Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
● BYRGIÐ var enn og aftur á dagskrá
þingsins í gær enda féll það dálítið í
skuggann af Breiðavíkurmálinu í síð-
ustu viku. Stjórnarandstöðuþing-
menn gerðu athugasemdir við um-
mæli Geirs H. Haarde
forsætisráðherra í Silfi Egils sl.
sunnudag. Þar sagði Geir m.a. að
erfitt væri að fullyrða að stúlkurnar í
Byrginu hefðu ekki orðið barnshaf-
andi hvort eð var. Á Alþingi í gær
sagði Geir jafnframt að upplýsingar
hefðu komið fram um að þær konur
sem eignuðust börn eftir dvöl í Byrg-
inu hefðu ekki endilega orðið barns-
hafandi þar. Hann sagði þó að það
væri ekki aðalatriðið en gaf ekkert
upp um hvaðan upplýsingarnar
koma.
Óléttar hvort eð er?
● GEIR sagði
jafnframt í Silfrinu
að myndast hefði
ákveðin „pólitísk
hystería“ í kring-
um Byrgið á sín-
um tíma og að
stjórnarand-
staðan og al-
menningur hefði
þrýst mjög á
stjórnvöld að gera
betur við Byrgið. Ögmundur Jón-
asson var ósáttur við þessi rök for-
sætisráðherra enda hefðu þingmenn
ekki haft aðgang að sömu upplýs-
ingum og stjórnvöld. Ögmundur
sagðist sjálfur hafa verið einn af
þeim sem talaði máli Byrgisins en að
hann hefði tekið fram að hann þekkti
ekki rækilega til þeirrar stofnunar.
„Mér finnst það svolítið ódýrt í þessu
máli að ætla að skella skuld á stjórn-
arandstöðuna,“ sagði Ögmundur.
„Menn geta hins vegar kallað það
hysteríu að hafa þungar áhyggjur af
málefnum heimilislauss fólks og
vilja rækilegar úrbætur.“
Móðursýki á þingi
Ögmundur
Jónasson
● HJÁLMAR Árnason og Birkir J.
Jónsson hafa lagt fram þingsályktun-
artillögu þess efnis að kostnaður fyr-
ir fólk sem býr í eyjum landsins við
að komast til síns heima verði sam-
bærilegur og fyrir fólk sem ferðast
eftir þjóðvegum. Tekið er dæmi um
að mun ódýrara sé að fara um Hval-
fjarðargöngin en með Herjólfi og lagt
til að íbúar með lögheimili á um-
ræddum stöðum fái að sigla gjald-
frjálst með ríkisstyrktum ferjum.
Ódýrara í ferjur
STÓRIÐJA á Íslandi er ekki hluti af
loftslagsvandanum heldur er hún
hluti af lausninni, sagði Jónína Bjart-
marz umhverfisráðherra í utan-
dagskrárumræðum um loftslagsmál á
Alþingi í gær.
Steingrímur J. Sigfússon, þingmað-
ur Vinstri grænna og málshefjandi,
vakti athygli á nýrri skýrslu Samein-
uðu þjóðanna um loftslagsbreytingar
og sagði vera yfir 90% líkur á að hlýn-
un andrúmsloftsins væri vegna gróð-
urhúsalofttegunda og af manna völd-
um. „Mat á hlýnun fer hækkandi með
hverri skýrslunni,“ sagði Steingrímur
og vísaði til áætlana um hversu mikil
hlýnun andrúmsloftsins er og verður
árlega.
Steingrímur sagði fyrsta tímabil
Kyoto-bókunarinnar hefjast árið
2008 sem og viðræður um framtíð-
arskuldbindingar. „Ísland fékk eins
og allir vita óvenju vægilega með-
höndlun í Kyoto-bókuninni,“ sagði
Steingrímur. „Það virðist engu að
síður ekki vera nóg og áform rík-
isstjórnarinnar um uppbyggingu
stóriðju, sem fer út fyrir þessi mörk
og sprengir þau, blasa við,“ sagði
hann og spurði hvort alvarlegar
upplýsingar um hlýnun andrúms-
lofts ættu ekki að fá íslensk stjórn-
völd til að draga úr stóriðju og
hverfa frá þeirri stefnu að reyna að
ná fram auknum mengunarheim-
ildum.
Jónína Bjartmarz sagði að Ísland
myndi standa við skuldbindingar
sínar gagnvart Kyoto-bókuninni en
að heimildir til stóriðju hér á landi
væru vegna þess að hér væru end-
urnýjanlegar orkulindir.
„Losun gróðurhúsalofttegunda
frá álframleiðslu er nær hvergi
minni en hér á landi,“ sagði Jónína.
„Þetta er staðreynd hvort sem menn
eru með eða á móti stóriðju og virkj-
unum af öðrum ástæðum,“ sagði
hún jafnframt og ítrekaði að stjórn-
völd fengju tæki til að stýra losun
gróðurhúsalofttegunda með nýju
frumvarpi sem þegar hefði verið
kynnt en samkvæmt því þurfa fyr-
irtæki að taka ábyrgð á eigin losun.
Morgunblaðið/Kristinn
Álverið í Straumsvík Steingrímur J. segir að farið verði yfir leyfileg mengunarmörk með áframhaldandi stóriðju.
