Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 52
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1100 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 44. DAGUR ÁRSINS 2007 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Austan- og
norðaustan 5–10
m/s en 10–15 m/s
á SA-landi.
Slydda eða snjókoma fyrir
austan og sunnan. » 8
Heitast Kaldast
0°C -7°C
ÍSLENSK stjórnvöld eru í nýrri
skýrslu Evrópunefndar gegn kyn-
þáttafordómum og skorti á um-
burðarlyndi, ECRI, m.a. hvött til
að taka á miklu brottfalli nemenda
sem eru af erlendu bergi brotnir
úr framhaldsskólum. Þá er mælt
með að börnum sem aðhyllast aðra
trú en kristna trú verði gefinn
kostur á annars konar trúfræðslu í
skólum. Angi af sama meiði er að
eindregið er mælst til þess að um-
sókn um byggingu mosku og ísl-
amskrar menningarmiðstöðvar
verði tekin til athugunar „án frek-
ari tafa“.
Starfsréttindi og aðbúnaður er-
lends vinnuafls hafa verið mikið til
umræðu að undanförnu og hvetja
sérfræðingar ECRI stjórnvöld til
að veita erlendum ríkisborgurum
atvinnuréttindi milliliðalaust en
ekki í gegnum vinnuveitendur
þeirra.
Töluverð áhersla er lögð á ís-
lenskukennslu og bent á mikilvægi
þess að stjórnvöld fylgist með gæð-
um hennar í skólum. Er jafnvel
lagt til að slík tunugmálanámskeið
séu innflytjendum að kostn-
aðarlausu og á skrifstofutíma. | 6
Kennsla í ís-
lensku verði
ókeypis
SÓL hækkar á lofti með degi hverjum og
stutt er í að þorrinn kveðji með góukomu.
Víst er að á sunnudag mun margur hugsa um
spúsu sína, því þá rennur upp sjálfur konu-
dagurinn. Þeir sem geta ekki beðið eftir að
eiga gæðastund með sinni heittelskuðu geta
boðið henni út á Gróttu annað kvöld því þá er
Valentínusardagur, dagur elskenda. Fátt er
betra fyrir ástina á köldum febrúardegi en að
skima út á Faxaflóann þar sem hinn virðulegi
Snæfellsjökull blessar leyndardóma ást-
arinnar með víðfrægu orkuútstreymi sínu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Bjart yfir jökli elskenda
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs Group, var yfirheyrður í hátt í
sex klukkustundir í gær, á fyrsta degi
aðalmeðferðar í Baugsmálinu, þ.e.
vegna þeirra 18 ákæruliða sem eftir
eru. Hann var yfirleitt fljótur til svars
og oft gætti töluverðrar spennu í
samskiptum hans og Sigurðar Tóm-
asar Magnússonar, setts ríkissak-
sóknara.
Við þinghaldið í gær var Jón Ás-
geir spurður út í átta ákæruliði sem
allir varða meintar ólögmætar lán-
veitingar, fimm til Gaums sem var á
þessum tíma fjárfestingarfélag í 90%
meirihlutaeigu Jóns Ásgeirs og Jó-
hannesar Jónssonar föður hans, tvær
til Fjárfars sem óljóst er hver átti á
þessu tímabili og ein til Kristínar Jó-
hannesdóttur, systur Jóns Ásgeirs.
Sigurður Tómas spurði ítrekað
hvaða einstaklingar hefðu tekið til-
teknar ákvarðanir sem varða meint
ólögleg lán Baugs til Gaums en oft
svaraði Jón Ásgeir því til að hann
hefði ekki vitneskju um það eða yrði í
öllu falli að sjá gögn um hvert og eitt
mál áður en hann gæti svarað. Þá
gerði Gestur Jónsson margar athuga-
semdir við spurningar Sigurðar þeg-
ar hann taldi spurningar saksóknar-
ans víðsfjarri málinu. Aðalmeðferðin
mun halda áfram næstu sjö vikurnar
og hefst á því að Gestur Jónsson mun
bera gögn undir Jón Ásgeir í þeim til-
gangi að varpa nánara ljósi á atburði.
Jón Ásgeir hefur ávallt haldið fram
sakleysi sínu og hann hvikaði hvergi
frá því í gær.
Sigurður Tómas lagði mikla
áherslu á að fá fram upplýsingar um
tengsl Jóns Ásgeirs við Fjárfar sem
fékk samtals lánaðar um 150 milljónir
hjá Baugi á árunum 2000 og 2001 og
sagði Jón Ásgeir að hann hefði þá
ekki átt Fjárfar. Gestur Jónsson hrl.,
verjandi Jóns Ásgeirs, gerði ítrekað
athugasemdir við spurningarnar og
sagði þær ekki koma ákæruefninu
við, verið væri að reyna að draga hluti
inn í málið sem dómstólar hefðu þeg-
ar vísað frá.
