Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 49 Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þeir sem standa þér jafnfætis þegar kemur að persónutöfrum, gáfum og kímnigáfu gefa þér orku, kunna að meta verkin þín og hvetja þig til að halda áfram. Ekki forðast þetta fólk þar sem þú ert áhrifagjarn um þessar mundir. Naut (20. apríl - 20. maí)  Byrjaðu daginn með leyfa huganum að vinna og fá frábærar hugmyndir. Fólk reiðir sig á að þú sért með ferskar og raunsæjar hugmyndir sem geta leyst ýmis vandamál. Það reynist þér vel að vera í sambandi við bogmann. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ný útgjöld koma til sögunnar. Í stað þess að kvarta og kveina, líttu þá á þetta sem sönnun þess að þú sért að fjárfesta í sjálfum þér og hugmyndum þínum. Aðrir munu fljótlega ýta undir þessa trú á sjálfum þér með fjárhags- legum stuðningi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Að elska og verða elskaður getur reynst áskorun þegar samband þitt gengur í gegnum erfiðleika. En það eru til mun fleiri lausnir en ykkur get- ur dottið í hug. Spyrjist fyrir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert tilfinningalega sterkari. Því er tími til kominn að hætta að forðast einhverja óþægilega staðreynd. Reyndu að skrifa í skrifblokk. Á blað- síðunni geturðu séð vandamálið í hlut- lausu ljósi og fundið lausn. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Öryggi er eitt og leiðinda annað. Finndu nýja skemmtun til að halda hlutunum sæmilega áhugverðum. Þú gætir farið á námskeið eða einfaldlega tekið til í tölvunni þinni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú fannst þér þinn stað í tilverunni og hélst þig við hann, þrátt fyrir að fólk hefði ekki trú á honum. Þú getur nefnilega opnað augu fólks fyrir ým- islegu. Og þú mátt vel hrósa þér fyrir það. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert að taka til í fjármálunum. Þótt stórar breytingar eigi sér ekki stað einsog skot, haltu þig þá við áformin. Fylgdu reglunum, en vertu um leið op- inn fyrir nýjum tækifærum og lausn- um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú nýtir ekki til fulls eitthvert úrræði (gæti verði manneskja, tölvuforrit eða félagsskírteini) – ekki næstum því! Fáðu allar upplýsingar því þú átt rétt á þessari þjónustu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Leyfðu þér að gleyma þér í dagdraum- um. Ímyndaðu þér hvað gerist ef þú ferð þrjú skref yfir núverandi takmar- kalínu. Það sem þér finnst alveg ýkt, er í raun fínasta lausn á þínu helsta vandamáli. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Sumum finnst þú hinn besti ráðgjafi. Og með því að kenna öðrum getur þú æft þig í snilli á þessu sviði. Í kvöld er leiðin út úr klemmunni ekki sú sama og þú rataðir í hana eftir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þér er að takast að þykja vænt um leiðinlegustu hliðarnar á vinnunni þinni. Aðferðin er að finna út hver græðir á fyrirhöfninni og hvernig þú getur aukið gildi gróðans. stjörnuspá Holiday Mathis Hversu mörg verk innirðu af hendi bara af því að þér finnst þú eiga að gera það? Hvað um sambönd? Gef- urðu fólki alltof mikinn tíma og orku bara af því að þú getur einfaldlega ekki sagt nei? Merk- úr færir sig aftur á bak og skapar þannig kjöraðstæður til að hafa ekki samband við þá sem þú kærir þig ekki um að tala við. Sveitahljómsveitin Dixie Chicks átti sannkallaða end-urkomu þegar Grammy-tónlistarverðlaunin voru afhentaðfaranótt mánudags. Hljómsveitin hlaut alls fimm verðlaun á hátíðinni, m.a. fyrir besta lagið og bestu hljóm- plötuna, en ekki er ýkja langt síðan tríóið olli miklu upp- námi hjá mörgum aðdáendum sveitatónlistar þegar þær sögðu að þær skömmuðust sín fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. Í kjölfarið neituðu margar útvarps- stöðvar í Bandaríkjunum að leika lög þeirra, auk þess sem þeim var hótað lífláti. The Red Hot Chili Peppers hlaut fern verðlaun og söngkonan Mary J. Blige hlaut þrenn verðlaun sem og fyrrum Idol-sigurvegarinn Carrie Underwood. Það voru hins vegar ekki allir listamenn