Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.02.2007, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Halldóra Sig-rún Ólafsdóttir kennari fæddist að Lambavatni á Rauðasandi 14. maí 1926 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut að morgni 6. febrúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ólafur Sveinsson bóndi að Lamba- vatni, f. 4.7. 1882, d. 28.8. 1969, og Halldóra Guðbjört Torfadóttir, f. 3.9. 1884, d. 31.8. 1928. Börn þeirra voru þrjú og var Halldóra þeirra yngst. Bræður hennar eru Magnús Torfi þingmaður og ráðherra, f. 5.5. 1923, d. 3.11. 1998, og Sveinn myndskurðarmeistari, f. 27.4. 1925. Þau Ólafur og Hall- dóra Guðbjört bjuggu að Lambavatni ásamt Eyjólfi bróð- ur Ólafs, f. 14.10. 1885, d. 8.2. 1941, og konu hans Vilborgu systur Halldóru Guðbjartar, f. 5.6. 1896, d. 12.9. 1987. Synir þeirra eru Tryggvi, f. 19.9. 1927, Valtýr, f. 11.6. 1930, og Gunnar, f. 23.9. 1936. Við frá- fall þeirra Halldóru Guðbjartar og Eyjólfs héldu þau Ólafur og Vilborg heimili fyrir börnin sex. Árið 1930 fjölgaði þeim í sjö þegar tekinn var í fóstur syst- ursonur Halldóru Guðbjartar og 1983, Áróra, f. 8.8. 1990, og Bergrós Halla, f. 27.10. 1995. 4) Sigrún Halla, f. 13.2. 1965, hennar sambýlismaður Þorri Hringsson, f. 9.9. 1966, þau skildu, þeirra dóttir Iða, f. 17.5. 1991. 5) Pétur Már, f. 20.4. 1966, kvæntur Sigurlínu Mar- gréti Magnúsdóttur, f. 11.5. 1965, þeirra börn eru Magnús Andri, f. 12.10. 1992, Halldór Gauti, f. 30.8. 1999, og Tómas Orri, f. 23.5. 2001. Halldóra Sigrún gekk í far- skóla, sem rekinn var mánuð og mánuð í senn í ungmennafélags- húsinu á Rauðasandi. Þar kenndi föðurbróðir hennar Eyj- ólfur börnunum í sveitinni und- irstöðuatriðin sem öll önnur menntun þeirra byggðist á. Sem ung stúlka var Halldóra virkur meðlimur í Ungmennafélaginu Von. Veturinn 1943–1944 stund- aði hún nám við Húsmæðraskól- ann á Staðarfelli í Dalasýslu. 1948 hélt hún til náms í Kenn- araskóla Íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1950.Hún kenndi við Barnaskólann á Bíldudal 1950– 1952 og 1976–1978 kenndi hún við Kópavogsskóla. Annars var húsmóðurstarfið að- alstarf Halldóru og uppeldi barna og barnabarna sinnti hún af alúð. Þau Halldóra og Halldór hófu sinn búskap 1952 við Lindargöt- una (63A) í Reykjavík, fluttu þaðan 1957 að Lynghaga 14 og bjuggu þar fram til 1967 þegar þau fluttu að Lyngbrekku 18 í Kópavogi. Síðustu árin hafa þau búið að Gullsmára 8 í Kópavogi. Útför Halldóru verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vilborgar, Ólafur Guðmundsson frá Breiðavík, f. 4.11. 1923, sonur Maríu Torfadóttur, f. 2.7. 1893, d. 9.3. 1930, og Guð- mundar Bjarna Ólafssonar, f. 23.12. 1889, d. 9.1. 1926. Eiginmaður Halldóru Sigrún- ar er Halldór Við- ar Pétursson mat- sveinn, f. 29.9. 1928, þau gengu í hjónaband 21. mars 1953. For- eldrar hans voru Pétur Sigurðs- son tónskáld og söngstjóri frá Geirmundarstöðum í Sæmund- arhlíð, f. 14.4. 1899, d. 25.8. 1931, og Kristjana Sigfúsdóttir frá Brekku í Svarfaðardal, f. 28.6. 1897, d. 28.9. 1955. Sonur Halldórs og Jónínu Kristínar Vilhjálmsdóttur, f. 29.5. 1929, er Vilhjálmur Örn Halldórsson, f. 8.8. 1951. Börn þeirra Hall- dóru og Halldórs eru: 1) dreng- ur fæddur andvana 28.6. 1953. 2) Kolbrún Kristjana, f. 31.7. 1955, gift Ágústi Péturssyni, f. 12.5. 1953, börn þeirra eru Orri Huginn, f. 25.5. 1980, og Alma, f. 26.4. 1995. 3) Elín Huld, f. 7.2. 1961, hennar sambýlis- maður er Gunnar Theodór Þor- steinsson, f. 2.6. 