Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bagdad. AFP, AP. | Um 80 manns létu
lífið í sprengjutilræðum á tveim
vinsælum útimörkuðum, Shorja og
Haraj, í sjítahverfum Bagdad í Írak
í gær. „Við gerum ráð fyrir að talan
hækki af því að það eru margir illa
særðir á sjúkrahúsunum,“ sagði
embættismaður í innanríkisráðu-
neytinu, Abdel Karim Khalaf.
Öryggissveitir stjórnarinnar
hafa hert mjög aðgerðir gegn víga-
hópum í borginni að undanförnu og
er litið á tilræðin sem svar við þeim.
Um var að ræða bílsprengjur sem
sprungu er lokið var 15 mínútna
opinberri þögn til að minnast þess
að rétt ár var liðið frá því að einn af
helgidómum sjíta, Gullnu moskunni
í borginni Samarra, var sprengdur
í loft upp. Atburðurinn varð til að
auka mjög viðsjár með sjítum og
súnnítum. Khalaf sagði að þrír
menn hefðu þegar verið handteknir
í tengslum við tilræðin í gær, þar af
tveir útlendingar.
Mannskæð sprengjutilræði
á útimörkuðum í Bagdad
Reuters
Ódæði Hugað að særðum manni á
Shorja-markaðnum í gær.
Róm. AP. | Lögreglan á Ítalíu handtók í gær alls 15 manns
sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkasveit er sækir
hugmyndafræði sína til Rauðu herdeildanna sem stóðu
fyrir mannránum og ódæðum í landinu á áttunda og ní-
unda áratug síðustu aldar.
Fólkið var handsamað í Mílanó, Torínó, Padúa og
fleiri borgum. „Við handtókum hættulegt fólk sem lítur
svo á að það eigi í styrjöld við ríkið og komum í veg fyrir
að það fremdi ofbeldisverk,“ sagði Ilda Boccassini sak-
sóknari.
„Í þetta sinn tókst okkur sennilega að hindra árás af
hálfu Herdeildanna,“ sagði Giuliano Amato innanríkisráðherra. Hann
sagði að til væru fleiri ofstækishópar vinstrimanna sem hygðust efna til
hryðjuverka. Deilur eru sagðar hafa verið í hópnum um það hvort afla
skyldi fjár með því að ræna fólki í von um lausnargjald eða brjóta hnéskelj-
ar á fórnarlömbunum og þvinga þau þannig til að ljóstra upp um staði þar
sem þau geymdu peninga sína.
Hópur vinstrisinnaðra hryðju-
verkamanna handsamaður
Giuliano Amato
SVO getur farið að danskir bændur
fari að rækta lækningajurtir eins
og túnfífla og brenninetlur auk ým-
issa kínverskra jurta í stað hveitis
og byggs á ökrum sínum, að því er
segir í Jyllandsposten. Blaðið vitn-
ar í tímarit landbúnaðarráðsins
danska, Foodculture, sem segir að
markaður fyrir jurtir, sem hafi fyr-
irbyggjandi áhrif eða beinlínis
læknandi áhrif á fólk, vaxi hratt.
Kosturinn við umræddar jurtir
er að þær þurfa nánast engan
áburð en verið er að lögfesta mun
strangari kröfur en áður um notk-
un köfnunarefnisáburðar. Heims-
markaður fyrir lækningajurtir er
sagður verða um 200 milljarðar
dollara árið 2008.
Væn og græn Brenninetlur eru
stundum notaðar til lækninga.
Brenninetlur
í stað hveitis?
Jerúsalem, Gazaborg. AFP. | Ehud Olmert, forsætisráð-
herra Ísraels, segir að væntanleg þjóðstjórn Palest-
ínumanna, sem samið var um á fundum palestínsku fylk-
inganna Fatah og Hamas í Mekka nýverið, muni
„hrynja“ þar sem mikilvæg atriði vanti í samninginn.