Búist er við að yfirheyrslu yfir Jóni
Ásgeiri ljúki seinnipartinn á miðviku-
dag.
Ólögmætar | 12–13
Spurði ítrekað hverjir tóku
ákvarðanir um lánveitingar
Spenna í réttarsalnum á fyrsta degi aðalmeðferðar í Baugsmálinu Saksóknari
og verjandi tókust á um réttmæti spurninga og þýðingu þeirra fyrir málið
Morgunblaðið/ÞÖK
Byrjað Jón Ásgeir Jóhannesson mætti með skjalamöppur í Bónuspoka við
upphaf aðalmeðferðarinnar. Gestur Jónsson t.v. og Jakob Möller t.h.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
TÆPAR fjórar vikur eru liðnar frá
því að 13 manna hópur kennara í
Laugarnesskóla ákvað að kaupa
ekkert annað nýtt en nauðsynjar.
Átakið hófst á bóndadaginn og
stendur yfir í tvo mánuði, þorrann
og góuna.
Fyrirmyndin er hinn bandaríski
Compact-hópur sem nýlega komst í
fréttirnar fyrir að kaupa ekkert nýtt
í eitt ár.
„Okkur fannst tveir mánuðir hæfi-
lega langur tími en svo kemur í ljós
hvort við hættum í átakinu eða höld-
um áfram með þetta sem lífsstíl,“
segja kennararnir Rúna Björg Garð-
arsdóttir og Helen Símonardóttir.
Helen viðurkennir þó að gjafamálin
séu svolítið erfið og til dæmis hafi
hún komist í bobba þegar gefa átti
nýfæddum snáða gjöf.
„Það endaði með því að ég leyfði
þriggja ára syni mínum að velja leik-
föng úr gamla dótinu sínu til að færa
þeim litla. Hann hefur aldrei verið
eins ánægður að gefa nokkra gjöf
enda var hann að gefa meira af sjálf-
um sér en venjulega.“
Þær segja talsverðar umræður
hafa skapast á kennarastofunni und-
anfarna mánuði um þá ofgnótt hluta
sem flestir hafa í kringum sig. Rúna
Björg bendir þó á að átakið snúist
ekki eingöngu um að sneiða hjá því
að kaupa. „Við erum að draga úr eft-
irspurn með þessu. Það er stöðugt
verið að ganga á auðlindir jarðar
með því að framleiða hluti sem við
þurfum kannski ekki á að halda.
Fyrir mig skiptir mestu máli að
hugsa þetta svolítið hnattrænt.“ | 22
Þreyja þorrann innkaupalaust
Morgunblaðið/G. Rúnar
Þarfaþing Aðeins eru gefnar gjafir
sem ekki er hægt að henda.
Hópur kennara í Laugarnesskóla kaupir ekkert nema nauðsynjar á góu og þorra
Í HNOTSKURN
» Samkvæmt samningi hópsinsmá hann ekki kaupa neina
nýja hluti nema þá sem flokkast
undir mat, hreinlætisvörur, lyf og
öryggisvörur þessa tvo mánuði.
» Hins vegar er leyfilegt aðkaupa notaða hluti sem og
ýmiss konar þjónustu sem m.a.
hefur komið sér vel þegar gefa á
gjafir.
SVEITARSTJÓRNIR landsins
bregðast á ýmsan hátt við rekstr-
arerfiðleikum sveitarfélaganna. Á
Djúpavogi er nú í skoðun hvernig
hægt er að hagræða í rekstri;
beita á niðurskurði og ganga
hart eftir því að íbúar sem sann-
anlega hafa atvinnu, starfsstöð
og/eða aðsetur á Djúpavogi hafi
lögheimili þar. Á þetta m.a. við
um Sjöfn Jóhannesdóttur sókn-
arprest sem hefur haft lögheimili
og aðsetur í Heydölum í Breiðdal
sl. 16 ár, en það kemur til af því
að hún er gift sóknarpresti Hey-
dalaprestakalls.
Heimildir Morgunblaðsins
herma að Sjöfn sé ekki fráhverf
því að flytja til Djúpavogs fáist
fram breyting á lögheimili henn-
ar hjá þjóðskrá en slíks munu fá
ef nokkur dæmi. | 20
Sambúðar-
eða kirkjulög?
♦♦♦