Suðurnesjum verði virkjað, í hvaða röð og hvað virkjanirnar verði stórar. Fyrirtækið hefur kynnt fyrir sveitarfélögunum vissar hug- myndir sem starfsmenn þess setja þó mikla fyr- irvara við vegna óvissunnar. Ef virkjað verður á háhitasvæðunum í Trölla- dyngju, Sandfelli og Seltúni er gert ráð fyrir því sem fyrsta kosti að lögð sé 220 kílóvolta lína frá spennistöðinni á Rauðamel, suður fyrir Keili og að Trölladyngju og þaðan í nýja spennistöð við álverið í Straumsvík. Jafnframt verði ný 220 kV lína lögð við hliðina á núverandi Suðurnesjalínu sem liggur meðfram Reykjanesbrautinni, frá Fitjum í Hafnarfjörð. Þá er gert ráð fyrir því að virkjanirnar við Sandfell og Seltún verði tengd- ar við Trölladyngju með jarðstrengjum með minni spennu til að draga úr röskun í Reykja- nesfólkvangi. Loks þarf að tvöfalda línuna frá Rauðamel til Reykjanesvirkjunar og flytja orkuna frá Rauðamel til Helguvíkur. Heildarkostnaður við flutningsmannvirki raf- orku vegna álversins í Helguvík er áætlaður af stærðargráðunni 10 milljarðar kr. Starfsmenn Landsnets hafa einnig sett niður á blað hugmynd um annan valkost. Það er að tengja Trölladyngju og nálægar virkjanir með línum beint niður á Suðurnesjalínu sem þá þyrfti að þrefalda. Það segir Þórður að sé mun dýrari kostur og ekki eins góður tæknilega. Með honum þurfi að setja upp fleiri háspennu- möstur vegna þess að tengja þurfi Tröllatungu í báðar áttir. Hugsanlegt er að hægt verði að fjarlægja núverandi Suðurnesjalínu þegar tvær 220 kV línur verða komnar. Fagna afstöðu Sandgerðisbæjar „Landvernd fagnar af heilum hug ákvörðun Sandgerðisbæjar um að hafna þessari línu um land bæjarins. Að sama skapi hljóta önnur sveitarfélög, ég vísa sérstaklega til Voga og Grindavíkurbæjar, að standa vörð um sína hagsmuni og hafna þessum línum,“ segir Berg- ur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Land- verndar, þegar álits hans var leitað á hug- myndum Landsnets. Hann bætir því við að öllum áformum um orkuflutninga úr Seltúni í hendingaröryggi álver afar miklu máli. Slík fyr- irtæki þoli ekki nema nokkurra klukkutíma straumrof og gríðarlegir hagsmunir séu í húfi. Þannig öryggi sé ekki unnt að tryggja nema með loftlínum. Það taki nokkra daga og upp undir hálfan mánuð að finna bilanir og gera við jarðstreng og vikur eða mánuði að finna bilanir og gera við sæstreng. Þórður bætir því við að hvergi í heiminum hafi verið farið út á þá braut að leggja flutnings- kerfi alfarið í jörðu eins og kröfur hafi komið um hér. Nefnir hann sem dæmi að mikil umræða hafi farið fram um þetta í norska Stórþinginu á árinu 2000 og niðurstaðan orðið sú að halda áfram með loftlínur, nema þar sem mjög sér- stakar aðstæður krefðust annars. Þórður segir að miklu muni á kostnaði, þannig sé jarð- strengur almennt 8 til 9 sinnum dýrari en há- spennulína á möstrum og auk þess sé spennu- stýring mun erfiðari á jarðstreng, sérstaklega í spennuhærri línum. Spurður um lausn veltir Þórður því fyrir sér hvort unnt sé að draga úr umfangi línunnar í Sandgerðisbæ, til dæmis með því að hafa hana einfalda og fara aðra leið með hinn strenginn. Með því mætti ef til vill tryggja lágmarks af- hendingaröryggi fyrir álverið. En ef Sandgerð- isbær leggist gegn allri línulögn í sínu landi verði að ræða við orkukaupandann, Norðurál, um það hvort hann geti sætt sig við aðra lausn. mundsson segir að rætt verði við fulltrúa Sand- gerðisbæjar og annarra sveitarfélaga til að reyna að finna lausn á málinu. Landsnet mun áfram leggja áherslu á að útvega álverinu teng- ingu með loftlínu. Að sögn Þórðar skiptir af- Trölladyngju fylgi óhjákvæmilega verulegt rask á stórbrotinni náttúru og skilji eftir ör í hjarta Reykjanesfólkvangs. Landsnet hefur kynnt hugmyndir sínar óformlega fyrir bæjarstjórum og þeim sem vinna að skipulagsmálum í