Morgunblaðið - 29.03.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 31
✝ GuðmundurÁgúst Jensen
fæddist í Reykjavík
17. nóvember 1919.
Hann lézt á Land-
spítala, Landakoti
föstudaginn 16.
mars síðastliðinn.
Foreldrar Guð-
mundar voru hjónin
Kristín Eiríksdóttir,
húsfreyja í Reykja-
vík, f. í Sölvholti í
Hraungerðishreppi
í Flóa 25.7. 1885, d. í
Reykjavík 20.7.
1966, og Carl Kristján Ágúst Jen-
sen, vélstjóri og pípulagn-
ingamaður, f. í Frederikshavn í
Danmörku 21.4. 1875, d. í Reykja-
vík 30.7. 1952 .
Systkini Guðmundar eru: 1)
Guðrún Karólína, f. 29.1. 1908, d.
16.2. 1985, eiginmaður Sigurður
Sigurðsson, verslunarstjóri á Hell-
issandi; 2) Guðjón Knud Martín, f.
15.5. 1909, d. 2.1. 1996, eiginkona
Anna Eygló Egilsdóttir, f. 9.8.
1914, d. 17.3. 1972; 3) Svala, f.
22.1. 1912, d. 5.11.1966, eig-
inmaður Friðþjófur Thor-
steinsson, knattspyrnumaður, f.
28.8. 1895, d. 13.4. 1967; 4) Bertha
María, f. 8.11. 1914, d. 26.11. 1998,
eiginmaður Tómas Guðmundsson,
skáld, f. 6.1. 1901, d. 14.11. 1983;
5) Eiríkur, f. 2.10. 1917, til heimilis
á Akranesi, eiginkona Ósk Sig-
mundsdóttir, f. 29.6. 1903, d. 8.6.
1995; 6) Sigríður Anna, f. 30.12.
1921, d. 7.1. 1968, fyrri eig-
inmaður Harald Sverre Normann
Bruvik, f. 16.7. 1918, d. 7.12. 1959,
seinni eiginmaður Hreinn Svav-
arsson, f. 19.5. 1929, d. 20.9. 1997;
og 7) Karl Pétur, f. 12.7. 1924, d.
31.12. 1938.
Þau skildu. Foreldrar hennar voru
Elimar Tómasson, skólastjóri í
Grundarfirði, f. í Hlíðarkoti í
Fróðárhreppi á Snæfellsnesi, 30.8.
1900, d. í Reykjavík 19.2. 1988, og
Guðbjörg J. Pálsdóttir, f. í Álfhó-
lahjáleigu í V-Landeyjum 3.3.
1915, d. á hjúkrunarheimilinu
Víðihlíð í Grindavík 28.5. 2005.
Helga á eina dóttur, Rut Jóns-
dóttur, f. 30.8. 1957.
Guðmundur ólst upp með for-
eldrum sínum, systkinum og afa á
Spítalastíg 4 í Reykjavík, í Efsta-
bæ, sem svo var kallaður. Efsta-
bæjarhúsið, sem afi hans Eiríkur
Magnússon byggði, er nú í Árbæj-
arsafni. Faðir hans, Carl Jensen,
kom til Íslands 1906, með nýjum
bát, sem keyptur var til Austfjarða
frá Danmörku. Hann hafði gegnt
herþjónustu í danska hernum og
síðar unnið um tíma við gesta-
móttöku við hirð Danakonungs.
Kristín, tilvonandi kona hans,
vann á Hótel Íslandi þegar þau
kynntust. Eftir að Guðmundur óx
úr grasi vann hann ýmsa verka-
mannavinnu, en oft var litla vinnu
að hafa á þeim árum, þar til á
heimsstyrjaldarárunum síðari.
Seinna lagði hann stund á nám í
pípulögnum við Iðnskólann og
lauk sveinsprófi 15.6. 1960. Eftir
það voru pípulagnir hans að-
alstarf. Lagði hann víða miðstöðv-
arkerfi í Reykjavík og nágrenni.
Guðmundur og Kristín reistu sér
hús á Langholtsvegi 166, þar sem
dætur þeirra slitu barnsskónum.
Seinni hluta ævinnar, allt fram
undir það síðasta, bjó hann á
Grensásvegi 54.
Útför Guðmundar verður gerð
frá Fossvogskapellu í dag og hefst
athöfnin klukkan 15. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugarði.
Hinn 22. sept-
ember 1945 kvæntist
Guðmundur Kristínu
Halldórsdóttur, f. í
Vörum í Garði í
Gerðum 22.11. 1921.
Þau skildu. For-
eldrar hennar voru
Halldór Þor-
steinsson, útgerð-
armaður og skip-
stjóri í Garði, f. 22.2.
