Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is VÍSITALA neysluverðs, sem Hag- stofa Íslands reiknar út, hækkaði um 0,41% á milli janúar og febrúar. Þetta er um tvöfalt meiri hækkun en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð. Kostnaður vegna eigin húsnæðis hafði mest áhrif til hækk- unar vísitölunnar. Síðastliðna tólf mánuði hækkaði vísitala neysluverðs um 7,4%. Í jan- úar mældist tólf mánaða verðbólgan 6,9%. Án húsnæðisliðar vísitölunnar var hækkunin nú 6,2%. Undanfarna þrjá mánuði hækkaði vísitala neyslu- verðs um 0,7%, sem svarar til 2,9% verðbólgu á ári. Úrtölur hafa áhrif Fram kemur í tilkynningu frá Hagstofunni að kostnaður vegna eig- in húsnæðis hafi hækkað um 1,8% á milli janúar og febrúar, og að vísitö- luáhrif þeirrar hækkunar hafi verið 0,41%. Þar af hafi áhrif af hækkun markaðsverðs verið 0,27%, áhrifin hafi verið 0,06% af hækkun vaxta og 0,08% vegna hækkunar á viðhaldsl- iðnum. Hins vegar kemur fram í til- kynningunni að áhrifa vetrarútsalna gæti enn. Verð á fötum og skóm hafi lækkað um 4,1% á milli janúar og febrúar, en vísitöluáhrif þeirrar lækkunar hafi verið -0,17%. Verð á mat og drykkjarvörum var nánast óbreytt á milli mánaða, hækkaði um 0,2% (vísitöluáhrif 0,02%). Fram kemur í vefritum greining- ardeilda viðskiptabankanna, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, að hækkun á vísitölu neysluverðs komi þeim nokkuð á óvart. Deildirnar hafi ekki gert ráð fyrir eins miklum hækkunum á markaðsverði á hús- næði og raun varð á. Þá hafi áhrifin af útsölum á fötum og skóm ekki reynst eins mikil og þær hafi gert ráð fyrir, en hins vegar hafi verð- hækkun á matvöru verið nokkuð undir spám. Tólf mánaða verð- bólga mælist 7,4% Húsnæðisverð hefur áhrif til aukningar verðbólgunnar 6    7 6  # "%              # 8        !       !     "    " #  "# $% $# % # &%   "  " ' ÍSLENSK-spænska lyfjafyrirtækið Invent Farma og indverski lyfja- framleiðandinn Strides Arcolab Ltd. hafa stofnað tvö ný samstarfsfyrir- tæki sem eru í jafnri eigu félaganna tveggja. Invent Farma er í aðaleigu íslenskra fjárfesta en spænskir fjár- festar eiga um 13% hlut. Helstu íslensku hluthafarnir eru Friðrik Steinn Kristjánsson, sem er stjórnarformaður, en hann stofnaði Omega Farma á sínum tíma, Jón Árni Ágústsson, sem var með Frið- riki í Omega, Ingi Guðjónsson, fv. forstjóri Lyfju, Frosti Bergsson, stofnandi Opinna kerfa með meiru, Daníel Helgason fjárfestir og Ingi- mundur Sveinsson arkitekt. Miklir vaxtarmöguleikar Samstarfsfyrirtækin sem um ræð- ir eru annars vegar Domac Labor- atories, sem fyrst um sinn mun leggja áherslu á að þróa og selja lyf til sjúkrastofnana á Spáni og í Portú- gal. Hins vegar er það eignarhalds- félagið Plus Farma á Íslandi, sem nýlega festi kaup á lyfjafyrirtækinu Farma Plus með aðsetur í Osló í Noregi. Friðrik Steinn sagði við Morgun- blaðið að samstarfið við Strides Arcolab fæli í sér mikla möguleika til vaxtar, sér í lagi vegna sölu á lyfjum fyrir sjúkrahús í Evrópu og víðar. Ekki standi til að fara inn á lyfja- markaðinn á Indlandi að svo stöddu, heldur einblínt á Evrópu. Fyrirtækin telja að með kaupun- um á Farma Plus í Noregi skapist mikilvægt tækifæri til að ná sterkri stöðu á markaði fyrir lyf fyrir sjúkrahús á Norðurlöndunum. Invent Farma framleiðir lyf í Barcelona á Spáni og starfa um 300 manns hjá fyrirtækinu, allt meira og minna Spánverjar. Á félagið í dag yf- ir 70 framleiðslueinkaleyfi en það rekur lyfjaþróunarsetur í Barcelona, Bombei á Indlandi og í Reykjavík, auk lyfjaefnaverksmiðju og lyfja- verksmiðju í Barcelona. Þá er Invent Farma meirihlutaeigandi í Lyfjaveri ehf. hér á landi. Strides með 14 verksmiðjur Strides Arcolab Ltd. er meðal stærstu útflytjenda á skráðum sam- heitalyfjum og efnum til lyfjagerðar á Indlandi og einn af fimm stærstu framleiðendum í heiminum á mjúk- um hylkjum til lyfjagerðar. Fyrir- tækið rekur 14 lyfjaverksmiðjur í Bandaríkjunum, Brasilíu, Mexíkó, Ítalíu, Póllandi, Singapore