Morgunblaðið - 29.03.2007, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.03.2007, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ AÐALMEÐFERÐ Í BAUGSMÁLINU Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is EKKI er hægt að refsa einstaklingi fyrir brot á 104. grein hlutafélaga- laga og af þeirri ástæðu eingöngu ætti að sýkna Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóra Baugs, af öllum ákæruefnum sem tengjast meintum ólöglegum lánveitingum frá Baugi til tengdra aðila. Þar að auki hafi meintar lánveitingar alls ekki verið ólöglegar en það hafi endanlega ver- ið staðfest í hæstaréttardómnum sem féll í fyrra málinu. Með þeim dómi hafi forsendan fyrir að ákæra vegna lánveitinga „fokið út í veður og vind“ og undarlegt að ákæruvald- ið hafi ekki dregið málið til baka að þessu leyti. Þetta var meðal þess sem Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, byggði á í málflutningsræðu sinni sem hófst fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur í gær. Gestur sagði að umrædd laga- grein væri í grunninn nákvæmlega eins uppbyggð og 10. og 11. grein samkeppnislaga en líkt og í þessum greinum skorti í 104. grein hluta- félagalaga skýra heimild til að refsa einstaklingum fyrir brot gegn henni. Þessu til stuðnings vísaði Gestur til þess að Hæstiréttur hefði nýlega sýknað tvo fyrrverandi og einn nú- verandi forstjóra olíufélaga á þeim grundvelli m.a. að refsiheimild í 10. og 11. grein í samkeppnislögunum væri ekki nægilega skýr. Gestur fjallaði í gær um ákæruliði 2–10 en Jakob R. Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, tók síðan við og færði rök fyrir því hvers vegna einn- ig ætti að sýkna í ákæruliðum 11–14. Þeir ljúka málflutningsræðum sín- um í dag en við tekur Brynjar Níels- son, verjandi Jóns Geralds Sullen- bergers og loks gefst öllum sakflytjendum tækifæri til andsvara. Óhætt er að segja að það hafi sett dálítið heimilislegan svip á upphaf þinghaldsins í gærmorgun að for- eldrar Gests og eiginkona hans voru viðstödd í dómsal og fylgdust með fyrstu hlutum ræðu hans. Ummæli saksóknara smekklaus Í umfjöllun um almenn atriði sem lúta að málinu og rannsókn þess sagðist Gestur ekki geta komist hjá því að minna á að þegar Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissak- sóknari, hefði tekið við málinu hefði Sigurður Tómas lýst því yfir að hann myndi skoða málið sjálfstætt og vinna að rannsókn þess utan húsa- kynna ríkislögreglustjóra. Í þessu skyni hefði honum verið útveguð skrifstofa í sama húsi og ríkissátta- semjari er með aðsetur í. Það hefðu verið vond tíðindi þegar það hefði komið í ljós að saksóknarinn hefði eftir skamma stund fallið frá því að nota þetta húsnæði og ákveðið að setjast að í skrifstofuhúsnæði ríkis- lögreglustjóra, næst þeim mönnum sem hefðu borið ábyrgð á upphaflega málinu. Réttlætingin hefði verið sú að nauðsynlegt hefði verið að vinna að rannsókn með þeim mönnum sem þekktu gögnin. „Ég tel að með þess- ari ákvörðun hafi tónninn verið gef- inn,“ sagði Gestur. Bæði Gestur og Jakob sögðust telja að á saksóknaranum hvíldi hlut- lægniskylda en því færi víðsfjarri að framganga hans, lagaskýringar og túlkanir á sönnunargögnum væru í samræmi við þá skyldu. Þessa fullyrðingu rökstuddi Gest- ur m.a. með því að vísa til þess að verjendum hefði þótt rannsókn end- urskoðenda Deloitte og lögreglu byggjast á ranghugmyndum og van- þekkingu á viðskiptum fyrirtækis af þeirri stærð sem Baugur var. Því hefði verið leitað til PriceWater- houseCoopers (PWC) um að rann- saka tiltekna þætti málsins og í raun mætti segja að fyrirtækið hefði framkvæmt nýja og sjálfstæða rann- sókn á þeim. Til þessa verks hefðu verið fengnir nokkrir af reyndustu endurskoðendum landsins og