Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 33 ✝ Högni Jónssonfæddist í Reykjavík 2. júlí 1921. Hann lést á heimili sínu mið- vikudaginn 31. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Högnason, f. í Eystri- Sólheimum í Mýr- dal 13. febrúar 1891, d. 1. maí 1989 og Stefanía Vilborg Grímsdóttir, f. á Nikhól í Mýrdal 20. ágúst 1889, d. 16. febrúar 1942. Högni kvæntist 6. janúar 1950 Árnýju Guðmundsdóttur, f. á Sæ- bóli á Ingjaldssandi 31. desember Jón V., f. 10. júní 1952, kvæntur Þórunni E. Baldvinsdóttur, f. 16. maí 1951. Börn þeirra eru Guðný Steinunn, f. 17. nóvember 1974, gift Arnari Hallssyni, f. 28. sept- ember 1972, börn þeirra eru Val- dís Birta, f. 3. ágúst 1993 og Hilmir Vilberg, f. 31. október 2002, b) Högni Baldvin, f. 12. október 1979, í sambúð með Birg- ittu Bjarnadóttur, f. 24. nóvember 1979, og c) Þorsteinn Baldvin, f. 7. janúar 1993. 3) Gunnar, f. 18. desember 1957. 4) Sveinbjörn, f. 26. maí 1960, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, f. 17. janúar 1966, börn þeirra eru Íris Ósk Ingadótt- ir, f. 2. október 1988, Reynir Við- ar Ingason, f. 9. september 1990, og Árný Stella Sveinbjörnsdóttir, f. 16. maí 2000. Útför Högna verður gerð frá Neskirkju við Hagatorg í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1924, d. á Landspít- alanum í Fossvogi 11. desember síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Guðmunds- son frá Sæbóli á Ingjaldssandi, f. á Kleifum í Seyðisfirði við Djúp 12. febrúar 1889, d. 15. október 1969 og Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. á Arnarstapa á Snæ- fellsnesi 15. desem- ber 1890, d. 22. sept- ember 1965. Árný var fimmta í röðinni af átta systkinum. Börn Högna og Árnýjar eru: 1) Vilborg, f. 1. júlí 1950, d. 23. apríl 1951. 2) Hann Högni tengdafaðir minn er nú skyndilega horfinn úr þessari jarðvist, rúmlega áttatíu og fimm ára gamall. Ekki saddur lífdaga, en sáttur við að hafa skilað sínu hlut- verki í þessu lífi. Nú nýlega búinn að missa eiginkonu sína til fimmtíu og sjö ára, eftir löng og ströng veik- indi hennar. Enginn mátti hugsa um hana síðustu mánuðina nema hann og var hann því í fullu starfi við að sinna henni, bæði nótt og dag. Var því orðinn langþreyttur þegar hún kvaddi, en ánægður yfir að hafa uppfyllt óskir hennar um að vera heima en ekki á sjúkrahúsi. Eftir svo mikið álag og langa sam- veru myndast skyndilega mikið tómarúm, þó fjölskylda sé nærri og til staðar. Við blasir einmanaleiki og dagar verða langir og erfiðir. Fram á síðasta dag var hann þó hress, ný- lega búinn að kaupa sér bíl og til í að takast á við breytta lífsháttu. Við ráðum ekki miklu í þessum heimi og kallið kom óvænt og skyndilega. Hann tengdafaðir minn hefur samt verið tilbúinn að horfast í augu við örlög sín og mætt skapara sínum óhræddur og tilbúinn að segja sína meiningu um þennan heim og ann- an. Alltaf traustur og áreiðanlegur. Það sem hann tók sér fyrir hendur var alltaf í góðum höndum og stóð sem stafur á bók. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og alltaf tilbúinn til rökræðna. Stundum tók hann þó málstað sem ekki var hans eigin, ef til þurfti, til að koma umræðum af stað. Gagnrýninn á menn og mál- efni, tískustefnur og sjónvarpsefni. Hikaði ekki við að koma skoðunum sínum til skila á rétta staði, en var ekki fyrir að auglýsa skoðanir sínar í fjölmiðlum. Meinstríðinn var hann frá unga aldri og stutt í glens, þó hann væri alvarlegur þegar þess þurfti og hvass þegar honum mislík- aði eitthvað. Mættur í sumarbústað- inn með sína möndluköku sem var ómissandi þáttur í tilveru þeirra hjóna. Prakkarasögur úr æsku af honum og Þormóði Torfasyni, besta vini