og á Ind- landi og er með skráð lyf í 37 löndum víðsvegar um heiminn. Um 1.700 manns starfa hjá Strides á heims- vísu. Íslenskt lyfjafyrirtæki í samstarf með Strides Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson HLUTHAFAFUNDUR Actavis Group hefur veitt stjórn fyrirtæk- isins heimild til að færa A-hluta hlutafjár Actavis úr íslenskum krónum í evrur. Var tillaga þessa efnis samþykkt samhljóða á fund- inum, sem fór fram síðdegis sl. föstudag. Skal stjórn Actavis heimilt að gera nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins sem leiða af útgáfu hlutafjár, m.a. breyttum fjárhæðum. Verði breytingin fram- kvæmd af stjórn félagsins skal nafn- verð hvers hlutar vera 0,01 evra. Einnig var samþykkt að hækka hlutafé félagsins um 1.200 milljónir króna vegna fjármögnunar Actavis á hlutum í öðrum félögum. Skal fé- lagsstjórn heimilt að ákveða að greiða megi fyrir hina nýju hluti með öðru en reiðufé. Í samþykkt segir einnig að hluthafar skuli ekki hafa forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju hlutum. Morgunblaðið/Jim Smart Hlutafé Acta- vis í evrur 9: ;<   $# $# 8 8 =* >?    $# $# 8 8 @@ A/?#"4   $# %# 8 8 A/?+43% 9    $# # 8 8 B@*? >"CD"    %# $# 8 8 $ %&'   (   "%&' )"*+,"-  . / ' %  () *+, +* 4% E#!F "G4% % E4% # #E< # " < #" F "G4% H!3 F "G4% 0F "G4% F#  ' 4% 6% *G%5   +G& ' 4% 0 '  4% / 4% /"E 4" 4% #  2H  $ $ % ' 4% I 4% - )./0  *J#4%  F "G4% BE   F "G6" 4% BE  EF "G4% 9K4 4% A/?H = L4% = L   #3  4% M #3  4% 1 0  0 $# %5    !% (2.3  6HF  4% 6G  4% 40    #    #       #                                                                             6  2 ! G#    ='" 1" 7 +G                                               2 2    2 2 2                      2 2  2 2 2                             2   2 2 2  M G#1 .  =6 N#4   # 3 ! G#             2 2   2  2 2 1 # !  ! SAMTÖK verslunar og þjónustu efna til morgunfundar á fimmtudag um ný tækifæri í íslenskri þjónustu. Samtökin benda á að árlegur kostn- aður ríkisins vegna þjónustukaupa sé 70 milljarðar króna og þar af kaupi ríkið þjónustu af fyrirtækjum á almennum markaði fyrir um 16 milljarða. Þar af leiðandi séu 54 milljarðar króna af kökunni ónýttir möguleikar íslenskra þjónustufyrir- tækja á að selja ríkinu sína þjónustu. Benda SVÞ jafnframt á að ríkið hafi sett sér þau markmið að spara 1.600 milljónir króna á næstu fjórum árum með útvistun þjónustuverk- efna. Í stuttu máli felst útvistunarstefna í því að með skipulögðum hætti feli ríkið öðrum þau verkefni sem leiða til betri þjónustu og meiri hag- kvæmni í rekstri en nú er. Á þetta jafnt við um þjónustu sem ríkið tryggir almenningi og atvinnulífi sem og þjónustu sem ríkið styðst við í sínum rekstri. Fyrirlesarar á morgunfundinum eru Stefán Jón Friðriksson, við- skiptafræðingur í fjármálaráðuneyt- inu, og Sigfún Jónsson, fram- kvæmdastjóri Nýsis. Fundurinn er á Nordica hóteli og hefst kl. 8.30 á fimmtudaginn. 54 milljarðar króna ónýttir af þjónustuköku ríkisins BJÖRN Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir að mælingar Fasteignamatsins hafi ýmist gefið til kynna hækkanir eða örlitlar lækk- anir á verði íbúð- arhúsnæðis á milli mánaða. Það sé auðvitað merki um að markaðurinn sé að ná jafnvægi. „Það er mikil hreyfing og mikil eft- irspurn og góðu heilli hafa bankarnir verið að koma aftur inn á markaðinn sem alvöru þátttakendur. Það hefur auðvitað haft jákvæð áhrif.“ Hann segir að í mati greining- ardeildar Félags fasteignasala, sem birt var í lok síðasta mánaðar, sé því spáð að fasteignaverð muni hækka á þessu ári nokkuð umfram verð- lagsþróun. „Það er gríðarlega ör fólksfjölgun í landinu sem gerir að verkum að það vantar íbúðir. Svo ætti fyrirhuguð lækkun virðisaukaskatts á matvæli að hafa áhrif á kaupmátt. Við sjáum því fyrir okkur góða hreyfingu áfram á fasteignamarkaðinum.“ Mikil hreyfing á fasteigna- markaði Björn Þorri Viktorsson Tryggðu þér áskrift!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.