jafn- fengsælir á hátíðinni. Breski söngvarinn James Blunt var til að mynda tilnefndur til fimm verð- launa en fór tómhentur heim. Það var rokkhljómsveitin The Police sem lék opnunarlag hátíðarinnar en endurkomu sveit- arinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Þeir tóku lagið sitt „Roxanne“ við mikinn fögnuð 12 þúsund viðstaddra gesta. Veitt eru verðlaun í 108 flokkum á Grammy- verðlaunahátíðinni, í flokkum popptónlistar, djass, rokki, kántrí og svo framvegis. Grammy-verðlaunin afhent í Bandaríkjunum aðfaranótt mánudags Í sveiflu Söngkonan Shakira fór mikinn á sviðinu við flutning á lagi sínu „Hips Don’t Lie“. Höfuðprýði? Deila má um smekk- vísi Kid Rock en hann mætti með þennan forláta bleika hatt til há- tíðahaldanna. Sigurvegari Gamla brýnið Tony Bennett fékk tvenn verðlaun á há- tíðinni meðal annars fyrir dúett með Stevie Wonder í laginu „For Once In My Life“. Margverðlaunuð Mary J. Blige var verðlaunuð fyrir besta lagið, bestu plötuna og þótti jafnframt besta söngkonan, allt í flokki R&B tón- listar. Vinsæl Söng- konan Carrie Un- derwood hefur átt mikilli vel- gengi að fagna frá því að hún vann American Idol sjónvarps- keppnina árið 2005. Dixie Chicks sigursælar Reuters Sigurvegarar The Dixie Chics gengu á brott hlaðnar verð- launagripum og hafa að margra mati hlot- ið uppreisn æru. / ÁLFABAKKA ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára. ALPHA DOG VIP kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára. PERFUME kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.12 .ára. MAN OF THE YEAR kl. 8 - 10:30 B.i. 7 .ára. BLOOD DIAMOND kl. 5 - 8 - 10:50 B.i.16 .ára. FORELDRAR kl. 6 LEYFÐ BABEL kl. 8 - 10:50 B.i.16 .ára. BABEL VIP kl. 5 B.i.16 .ára. VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ SKOLAÐ Í BURTU m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ ALPHA DOG kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára MAN OF THE YEAR kl. 8:10 - 10:30 B.i. 7 ára BLOOD DIAMOND kl. 8 B.i. 16 ára DIGITAL VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL CHARLOTTE´S WEB m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL THE PRESTIGE kl. 10:30 B.i. 12 ára HAPPY FEET m/ensku tali kl. 6 LEYFÐ DIGITAL / KRINGLUNNI eeeee - B.S. FRÉTTABLAÐIÐ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Golden Globe VERÐLAUN m.a. besta myndin3 FRÁ HANDRITSHÖFUNDI RAIN MAN OG GOOD MORNING VIETNAM GÆTI ÞESSI MAÐUR ORÐIÐ NÆSTI FORSETI? Sjáið grínistann Robin Williams fara á kostum sem næsti forseti Bandaríkjanna GOLDEN GLOBE BESTA MYND ÁRSINS ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. sem besta mynd ársins7 ÓSKARSTILNEFNINGAR m.a. fyrir aðalhlutverk karla/ Leonardo dicaprio5 FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI” eeee L.I.B. - TOPP5.IS eeee S.V. MBL. ÓSKARSTILNEFNINGAR8 RELDRAR KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON eeee H.J. MBL. eeee LIB - TOPP5.IS eeee FRÉTTABLAÐIÐ HJÁLPIN BERST AÐ OFAN eee S.V. - MBL SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI ÓSKARSTILNEFNING besta teiknimynd ársins1 SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is EDDIE MURPHY BEYONCÉ KNOWLES JAMIE FOXX 20% AFSLÁTTUR EF GREITT ER MEÐ SPRON-KORTI DÖJ, KVIKMYNDIR.COM Skrifstofa Karls Bretaprins hef-ur staðfest að eiginkona prins- ins Camilla, hertogaynja af Corn- wall, muni gangast undir legnámsaðgerð í upphafi næsta mánaðar. Þetta kemur fram á fréttavef Sky. Hertogaynjan, sem er sextug, mun taka sér sex vikna frí frá op- inberum störfum sínum í kjölfar aðgerðarinnar. Um er að ræða að- gerð þar sem legið er fjarlægt en nokkuð algengt er að konur á miðjum aldri gangist undir slíkar aðgerðir. „Hún nýtur stuðnings og ástar eiginmanns síns og það munu allir standa þétt við bakið á henni,“ seg- ir blaðamaðurinn Dickie Arbiter, sem sérhæfir sig í umfjöllun um bresku konungsfjölskylduna í við- tali við Sky News: „Aðgerðinni fylgir ákveðinn léttir en hún hefur einnig geðræn áhrif. Camilla er hins vegar sterk og hún mun kom- ast í gegnum þetta,“ segir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.