sínum frá blautu barnsbeini af Ránargötunni. Sögur af sjónum, móður sinni sem hann var nátengd- ur, en hann sætti sig aldrei við ótímabært fráfall hennar, og sögur úr sveitinni undir Pétursey. Frænd- rækinn var hann með afbrigðum. Systurnar Adda og Lilla og fjöl- skyldur þeirra ásamt Grími bróður voru stór hluti af tilverunni þegar hann var í landi. Við fjölskyldan kveðjum nú á stuttum tíma eigin- konu og móður, sem stóð keik með manni sínum gegnum sætt og súrt, og eiginmann og föður sem skilaði sínu til sjós og lands. Mega þau bæði vera stolt af sínu framlagi í dagsláttu Drottins. Ég er sannfærð um að þau lífga bæði uppá sinn nýja íverustað, en þeirra er sárt saknað af þeim sem eftir lifa. Þórunn E. Baldvinsdóttir. Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Úr Spámanninum.) Elsku Högni og Addý, á ótrúlega skömmum tíma hafið þið bæði kvatt þennan heim. Þið eruð bæði farin og stórt skarð er höggvið í litla fjöl- skyldu. Ég trúi því að í dag dansið þið saman í sólskininu eins og Spámað- urinn lýsir. Þið eruð frjáls og líður vel. Addý svingar sér til og sveiflar pilsinu og Högni fylgir henni raul- andi eftir og brosir. Mig langar að þakka ykkur fyrir þann tíma sem við áttum saman. Þakka ykkur fyrir allan stuðninginn í gegnum árin og þakka fyrir allt sem þið kennduð mér. Þakka ykkur fyrir hvað þið tókuð vel á móti mér og börnunum mínum þegar við fylgdum yngsta syni ykkar inn í fjölskylduna. Þið tókuð Írisi Ósk og Reyni eins og ykkar frá fyrsta degi. Ég óska ykkur góðrar ferðar og farsældar á nýjum stað, stað þar sem við hittumst á ný. Minning ykkar mun lifa. Ykkar Sigríður. Með þessum orðum langar okkur systkinin að minnast afa okkar, Högna Jónssonar. Afi í Heiðó var ákveðinn maður sem aldrei lá á skoðunum sínum og því voru oft fjörlegar umræður í fjölskylduboðum um hin ýmsu dæg- urmál. Hann gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur barnabörnin þegar við heimsóttum hann og ömmu, og átti alltaf skemmtilegar sögur að segja okkur, enda var hann góður sögumaður og laginn við að finna áhugaverða fleti á mál- unum. Afi átti mörg áhugamál sem hann hafði ákaflega gaman af því að deila með okkur. Hann safnaði frí- merkjum, smíðaði módelskip og grúskaði í ættfræði. Afi hafði alltaf gaman af því að grínast við okkur krakkana og vakti það alltaf jafn- mikla lukku þegar hann blakaði eyr- unum. Í minningunni lifa fjölskylduboðin í Heiðarbænum. Þá voru afi og amma í essinu sínu og elduðu kálfa- steik og alltaf var ís í desert. Sér- staklega er minnistætt þegar afi bauð uppá soðna fýlsunga eins og siður var í heimasveit hans, og þótti honum þeir mikið lostæti, okkur börnunum til mikillar furðu. Eftir að afi missti ömmu í desem- ber, lífsförunaut sinn til næstum 60 ára, var hann ekki sami maðurinn. Hann hafði hugsað vel um hana í gegnum erfið veikindi síðustu árin og þegar hún var farin var eins og úr honum væri allur vindur. Við munum sakna þeirra beggja ákaf- lega mikið. En eins og afi sagði við mig þegar amma dó, þá lifir maður áfram í minningu þeirra sem þykir vænt um mann. Þau munu bæði lifa áfram í minn- ingum okkar. Guðný Steinunn, Högni Baldvin og Þorsteinn Baldvin. Í fjölskyldu okkar hefur verið skammt stórra högga í milli. Í dag kveðjum við móðurbróður okkar, Högna, sem var við ágæta heilsu en varð bráðkvaddur. Kona hans, Addý, lést fyrir um sjö vikum eftir nokkurra ára heilsubrest. Fyrir rúmu ári lést pabbi, en þeir pabbi voru góðir félagar, voru í sömu Oddfellowstúkunni og fóru gjarnan saman á fundi og áttu það sameiginlegt að hafa sótt sjóinn. Högni kom nánast daglega í kaffi til mömmu og pabba. Þau rifjuðu upp gamla tíma, sögðu sögur, töluðu