þótt erfitt væri að fara í mannjöfnuð væri ljóst að ef borin væri saman þekking og starfsreynsla endurskoðenda Deloitte og PWC þá væri saman- burðurinn Deloitte í óhag. Í stórum dráttum væru niðurstöður endur- skoðenda PWC allt aðrar en Delo- itte, sem ákæran byggðist á, og í nánast öllum tilvikum hefðu þeir dregið fram atriði sem ættu að leiða til sýknu. Saksóknarinn, sem væri bundinn af hlutlægnisreglu, hefði á hinn bóginn fjallað þannig um skýrslu PWC að halda mætti að hún væri eitt af vopnum ákæruvaldsins. Á sama hátt hefði verið furðulegt að hlusta á málflutning saksóknar- ans að þótt ekkert hefði komið fram sem benti til þess að Jón Ásgeir hefði komið að meintum bókhaldsbrotum og að skilyrði fyrir því að hann væri sakfelldur fyrir ólöglegar lánveiting- ar væri m.a. að hann hefði til þess ásetning, hefði saksóknarinn sagt að Jón Ásgeir bæri engu að síður ábyrgð og vísað til stöðu hans sem framkvæmdastjóra og að hann bæri sem slíkur ábyrgð á bókhaldinu. Fyrir þessu væri ekki stoð í lögum eða réttarframkvæmd og sagðist Gestur gera ráð fyrir að saksóknar- inn vissi að dómurinn í Hafskipsmál- inu ætti ekki lengur við en til þess fræga dóms vísaði Sigurður Tómas í sinni ræðu í fyrradag. Gestur bætti við að hann undrað- ist mjög ummæli saksóknarans um að starfsfólk Baugs hefði slegið skjaldborg um forstjórann en þau væru bæði „smekklaus og tilhæfu- laus.“ Málflutningi Sigurðar Tómasar gaf Gestur laka einkunn og sagði að í ræðu saksóknarans hefði verið farið grunnt í lögfræðiþáttinn en meira verið um upphrópanir. Þannig hefðu ummælin um að lánveitingar væru spilling á hæsta stigi verið svo ósmekkleg sem mest mætti vera. Þau minntu á hinn bóginn á ummæli Sigurðar Tómasar í Hæstarétti þar sem hann líkti Jóni Ásgeiri við svik- ulan fjósamann en þau ummæli hefðu hlotið mikla athygli í fjölmiðl- um hér á landi og birst fyrir utan landsteinana. Það væri vandasamt að vera saksóknari og því fylgdi ábyrgð, bætti Gestur við. Í málinu hefur mikið verið fjallað um innihald tölvubréfa en af hálfu verjenda hefur sönnunargildi þeirra verið dregið mjög í efa. Í ræðu sinni í gær fjallaði Gestur ítarlega um áreiðanleika tölvubréfa. Hann benti m.a. á að lögregla hefði ekki einu sinni gert tilraun til að af- rita svonefnda atburðaskrá á póst- þjónum, sem þó væri nauðsynleg til að hægt væri að ganga úr skugga um að bréf væru ófölsuð og hefðu í raun farið þá leið milli manna sem fram kæmi í rafrænum gögnum sem með bréfunum fylgdu. Þá hefði niðurstaða dómkvaddra matsmanna um áreiðanleika tölvu- bréfa verið allt önnur en lögreglunn- ar en matsmennirnir hefðu komist að því að í 85% tilvika væri áreið- anleiki þeirra mjög takmarkaður og enginn uppfyllti það skilyrði að búa yfir raunverulegum áreiðanleika. Þá væri ljóst að tölvubréf sem hefðu eingöngu fundist hjá Jóni Geraldi hefðu „akkúrat ekkert gildi“ og Gestur minnti einnig á að starfs- menn efnahagsbrotadeildar hefðu á sínum tíma gert tilraun til að afrita allt tölvukerfi Jóns Geralds en síðan hefði þeim ekki tekist að opna það af- rit. Gestur sagði að það væri hægð- arleikur að breyta rafrænum gögn- um og á grundvelli álits matsmannanna væri óhugsandi að byggja sakfellingu í málinu á tölvu- bréfum. Óskýr lög og engin lögbrot Eftir þennan inngang hóf Gestur að fjalla um meintar ólöglegar lán- veitingar Baugs til Gaums, Fjárfars og Kristínar Jóhannesdóttur en ákæruvaldið telur þær ýmist varða við 1. eða 2. málsgrein 104. greinar laga um hlutafélög. Í 153. grein laganna er síðan kveð- ið á um refsingu fyrir brot á þessum ákvæðum. Gestur benti fyrst á að til að hægt væri að refsa mönnum fyrir brot gegn lögum yrðu refsiheimildirnar í lögum að vera skýrar. Á þetta hefðu fræðimennirnir Jónatan