Morgunblaðið - 29.03.2007, Side 24

Morgunblaðið - 29.03.2007, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UM ORÐHENGILSHÁTT LÖGFRÆÐINGA Stundum mætti ætla, að það værieitt helzta viðfangsefni lög-fræðinga að útskýra fyrir fólki, að orð, sem hafa skýra merkingu, hafi það ekki. Slíka tilraun gerir Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur í grein hér í blaðinu í fyrradag. Lögfræðingurinn segir: „Í síðari lögum um stjórn fiskveiða var kveðið á um, að nytjastofnar á Ís- landsmiðum væru sameign íslenzku þjóðarinnar. Óhætt er að fullyrða, að þetta ákvæði hefur valdið deilum, þar sem ekki eru allir sammála um hver sé merking þess. Virtir fræðimenn í lögum hafa talið, að ákvæðið undir- striki fullveldisrétt íslenzka ríkisins í málefnum sem lúta að stjórn fisk- veiða á meðan aðrir, m.a. ritstjórn Morgunblaðsins, sbr. t.d. Reykjavík- urbréf 11. marz sl. virðist telja, að með ákvæðinu hafi íslenzka ríkið í umboði þjóðarinnar öðlast heimildir eiganda yfir nytjastofnum sjávar. Það er hægt að tefla fram fleiri rök- um um hvernig eigi að túlka ákvæðið svo að það má slá föstu, að óvissa er fyrir hendi.“ Hvers konar vitleysa er þetta? Lagaákvæðið er mjög skýrt. Fiski- miðin við Íslandsstrendur eru sam- eign þjóðarinnar. Í því felst, að eig- andinn, þjóðin, á rétt á að fá gjald fyrir afnot annarra á þessari þjóðar- eign. Í samræmi við það hafa verið sett á Alþingi lög um auðlindagjald. Útgerðin er þegar byrjuð að greiða þetta gjald, þótt það mætti vera og ætti að vera hærra og verður áreið- anlega hærra í framtíðinni. Um þetta grundvallaratriði er engin óvissa og orðalagið svo skýrt að það er alveg sama hversu margir lögfræðingar reyna að útskýra að það þýði eitthvað annað en við blasir samkvæmt orðanna hljóðan, þeim mun ekki tak- ast það ætlunarverk. Helgi Áss Grétarsson segir: „Árið 1988 var mælt fyrir um að fiskistofnar á Íslandsmiðum væru sameign íslenzku þjóðarinnar. Mark- miðið var að stilla til friðar um stjórn- kerfi fiskveiða. Hefur það markmið náðst?“ Þetta er furðulegur málflutningur. Markmiðið með framangreindu ákvæði var að undirstrika, að ís- lenzka þjóðin ætti fiskimiðin. Það er skýrt og auðskiljanlegt og út í hött að tala nú um það að markmiðið hafi ver- ið eitthvað annað. Ef íslenzkir útgerðarmenn og tals- menn þeirra vilja hefja þennan slag á nýjan leik mun ekki standa á þeim, sem tekið hafa til varnar fyrir rétt ís- lenzku þjóðarinnar til þess að eiga þá auðlind, sem Alþingi Íslendinga hef- ur undirstrikað að sé sameign henn- ar, að taka þátt í þeim leik. En út- gerðarmenn munu ekki ríða feitum hesti frá þeim umræðum. Hinir vitrari menn í þeim hópi ættu að hafa vit fyrir þeim, sem nú eru að ana út í ófæru. BÖRN, ÍÞRÓTTIR OG JAFNRÆÐI Foreldrar barna í íþróttum vitaað íþróttamót geta verið há- punktur þar sem tækifæri gefst til að sýna afrakstur æfinga og erfiðis. Foreldrar barna í íþróttum þekkja einnig kostnaðarhliðina. Ferðalögin og mótshaldið kostar sitt og bætist sá kostnaður ofan á æfingagjöld og önnur útgjöld, til dæmis vegna búninga og útbúnaðar. Fjár til ferðalaga er aflað með ýmsum hætti. Börn í íþróttum eru virkjuð í sölustarf og iðulega sitja þau sex ára gömul við að reyna að selja ömmum og öfum og frænkum og frændum klósettpappír og ann- an varning. En einnig þurfa for- eldrarnir að leggja beint út fyrir ferðalögunum og þátttöku í mótum. Þetta er það sem snýr almennt að börnum í íþróttum. Að auki sitja ekki öll börn við sama borð. Það getur verið mun dýrara fyrir íþróttafélög á landsbyggðinni en fé- lög í þéttbýli að tryggja að börn, sem æfa hjá þeim, fái sömu tæki- færi og borgarbörnin. Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að koma á fót ferðasjóði íþróttafélaga og er markmið hans að jafna ferða- kostnað. „Við viljum stuðla að sem bestu aðgengi fyrir fólk hvaðanæva af landinu, og sjóðurinn er liður í að svo verði,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra um sjóðinn og bendir á að ferðakostnaður sé farinn að sliga íþróttafélög, sérstaklega á lands- byggðinni og valda vandræðum við að halda uppi gróskumiklu íþrótta- starfi. Í frétt í Morgunblaðinu í gær um málið var tekið dæmi af ferðakostn- aði Íþróttabandalags Vestmanna- eyja. Jóhann Pétursson, formaður ÍBV, segir í fréttinni að ferða- kostnaður félagsins og foreldra sé um og yfir 40 milljónir króna á ári. Hér er um mjög þarft mál að ræða og