Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 35 Vignir sonur þeirra reyndir keppn- ismenn í faginu. Ófáar voru og þær stundir í Fjarðarásnum þegar tím- inn leið hratt við spilamennskuna í kunningjahópi. Nú þegar leiðir hefur skilið alltof snemma, þökkum við þína áratuga löngu og traustu vináttu, og biðjum æðri máttarvöld að styrkja Hauk, Vigni og alla þá sem næst standa, á þessum sorgartímum. Sérstaklega ber að nefna hversu Haukur var þér mikil stoð og stytta meðan á sjúkdómslegunni stóð, og það með þeim hætti að betur hefði vart verið hægt að gera. Við þökkum þér samfylgdina og við vitum að vel hefur verið tekið á móti þér. Far þú í friði, og Guð blessi þig. Sigurgeir og Freyja. Elsku Sigrún mín. Tvær ungar kaupakonur í afdal á Vestfjörðum bindast vináttubönd- um. Þessi vináttubönd hafa orðið sí- fellt sterkari gegnum 55 ár. Við höfum gengið saman lífsins veg og verið svo samferða, að við unnum saman, dönsuðum saman, sungum saman, giftumst um líkt leyti ynd- islegum skólafélögum og vinum, sem voru með svipuð áhugamál og við. Við eignuðumst börnin okkar á svipuðum tíma og tókum þátt í sam- eiginlegum áhyggjum sem því fylgir að verða mæður. Við höfum háð ótrúlega mörg einvígin í bridge, þar sem valt á ýmsu. Einnig setið heima og prjónað og spjallað meðan eiginmennirnir léku sér í golfi. Ferðalagið okkar síðastliðið sumar vestur og norður er nokkuð sem aldrei gleymist. Takk fyrir það. Það er erfitt að horfast í augu við það, að núna sé þessu skeiði í lífi okkar lokið. Þú kvaddir allt of fljótt. Kærar þakkir fyrir allt og allt. Þín vinkona Margrét. „Ókind með langa arma / hefur hreiðrað um sig / í hraustum líkama mínum“ skrifaði rithöfundurinn Gylfi Gröndal í ljóði frá árinu 2005. Ljóðabók hans Eitt vor enn kemur stöðugt upp í huga mér, nú þegar krabbameinið stráfellir gott fólk. Þegar ég sá Sigrúnu síðast, geisl- andi af gleði og hreysti, í afmæli eiginmanns síns síðasta haust, þá grunaði mig alls ekki að þessi lang- arma ókind hefði hreiðrað um sig í líkama hennar. Veislan var glæsi- leg og alveg í hennar anda, ríkuleg- ar veitingar og mikið sungið. Fyrir mér var þessi hávaxna kona þó alltaf dálítill leyndardóm- ur. Ég man fyrst eftir henni heima hjá afa og ömmu á Eikjuvoginum, en hún heimsótti þau reglulega og var ekki minna ræktarsöm en nánir ættingjar. Hún var töffari, ég hefði kallað hana „kúl“ ef ég hefði kunn- að það orð á þessum tíma. Öfugt við marga aðra var hún ekkert sérstak- lega að vesenast í krakkanum sem hékk þarna öllum stundum – og kunni ég vel að meta það. Ekki svo að skilja að hún sinnti mér ekki, en hún talaði við mig sem jafningja en ekki barn og ungling. Annað sem ýtir undir þessa töffaralegu ímynd er að það fór aldrei mikið fyrir Sig- rúnu – ólíkt þeim móður minni og systrum hennar. Hinsvegar naut hún þess að vera innanum þessa há- væru fjölskyldu og brosti þá oft dá- lítið dularfullt út í annað þegar þær fóru á flug og átti það einnig til að bresta í innilegan hlátur. Þær amma hlógu líka mikið saman, en þær voru perluvinkonur enda hélt Sigrún áfram umhyggju sinni við gömlu hjónin, heimsótti þau ekki minna eftir að þau fluttu og var gömlu konunni ómetanleg stoð og stytta. „Hún Sigrún mín var lengi hjá mér,“ sagði gamla konan glöð í bragði, innt eftir gestakomum. Þannig man ég Sigrúnu best, sitjandi með ömmu inni í eldhúsi; ég sé þær ljóslifandi fyrir mér; tvær sístarfandi konur á hljóð- skrafi, báðar með prjónana á lofti og rjúkandi kaffi í rósóttum bollum. Í minningunni gæti ég vel hafa bjástrað við handavinnu líka og því mætti hugsa sér að þarna hafi verið komnar fulltrúar hinna þriggja spunakvenna örlaganna. Og nú þegar þráður Sigrúnar hefur slitn- að lifir í huga mínum svipmynd þessarar sérstæðu, merkilegu og góðu konu. Ég votta aðstandendum Sigrún- ar innilega samúð. Úlfhildur Dagsdóttir. Í dag viljum við minnast Sigrún- ar Steinsdóttur sem hóf störf á Barna- og unglingageðdeild LSH (BUGL) sem móttökuritari árið 2000. Þó hún hefði hætt í föstu starfi hjá okkur í maí 2006 var gott til þess að vita að hún var tilbúin að hlaupa í skarðið ef vantaði starfs- fólk í móttökuna en það var hún einmitt að gera þegar hún veiktist. Betri starfsmaður en Sigrún er vandfundinn og sinnti hún starfi sínu ætíð af trúmennsku og ein- stakri samviskusemi. Þá bar hún velferð skjólstæðinga ávallt fyrir brjósti. Ekki varð hjá því komist að taka eftir því að hún var mikil hannyrðakona og má þar nefna lopapeysurnar en þær voru ófáar sem vinnufélagarnir fengu hana til að prjóna. Þá fór ekki fram hjá okk- ur