Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 15 Hugsaðu umheilsuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Gamla góða Óskajógúrtin – bara léttari Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● VELTA í dagvöruverslun var 4,3% meiri í janúar síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra, miðað við fast verðlag. Á breytilegu verðlagi var hækkunin hins vegar 13,2% milli ára. Sala á áfengi jókst einnig á milli janúarmánaða 2006 og 2007, um 5,6% á föstu verðlagi og 10,5% á breytilegu verðlagi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsókn- arsetri verslunarinnar. Segir í tilkynningunni að velta dagvöruverslunar hafi aukist nokk- uð jafnt á milli mánaða að und- anförnu, að desember und- anskildum. Ástæðuna megi væntanlega að nokkru leyti rekja til verðhækkana. Dagvöruverslun eykst ● Eignarhalds- félagið Stofn, sem að stórum hluta er í eigu Boga Pálssonar, stjórnarformanns Flögu og fv. for- stjóra Toyota á Íslandi, hefur keypt 178 millj- ónir hluta í Ex- ista fyrir um 4,8 milljarða króna. Eftir kaupin eiga Stofn og tengdir aðilar ríflega 185 milljónir hluta í Exista, eða um 1,7% af heildar- hlutafé. Félagið Háuklettar, sem er í eigu Erlendar Hjaltasonar, for- stjóra Exista, hefur keypt sjö millj- ónir hluta í Exista með framvirkum samningi upp á 189 milljónir króna, með gjalddaga í mars nk. Kaupir í Exista fyrir 4,8 milljarða Bogi Pálsson ● POLIMOON, dótturfyrirtæki Pro- mens, hefur selt og endurleigt þrjár fasteignir í Noregi og eina í Dan- mörku til fasteignasjóðs í eigu Orkla Finans. Heildarfjárhæð viðskiptanna er 270 milljónir norskra króna og er söluhagnaður Polimoon 180 millj- ónir norskra króna fyrir skatta og endurmat eigna. Í tilkynningu frá Promens segir, að jákvæð áhrif viðskiptanna á sjóð- streymi félagsins sé 240 milljónir norskra króna að teknu tilliti til skatta. Leigusamningarnir séu til 15 ára og greiði fyrirtækið samkvæmt þeim 19 milljónir norskra króna á ári sem hækka um 2% árlega. Polimoon á enn 17 fasteignir sem eru rúmlega 140 þúsund fermetrar. Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, segir að samningurinn sýni það tækifæri sem félagið hafi til að nýta betur til vaxtar þau verðmæti sem liggja í Polimoon og auka með því arðsemi hlutafjár í félaginu. Dótturfyrirtæki Promens semur um sölu fasteigna SAMKVÆMT fregnum dagblaðsins The Scotsman frá í gær er Baugur þátttakandi í yfirtökutilboði skoska auðjöfursins Sir Toms Hunters á blóma- og garðyrkjukeðjunni Blooms of Bressingham, sem er skráð á markaði. Hljóðar yfirtöku- tilboðið upp á 30 milljónir punda, eða nærri fjóra milljarða króna, að því er heimildir blaðsins herma. Með Hunter og Baugi í tilboðinu eru einnig sagðir HBOS og skoskur fasteignamógull að nafni Nick Les- lau. Komu sömu fjárfestar að yfir- töku á verslanakeðjunni Wyevale á síðasta ári upp á 311 milljónir punda, eða fyrir rúma 40 milljarða króna, og hafa verið orðaðir við fleiri verkefni. Baugur og Tom Hunter hafa oft áður verið í samstarfi, m.a. í kaupum á House of Fraser. The Scotsman segir Sir Tom Hunter vera ríkasta mann Skotlands og auður hans sé metinn á 780 milljónir punda, um 103 milljarða króna. Meðal góðra vina hans er sagður breski milljarðamær- ingurinn Philip Green, sem keypti á sínum tíma hlut Baugs í Arcadia. Baugur í skoskum blómabúðakaupum Morgunblaðið/Kristinn Blómakaup Baugur er orðaður við yfirtökutilboð í blómakeðjuna Blooms of Bressingham. ● FJANDSAMLEG yfirtökutilraun bandaríska verðbréfamarkaðarins Nasdaq á kauphöllinni í London, London Stock Exchange (LSE), fór út um þúfur. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef BBC. Markaðsvirði LSE samkvæmt yf- irtökutilboði Nasdaq, sem á um 29% hlut í LSE, er um 2,7 milljarðar punda. Stjórn LSE lagðist eindregið gegn tilboði Nasdaq og það virðast hluthafar einnig hafa gert, því þeir sem samþykktu yfirtökutilboðið fara einungis með um 0,4% hlut í LSE. Í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur LSE tekið upp viðræður við kaup- höllina í Tókýó í Japan um hugs- anlegt samstarf kauphallanna tveggja. Ekkert verður af yfir- töku Nasdaq á LSE ● ÚRVALSVÍSITALA aðallista kaup- hallarinnar, OMX á Íslandi, hækkaði lítillega í gær, eða um 0,1%, og er lokagildi hennar 7. 240 stig. Hefur vísitalan aldrei verið hærri. Mest hækkun varð í gær á hlutabréfum Glitnis, en gengi þeirra hækkaði um 1,2%, og þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 1,1%. Hins vegar lækkaði gengi bréfa 365 hf. um 1,5% og bréfa Alfesca um 1,3%. Krónan veiktist í gær um 0,35%, en velta á millibankamarkaði var ekki mikil, eða um 10 milljarðar. Gengi dollars er 68,18 krónur, gengi punds 132,79 krónur og gengi evru 88,36 krónur. Úrvalsvísitalan í kaup- höllinni hækkar enn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.