Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þetta var vitað mál, það er ekki sama bensíndæla og séra Jón. Við hefðum aldrei átt að vera að þvælast upp í Heiðmörk, okkur dælunum verður öllum stungið inn. 6 daga páskaferð – síðustu sætin Páskar í Prag 6.-12. apríl frá kr. 39.990 Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Prag er einn ástsælasti áfangastaður Íslendinga. Vorið í Prag er einstaklega fagurt og veðrið milt og landið heillandi, allur gróður í blóma og landið skartar sínu fegursta. Heimsferðir bjóða nú ferð til þessarar frábæru borgar um páskana á einstökum kjörum. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir með fararstjórum okkar sem eru þaulkunnugir borginni. Verð kr.39.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Netverð á mann. Verð kr.69.990 Flug, skattar og gisting í tvíbýli með morgun- verði í 6 nætur. VEÐUR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for-maður Samfylkingarinnar, hefur lýst því yfir á þingi að mikilvægt sé að taka í taumana og að fresta þurfi „þeim stóriðjuframkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á næstu árum“ og þar vísar hún „auðvitað til áforma um stækkunina í Straumsvík og ál- ver í Helguvík“.     Þessi ummælieru athygl- isverð þegar horft er til þess að nokkrum dög- um áður sagði hún á aðalfundi Samfylking- arfélagsins í Reykjavík: „Hins vegar hefur Samfylkingin í Hafnarfirði fært íbúunum í Hafnar- firði mikilvægt tæki til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi. Samfylk- ingin í Hafnarfirði ákvað að virkja lýðræðið til að leysa deiluna og við erum stolt af þeirri ákvörðun.“     Í skoðanakönnun sem Gallup vannfyrir Hafnarfjarðarbæ sögðust 90% Hafnfirðinga ánægð með að fá að kjósa um mikilvæg mál eins og stækkun álversins í Straumsvík. Og hvatt er til þess fyrirkomulags í Fagra Íslandi, rammaáætlun Sam- fylkingarinnar um náttúruvernd.     En hvað gerir Ingibjörg Sólrún efniðurstaða kosninganna í Hafn- arfirði verður sú að Hafnfirðingar vilja álver? Og einn vinsælasti stjórnmálamaður Samfylking- arinnar, Lúðvík Geirsson bæj- arstjóri, fær það verkefni að láta stækkunina verða að veruleika í sterkasta vígi Samfylkingarinnar?     Ætlar Ingibjörg Sólrún þá að talagegn lýðræðislegum ákvörð- unum bæjarbúa í Hafnarfirði í um- ræðum í aðdraganda þingkosn- inga? Og ætlar hún þá virkilega í slag við samfylkingarmenn í Hafnarfirði undir forystu Lúðvíks Geirssonar? STAKSTEINAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Samfylkingin og stóriðjan SIGMUND                   !   "# $! %!!  !  &' ( ) * ! -. -/ -0 -1 -/ -/ 2'. 2-' / 2- -( 3! 4 3! 4 3! 4 3! 5  3! ) % 4 3! 3!  !     )# + !  ,- .  ' / ! ! 0     +-  ! !   2- 21 ( 0 ( 1 ( 6 0 ( 2-6 4 3! 3! 7 *%   3! 3! 3! 3!         *%   4 3! "1 2  !     1  3    2- 2  4! 1! & 5# )67! 8 !!) 2- 2- 2/ 28 2' 2-8 20 2/ 6 26 ' 3! 3! 7   %   3! 3! 3! 3! ) % 3!  ! 7 9! : ;                              !  "  #      $ #   : #  !* )        !  <2   < #  <2   < #  <2   !   9:    = 7- >         <6  ;   *  4< 4        < =) )  *     > <     <  !   4>    % ? 6  = * <% 62-?9  7   4 - 6 <        @> *3  *A    "3(4? ?<4@"AB" C./B<4@"AB" ,4D0C*.B" --0 .-8 ?<. ?<( '80 6-? 0/8 -''? 1'( --8. -/60 -(/? -6'8 -0/6 '?/( 1/- 180 1/- 1?/ -068 -08( -0/? -0'? '-/( '/68 '<1 -<. -<- -<' -<. ?<0 ?<8 ?