Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞORSKHAUSAR Það taka fleiri þátt í því aðbyggja upp atvinnulíf á Ís-landi og útrás til annarra landa en bankarnir og nokkur stór fyrirtæki. Og tími til kominn að veita athygli þeim mikla fjölda millistórra fyrirtækja og lítilla fyr- irtækja, sem rekin eru með miklum myndarbrag hér og á vegum Íslend- inga í nálægum löndum. Glöggt dæmi um þetta er frásögn, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt er frá framtaki fyr- irtækis, sem er í íslenzkri eigu en rekið í Bretlandi og vinnur að þurrkun þorskhausa og annarra fiskhausa og ýmsu öðru, sem til fell- ur við fullvinnslu á fiski. Hér er um að ræða mjög full- komna verksmiðju, sem byggð er og hönnuð af öðru íslenzku fyrirtæki, Samey ehf., en um þessa fram- kvæmd segir Þorkell Jónsson, framkvæmdastjóri Sameyjar, í samtali við Morgunblaðið í gær: „Það sem hefur háð þurrkverk- smiðjum hér á landi er óstöðugt framleiðsluferli, orkusóun, hávaði og lyktarmengun. Þetta var haft að leiðarljósi við hönnun verksmiðj- unnar í Englandi. Þurrkkerfið er lokað og raki felldur út með vatns- dælukerfi. Lokað kerfi er stýran- legt óháð útihita og rakastigi í úti- lofti. Við fiskþurrkun myndast lykt, sem flestum þykir vond. Í lokuðu þurrkkerfi er mögulegt að bregðast við og eyða lyktinni.“ Helgi Stefánsson, einn eigenda hinnar nýju verksmiðju, segir í samtali við Morgunblaðið í gær: „Við vorum áður verktakar við fiskþurrkun í Þorlákshöfn. Þegar því lauk vildum við halda áfram þessu starfi, sem við þekkjum svo vel. Hins vegar kom í ljós að hráefni var af skornum skammti svo okkur datt í hug að fara til Bretlands að þurrka fisk. Hér hafa allir hausar, hryggir og afskurður verið illa eða ekki nýttir en nú erum við að breyta þessu í mannamat á góðu verði fyrir markaðinn í Nígeríu.“ Hér er á ferðinni skýrt dæmi um tvennt: að enn gerast ævintýri í sjávarútvegi og hitt að ekki þarf stórfyrirtæki til að færa út kvíarnar til annarra landa. Það er kominn tími til að athyglin beinist að litlu fyrirtækjunum og millistórum fyrirtækjum og hlut- verki þeirra í þjóðarbúskap okkar. Þjóðverjar hafa lengi gert sér grein fyrir að það eru þessi fyrirtæki, sem eru burðarásinn í þýzku atvinnulífi. Hið sama á við hér á Íslandi. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki, sem fáir þekkja eða kynnast nema þegar þeir þurfa á þjónustu þeirra að halda, eru burðarás í íslenzku at- vinnu- og viðskiptalífi. Hvort sem um er að ræða þurrk- verksmiðju fyrir þorskhausa, trillu- karla, aðra fiskverkendur eða verk- taka- og byggingarfyrirtæki eru þetta fyrirtæki, sem skila miklu til samfélagsins, ekkert síður en stóru fyrirtækin, sem fá alla athyglina. Gleymum ekki þessum einkafram- taksmönnum. BEZTI FISKUR Í HEIMI? Meirihluti fiskafurða, sem standaneytendum til boða í verzlun- um, stenzt ekki kröfur, sem gerðar eru til fjölda örvera í matvælum og neyzluvatni. Þetta kom fram í rann- sókn, sem Umhverfisstofnun og Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga gerðu á 36 sölustöðum, þ.e. fiskbúð- um og stórmörkuðum, víða um land og sagt var frá í Morgunblaðinu í gær. Viðmiðunarmörk um fjölda örvera í matvælum eru auðvitað sett með hagsmuni neytenda í huga. Örverur yfir viðmiðunarmörkum í mat geta þýtt tvennt; geymsluþol matarins skerðist og fólk getur hreinlega orðið veikt af að borða hann. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru því ekkert smámál. Það vekur athygli að ástandið í þessum málum virðist hafa hríð- versnað á fáeinum árum. Sambærileg rannsókn var gerð árið 2003. Þá var örveruinnihald í 16% sýna ófullnægj- andi, en nú stóðust 53% sýnanna ekki kröfur. Sem dæmi má nefna að 57% sýna úr flakaðri ýsu voru ófullnægj- andi í könnuninni, sem gerð var seint á síðasta ári, en 11% í rannsókninni þremur árum áður. Þá er það hroll- vekjandi að 85% sýna af fiski í sósu, sem verður æ algengari í fiskborðum, stóðust ekki heilbrigðiskröfur. Því er stundum haldið