Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 23 Sýningin „Mýramaðurinn“ í flutningi og túlkun Gísla Einarssonar er sýnd á fimmtudags- og sunnudagskvöldum í Landnámssetrinu. Upp- selt hefur verið á allar sýningar hingað til og stemning góð enda tilgangurinn fyrst og fremst að skemmta fólki. „Áhorfendur koma víða að og eru ekki endilega tengdir Mýrunum,“ segir Gísli. Fréttaritari hvetur þá sem hafa gaman af góðri skemmtun og eru í leit að sjálfum sér að koma og upplifa Mýramanninn sem ku víst búa í okkur öllum. Fyrsti fræðslufundur Margmenningarfélags Borgarfjarðar var haldinn sl. sunnudag. Þá kom Theodór Kr. Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, á opið hús í Safnahúsinu og hélt fræðandi fyrirlestur um íslensk lög og reglur fyrir erlenda íbúa. „Teddi lögga“ sagði frá um- dæmi lögreglunnar, ræddi umferðarreglur, punktakerfi og sektir o.fl. Hann svaraði einnig fyrirspurnum um það sem fólki lá á hjarta. Menn vildu t.d. vita hvort væri nauðsynlegt að hafa íslenskt ökuskírteini og hverjar væru sektir fyrir hrað- og ölvunarakstur. Vel var mætt á fundinn og hefur komið í ljós að full þörf er fyrir opið hús eins og hefur verið alla sunnu- daga fyrir erlenda íbúa í Borgarbyggð. Nú liggur fyrir að formleg dagskrá verður annan hvern sunnudag til vors, en fólki er einnig frjálst að koma með íslenskunámið sitt eða önn- ur erindi og fá hjálp hjá Íslendingum sem þarna eru til staðar. Þjár helgar af sjö eru búnar af Menntasmiðju kvenna sem haldin er á Varmalandi, en þetta er í fjórða sinn sem menntasmiðja fyrir konur er haldin á Vesturlandi. Fimmtán konur taka þátt í henni og eru þær úr þremur sveitarfélögum; Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppi og Reykhólahreppi. Að verkefninu stendur Sí- menntunarmiðstöðin á Vesturlandi. Uppbygg- ing náms í menntasmiðju er með öðrum hætti en í hinu hefðbundna skólakerfi. Námið er mjög einstaklingsmiðað og sniðið að þörfum nemand- ans. Í menntasmiðjunni skapast „hlutlaus“ vett- vangur fyrir konur á öllum aldri þar sem þær geta skipst á skoðunum, miðlað af reynslu sinni og dregið lærdóm af reynslu annarra. Ýmsar greinar eru kenndar í menntasmiðjunum s.s. lífsleikni, listgreinar, viðskiptagreinar, tungu- mál, heilbrigðisgreinar, frumkvöðlafræði, tölvu- greinar og almenn tómstundanámskeið. Lögð er áhersla á skapandi og hagnýtt nám og ekki síður að nemandinn öðlist meira sjálfstraust og þor til að takast á við fjölbreytt verkefni í lífi og starfi. Vægi greinanna er mismunandi því reynt er að mæta þörfum og óskum hvers og eins nemanda. Opið hús Teddi lögga afhendir endurskins- merki og loftmæla á fyrsta fræðslufundi Margmenningarfélags Borgarfjarðar. BORGARNES Guðrún Vala Elísdóttir fréttaritari Friðþjófur Torfason hringdi ogvildi leiðrétta skarfavísu sem birtist í blaðinu um helgina. Í bók Sigfúsar Blöndal er höfundur að skarfavísunni Björn, kallaður daskur, ættaður af Vestfjörðum. Og vísan er svona: Margur ágirnist meir en þarf – maðurinn fór að veiða skarf, og hafði fengið fjóra, elti þann fimmta – og í því hvarf ofan fyrir bjargið stóra. Kristján Eiríksson yrkir skarfavísu undir hættinum aukin samhenda, þar sem einu atkvæði er aukið í hverja línu vísunnar. Það stílbragð að endurtaka síðasta orð línu í upphafi þeirrar næstu mætti kalla dynklifun, en Snorri kallar vísur sem svo eru kveðnar dunhendar: Margur þekkir víst skrýtinn skarf, skarf sem ágirnist meira en þarf, þarf sá að vinna stuldar starf, starf sem að hlaut í lyndisarf. Vasarnir tómir seinast samt, samt því að dauðinn skiptir jafnt, jafnt hlýtur hver og skorinn skammt skammt þegar hættir lífsins mjamt. Hjálmar Freysteinsson trúir auðvitað því sem stendur í auglýsingum: Nú er ég á grænni grein gleðst við leik og starf, vandamálin varla nein, „vísa er allt sem þarf.“ VÍSNAHORNIÐ Af skarfi og auglýsingu pebl@mbl.is Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.