Hamas samþykkti ekki kröfur Ísraela og alþjóða-
samfélagsins um að viðurkenna formlega tilvistarrétt
Ísraels og afneita hryðjuverkum eins og Fatah, flokkur
Mahmoud Abbas forseta, hefur þegar gert. Ismail Han-
iyeh, forsætisráðherra núverandi ríkisstjórnar Palest-
ínu, sem Hamas fer fyrir, hvatti í gær stórveldin til að af-
létta þeirri einangrun sem stjórn hans hefur búið við og valdið hefur
þjóðinni miklu tjóni. Bandaríkjamenn segjast þurfa að fara betur yfir sam-
komulagið áður en þeir taki afstöðu til þess og viðbrögð annarra stórvelda
hafa einnig verið hikandi þótt þau fagni samkomulaginu.
Segir þjóðstjórn munu hrynja
Ehud Olmert
TAHA Yassin Ramadan, fyrrver-
andi varaforseti Íraks í tíð Saddams
Husseins, var í gær dæmdur til
dauða fyrir glæpi gegn mannkyn-
inu. Ramadan átti aðild að morðum
á yfir 100 þúsund Kúrdum 1988.
Hlaut dauðadóm
ÞRÍTUG kona í Bretlandi, Kelly
Taylor, hefur höfðað mál til að fá því
framgengt að læknar megi deyða
hana með morfíni. Hún er með
kvalafullan, ólæknandi sjúkdóm.
Vill fá að deyja
FRÁSKILIN austurrísk kona hélt
þremur ungum dætrum sínum í ein-
angrun í dimmum kjallara í sjö ár
við skelfilegar aðstæður. Grannar
og faðir barnanna báðu yfirvöld
margoft án árangurs að grípa inn.
Börn í einangrun
RANNSÓKN á heilsufari grískra
karla og kvenna sem taka sér
minnst þrisvar í viku síðdegisblund,
síestu, bendir til að siðurinn minnki
hættu á hjartaslagi um 37%.
Síestan meinholl
INDVERJAR kveikja í Valentínus-
arkortum á mótmælafundi gegn
Valentínusardeginum í borginni
Bhopal á Indlandi í gær. Valent-
ínusardagurinn, sem er á morgun,
nýtur vaxandi vinsælda þar í landi
og ýmsar hreyfingar hafa hafið
baráttu gegn honum, segja hann
óþjóðlegan og spilla æsku landsins.
AP
Valentínusardeginum mótmælt
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
HANN ÁTTI að verða ein af perlum
Bangkok-borgar, einhvers vinsælasta
ferðamannastaðar veraldar, og nú-
tímaleg hönnunin að vitna um efna-
hagslegan styrk Taílendinga. En þótt
sjálfur Bhumibol Adulyadej konung-
ur hafi blessað Suvarnabhumi-flug-
völlinn og gefið honum nafn var ljóst
frá síðbúinni vígslu hans að eitthvað
mikið væri að. Salernin virkuðu ekki
og ásakanir flugfreyja um kynferðis-
lega áreitni verkamanna reyndust að-
eins forsmekkurinn að því mikla
hneyksli sem framkvæmdin er orðin.
Næstum allt reyndist hafa farið úr-
skeiðis, þakið lak, sæti í brottfararsal
voru alltof fá og bilanir urðu í hreyf-
anlegu göngunum út í vélarnar.
Það þarf hins vegar ekki að grípa til
þess örþrifaráðs að loka vellinum
tímabundið á meðan gert er við
sprungur í flugbrautunum, að því er
sérstök nefnd, sem falið var að meta
ástand hans, úrskurðaði í gær.
Komust verkfræðingar nefndar-
innar að þeirri niðurstöðu, að um fjög-
ur prósent af flatarmáli malbikaðra
brautanna væru sprungin og orsökin
væri vatnsflaumur neðanjarðar. Þótt
þannig sé aðeins um lítinn hluta
brautanna að ræða er sprungurnar
einkum að finna þar sem vélarnar
lenda og taka á loft.
