Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún BjörkSteinsdóttir fæddist á Ísafirði 19. nóvember 1938. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi föstudaginn 2. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Að- alheiður Hannibals- dóttir húsmóðir og Steinn Guðmunds- son, sjómaður á Ísa- firði. Sigrún var elst í hópi fimm systra, auk einn- ar fóstursystur, þær eru: 1) Elva Bryndís, f. 23. nóvember 1941. Hún á eina dóttur. 2) Bára Guð- munda, f. 1943. Hún á tvo syni. 3) Lilja Guðrún, f. 1948. Hún á fjög- ur börn. Eiginmaður hennar er Ásgeir Erling Gunnarsson. 4) Að- alheiður Steina, f. 1952. Hún á tvo syni. Fóstursystir Sigrúnar er Guðrún Hansína Jónsdóttir, f. 8. september 1938. Hún á þrjú börn. Eiginmaður hennar er Bern- harður Guðmundsson. Sigrún giftist 13. apríl 1963 Hauki Harðarsyni, f. í Víðikeri í Bárðardal 3. maí 1936. Þau eiga þrjú börn, þau eru: 1) Dagrún Helga, f. 24. nóvember 1962, d. þar sem Haukur gegndi starfi bæjarstjóra fram til haustsins 1978 en þá fluttu þau aftur til Reykjavíkur og hafa búið þar síð- an. Á Húsavík vann Sigrún við af- greiðslustörf samhliða húsmóð- urstarfinu. Þar var hún einnig virkur félagi í Slysavarnafélagi kvenna og Bridgefélagi Húsavík- ur, en í báðum þessum félögum gegndi hún stjórnarstörfum. Í Reykjavík starfaði Sigrún um árabil sem sölumaður í Af- urðasölu SÍS, er síðar hlaut nafn- ið Goði. Þar næst tók við 8 ára starf á skrifstofu Lionshreyfing- arinnar á Íslandi. Síðustu 7 árin var hún móttökuritari á Barna- og unglingadeild Landspítalans, BUGL þar sem hún hætti störfum vorið 2006. Sigrún átti sér fjöl- mörg áhugamál. Hún starfaði af eldmóði í Lionshreyfingunni. Þá var hún verðugur andstæðingur við spilaborðið en hún spilaði bæði í heimahúsum og tók líka þátt í félagsmótum og alþjóð- legum bridgemótum á Hótel Loft- leiðum um árabil. Hún var list- feng og afkastamikil hannyrðakona sem féll sjaldan verk úr hendi. Þau hjónin stund- uðu bæði lax- og silungsveiði. Eitt hennar mesta yndi var að koma saman með vinum og syngja og stóð hún að mörgum söngs- amkomum þar sem hún naut að- stoðar eiginmannsins við undir- leik á harmonikku eða píanó. Útför Sigrúnar verður gerð frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 24. september 1997, maki Bergþór Bjarnason pípulagn- ingameistari, f. 16. nóvember 1961. Son- ur þeirra er Andri Már, f. 17. desember 1984. 2) Vignir Bragi, f. 13. janúar 1964, sambýliskona Þóra Valgerður Jónsdóttir, f. 3. apríl 1962. Dóttir Vignis og Katrínar Sifjar Ragnarsdóttur er Lilja, f. 2. janúar 1990. Dóttir Þóru er Anna Kol- brún Jensen, f. 1. janúar 1986, sonur hennar er Mikael Freyr Friðriksson, f. 21. október 2003. 3) Hafþór Már, f. 4. desember 1966, d. 20. janúar 1985. Sigrún ólst upp á Ísafirði til 15 ára aldurs er hún hleypti heim- draganum. Hún stundaði kaupa- vinnu víðsvegar um land næstu sumur en afgreiðslustörf í Reykjavík á vetrum. Sigrún og Haukur hófu búskap á Húsavík sumarið 1962 en stofnuðu síðan heimili í Reykjavík veturinn 1963. Í Reykjavík bjuggu þau til 1972. Á þeim tíma stundaði Sigrún að- allega húsmóðurstörf. Árið 1972 fluttu þau hjónin til Húsavíkur Það var 11. október sl. sem Sig- rún sagði okkur frá því að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi fregn kom auðvitað eins og þruma úr heiðskíru lofti því í endaðan september höfðum við verið saman í vinnuferð í sumarbústað fjölskyld- unnar í Tunguskógi á Ísafirði, þar sem Sigrún gaf okkur hinum ekkert eftir í vinnu og úthaldi. Sjúkdóms- sagan varð því ekki löng og hún háði þetta hinsta stríð, sem stóð að- eins í rúma 100 daga, að mestu á heimili sínu með