<. '<0 -<8 -<? -<6 ?<.                 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eygló Harðardóttir | 12. febrúar Á ekki að vera erfitt Það er líka mín skoðun að það eigi ekki að vera erfitt að vera umhverfisvernd- arsinni. Maður á ekki að þurfa að fórna sér […]. Það á að vera hluti af lífinu. Verð á vörum á að end- urspegla hvort þær séu slæmar fyrir umhverfið eður ei. Af hverju tökum við t.d. ekki upp koldíoxíðsskatta á innflutt matvæli, frekar en að vera með einhverja tolla og vörugjöld? Meira: eyglohardar.blog.is Ómar Ragnarsson | 12. febrúar Spennandi þjóðarsátt Ég bíð spenntur eftir þjóðarsáttinni sem Jón og Jónína hafa unnið fyrir alla þjóðina. Raunar var ég nýlega á málþingi þar sem fram kom í máli vantrúaðra að þjóðarsáttin myndi fara að virka eftir að búið væri að virkja sem svaraði tveimur Kárahnjúkavirkjunum í við- bót svo að hægt væri koma á kopp- inn fyrstu áföngum þeirra álvera sem eru á teikniborðinu. Meira: omarragnarsson.blog.is Anna Pála Sverrisdóttir | 11. febrúar Steingrím í NATO Fréttablaðið færir þau tímamóta- tíðindi í hús að VG og Samfó geti myndað ríkisstjórn saman. Samfylkingin með 28% á bak við sig og VG 24%. Og nú er pæl- ingin: Ef Ingibjörg yrði forsætisráðherra, yrði þá ekki Steingrímur utanríkisráðherra? Og færi þar af leiðandi að sækja fundi hjá NATO? Veit ekki með ykkur, en ég myndi fylgjast spennt með. Meira: annapala.blog.is Dofri Hermannsson | 12. febrúar Hefðu kannski átt börn hvort eð er Mér finnst alveg frábært að Geir H. Haarde skuli loks hafa komið í leitirnar en lýst var eftir hon- um í Spaugstofunni á laugardaginn var. Það varð hins vegar deginum ljósara af hverju Geir hefur verið haldið í skugganum – honum er einkar lagið að stíga í alla drullupolla sem á vegi hans verða. Það sem aftur á móti er ekki skemmtilegt, jafnvel ekki þótt maður sé mótherji hans í pólitík, er hin klúra kvenfyrirlitning sem aftur og aftur skýtur upp koll- inum hjá formanni Sjálfstæð- isflokksins. Allir muna ummæli hans um að maður geti ekki alltaf farið heim með sætustu stelpuna á ballinu – en það má finna aðra sem gerir sama gagn! Þetta voru klúr orð en margir voru þó til í að fyrirgefa þessum bangsalega kalli að hafa misst upp úr sér misheppnaðan karlpungabrandara. Ummæli hans í Silfri Egils í gær eru hins vegar ófyrirgefanleg. Þar sagði Geir Haarde orðrétt um konurnar sem urðu barnshafandi eftir misnotkun af hálfu starfs- manna Byrgisins: „Auðvitað er ekki hægt að fullyrða að þessar stúlkur hefðu ekki orðið barnshaf- andi hvort eð er …“ Hvað er eiginlega að gerast í hugarheimi manns sem talar svona? Ummælin lýsa ekki bara algjöru virðingarleysi gagnvart skjólstæð- ingum Byrgisins sem máttu þola kynferðislega misnotkun af hálfu þeirra sem áttu að veita þeim vernd og skjól. Þau lýsa líka al- gjörri afneitun forsætisráðherrans á ábyrgð stjórnvalda gagnvart þessum konum og börnum þeirra. Ef nokkur arða af sómatilfinn- ingu er til í þessum karli hlýtur hann að biðja konurnar afsökunar á ummælum sínum. Honum og ríkisstjórninni væri líka sæmst að axla ábyrgð á því að hafa brugðist eftirlitsskyldu sinni í stað þess að benda fingr- inum á alla aðra sem ekki höfðu aðgang að trúnaðarupplýsingum. Svona hagar maður sér ekki. Meira: dofri.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.