Morgunblaðið - 29.03.2007, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Hansína Aðal-björg Jónatans-
dóttir fæddist á
Húsavík 22. maí
1925. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Siglufjarðar 3.
mars síðastliðinn.
Móðir hennar var
Guðfinna Hans-
dóttir frá Hrauni í
Aðaldal og faðir
Jónatan Jónasson.
Móðir hennar
veiktist þegar hún
átti Hansínu og
var Hansína tekin í fóstur 14
vikna af föðursystur sinni Sól-
veigu Jónasdóttur frá Hafralæk
og Vilhjálmi Jónassyni frá Síla-
læk í Aðaldal. Fóstri hennar dó
þegar hún var innan við ferm-
ingu. Hafralækur var seldur
Þórhalli Andréssyni frá Sílalæk
frænda hennar og var hún þar
þar til hún var fullorðin og
flutti þá til Akureyrar þar sem
hún vann á saumastofu. Hún
fluttist til Siglufjarðar 1951 og
vann við síldarsöltun, í frysti-
húsi SR, á saumastofu og síðast
í frystihúsi Þormóðs ramma á
Siglufirði. Á Siglu-
firði kynntist hún
Sveini Pétri
Björnssyni, f. 27.
júní 1924, d. 18.
desember 1998.
Giftu þau sig 26.
júní 1952 á Siglu-
firði. Bjuggu þau
lengst af á Hverf-
isgötu 29 ásamt
foreldrum Sveins.
Foreldrar Sveins
voru Björn Z. Sig-
urðsson skipstjóri
frá Vík í Héðins-
firði og Eiriksína Kristbjörg Ás-
grímsdóttir húsmóðir frá Hóla-
koti í Fljótum. Hansína og
Sveinn voru barnlaus en ólu
upp bróðurson Sveins, Sigurð
Ásgrímsson, f. 3.12. 1951,
kvæntur Ingibjörgu Ósk Þor-
valdsdóttur, f. 19.12. 1956, og
eiga þau þrjú börn, Karen Ósk
Sigurðardóttur, f. 19.8. 1979,
Svein Pétur Sigurðsson, f. 20.9.
1989, og Mörtu Eiri Sigurð-
ardóttur, f. 11.9. 1991.
Útför Hansínu var gerð frá
Siglufjarðarkirkju 10. mars, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Hansína Aðalbjörg Jónatansdóttir
var dásamleg manneskja. Frá henni
stafaði alltaf mikil hlýja og velvilji.
Hún var réttsýn og ákveðin kona
sem aldrei lá á skoðunum sínum.
Alltaf var hún vel að sér í þjóðfélags-
umræðunni og var fljót að mynda
sér sterkar skoðanir á mönnum og
málefnum og áttu lítilmagninn og
náttúran stuðning hennar yfirleitt
vísan. Gaf það Hansínu mikið að
geta átt stundir úti við í náttúrunni
og naut hún þess vel á meðan hún
átti heilsu til að ferðast um landið,
fara á berjamó, skoða fugla eða
veiða. Hún hafði mikið dálæti á því
að fylgjast með fuglunum og fóru
þau Sveinn maðurinn hennar ófáa
bíltúrana á meðan hann var enn á lífi
suður í fjörð að líta eftir fuglunum.
Hún þekkti allar fuglategundir með
nafni og þóttu henni hávellurnar og
kríurnar skemmtilegastar. Leiðin-
legir þóttu henni hins vegar hett-
umáfarnir sem héldu sig við Skál-
arhlíð með óhljóðum. Hún Hansína
var mikil veiði- og keppnismann-
eskja og hélt hún oft til Héðinsfjarð-
ar eða Skagafjarðar að veiða með
Sveini. Ávallt ríkti mikil eftirvænt-
ing hjá þeim eftir Héðinsfjarðar-
ferðunum sem þau fóru mörg sum-
ur. Þá tók Hansína veðrið á þriggja
tíma fresti og mikill spenningur fór í
að taka saman netin, stangirnar og
hafa til nestið. Var þá oft glatt á
hjalla með góðum vinum og ættingj-
um. Hansína var sérlega fengsæl í
veiði og gerðu þau Sveinn saman út
lítinn bát um tíma sem þau nefndu
Leif heppna. Hafa þeir eflaust verið
ánægjulegir túrarnir þeirra á hon-
um. Lukkan fylgdi Hansínu þó ekki
einungis í veiði því hún var dæma-
laust heppin í spilum, bingói og
happdrættum. Kom heldur fyrir að
hún lenti í vandræðum með að ráð-
stafa öllum vinningunum en að hala
þá inn. Hansína átti ekki alltaf sjö
dagana sæla en hún glímdi við psori-
asis upp úr fertugu og hafði sá sjúk-
dómur djúp áhrif á sjálfsmynd henn-
ar. Lá hún oft inni á Vífilsstöðum í
Reykjavík að leita sér lækninga.