sveitarfélögunum. Bæjarstjórnir Voga og Grindavíkurbæjar hafa ekki fengið formlegt erindi frá Landsneti og því ekki tekið málið fyrir, að sögn bæjarstjóranna. Spurður um persónulega afstöðu sína segir Ró- bert Reynisson, bæjarstjóri í Vogum, að hann telji það sjónmengun ef ný lína á háum möstrum komi meðfram Reykjanesbrautinni því hún skyggi meðal annars á útsýnið til Keilis. Reykjanesbær og Sveitarfélagið Garður eru að ganga frá skipulagi álverslóðar við Helguvík, á mörkum sveitarfélaganna, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir þeirri loftlínu sem Sandgerðisbær hefur hafnað. Minnihlutinn í bæjarstjórn Garðs benti á þann ókost að lagðar verði háspennulínur með tilheyrandi möstrum þvert yfir Mánagrund sem er hesthúsasvæði Keflvíkinga. Samþykkti minnihlutinn skipulagið í trausti þess að betri kostur yrði fyrir valinu. Áfram lögð áhersla á loftlínu Um leið og bæjarstjórn Sandgerðisbæjar hafnaði hugmyndum Landsnets um loftlínu vestur og norður fyrir Keflavíkurflugvöll óskaði hún eftir viðræðum við fyrirtækið. Þórður Guð- Aðeins loftlínur sagðar tryggja fullt afhendingaröryggi fyrir álver Í HNOTSKURN » Landsnet vinnur með tvær hug-myndir um tengingu virkjana á Suðurnesjum og álvers í Helguvík við raforkukerfi landsins. » Fyrsti kosturinn er tvöföldunSuðurnesjalínu og önnur lína með fjöllunum sem tengi Trölla- dyngju við Reykjanes og Hafn- arfjörð. » Annar valkostur gerir ráð fyrirþreföldun Suðurnesjalínu og til viðbótar tvöfaldri línu stystu leið úr Trölladyngju. » Nýjar línur munu fara um öllsveitarfélögin á Suðurnesjum og er framkvæmdin háð samþykki þeirra. » Landvernd hvetur sveitarfélögintil að hafna línulögnum.         1 .  :   +                  $ '  1&! #%         5  6* 7    0 8 H$.  =  =  F  !"# : +0 *02/1: O L 'P 5 + F"%!3 *     ! " #     ! $%     !  +  *  #3 26 0+  + 2    $  %    &   %'       3  3  * ! 9 + "%!3 4 -(! *5  1   4 )    . < .    '     '"4 )  46  2,  ( +0  2,   +  $<" ""# >## ( +0   +  $<" ""# >## ( +0 6 0  $<" ""# 1  2,  ( +0  / *   +0   +  ""# ?* )   TVEIR fundir verða haldnir á Suð- urnesjum í dag og á morgun um ál- ver í Helguvík, virkjanir og há- spennulínur. Samtökin Sól á Suðurnesjum, sem meðal annars berjast fyrir atkvæða- greiðslu um álverið, efna til fundar í Saltfisksetrinu í Grindavík í kvöld kl. 20. Samtökin kynna starfsemi sína. Þá mun Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segja frá umhverfisáhrifum álvers og Börkur Karlsson leiðsögumaður fjalla um útivist á Reykjanesskag- anum. Ungir jafnaðarmenn halda opinn fund um álverið á veitingastaðnum Ránni í Keflavík kl. 20.30 á morgun, miðvikudag. Tilgangurinn er að hvetja til opinnar og almennrar um- ræðu um fyrirhugað álver í Helgu- vík. Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri hjá Norðuráli, kynnir fyrirhugað álver, Bergur Sigurðs- son frá Landvernd segir frá um- hverfisáhrifum þess og Guðný Hrund Karlsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suður- kjördæmi, segir frá stefnu Samfylk- ingarinnar, Fagra Ísland. Suðurnesjamenn keppa við Íra HNEFALEIKAFÉLAG Reykjaness tekur á móti hópi frá hnefaleika- félagi í Dublin á Írlandi næstkom- andi laugardag. Keppt er í nýju hnefaleikahöllinni í Reykjanesbæ þar sem menn munu skiptast á höggum fram eftir kvöldi, segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Fjöldi bardaga mun fara fram að deginum á unglingamóti og byrjar keppnin klukkan 14. Frítt er inn á unglingakeppnina og allir velkomn- ir. Klukkan 20 hefst svo hnefa- leikakvöld þar sem kraftmiklir box- arar takast á. Nýja hnefaleikahöllin sem nefnd er Boxhöllin í Reykjanesbæ er kynnt almenningi á þessum degi. Hún er í gömlu sundhöllinni í Keflavík. Forsala á hnefaleikakvöldið er á Kaffi Duus. Tveir fundir um álver

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.