fram að frá Íslandi komi bezti fiskur í heimi. Fiskurinn, sem íslenzkum neytend- um er boðið upp á í fiskbúðum og fisk- borðum stórmarkaða, stendur aug- ljóslega ekki undir þeirri markaðssetningu. Í rannsókn Umhverfisstofnunar kemur ekki fram á hvaða stigi fisk- urinn hefur mengazt; hvort hann er of gamall þegar hann skilar sér til fiskvinnslunnar, hvort hann er ekki nægilega kældur, hvort hann meng- ast t.d. við flökun, hvort það gerist í flutningum eða í sjálfri verzluninni, þar sem hann er t.d. hakkaður, mar- ineraður eða settur í sósu. Ýmislegt bendir þó til að það séu ekki sízt verzlanirnar, sem verða að líta í eigin barm, því að ástandið er verst í mest unnu fiskafurðunum, þ.e. fiskhakki og fiski sem hefur verið settur í sósu. Neytendur eiga að sjálfsögðu ekki að láta bjóða sér að meirihluti fiskj- arins, sem þeir kaupa úti í búð, sé mengaður af gerlum og örverum. Spurningin er hins vegar hvernig að- hald með verzlunum sé bezt tryggt. Þurfa fiskbúðir og verzlanir með fisk- borð kannski að fá óháða aðila til að votta fiskborð sín til að fullvissa neyt- endur um að fyllsta hreinlætis sé gætt? Hvernig ætla fisksalar að reka af sér slyðruorðið? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Verja á rúmlega 381 milljarði króna tilsamgöngumála á næstu tólf árum,samkvæmt nýrri samgönguáætlun.Sturla Böðvarsson samgönguráð- herra lagði samgönguáætlunina fram á Alþingi í gær og kynnti hann jafnframt efni hennar á fréttamannafundi á Ísafirði. Um er að ræða tvær þingsályktunartillögur um samgönguáætlun fyrir árin 2007–2010 og fyr- ir árin 2007–2018. Gerð tvennra jarðganga samtímis Framlög til vegamála hækka umtalsvert í nýrri samgönguáætlun. Í ár verða þau 18 millj- arðar, á næsta ári 32 milljarðar, tæplega 28 millj- arðar árið 2009 og 26 milljarðar 2010. Sé litið á fjögurra ára tímabil verða framlögin til vegamála 105 milljarðar árin 2007 til 2010, 130 milljarðar árin 2011 til 2014 og 121 milljarður á síðasta tíma- bilinu. Meðal þess sem stefnt er að á þessu tíma- bili er að útrýma einbreiðum brúm á vegum þar sem meðalumferð er yfir 200 bílar á dag yfir árið. Endurbyggja á og breikka einbreiða vegarkafla með bundnu slitlagi þar sem meðalumferð á dag er yfir 400 bílar og vegarkafla sem reynst hafa hættulegir. Áætlað er að kostnaður við að ná sett- um markmiðum um vega- og brúarframkvæmdir á landsbyggðinni verði tæpir 70 milljarðar og kostnaður við gerð jarðganga er áætlaður 3,2 til 3,3 milljarðar króna á hverju ári frá og með árinu 2008, „en það svarar til þess að unnt sé að vinna nokkurn veginn samfellt að gerð tvennra jarð- ganga samtímis og stunda rannsóknir jafn- framt“, segir í samgönguáætlun. „Fjármagn í samgönguáætlun dugir til að ljúka við Héðins- fjarðargöng og göng um Óshlíð á fyrsta tímabili [2007–2010]. Á öðru tímabili [2011–2014] verður lokið við göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar og Norðfjarðargöng. Þá verður hafist handa við Lónsheiðargöng en frekari ákvarðanir bíða end- urskoðunar samgönguáætlunar. Kostnaður við framkvæmdamarkmið á höfuð- borgarsvæðinu er áætlaður 78 milljarðar kr.,“ segir þar ennfremur. Einnig kemur fram að hefja á viðræður þegar á þessu ári við hagsmunaaðila um einkaframkvæmd við gerð jarðganga undir Vaðlaheiði. „Enn fremur er gert ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist [á tímabilinu til 2018] við jarðgöng við Hlíðarfót undir Öskjuhlíð í Reykjavík. Þá standa nú yfir athuganir á því hvort hagkvæmt sé að leggja Sundabraut í jarð- göngum undir Klappsvík,“ segir í langtímaáætl- uninni. Sturla Böðvarsson segir að Héðinsfjarðar- göng, Norðfjarðargöng, Óshlíðargöng og Dýra- fjarðargöng séu mjög stefnumarkandi í sam- gönguáætluninni, sem muni leysa stór vandamál bæði fyrir Bolvíkinga og íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum. Umhverfismat fylgir samgönguáætlun Nú fylgir umhverfismat samgönguáætlunar fyrir árin 2007 til 2018 í fyrsta sinn áætluninni, í samræmi við