Hansína og Sveinn bjuggu sér fal-
legt og bjart heimili á Hverfisgöt-
unni og var gott til þeirra að koma.
Þau voru ákaflega gestrisin og aldrei
vantaði kræsingarnar á eldhúsborð-
ið. Var afskaplega skemmtilegt og
þægilegt að vera samvistum við þau
og eiga eflaust margir góðar minn-
ingar um þau. Sem amma og afi voru
Hansína og Sveinn ógleymanlega
skemmtileg, umhyggjusöm og gef-
andi. Var ævintýri líkast að dvelja
hjá þeim á Siglufirði. Hansína var
alltaf dugleg að minna barnabörnin
sín á að fara út að skemmta sér og
fannst þau sjaldnast nógu dugleg við
þá iðju. Hansína var skemmtileg og
góðhjörtuð kona sem aldrei lá á sín-
um skoðunum og verður hennar
minnst af mikilli hlýju. Við þökkum
henni fyrir allar ánægjustundirnar
sem við áttum með henni.
Sigurður Ásgrímsson
og fjölskylda.
Hansína
Jónatansdóttir ✝ Auður Magn-úsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1.
ágúst 1947 og ólst
þar upp. Hún lést
14. mars síðastlið-
inn.
Foreldrar henn-
ar voru Magnús
Ástmarsson prent-
smiðjustjóri, f. 7.2.
1909, d. 1970 og
Elínborg Guð-
brandsdóttir hús-
móðir, f. 6.8. 1913,
d. 1979. Systkini:
Björn Bragi, f. 6.3. 1940, d.
1963, Anna Rósa, f. 14.7. 1942,
búsett í Kópavogi, Ásdís, f. 28.9.
1951, búsett í Noregi, Brynhild-
ur, f. 30.4. 1953, d. 1980, og
Guðbrandur, f. 20.9. 1954, bú-
settur á Akureyri.
Auður gekk í
Melaskólann til 12
ára aldurs, en
flutti þá að Sól-
heimum í Gríms-
nesi. Hún bjó þar
til ársins 1984 er
hún flutti á sam-
býli í Kópavogi.
Árið 1998 flutti
hún af sambýli í
íbúð og bjó hún í
Fannborg í Kópa-
vogi til æviloka.
Auður vann í
Plastprent í nokk-
ur ár, eftir það fór hún að vinna
í starfsþjálfunarstaðnum Örva í
Kópavogi. Síðustu árin vann
hún á Umferðarmiðstöðinni við
Hringbraut.
Útför Auðar Magnúsdóttur
fór fram 26. mars.
Látin er í Reykjavík frænka mín
og jafnaldra Auður Magnúsdóttir.
Við Auður hófum lífsgöngu okkar
í sama húsi við Hringbraut og
eyddum fyrstu árum okkar saman
við leiki.
Snemma kom í ljós áhugi Auðar
á litlum börnum. Endalaust lékum
við okkur að brúðum sem hún
sinnti af mikilli natni, talaði við
þær, hló með þeim og gaf þeim
móðurlegar ráðleggingar. Oft lék-
um við að við þóttumst vera að fara
í bæinn. Þá lá leiðin út í kirkjugarð
og við gengum um garðinn með
dúkkuvagnana og vorum fullorðnar
konur.
Veturinn áður en við áttum að
byrja í skóla var áhugi okkar mest-
ur á því að læra að lesa. Við áttum
hvor sitt eintakið af „Gagni og
gamni“ og endalaust gátum við leik-
ið okkur við að móta stafina með
líkömum okkar, eins og sýnt var í
bókinni, og þylja upp runur eins og
„Sísí segir s-s-s-, s-s-s segir Sísi“.
Fyrr en varði vorum við báðar
orðnar læsar. Þegar að skólagöngu
kom var Auður send í annan skóla
vegna fötlunar sinnar.
Eftir þetta smáfjarlægðumst við,
náðum einhvern veginn ekki hvor
til annarrar en vorum þó fermdar
saman.
Svo leið lífið, við bjuggum langt
hvor frá annarri og ekkert samband
var á milli okkar þar til fyrir sex
árum að ég leitaði hana uppi og við
endurnýjuðum kynni okkar. Þá
fannst mér svo gaman að ennþá
hafði hún þennan brennandi áhuga
á litlum börnum. Rödd hennar varð
svo blíð og hún fékk glampa í aug-
un þegar hún sagði mér frá litlu
börnunum sem hún þekkti.