Þórmunds- son og Róbert Spanó m.a. bent og sömuleiðis Hæstiréttur með því að vísa málinu gegn olíuforstjórunum frá dómi vegna þess að í 10. og 11. grein samkeppnislaga skorti nægj- anlega skýrar heimildir til að refsa einstaklingum. Alþingi hefði einnig fallist á þessar skýringar með því að breyta lögunum og setja skýr ákvæði um að hægt væri að refsa einstaklingum. Gestur sagði að þessi atriði skiptu öll máli því uppbyggingin á 104. grein væri að stofni til nákvæmlega eins og fyrrnefnd ákvæði í sam- keppnislögum og á nákvæmlega sama hátt skorti í 153. grein hluta- félagalaga heimild til að refsa ein- staklingum. Í 104. grein hlutfélagalaga er hlutafélagi bannað að veita lán og fleira. Gestur hélt því fram að ger- andinn væri með öðrum orðum hlutafélagið en ákvæðið mælti ekki fyrir um hvað stjórnendum væri bannað. Refsiheimildin væri á hinn bóginn bundin við einstaklings- ábyrgð enda mælti hún fyrir um sektir eða fangelsisrefsingu. Refs- ireglan lyti sem sagt að því að veita lánið, að þeirri athöfn sem félaginu væri bannað að framkvæma en refsi- ábyrgðin væri aftur á móti bundin við einstaklinga. Það væri aftur á móti grundvallaratriði að ekki væri heimilt að dæma einstaklinga til refsingar nema lög heimiluðu það sérstaklega og engin slík heimild væri í lögunum. Gestur benti síðan á fleiri atriði sem hann sagði að renndu stoðum undir þennan skiln- ing á lögunum og sagði að endingu að þetta gat í refsiheimild hefði þær afleiðingar að ekki væri hægt að byggja refsidóm á henni og þegar af þeirri ástæðu bæri að sýkna Jón Ás- geir af sakarefnunum í liðum 2–9. Hann gat þess einnig að öll hin meintu ólöglegu lán hefðu verið end- urgreidd þegar rannsókn málsins hófst. „Rosaleg yfirlýsing“ Þessi óskýra refsiheimild var þó alls ekki eina ástæðan sem Gestur nefndi fyrir því að sýkna bæri í mál- inu. Annað grundvallaratriði í mál- flutningi hans var skilgreining á því hvað teldist vera lán samkvæmt lag- anna hljóða. Enn vísaði Gestur til nýlegs dóms Hæstaréttar, að þessu sinni til sýknudómsins í fyrra Baugsmálinu. Hann sagði að í dómnum hefði Hæstiréttur skilgreint refsiákvæði Forsendan fyrir ákærunni „fokin út í veður og vind“ Ekki heimild til að refsa fyrir meint ólögleg lán og auk þess hafi engin slík lán verið veitt Morgunblaðið/G.Rúnar Engin skjaldborg Gestur Jónsson sagðist undrast mjög þau ummæli setts ríkissaksóknara að starfsfólk Baugs hefði slegið skjaldborg um Jón Ásgeir Jóhannesson og hann sagði þessi ummæli bæði „smekklaus og tilhæfulaus“. Morgunblaðið/G.Rúnar Krefst sýknu Jakob R. Möller blaðar í málsskjölum en af þeim er af nógu að taka í þessu máli. Hann krefst þess að Tryggvi Jónsson verði sýknaður. Í UPPHAFI ræðu sinnar greindi Gestur Jónsson frá því að daginn áður, þ.e. á þriðjudag, hefði hann fengið sent bréf frá ríkislög- reglustjóra um að Jón Ásgeir Jó- hannesson hefði verið boðaður í skýrslutöku vegna skattamáls sem verið væri að ýta úr vör. Hefði hon- um verið gefinn kostur á að velja sér dagsetningu milli 23. og 27. apr- íl, en fyrr ef Gestur væri þá í fríi er- lendis. Gestur minnti á að þegar fyrra málið hefði verið til meðferðar fyr- ir dómi hefðu sakborningar einnig verið boðaðir í sams konar skýrslu- töku. Framganga ákæruvaldsins í málinu einkenndist af „hreinu mis- kunnarleysi“. Margt hefði breyst í málinu frá því fyrsta ákæran í því var gefin út 1. júlí 2005 en þá hefði rannsóknin þegar staðið í þrjú ár. Sakarefn- unum sem þar hefðu komið fram hefði ýmist verið vísað frá eða sýknað vegna þeirra og að þeir sem upphaflega hefðu borið málið fyrir dóm hefðu hrakist frá því. „En þótt sumt hafi breyst, þá er annað alveg óbreytt,“ sagði hann. „Annað alveg óbreytt“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.