1957, þeirra börn eru Arnar Þór, f. 15.6. Hún mamma var ein af þessum einstöku íslensku sjómannskonum, sem af miklum dugnaði stýrðu stórum heimilum í fjarveru eig- inmanna sinna. Þær voru nokkuð fjölmenn stétt stærstan hluta síð- ustu aldar. Slíkar konur þurftu sjálfstraust í ómældu magni, and- legan og líkamlegan styrk, yfirsýn og skipulagsgáfur. Þær þurftu að vera útsjónarsamar og snjallar við að finna lausnir í flóknustu málum. Heimilið var miðja alheimsins á þessum árum og þessar sterku konur stýrðu heimilishaldinu styrkri hendi. Svona kona var hún mamma. Hún mamma var einstök kona. Hún leysti öll sín verk af hendi af mikilli vandvirkni og lagði sig æv- inlega alla fram. Aldrei var nein hálfvelgja í hennar athöfnum. Sam- viskusemin og eljusemin var henni í blóð borin. Hún átti stóran og kærleiksríkan faðm. Fann allt það góða í hverjum manni og kenndi okkur að lifa samkvæmt gullnu reglunni „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“. Okkar vega- nesti út í lífið var byggt á trú, von og kærleika. Við lærðum að meta og elska lífið, og að í lífinu er ekk- ert sjálfsagt. Hún var greind kona og vel les- in. Hún drakk í sig allan fróðleik sem tiltækur var. Hún kunni utan- bókar kynstrin öll af ljóðum og sögum, sem hún fór svo fallega með. Hún skrifaði upp fágæt ljóð með sinn einstöku rithönd og sendi okkur börnunum og barnabörnum þegar tækifæri gafst. Fáir hafa hlustað meira á útvarp um ævina en hún mamma, hún hafði útvarp í hverju herbergi og fylgdist grannt með þjóðmálaumræðunni. Vissi alltaf hvað efst var á baugi og tók afstöðu í flóknustu málum. Svo elskaði hún að hlusta á tónlist og hafði breiðan tónlistarsmekk. Hún mamma var glæsileg kona, hafði næmt auga fyrir litum og klæddi sig fallega. Fallega þykka hárið hennar glansaði og gljáði. Hendurnar vel snyrtar og mjúkar. Hún var líka frábær amma og barnabörnin elskuðu að fara til ömmu, sem las fyrir þau, teiknaði með þeim, púslaði með þeim, horfði með þeim á sjónvarpið, bak- aði fyrir þau og hlustaði á þau segja frá. Hún fylgdist vel með hverju og einu þeirra og í hennar augum var hvert og eitt þeirra ein- stakt. Hún valdi sér einn af þessum köldu, friðsælu, sólríku vetrardög- um til að kveðja þetta jarðlíf. Slíkir dagar voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Það er sárt að þurfa að kveðja þig svona óvænt, elsku mamma. Það var svo margt sem við áttum eftir að gera. Við ætluðum alltaf að fara saman vestur, manstu … Huga að leiðunum þeirra afa og ömmu og Borgu. Okkur langaði til að fara með þér upp í urðirnar of- an við Lambavatnsbæinn til að sjá búið þitt og fjögurra laufa smár- ann. Hlusta á niðinn í læknum. Ganga með þér út að Skaufhól og láta taka af okkur mynd við „kall- inn“. Horfa til eyjanna yfir Breiða- fjörðinn. Dásama litbrigðin í sand- inum og leita að hörpuskel. Hlusta á þig segja okkur frá bæjunum á Rauðasandi og fólkinu. Frá Manga og Ellu gömlu, þeim í „hærri-bæn- um“ og frá smíðisgripunum hans afa, sem hann dundaði sér við að skapa úti í smiðju. Þú varst nú ekki alltaf upplögð til ferðalaga, elskuleg, hefðir sennilega ferðast miklu meira ef ekki hefði verið fyrir heilsubrest- inn, sem trúlega hefur háð þér meira en við fengum nokkru sinni að finna. En nú ertu aftur létt og lipur orðin, getur svifið um ómæl- isvíddirnar eins og þig lystir. Þeg- ar við komum saman við dánarbeð þinn og þú varst horfin á braut, þá vissum við hvar þú varst …Þú varst komin vestur, í fangið á pabba þínum, með litla drenginn þinn í fanginu … Elsku mamma, far þú í friði. Kolbrún Kristjana, Elín Huld, Sigrún Halla og Pétur Már. Fyrir rúmum 30 árum kynntist ég ungri konu sem seinna varð konan mín. Fljótlega var ég kynnt- ur fyrir foreldrum hennar, Hall- dóru og Halldóri. Það var strax tekið vel á móti mér á Lyngbrekk- unni þar sem fjölskyldan bjó. Hall- dóra var mjög áhugasöm um fólk og vildi vita tengsl manna á milli. Hún hafði einlægan áhuga á ætt- fræði og fylgdist vel með öllum ættboganum, jafnt sínum eigin sem Halldórs. Á þessum tíma var Halldór lengstum á sjó og Hall- dóra sá