Hún var iðin við að ljósmynda og
voru það mest myndir af litlum
börnum sem hún tók. Flestar þó af
frænku hennar Evu Vilhelmínu sem
hún dáði mest.
Auður las mikið, aðallega ástar-
sögur, og var tíður gestur á bóka-
safni Kópavogs og hún hafði líka
mjög gaman af að horfa á íslenskar
gamanmyndir sem hún átti í
löngum röðum.
Ekki er hægt að minnast Auðar
án þess að nefna vin hennar Ólaf
Hafstein. Þau hafa verið vinir í 16
ár. Óaðskiljanleg. Þessi vinátta
þeirra var einstök.
Ég votta Ólafi og systkinum Auð-
ar samúð mína.
Áslaug frænka.
Auður Magnúsdóttir
Stína mín elskuleg,
brosandi út að eyr-
um, brúnu augun tindrandi. 9 ára
gömul að hitta mig í fyrsta sinn.
Hún vissi um Nínu mína, nýfætt
telpukríli í stigaganginum og lang-
aði til að sjá angann. Bankaði því
uppá hjá móðurinni og bauðst til að
vaska upp! Í það skiptið hafði ég
lokið uppþvottinum, en engin
manneskja hefur oftar sinnt því
starfi á mínu heimili en Stína. Frá
þessum degi vorum við vinkonur.
Raunar miklu meira en það. Stína
var stelpan mín og okkar allra í
fjölskyldunni. Þó við værum ekki
blóðskyld henni þótti okkur ekki
síður vænt um hana og henni um
okkur. Næstum daglega kom hún
við á leið heim úr skólanum. Mörg
kvöld og flestar helgar áttum við
með henni þau 13 ár sem við
bjuggum í sömu blokkinni.
Þegar Snorri Páll sonur okkar
fæddist varð hann Stínustrákur.
Hún passaði hann, elskaði og dekr-
aði. Snorri var ekki hrifinn af ýs-
unni í potti móður sinnar og vildi
aldrei borða fisk. Hann naut þar
umhyggju og ástríkis Stínu sem
Kristín
Guðmundsdóttir
✝ Kristín Guð-mundsdóttir
fæddist í Reykjavík
28. apríl 1961. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi aðfara-
nótt 11. mars síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá Bú-
staðakirkju 16.
mars.
ævinlega vissi hvað
var í kvöldmatinn hjá
okkur og forðaði
hnokkanum af staðn-
um. Ef svo óheppi-
lega vildi til að fiskur
var líka á borðum
heima hjá henni, fékk
drengurinn kleinus-
tampinn í fangið og
gerði sér gott af inni-
haldinu. Þegar ég átti
von á næsta barni og
það um líkt leyti og
afmæli Stínu, varð ég
að lofa henni að barnið fæddist þá.
En ekki tókst mér að uppfylla þá
ósk hennar þrátt fyrir góðan vilja.
Það munaði 3 klst. að þau Kjartan
Bergur ættu sama afmælisdag.
Stína mín lagði sig þó alla fram, lá
við hliðina á mér í marga klukku-
tíma og brýndi fyrir mér að láta
barnið ekki fæðast fyrr en eftir
miðnætti, en allt kom fyrir ekki.
En Stína varð nú himinsæl með
strákinn þrátt fyrir rangan afmæl-
isdag.
Stína var bráðger, afskaplega
dugleg og verklagin. Hún vildi
læra alla handavinnu sem ég var
með og 10 ára heklaði hún hettu-
peysu á 2 ára, sem var eins og sú
sem ég var að hekla á dóttur mína
og vann hún verkið bæði fljótt og
vel. Um veturinn taldi hún út
krosssaumsmynstur í klukkustreng
í mörgum litum og lauk verkinu á
mettíma. Og ekki var hún gömul
þegar hún kom í fyrsta postulíns-
tímann. Ég er sérlega stolt af hve
marga fallega muni hún málaði og
hve dugleg hún var síðar, þá flutt
til Danmerkur, að mála heima hjá
sér þegar stund gafst til. Stína var
listræn og vissi alveg hvað hún
vildi. Þegar hún fermdist teiknaði
hún á blað flíkina sem hún vildi
sem fermingarföt, dragt með síðu
pilsi. Ég sneið og saumaði og hún
sá um að elda kvöldmat og passa
krakkana. Við báðar himinsælar
með skiptin.
Stína vann líka nokkur sumur í
fjölskyldufyrirtækinu okkar við
framleiðslu á sælgæti og var til
þess tekið þar hve dugleg og rösk
hún var.