um þjóðmálin og afar oft um sjáv- arútvegsmál. Það var mikið hlegið við eldhúsborðið og sagði Högni mömmu síðar hvað þetta hefði verið honum kært. Þetta voru dýrmætar stundir sem þau áttu saman. Eftir að pabbi lést ræktaði Högni sambandið við systur sína vel og hélt uppteknum hætti að hringja í hana eða koma daglega. Auðséð var að honum þótti mjög vænt um mömmu og sú væntumþykja var gagnkvæm. Það var sterkur þráður sem hélt systkinunum saman en móður sína misstu þau ung. Högni var sérstæður og eftir- minnilegur maður. Hann var heill og hispurslaus, reglufastur, skoð- anafastur jafnvel dómharður, skap- stór, glettinn en einnig stríðinn. Inni fyrir sló stórt hjarta sem ég fékk að njóta þegar við fjölskylda mín áttum um sárt að binda. Vegir skiptast. – Allt fer ýmsar leiðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, öðrum sungið dánarlag, allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein, með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. (Einar Ben.) Við kveðjum kæran frænda og sendum sonum hans og frændum okkar og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Stefanía V. Sigurjónsdóttir. Högni Jónsson ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ALFONS GUÐMUNDSSON vélstjóri, sem andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 4. febrúar verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 15. febrúar kl. 15.00. Anna Þorleifsdóttir, Gunnar Jón Alfonsson, Guðmundur Rúnar Alfonsson, Hildur Kristín Hilmarsdóttir, Þorleifur Kristinn Alfonsson, Lovísa Agnes Jónsdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær sonur minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BERGÞÓR NJÁLL GUÐMUNDSSON, lést að morgni föstudagsins 9. febrúar. Útförin auglýst síðar. María Magnúsdóttir, María Bergþórsdóttir, Guðmundur Hjálmarsson, Helgi Bergþórsson, Kristín Bergþórsdóttir, Pétur Þór Lárusson, Ingibjörg H. Bergþórsdóttir, Guðmundur Kr. Ragnarsson, Guðmundur Örvar Bergþórsson, Aðalheiður Gísladóttir, Rúnar Þór Bergþórsson, Albert Valur Albertsson, Brynjar Bergþórsson, Apríl Eik Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín og móðir okkar, ÞORBJÖRG GUÐRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR, Miðgarði 3, Neskaupstað, lést laugardaginn 10. febrúar. Jón S. Einarsson, Kristín Björg Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR STEINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 9. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 20. febrúar kl. 14.00. Eysteinn Jónsson, Jóna Þorgeirsdóttir, Unnur Jónsdóttir, Björn Jónsson, Sigríður Ketilsdóttir, Steinn Þór Jónsson, Eva Þorkelsdóttir, Elsa Jónsdóttir, Jón Haukur Bjarnason, Guðmundur Jónsson, Þorbjörg Björnsdóttir, Ólafur Jónsson, Kristín Sigurðardóttir, Sigurjón Jónsson, Erla Sigurðardóttir, Hannes Óli Jóhannsson og ömmubörn. ✝ Okkar ástkæra, MARÍA PÉTURSDÓTTIR, Suðurbraut 2, Hafnarfirði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi föstudaginn 9. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 15. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Kristniboðsfélagið eða Gideonfélagið. Jens A. Pétursson, Oddgeir Jensson, Finnbjörg Holm, Agnes Jensdóttir, Óttar Guðlaugsson, Hjalti S. Jensson, Hildur Gunnarsdóttir, Pétur Jensson, Bjarnheiður Ástgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengda- faðir, KOLBEINN ÞORGEIRSSON múrari, Höfn, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, sunnu- daginn 11. febrúar. Útför verður auglýst síðar. Jóhanna D. Magnúsdóttir, Elín Kolbeinsdóttir, Guðbjörn Ásgeirsson, Þorgeir Kolbeinsson, Hrönn Hjörleifsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.