Það er til marks um vantraust taí-
lensku þjóðarinnar gagnvart stjórn-
kerfinu að í nýlegri könnun töldu 48
prósent aðspurðra „gríðarlega spill-
ingu“ ástæðuna fyrir því hvernig
komið sé fyrir vellinum.
Byggður í miðri slöngumýri
Böndin berast meðal annars að
Thaksin Shinawatra, fyrrverandi for-
sætisráðherra, nú þegar saksóknarar
hafa lagt til að eiginkona hans og
mágur verði ákærð fyrir skattsvik í
tengslum við sölu á bréfum í símaris-
anum Shin Corp. Til að auka á sorgir
Thaksins er flokkur hans, Thai Rak
Thai-flokkurinn, hægt og bítandi að
gliðna í sundur líkt og spáð hafði verið
í kjölfar valdaráns hersins í haust.
Hann getur þó huggað sig við það
að frammistaða bráðabirgðastjórnar
Surayud Chulanont forsætisráðherra
í málinu þykir ekki vera henni til
vegsauka.
Taílenskra verkfræðinga bíður því
það erfiða verkefni að finna leið til að
beina vatninu í farveg undir brautirn-
ar. Heldur sýnist það seint í rassinn
gripið í ljósi þess að sérfræðingar
höfðu varað við þessu árum saman,
enda völlurinn byggður þar sem áður
var að finna „Gleraugnaslöngumýri“.
Hafa heimildarmenn dagblaðsins
Bangkok Post fullyrt að viðgerðirnar
muni taka allt að tvö ár en ekki fjórar
vikur eins og nefndarmenn áætla.
Höfðu tveir blaðamenn BP verið
reknir úr starfi í ágúst eftir að Thaks-
in og flugmálayfirvöld gerðu athuga-
semd við skrif þeirra um völlinn.
Taílendingar höfðu beðið lengi eftir
nýjum flugvelli og getur blaðamaður
vitnað um að gamli völlurinn var kom-
inn mjög til ára sinna. Nýi völlurinn
minnir hins vegar talsvert á alþjóða-
völlinn í Hong Kong, enda hvergi til
sparað í íburðinum.
Kostnaður vegna framkvæmdanna
nemur þegar um 266 milljörðum ís-
lenskra króna, sem er stjarnfræðileg
upphæð með hliðsjón af taílensku
verðlagi, hádegisverður í Bangkok
kostar 20–30 krónur. Stjórnin hefur
engu að síður skýrt frá því að gamli
Don Muang-völlurinn verði opnaður á
ný, enda morgunljóst að sá nýi nær
vart því markmiði að verða fjölfarn-
asti völlur Suðaustur-Asíu í bráð.
Alþjóðaflugvellinum
í Bangkok ekki lokað
Ónýtar flugbrautir Taílendingar skella skuldinni á
mikla spillingu í tengslum við 266 milljarða framkvæmdina
Reuters
Perlan sem glóir ekki Vél Thai Airways-flugfélagsins tekur á loft frá nýja
Suvarnabhumi-flugvellinum. Tafir á flugi hafa kostað gríðarlega fjármuni.
Í HNOTSKURN
» Stjórnturn vallarins er132,2 metrar, og því sá
hæsti í heimi. Hann er 536.000
fermetrar að flatarmáli og
næststærsti völlur heims.
» Thaksin Shinawatra, fyrr-verandi forsætisráðherra,
íhugar nú að setjast að í sól-
skinsborginni Sydney, um
fimm mánuðum eftir að hann
var hrakinn frá völdum.
» Thaksin hefur stytt sérstundir á golfvöllum
Melbourne og Sydney en hann
útilokar með öllu endurkomu í
taílensk stjórnmál.
Klúður Verkamaður hvílir sig eftir
vinnu við lagfæringu á brautunum.
Reuters