hjálp eiginmanns síns Hauks Harðarsonar. Sigrún var sterk kona og í minn- ingunni er hún allt í senn; leiðtogi í fjölskyldu og á opinberum vett- vangi, tók beinan þátt í umönnun aldraðra ættingja, kallaði okkur saman á Fjarðarási 28 til skrafs og skemmtunar, stóð fyrir einstökum söngkvöldum þar sem Haukur sá um undirleikinn, hin hvetjandi „Sigrún frænka“ sem börnin í fjöl- skyldunni litu öll upp til og virtu, og síðast en ekki síst kletturinn sem við öll lögðum traust okkar á. Þegar við Lilja fluttum suður og ég hóf nám í Háskóla Íslands kynntist ég svo Sigrúnu fyrst. Sig- rún og Haukur reyndust okkur ein- staklega vel þegar við vorum að byrja okkar búskap. En nokkru áður en námsárunum lauk fluttu Haukur og Sigrún til Húsavíkur þar sem Haukur tók við bæjarstjórastarfi og við Lilja flutt- um svo til Akraness og síðar til Ísa- fjarðar. Vissulega fækkaði sam- verustundunum, en sönn vinatengsl standast fjarveru og fyrir okkur urðu Sigrún og Haukur ávallt okk- ar bestu vinir. Þegar við Lilja fluttum frá Ísa- firði 1990 hafði ég vegna nýrrar at- vinnu búið á heimili Hauks og Sig- rúnar í hálft ár áður en við fengum húsið okkar í Mosfellsbænum. Fyr- irfram hélt ég að þetta yrðu kannski nokkrar vikur, en þau sátu uppi með mig í 6 mánuði. Ég fæ aldrei fullþakkað þennan greiða og mörg kvöldin sátum við saman og spjölluðum og rifjuðum upp gamla tíma og lopapeysurnar streymdu fram af prjónunum hjá Sigrúnu hver af annarri. Sigrún var reyndar ótrúleg handavinnumanneskja og var ekki hrædd við að ráðast í erfið verkefni. Hún lagði t.d. stund á „kúnst-bró- derí“ og í stofunni þeirra á Fjarð- arásnum er stórt slíkt verk sem ég veit að tók nokkur ár að vinna. Sigrún var mikil félagsvera og sennilega lík pabba sínum að því leyti. Hún var í bridge, hún var í Lions, hún elskaði að syngja og láta aðra syngja með sér og hún var bú- in að koma sér upp safni af söng- heftum til að við hin hefðum enga afsökun til að syngja ekki með. Og svo voru það ferðalögin, sem voru þeirra sameiginlega áhuga- mál. Ferðir um Evrópu og Banda- ríkin voru þeirra ær og kýr um tíma, en þá kom húsbíllinn „KOT“ til sögunnar og ferðir um Ísland tóku völdin. Sigrún okkar, kletturinn í fjöl- skyldunni, tekur ekki lengur upp tólið og hringir í okkur, en hún er hér og verður með okkur áfram um öll okkar ár. Elsku Haukur, Vignir Bragi, Þóra, Andri Már, Lilja, Anna Kol- brún og Michael, Bergþór og fjöl- skylda, við stöndum við hlið ykkar í sorginni. Erling og Lilja og fjölskylda. Meðan sumarkyrrðin kvæðum stafar holt og tún syngur engin dýrðin dægrum saman nema hún. (Friðrik G. Þórleifsson) Frjálsa glaða lóa, ljóð þín eiga töframátt, burt þú syngur sorgir mínar, svífur glöð um loftið blátt. Ó hvað lóa áttu mikið, eiga svona fagran róm, mega saklaus alla ævi una þér við söng og blóm. (Halldóra B. Björnsson) Með þessum ljóðlínum viljum við þakka Sigrúnu samfylgdina. Þau hjónin voru ómissandi á gestalista hjá okkur systkinunum við öll tæki- færi. Sigrún var einstaklega söng- elsk og kunni ótal lög, m.a. lög sem voru fágæt og skemmtileg. Sér- staklega var gaman að koma til þeirra á söngkvöld. Við munum minnast Sigrúnar með söknuði, drifkrafts hennar og hjálpsemi, og sendum Hauki frænda og fjöl- skyldu hans okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Eyjólfur, Margrét, Gunnhildur og fjölskyldur. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanrjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson.) Nú er hún Sigrún okkar látin eft- ir nokkurra mánaða erfið veikindi. Það kom öllum á óvart þegar þessi dugmikla kjarnakona var orðin svona veik og ekki óraði nokkurn fyrir því þegar þau hjónin héldu rausnarlega upp á síðbúið afmæli Hauks frænda í ágúst sl. Haukur hefur alla tíð verið okkur systrum nákominn, nánast sem bróðir enda ólumst við upp saman og við höfum alltaf verið ánægðar yfir því hvað Sigrún hefur fallið vel inn í fjöl- skylduna. Þau hjónin hafa ekki farið var- hluta af sorg og missi, en þau hafa misst tvö uppkomin börn af þrem- ur. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá þau takast á við þá miklu sorg, finna sér ótal verkefni í þágu samfélagsins s.s. starfa af fullum krafti í Lions hreyfingunni og sinna öðrum af reisn og umhyggju. Vign- ir sonur þeirra og Þóra og barna- börnin hafa verið þeim allt í öllu þessi árin og tengdasonurinn Berg- þór og fjölskylda hans notið vænt- umþykju þeirra. Þau hjónin hafa alla tíð haft mjög gaman af músík og spilar Haukur bæði á píanó og harmónikku auk þess sem hann semur lög og þá gjarnan við ljóð föðurbróður síns sem er pabbi okkar. Eru þær ófáar söngveislurnar sem þau hafa haldið á heimili sínu þar sem hvert sæti hefur verið skipað af fjölskyldu og vinum og sungið hefur verið af hjartans list og ekki hefur veiting- arnar vantað. Sigrún hafði einstak- lega gaman af að syngja og hafði fallega altrödd og kunni ógrynni af ljóðum og lögum. Það var alltaf svo gaman að sjá hvað hún naut þess að syngja. Ættarmót var í Bárðardal í sum- ar, en á ættarmótum þar er jafnan mikið um söng og hljóðfæraleik og Haukur ásamt fleirum ómissandi með harmónikkuna. Haukur og Sigrún voru þar með húsbílinn sinn og þar sem endranær var fullt út úr dyrum hjá hinum gestrisnu hjón- um. Þegar kvöldaði vorum við farin að sakna þeirra í sönginn í stóra tjaldið er Haukur loks birtist með harmónikkuna. Er við spurðum hann um Sigrúnu sagði hann að hún kæmi rétt bráðum, enn væru gestir þó hann hefði ekki alveg séð hvað þeir voru margir fyrir móðu í bíln- um. Þetta var Sigrúnu líkt, gest- risnin alltaf í fyrirrúmi og ávallt rausnarleg, glöð og veitul. Sigrún var mikil handavinnukona – prjónaði mikið af lopafatnaði auk þess sem hún saumaði út af mikilli list myndir sem prýða heimili fjöl- skyldunnar. Sigrún var foreldrum okkar sér- staklega góð og umhyggjusöm. Hún heimsótti þau oftast einu sinni í viku og tók þá gjarnan prjónana sína með. Eftir að móðir okkar fór á Hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð heimsótti Sigrún hana reglulega einu sinni í viku meðan heilsan leyfði. Þessar heimsóknir voru for- eldrum okkar ómetanlegar og töl- uðum við gjarnan um að Sigrún okkar væri fimmta systirin. Við og fjölskyldur okkar kveðjum Sigrúnu með söknuði og þakklæti fyrir allt og vottum Hauki, Vigni og fjölskyldu og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Hildur, Sigrún og Rannveig Káradætur. Í dag kveðjum við Sigrúnu, en henni kynntist ég fyrir 23 árum, þegar ég 17 ára stelpukjáni. Ég fluttist inn á heimili þeirra Hauks til að búa með syni þeirra Vigni. Þegar ég lít til baka yfir þessi sjö ár sem ég bjó á heimili þeirra Sigrún- ar og Hauks er mér efst í huga um- burðarlyndið og þolinmæðin sem hún sýndi mér og börnum sínum. Hún var mér sem móðir og þegar ég svo steig fyrstu skrefin í móð- urhlutverkinu í litlu íbúðinni sem þau Haukur og Sigrún útbjuggu handa okkur Vigni var hún ávallt innan seilingar til að aðstoða mig. Hún var einstaklega barngóð og hafði gott lag á börnum. Lífið hefur ekki farið mjúkum höndum um fjölskylduna í Fjarð- arásnum. Þegar þau misstu Hafþór í blóma lífsins fannst mér þau vera búin að fá sinn skammt af missi og sorg. En þau áttu eftir að missa dóttur sína Dagrúnu líka í blóma lífsins. En það sem situr eftir eru góðar minningar um Sigrúnu