ný lög frá Alþingi á liðnu vori. Fram kemur að heildartekjur og framlög til samgönguáætlunar verða 381,4 milljarðar króna. Af þeirri upphæð renna kringum 324 milljarðar króna eða 85% til vegamála. Til flugmála renna kringum 35 milljarðar og siglingamála 22 millj- arðar. Í samgönguáætluninni er fjármagninu deilt á þrjú fjögurra ára tímabil en í fjögurra ára samgönguáætlun (2007–2010) sem lögð er fram samtímis er fjármagninu skipt á verkefni á fyrsta fjögurra ára tímabilinu. Samgöngumiðstöð og lenging flugbrauta Til flugmála verður varið alls um 35 milljörðum króna og rennur meirihluti þess fjár, kringum 30 milljarðar, til verkefna á vegum Flugstoða ohf. en tæpir fimm milljarðar fara til Flugmálastjórn- ar. Meðal umfangsmikilla verkefna sem ráðist verður í á fyrsta tímabili áætlunarinnar má nefna samgöngumiðstöð í Reykjavík og lengingu flug- brauta á Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflug- velli. Til siglingamála á að verja 22 milljörðum króna. Rúmir þrír milljarðar á hverju fjögurra ára tímabili fara í rekstrar- og þjónustuverkefni en um 10 milljarðar alls í stofnkostnað, mest á fyrsta tímabilinu eða sex milljarðar til margvís- legra hafnarmannvirkja. Einkaframkvæmd og ný gjaldtaka Samgönguáætlunin gerir ráð fyrir að ráðast megi í nokkur viðamikil verkefni og þau fjár- mögnuð með sérstakri fjáröflun. Má þar nefna framkvæmdir eins og samgöngumiðstöð í Reykjavík, átak í breikkun og endurbótum á að- alvegum út frá Reykjavík til austurs og norðurs og bygging og rekstur Bakkafjöruferju. Með sér- stakri fjármögnun er átt við einkaframkvæmd, sérstaka lántöku eða nýja gjaldtöku af umferð- inni þar sem miðað er við stað og stund notkunar. „Gefi almenn staða efnahags- og atvinnumála til- efni til eru vandséð rök fyrir því að fresta arð- bærum samgönguframkvæmdum, þannig að samfélagið fari á mis við þann ábata sem af þeim hlýst,“ segir meðal annars í niðurlagi áætlunar- innar. Verja á um 42 milljörðum króna til vegafram- kvæmda á landsbyggðinni og um 37 milljörðum til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þá verð- ur tæpum 38 milljörðum ráðstafað til jarðganga. Einnig er gert ráð fyrir að afla kringum 45 millj- arða króna með sérstakri fjármögnun og ráðstafa til ákveðinna verkefna, svo sem breikkunar hringvegarins út frá Reykjavík og framkvæmda við Sundabraut. Verður um 33 milljörðum króna varið til vegaframkvæmda utan svonefnds grunnnets samgöngukerfisins. Ráðast á í stórfellda uppbyggingu aðalvega út frá höfuðborgarsvæðinu. Á tímabilinu 2007 til 2010 verður lokið við breikkun hringvegarins í fjórar akreinar upp í Mosfellsbæ. Á öðru og þriðja tímabili (2011–2018) á svo að ljúka hlið- stæðri breikkun þjóðvegar eitt austur að Hafra- vatnsvegi og upp í Kollafjörð auk þess sem farið verði í gerð mislægra gatnamóta í stað hring- torga. Gert er ráð fyrir að breikkun og aðskiln- aður akstursstefna á Suðurlandsvegi og Vestur- landsvegi út frá höfuðborginni verði fjármögnuð að hluta með sérstakri fjáröflun og að á árunum 2008–2010 verði árlega 3–3,3 milljörðum kr. varið til þessara framkvæmda. Þar af 1,4 milljörðum árlega vegna hringvegarins milli Selfoss og Hafravatns og 800–900 milljónum vegna Vest- urlandsvegar frá Kjalarnesi í Borgarnes. Ekki er sérstaklega kveðið á um það í samgönguáætlun hvort um yrði að ræða 2+1-veg eða breikkun í 2+2-veg. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var spurður um ástæður þess að ekki er tekin afstaða til þessa í samgönguáætluninni: „Það kemur fram varðandi fjármögnun þessara verka með 381 milljarðu Verja á 324 milljörðum króna til vegamála á næstu 12 árum í nýrri samgönguáætlun, 35 millj- örðum til flugmála og 22 millj- örðum til siglingamála. Ráðast á í stórfellda uppbyggingu aðalvega út frá Reykjavík.   @ 6* 3 6* 5 9   6* A +   !"#    + 5 +  / *     + 5 +  , "#$#     ?   0 8     "##I 9   J 6 0 +0 "##J "#$# / *  C 0  0"##J   . 0 Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.