um heimilið af myndarskap og hlýju. Börnin voru fjögur, þrjú á heimilinu, og kötturinn Snúlli, sem var eins og fjórða barnið. Halldóra var kennari að mennt en kaus að lifa sínu lífi fyrir börnin sín. Hún kenndi þeim góða siði, frábæra íslensku og vakti með þeim áhuga fyrir menningu og list- um. Hún fylgdist með og sýndi því áhuga sem þau voru að gera hvert og eitt og studdi þau í hverju því sem þau tóku sér fyrir hendur. Hún hafði einstakt lag á að vera hvetjandi og láta alla finna að þeir voru sérstakir og áhugaverðir. Áhugi hennar á afrekum þeirra, stórum sem smáum, varð þeim hvatning til frekari sigra í lífinu. Þegar barnabörnin tóku að bæt- ast við var sama upp á teningnum gagnvart þeim. Orri Huginn var mikið hjá ömmu og fannst alltaf jafn gott að koma þangað. Hann var umvafinn sömu ást og lifandi áhuga og hennar eigin börn. Metn- aður hennar fyrir hans hönd var honum alltaf skjól. Gleði hennar og stolt yfir hverjum áfanga var hon- um mikils virði og okkur foreldr- unum gleðigjafi. Það var alltaf gaman að koma til ömmu með ein- kunnir og umsagnir. Bjóða henni og afa á leikritin sem verið var að sýna eða bara sitja á svölunum hjá henni í sólinni og hitanum á Lyng- brekkunni og þiggja svaladrykk. Ég veit að öll hin börnin sem á eftir komu hafa sömu sögu að segja þó heimilið hafi skipt um heimilisfang. Í Gullsmáranum er minna pláss, en samt er þar lítið herbergi þar sem barn gat fengið gistingu og þau voru alltaf velkom- in. Þó þrekið hafi auðvitað minnk- að með árunum breyttist það aldr- ei hvað hún hafði gott lag á að láta stóru fjölskylduna sína upplifa sig velkomna og sérstaka. Alma okkar var minna hjá ömmu en stóri bróð- ir en hvert afrek sem hún vann varð raunverulegra þegar hún var búin að deila því með afa og ömmu. Takk fyrir samveruna, kæra Halldóra og alla hjálpina. Ágúst. Það er með djúpum trega sem ég kveð hana Halldóru mágkonu mína. Við höfum átt samleið um 55 ára skeið sem nálgast að vera heill mannsaldur og aldrei borið nokk- urn skugga á. Ég vissi að það var mikil gæfa þegar hana bar að garði í okkar fjölskyldu og þau bróðir minn rugluðu saman reytum. Halldóra var fróð og vel lesin kona, stálminnug á menn og mál- efni, vinföst og ættrækin. Hún var einstaklega hlý og yndisleg heim að sækja og alltaf tilbúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á. Þess naut ég og börnin mín. Þegar þau Halldór kynntust þá hafði hún lokið kennaramenntun og starfað stutt sem kennari, en eftir að börnin komu í heiminn, eitt af öðru, valdi hún að vera heima og gefa fjölskyldunni allan sinn tíma. Þegar eiginmaðurinn var löngum stundum í starfi fjarri heimili var ýmsu fleira að sinna en venjuleg- um húsmóðurstörfum. Og víst er um það að þau áttu miklu barna- láni að fagna. Eftir að Halldór bróðir minn varð fyrir áfalli sem hefur bagað heilsu hans um nokkurra ára skeið hefur verið einstakt að fylgjast með þeirri umhyggju og alúð sem hún hefur umvafið hann. Hans er missirinn mestur. Ég sendi honum og börnunum, Kollu, Elínu, Sig- rúnu og Pétri, ásamt tengdabörn- um og barnabörnum mínar einlæg- ustu samúðarkveðjur. Sigrún Pétursdóttir. Nú ertu farin frá okkur, elsku amma, og fyrr en nokkurn hefði grunað. Það er sárt að sjá á eftir þér og víst er að veröldin verður aldrei söm á ný. En það er með ást og þakklæti í hjarta sem við kveðj- um þig. Þakklæti fyrir allt sem þú gafst okkur og allt sem þú kenndir okkur. Án þín og þinnar leiðsagnar væri ég ekki sá maður sem ég er í dag. Það er svo margt sem minnir mig á þig og það verður erfitt að sætta sig við að þú sért farin. Þú fékkst þó að fara í friði. Við hin sem eftir erum höldum áfram með stritið en það er hughreysting fólg- in í því að vita að þú vakir yfir okkur. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Ég elska þig og sakna þín. Guð geymi þig, amma mín. Ég mun ávallt geyma þig í hjartanu. Orri Huginn. Lítill drengur lófa strýkur létt um vota móðurkinn, augun spyrja eins og myrkvuð ótta og grun í fyrsta sinn: Hvar er amma, hvar er amma, hún sem gaf mér brosið sitt yndislega og alltaf skildi ófullkomna hjalið mitt? Lítill sveinn á leyndardómum lífs og dauða kann ei skil: hann vill bara eins og áður ömmu sinnar komast til, hann vill fá að hjúfra sig að hennar brjósti sætt og rótt. Amma er dáin - amma finnur augasteininn sinn í nótt. Lítill drengur leggst á koddann lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir - amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku besta amma, við söknum þín svo mikið en allar góðu minn- ingarnar um þig geymum við á besta stað í hjörtum okkar og vit- um að þú munt áfram vaka yfir okkur, gæta okkar og elska eins og þú hefur alltaf gert. Í kvöld mun- um við hittast á ný í draumaland- inu, þú munt taka okkur í faðminn og umvefja okkur ástúð og hlýju. Magnús Andri, Halldór Gauti og Tómas Orri. Af þér er ég kominn undursamlega jörð: eins og ljós skína augu mín á blóm þín eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt eins og blær leikur andardráttur minn um gras þitt eins og fiskur syndi ég í vatni þínu eins og fugl syng ég í skógi þínum eins og lamb sef ég í þínum mó. Að þér mun ég verða undursamlega jörð: eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum eins og dropi mun ég falla í regni þínu eins og næfur mun ég loga í eldi þínum eins og duft mun ég sáldrast í þína mold. Og við munum upp rísa undursamlega jörð. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku amma, ég þakka þér allar þær góðu stundir sem við áttum saman og alla þá umhyggju og hlýju sem þú sýndir mér, til þín var alltaf gott að koma. Þú varst einstök, hlý og góð og í hjarta mínu mun ég varðveita minn- inguna um þig. Ég vona að ég verði eins góð amma og þú varst. Þín Iða. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. Lát ei sorg né böl þig buga. Baggi margra þungur er. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er en þú hefur afl að bera. Orka blundar næg í þér. Þerrðu kinnar þess er grætur þvoðu kaun hins særða manns sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla sannleikans. Vertu sanngjarn, vertu mildur. Vægðu þeim er mót þér braut. Beiddu Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut. (Erla/Guðfinna Þ. frá Hömrum) Þakka þér fyrir þau heilræði sem þú kenndir okkur – fyrir góð- mennsku þína, hlýju og ást, fyrir minningar sem aldrei mást. Sofðu rótt, elsku amma og Guð varðveiti þig. Arnar, Áróra og Bergrós. Elsku amma mín. Hver minning, dýrmæt perla, að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Á meðan amma var á lífi var hún þekkt fyrir að vera alltaf svo góð, hún æsti sig aldrei (nema kannski yfir Alþingi …). Hún var alltaf svo brosmild. Ég minnist hennar einn sumardaginn þar sem hún stóð í eldhúsinu, brosandi og nýbúin að leggja fullt af kökum á borðið, hún stóð þarna í gula bolnum sínum og hvítu buxunum brosandi og kallaði á okkur. Þetta er alltaf það fyrsta sem ég sé fyrir mér þegar ég hugsa um hana. Þegar ég hugsa um ömmu er einfalt fyrir mig að gráta en það er líka alltaf stutt í brosið vegna þess hve amma var góð. Pabbi segir að sorgin komi í bylgjum, eins og öldur, sem skella á manni, það er satt. Ég sakna þín, amma mín, og ég mun aldrei gleyma þér, en vonandi ertu komin á ennþá betri stað núna. Haltu áfram að vera svona góð í næsta lífi. Ég mun alltaf elska þig, mundu það. Þín Alma. Halldóra Sigrún Ólafsdóttir  Fleiri minningargreinar um Halldóru Sigrúnu Ólafs- dóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Elín Vilmundardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.