þakklátt. Þessi stuðningur vekur einnig til umhugsunar um það hvort stjórnvöldum beri að líta á málið í stærra samhengi og huga að því að greiða enn frekar götu barna í íþróttum. Kostnaður vegna íþrótta barna veldur ekki aðeins ójöfnuði milli landshluta heldur einnig eftir efnahag. Vissulega koma sveitarfélög að rekstri íþróttafélaganna og tryggja þeim starfsgrundvöll, en kostnaður vegna íþrótta getur engu að síður orðið nokkuð hár, ekki síst í barn- mörgum fjölskyldum – og jafnvel óyfirstíganlegur. Hver einstakling- ur býr lengi að því að hafa æft íþróttir og því er æskilegt að ýta undir það að börn kynnist þeim af eigin raun. Allt sem stuðlar að því að fjarlægja þröskulda í þeim efn- um er af hinu góða. Ferðasjóður íþróttafélaga er mikilvægt skref í rétta átt. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Háskólinn í Reykjavík ogEignarhaldsfélagiðFasteign hafa undirrit-að samning um að Eign- arhaldsfélagið Fasteign taki að sér byggingu, fjármögnun og eignar- hald háskólabygginga HR við Hlíð- arfót í Vatnsmýri ofan við Nauthóls- vík í Reykjavík. Mikið mannvirki Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunar- og nýsköp- unarsviðs HR, segir að byggingarn- ar verði samtals um 34.000 fermetrar. Gert sé ráð fyrir að um 3.500 nemendur verði í skólanum þegar húsnæðið verði tekið í notk- un. Í miðju byggingarinnar verður stórt torg. Þar verður bóksala, mötuneyti og opið þjónusturými fyrir almenning. Tengt því verður bókasafn, smávöruverslun og veit- ingaaðstaða. Allar kennslustofur verða á jarðhæð. Út frá miðjunni koma álmur fyrir einstakar deildir og innangengt á milli þeirra. Þor- kell segir að byggingin eigi að styðja við þá hugsjón háskólans að deildir eigi að vinna saman. Ekki eigi að vera deildamúrar heldur þverfagleg hugsun, þótt hver deild hafi að sjálfsögðu sérhæfða aðstöðu í sinni álmu. „Hönnun byggingar- innar á að styðja við starfsemi skól- ans,“ segir hann og bætir við að staðsetningin geri að verkum að bú- ast megi við samstarfi á ýmsum sviðum milli nemenda og kennara HR og Háskóla Íslands enda geti háskólarnir unnið saman á ýmsum sviðum. Henning Larsen Architects í Danmörku og Arkís á Íslandi eru samstarfsaðilar HR um hönnunina sem hefur staðið yfir frá því á liðnu hausti. VGK Hönnun annast verk- fræðilega hönnun í samstarfi við Rafteikningu og Cowi í Danmörku. Landslagsarkitektar eru Landmót- un. Gert er ráð fyrir að jarðvinna hefjist í haust og að byggingarnar verði afhentar í tveimur áföngum, haustið 2009 og haustið 2010. Reykjavíkurborg úthlutaði HR um 20 hektara landi í Vatnsmýrinni og segir Þorkell að aðeins lítill hluti þess eða um fjórir hektarar fari undir háskólabyggingar en auk þess verði rými fyrir nýsköpunar- og frumkvöðlasetur, sprotafyrir- tæki, rannsóknarstarfsemi eða aðra starfsemi sem eigi samleið með því þekkingarsamfélagi sem HR vilji byggja upp á svæðinu. „Klíkuspillingarfnykur“ Stefán Þórarinsson, stjórnarfor- maður Nýsis hf., segir ólíðandi að gerður sé samningur í þessa veru án útboðs. Um sé að ræða viðskipti upp á 20 til 30 milljarða króna og þegar farið sé með almannafé eigi öll við- skipti að vera fyrir opnum tjöldum. „Klíkuspillingarfnykur“ sé af þessu máli. Eignarhaldsfélagið Fasteign sé dótturfyrirtæki Glitnis og stjórn- arformaður HR sé Bjarni Ár- mannsson, forstjóri Glitnis. Ekki hafi gefist tækifæri til að bjóða í þetta með einum eða öðru „og svo er Þorkell Sigur höfuðpaurinn í þessum vinnubrögðum,“ segir hann ur áherslu á að stunduð arleg vinnubrögð en ekk eins og hann þekki frá Su íku. Stjórnvöld verði a svona vinnubrögð og ekk leyfast að hygla endalaus sínum. „Þetta er bara eitth á ekki að líðast,“ seg „Menntamálaráðherra, ráðherra og borgarstj Reykjavík eiga að rísa up urlappirnar og berja í borð gerum við ekki.“ Makalausar yfirlýsinga Þorkell segir að verkefn sérstaklega hentugt til út t.d. sé ekki búið að ljúka v unina, ekki sé búið að ræða taka og endanleg kostnað liggi ekki fyrir. Samningu verið gerður til að þróa v áfram með samstarfsaðila sem hagstæðustu leiðir ti bygginguna glæsilega Háskólinn í Reykjavík Hönnun byggingarinnar í Vatnsmýrinni á að styðja við starfsemi skólans og ten Samið um bygging eignarhald byggin Torg Í miðju byggingarinnar verður stórt torg þar sem verða bók Stjórnarformaður Nýsis gagnrýnir samninginn og talar um spillingu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.