að Sigrún var ötull stuðnings- maður Lionshreyfingarinnar á Ís- landi sem og Krabbameinsfélagsins og vann óeigingjarnt starf í þeirra þágu. Starfsmenn á BUGL þakka Sigrúnu af alhug samfylgdina og senda Hauki og fjölskyldu innileg- ustu samúðarkveðjur. Samstarfsmenn á BUGL. Fallin er frá mannkostakona mikil. Kynni mín af Sigrúnu hófust þegar börn okkar, Katrín og Vignir felldu hugi saman og eignuðust síð- ar dótturina Lilju. En það var ekki fyrr en samstarf okkar í Lions hófst, sem ég gerði mér ljóst hve yndisleg manneskja og mikil per- sóna hún var. Dugnaður hennar og þrautseigja í öllu, sem snerti starf- semi Lions, var með ólíkindum. Sigrún átti þá hugsjón að bæta allra hag, sem bágt áttu. Myndar- bragur hennar sem hannyrðakonu og húsmóður var ótrúlegur. Síðar slitu Katrín og Vignir samvistum. En traust samband milli þeirra hjóna og Katrínar hélst óbreytt og bar aldrei þar skugga á. Þegar hún svo stofnaði heimili og eignaðist fleiri börn, sýndu þau hversu gull- trygg þau eru. Komu þau fram sem afi og amma allra barnanna. Kynni mín af Sigrúnu og Hauki eru mér ómetanleg. Sinna verka nýtur seggja hver; sæll er sá, sem gott gerir... (Úr Sólarljóðum.) Haukur, Vignir og fjölskylda, ég sendi mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Bryndís Guðjónsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Sig- rúnu Björk Steinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Guðrún, Heiðrún, Sigurlína Hörður og fjöl- skyldur. Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samhug og hlýju vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ÓLAFS THEODÓRSSONAR, Írabakka 14. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarþjón- ustunnar Karitasar fyrir hlýja og góða umönnun. Kristín Gunnarsdóttir, Erla Magnúsdóttir, Theodór Ólafsson, Kristín Ásta Ólafsdóttir, Haukur Pálsson, Una Guðný Pálsdóttir, Magnús Theodórsson, Björg Theodórsdóttir, tengdabörn og afabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÍMON JÓHANNSSON (Lilaa), fyrrv. verkstjóri hjá Hafskip, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 14. febrúar kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningar- sjóð félags eldri borgara, reikn. 1158-26-185. Borghildur Símonardóttir, Þorgeir Daníelsson, Gunnlaugur Marteinn Símonarson, Jóhann Páll Símonarson, Viktoría Hólm Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir til ykkar sem sýnduð okkur samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR ÞORBERGS AUÐUNSSONAR vélstjóra, Egilsbraut 19, Þorlákshöfn, áður Hásteinsvegi 64, Vestmannaeyjum. Guðmunda Björgvinsdóttir, Björghildur Sigurðardóttir, Stefán Jónasson, Jóna Sigurðardóttir, Guðni Þór Ágústsson, Kári Jacobsen, María Sigurðardóttir, Jón Haukur Guðlaugsson, Petrína Sigurðardóttir, Guðni Friðrik Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð, hlýhug, blóm, kort og kransa við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar, HALLGERÐAR GÍSLADÓTTUR, Sörlaskjóli 6, Reykjavík. Árni Hjartarson, Guðlaugur Jón Árnason, Eldjárn Árnason. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ SIGURRÓS SIGURÐARDÓTTIR, Miðtúni 86, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 7. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 14. febrúar kl. 15:00. Magnús Guðmundsson, Þuríður Pétursdóttir, Svanhildur Guðmundsdóttir, Sverrir Örn Kaaber, Sigurður Þór Guðmundsson, May Elí Thorsteinsdatter, Þorvaldur Guðmundsson, Guðbjörg Vallý Ragnarsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur Þorgils Þorkelsson, Einar Ingvar Guðmundsson, Brynhildur Axelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður, afa og langafa, EGGERTS REYNARÐS PÁLSSONAR frá Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins Hornbrekku, Ólafsfirði, fyrir mjög góða umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Mikael Gestur Mikaelsson, Minný Kristbjörg Eggertsdóttir, Ari Sigþór Eðvaldsson, Margrét Ólöf Eggertsdóttir, Pétur Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, EGGERTS EGILS LÁRUSSONAR, frá Grímstungu, Túngötu 22, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítalans í Fossvogi. Kristín Hjördís Líndal, Sigríður Jóna Eggertsdóttir, Lýður Pálmi Viktorsson, Soffía Líndal Eggertsdóttir, Páll Örn Líndal, Rakel Ýr Guðmundsdóttir, Þröstur Líndal , Jóhanna Áskels Jónsdóttir, Jónatan Líndal Eggertsson, Dóra María Garðarsdóttir og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hve- nær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvað- an útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.