Stóriðja hluti af lausninni
Þórunn Sveinbjarnardóttir | 12. febrúar
Staður í helvíti
„There’s a special place in hell for
women who don’t help
each other.“ – Made-
leine Albright, fyrrver-
andi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Þessi
krassandi yfirlýsing er
titill bókar sem sænsku
femínistarnir Liza Marklund og
Lotte Snickare skrifuðu saman og
gáfu út árið 2005. […] Staður í helvíti
er skemmtileg lesning, að sjálfsögðu
ekki gallalaus en sögurnar og dæmin
gætu allt eins verið um mig og þig og
samskipti okkar við karlana í
vinnunni. Ég hvet konur til þess að
lesa um staðinn í helvíti. Margt sem
þar er lýst er kunnuglegt og ef til vill
ekki nýr sannleikur. En það breytir
því ekki að það er afar hressandi að
lesa hispurslausa frásögn af lífi
tveggja kvenna. Frásögn sem allt
eins gæti lýst ástandinu á íslenskum
vinnumarkaði í dag.
Meira: www.althingi.is/tsv
Björn Bjarnason | 11. febrúar
Blátt fyrir heilsuna
Ég er hins vegar viss um, að tíma-
bært er orðið fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að
fá tækifæri til að takast
á við heilbrigðismálin
með stjórn ráðuneytis
þeirra. Þetta segi ég
ekki til að gagnrýna
aðra heldur til að láta í ljós þá skoð-
un, að viðhorf sjálfstæðismanna til
breytinga í ríkisrekstri mundu
örugglega ekki herða á neinni
spennitreyju, sé hún fyrir hendi.
Meira: www.bjorn.is
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
„AÐALATRIÐIÐ er það að þær fái, og aðrir
skjólstæðingar, aðstoð, aðhlynningu og umhyggju
og það mun verða gert,“ sagði Geir H. Haarde for-
sætisráðherra um fyrrum skjólstæðinga Byrgisins
á Alþingi í gær. Geir sagði jafnframt að ríkis-
stjórnin hefði þegar ákveðið að geðsvið Landspít-
ala – háskólasjúkrahúss stæði þessu fólki opið og
að myndað yrði sérstakt teymi sérfræðinga til að
sinna því.
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylking-
arinnar, vakti máls á málefnum Byrgisins og gagn-
rýndi stjórnvöld harðlega fyrir að hafa hlaupist
undan ábyrgð í málinu og reynt í staðinn að koma
sökinni á stjórnarandstöðuna.
Jón Kristjánsson, þingmaður Framsóknar og
fyrrum ráðherra, sagði bæði ríkisstjórnina og
þingheim hafa verið blekkt en að félagsmálaráð-
herra væri búinn að takast á við það. „Hann skrif-
aði Ríkisendurskoðun um þetta mál áður en þessi
hörmungartilvik komu í dagsins ljós,“ sagði Jón og
áréttaði að nú væri aðalatriðið að aðstoða skjól-
stæðinga Byrgisins.
Össur Skarphéðinsson blés á þessi rök og sagði
að stofnun sem starfaði undir Jóni þegar hann var
heilbrigðisráðherra hefði fengið bréf þar sem var-
að var við því að stúlkur væru misnotaðar kynferð-
islega í Byrginu. Össur spurði hver bæri ábyrgð á
þessu sem og að skýrslu hefði verið stungið undir
stól og fjármálanefnd ekki fengið upplýsingar um
stöðuna í Byrginu. Þeir aðilar sem hefðu vitað af
þessu hefðu ekki verið blekktir. Allir vissu hver
væri upphafsaðili þessa máls. ,,Það er Framsókn-
arflokkurinn. Það var hann sem fór með félags-
málaráðuneytið og það var hann sem fór með heil-
brigðisráðuneytið og það er hann sem ber hina
faglegu ábyrgð í þessu máli,“ sagði Össur og bætti
við að menn ættu að hundskast til að biðjast afsök-
unar og viðurkenna að brotið hefði verið á skjól-
stæðingum Byrgisins.
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar-
innar, sagði að komið hefði fram á fundum félags-
málanefndar að starfsfólk félagsmálaráðuneytis-
ins hefði á sínum tíma viljað upplýsa þingmenn um
fjármál Byrgisins en að pólitískur vilji hefði ekki
verið fyrir hendi. Þá hefðu stofnanir undir dóms-
málaráðuneytinu falið Byrginu að vista fanga.
„Hér er um það að ræða að Byrgið var nokkurs
konar dvalarheimili fyrir heimilislaust fólk,
sjúkrahús að einhverju leyti og fangelsi,“ sagði
Lúðvík og spurði hvernig stæði á því að eftirlit
með þessari starfsemi hefði verið í molum.
Skjólstæðingarnir fái aðstoð
Össur Skarphéðinsson segir stjórnvöld hafa hlaupist undan ábyrgð í Byrgismálinu
ÞETTA HELST … ÞINGMENN BLOGGA
ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag
með utandagskrárumræðu um sam-
keppnisstöðu Vestmannaeyja og
landsbyggðarinnar. Að öðru leyti
er 21 mál á dagskrá fundarins.
Dagskrá þingsins
EINS EINFALT
OG AÐ BROSA
Fáðu nánari upplýsingar um EIGÐU AFGANGINN hjá ráðgjöfum í næsta útibúi, í Þjónustuveri í síma 440 4000 eða á www.glitnir.is.
Skráðu þig í EIG?U AFGANGIN
N á www.glitnir.is
3.030 KR. 3.500 KR. 470 KR
.
EIGÐU AFGANGINN er ný
jung sem gerir þér kleift a
ð leggja fyrir í hvert skipti
sem
þú borgar með debetkorti
Glitnis. Þú velur að hækk
a upphæðina sem þú kau
pir
fyrir upp í næstu 100, 50
0 eða 1.000 kr. og mismu
nurinn leggst sjálfkrafa in
n á
sparireikning að þínu vali
. Það hefur aldrei verið ei
ns einfalt að safna pening
um!
E I G ? U A F G A N G I N N
SPARAÐU MEÐ DEBETKO
RTINU
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
7
7
4
1