og hennar stóru fjölskyldu. Það var yndislegt að sjá hversu frændrækin og vinamörg þau hjón voru. Það voru ófáar veislurnar þar sem Sigrún snaraði fram kræsing- um og lauk þeim oftar en ekki með því að Haukur spilaði á píanóið og gestirnir sungu með Sigrúnu sem forsöngvara. Það var unun að heyra hana syngja því hún söng svo vel og gaf sig alla í það. Mikið var spilað á heimilinu og þá aðallega bridge. Ef það vantaði fjórða mann, fékk ég að vera með. Hún vílaði það ekki fyrir sér að halda skírnarveislu fyrir Lilju dóttur okkar Vignis á heimili þeirra Hauks. Þau hjón eiga bæði stórar fjölskyldur sem þau eru í miklum og góðum samskiptum við. Sigrún kenndi mér allt sem ég kann í prjónamennsku og sátum við þá saman prjónandi og spjölluðum um allt og ekkert. Hvorki fyrr né síðar hef ég kynnst eins mikilli hann- yrðakonu. Minningin um hana lifir í hjarta mínu að eilífu. Elsku Haukur, Vignir og fjöl- skylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessari stundu. Katrín Sif Ragnarsdóttir. Með þungum trega og eftirsjá kveðjum við okkar góðu vinkonu sem fallin er frá eftir skammvinn en erfið veikindi. Þegar Sigrún greindist með krabbamein í okt. sl. tók hún þeim úrskurði með kjarki og reisn sem hennar var von og vísa. Síst verður sagt að þau Haukur hafi farið varhluta af áföllum á lífs- leiðinni, því þau máttu axla þá miklu sorg að sjá á bak börnum sín- um, Dagrúnu Helgu og Hafþóri Má í blóma lífsins, og er ekki annað hægt en undrast hversu mikið er stundum á suma lagt. Kunningsskapur okkar hófst fyr- ir alvöru fyrir rúmum 40 árum þeg- ar við byggðum saman og fluttum inn í okkar eigin íbúðir að Klepps- vegi 138, og hefur sú vinátta haldist óslitið síðan. Sigrún var mjög félagslynd að eðlisfari sem sýndi sig m.a. í því að hún var ein af stofnendum Lions- klúbbsins Eir, og voru málefni Lionshreyfingarinnar henni mikið hjartans mál. Þar gegndi hún oft formennsku og var óþreytandi í nefnda- og fjáröflunarstörfum til góðgerðarmála. Hlaut hún og margar heiðursviðurkenningar frá Lionshreyfingunni fyrir framúr- skarandi störf. Aðdáunarvert er hversu Sigrún og Haukur jafnan lögðu sig fram við að rækta tengslin við eldri með- limi fjölskyldunnar og stóð heimili þeirra öllum opið, enda húsbændur með afbrigðum gestrisnir og fjöl- mennur hópur ættingja og vina oft þar saman kominn. Margra ánægjustunda er þaðan að minnast þar sem léttleikinn var í fyrirrúmi, enda húsbóndinn jafnan meira en fús til að setjast við píanó- ið eða grípa í harmonikkuna. Sig- rún var tónelsk og driffjöðrin í því að koma af stað fjöldasöng, hvort sem það var heima fyrir eða ann- arsstaðar. Þar á bæ var viðurgjörningur heldur ekki af verri endanum. Toppurinn var þó brauðið með reykta silungnum frá Svartárkoti, borið fram í bakkavís. Sigrún hafði mjög sterkar taugar til sinna upprunaheimkynna vestur á Ísafirði og dvöldu þau þar oft hluta af sínum sumarfríum, í bú- staðnum góða í Tungudal. Snerting við náttúru landsins og innanlandsferðir voru meðal helstu áhugamála. Húsbíllinn þeirra glæsilegi sem þau voru svo stolt af opnaði þeim nýjar víddir til ferða- laga, og seint mun okkur úr minni líða helgin sem við áttum með þeim austur á Laugarvatni sl. sumar. Vissulega höfðum við væntingar um framhald þar á, en eigi má sköpum renna. Sigrún var mjög góður bridsspil- ari og tók stundum þátt í opinber- um mótum, enda bæði Haukur og Sigrún Björk Steinsdóttir LEGSTEINAR Tilboðsdagar Allt að 50% afsláttur af legsteinum og fylgihlutum Sendum myndalista MOSAIK Hamarshöfða 4 110 Rvk sími 587 1960 www.mosaik.is                   15-50% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.