Þannig var hún alla tíð. Hún fór
ung í kokkaskóla, lærði á Hótel
Sögu að vera smurbrauðsdama og
endaði svo í Kaupmannahöfn í
konditori-námi sem hún lauk auð-
vitað með láði. Hún rak þar sitt
eigið fyrirtæki, sá um veislur, bæði
smáar og stórar, hvort sem um var
að ræða kökuhlaðborð eða mat-
arveislur. Stína kunni allt og gat
allt. Hún var heldur enginn ný-
græðingur í brauðtertum eða
snittugerð því áður en hún flutti til
Danmerkur rak hún Studio-Brauð í
Austurveri til margra ára.
Stína mín eignaðist 2 dætur,
ljósin sín Sofiu Ösp og Sunnevu
Katrínu. Sunneva býr í Danmörku
og á 2 börn og naut Stína sín í
ömmuhlutverkinu. Rudolf, tryggða-
tröllið maðurinn hennar Stínu, var
vafalítið gæfan stóra. Hann hefur
alla tíð stutt hana í því sem hún
hefur tekið sér fyrir hendur og vék
ekki frá henni eftir að heim til Ís-
lands kom og ljóst að hverju
stefndi.
Honum, dætrunum, ömmu Petu
og allri fjölskyldu Stínu vottum við
í fjölskyldu minni okkar dýpstu
samúð. Elsku Stína var okkur svo
kær og minning hennar mun lifa
með okkur alla tíð. Guð blessi
Stínu okkar.
Kolbrún, Jón og fjölskylda.
Dr. Sveinn Þórðar-
son, síðast prófessor í Red Deer í Al-
bertafylki í Kanada, lést hinn 13.
mars sl., 94 ára gamall. Ég vil minn-
ast hans með örfáum orðum.
Hann var eðlisfræðikennari við
Menntaskólann á Akureyri á náms-
árum mínum þar á fjórða áratug síð-
ustu aldar og hafði ég hann sem
kennara í þeirri grein. Mér fannst
kennsla hans afbragðsgóð. Hann
hafði gott lag á að vekja áhuga á eðl-
isfræði og fór oft út fyrir efni
kennslubókarinnar í því skyni, m.a.
með því að skýra fyrir okkur stjörnu-
þokur í milljóna ljósára fjarlægð og
hinn örsmáa furðuheim atómsins.
Það var á þessum árum sem fyrstu
kjarnorkusprengjurnar voru
sprengdar; atburður sem vakti
heimsathygli. Ekki svo fáa útúrdúra
frá kennslubókinni fengum við Svein
til að fara með því að spyrja hann út í
Sveinn Þórðarson
✝ Sveinn Þórð-arson fæddist á
Kleppi 13. janúar
1913. Hann lést á
heimili dóttur sinn-
ar í Red Deer, Al-
berta í Kanada 13.
mars síðastliðinn.
Minningarathöfn
um Svein var í
Eventide Funeral
Chapel í Red Deer
þriðjudaginn 20.
mars.
það fyrirbæri. Varð
hann ávallt ljúfmann-
lega við beiðnum um
það.
Sveinn beitti sér fyr-
ir að komið var upp til-
raunastofu í eðlisfræði
í kjallara menntaskól-
ans þar sem færi gafst
á að gera eðlisfræðitil-
raunir. Það var ómet-
anleg viðbót við
kennslutímana. Minn-
ist ég margra ánægju-
stunda þar.
Ég minnist líka
ánægjulegrar gönguferðar bekkjar-
ins á Kaldbak undir leiðsögn Sveins.
Einnig í þeirri ferð gleymdi hann
ekki eðlisfræðinni. Áður en gangan á
fjallið hófst brýndi hann fyrir okkur
að drekka eins mikið vatn og við
mögulega gætum. „En þið megið alls
ekki éta ís eða snjó. Til að bræða eitt
kíló af ís þarf jafnmikla orku og að
lyfta 75 kg manni í 454 metra hæð.
Meira en helminginn af orkunni sem
þarf til að koma hverju ykkar upp á
Kaldbak. Sólundið ekki orku ykkar.
Þið verðið nógu þreytt samt.“ Þetta
var ekki þurr utanbókarlærdómur
heldur hagnýt eðlisfræði.
Sveinn var í senn góður lærimeist-
ari og góður félagi. Blessuð sé minn-
ing hans.
Afkomendum hans og eftirlifandi
bróður votta ég einlæga samúð.
Jakob Björnsson.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og
mágkona,
RAGNHEIÐUR STEINDÓRSDÓTTIR,
Heiðargarði 10,
Keflavík,
lést á heimili sínu föstudaginn 23. mars.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
30. mars kl. 14.00.
María Pálsdóttir,
Steindór Róbertsson, Anna Sigríður Guðmundsdóttir,
Ragnheiður Lilja Steindórsdóttir,
systkini og aðrir aðstandendur.