1887, d. 3.1. 1980, og
kona hans Kristjana
Pálína Kristjáns-
dóttir, f. 2.11. 1885,
d. 1.8. 1975. Halldór og Kristjana
eignuðust 13 börn. Seinni maður
Kristínar er Friðrik S. Guð-
jónsson, frá Heydal í Mjóafirði í
Ísafjarðardjúpi, f. 9.7. 1921. Þau
eiga einn son, Friðrik Sigurð, f.
9.2. 1965. Guðmundur og Kristín
eignuðust tvær dætur, en þær eru:
1) Kristjana Margrét, f. 18.2. 1944,
býr í Reykjavík. Synir hennar eru
Kristinn Ragnarsson, f. 24.7. 1966,
og Ívar Jörundsson, f. 27.11. 1967.
Sambýliskona Ívars er Elínborg
Björnsdóttir, f. 11.4. 1973. Sonur
hennar heitir Agnar Dofri Stef-
ánsson, f. 8.4. 1995. 2) Halldóra, f.
14.6. 1950 býr á Seltjarnarnesi.
Maður hennar er Kristján Helgi
Bjartmarsson, verkfræðingur, frá
Mælifelli í Skagafirði, f. 7.6. 1947.
Þau eiga tvo syni, Bjartmar, f.
22.12. 1977, og Grétar, f. 2.7. 1980.
Sambýliskona Bjartmars er Jóna
Erlendsdóttir, f. 19.6. 1975; þau
eiga einn son óskírðan, f. 24.3.
2007. Jóna á son fyrir, Magnús
Pétursson, f. 4.10. 1999. Sambýlis-
kona Grétars er Maria Laura
Doru, f. 8.7. 1985 í Rúmeníu.
Seinni kona Guðmundar var
Helga Elimarsdóttir, f. 1.5. 1932.
Ég kynntist Guðmundi tengdaföð-
ur mínum fyrst í alvöru eftir að ég og
kona mín, Halldóra, fluttum heim frá
Svíþjóð 1980. Bjó hann þá á Grens-
ásvegi 54, ásamt seinni konu sinni,
Helgu Elimarsdóttur. Guðmundur
var stór og stæðilegur maður og
þótti glæsimenni þegar hann var upp
á sitt besta.
Hann var fagurkeri og listhneigð-
ur og bar heimili hans þess vott.
Hafði hann yndi af tónlist, einkum
djassi og óperusöng. Hann var og
smekkmaður í klæðaburði, var oft
stíll yfir karli. Hann hafði mjög gam-
an af að ræða við fólk, tók stundum
skemmtilega til orða og kryddaði þá
mál sitt gjarnan dönskum slettum,
enda var hann stoltur af hinum
danska uppruna sínum, ekki síður en
hinum íslenska. Enda frændgarður-
inn stór. Hann hafði góða kímnigáfu
og gat sýnt af sér grallaraskap.
Hann var mjög minnugur á nöfn
og atburði og hafði unun af að segja
frá. Hann ólst upp í miðbæ Reykja-
víkur er borgin var að mótast og var
fróðlegt að aka með honum um
æskuslóðir hans og heyra hann rifja
upp gamla tíma og segja frá fólki og
atvinnulífi fyrr á árum. Hann mundi
þar nánast nafn á hverri þúfu og gat
sagt hver hefði þar búið eða byggt og
hvaða fyrirtæki eða verslanir hefðu
þar verið. Í mörg ár var það venja að
Guðmundur væri hjá okkur Dóru á
gamlárskvöld og voru svona útúr-
dúrar þá gjarnan teknir, þegar við
fylgdum honum heim.
Í mörg sumur ferðaðist hann um
landið með okkur, um byggðir sem
óbyggðir. „Afi Gummi“ sat þá í aft-
ursætinu milli sona okkar ungra. Oft
var farið í heyskap vestur í Dali til
systur minnar, Snæbjargar. Eða
norður í Eyjafjörð, til foreldra
minna, sr. Bjartmars og Hrefnu. Var
þá margt skrafað. Af óbyggðaferð-
um er sú kannski minnisstæðust, er
við festum okkur á Sprengisandsleið
og Nýjadalsáin flæddi um bílinn.
Á þessum ferðalögum okkar heim-
sóttum við líka ýmsa staði, þar sem
Guðmundur hafði dvalið og starfað
fyrr á árum, t.d. Fljót í Skagafirði og
Grundarfjörð, að ógleymdum Ing-
ólfsfirði á Ströndum, en þar hafði
hann verið í vinnu ungur maður, þeg-
ar síldin fyllti fjörð og flóa. Að vísu
var sú heimsókn blandin trega,
þarna hafði hann verið í blóma lífsins
og staðurinn líka, en nú hafði hallað
undan fæti hjá báðum.
Þótt líf Guðmundar væri ekki allt-
af dans á rósum stóð hann ávallt
keikur. Nú er hann lagður af stað í
sína hinstu för og hugur okkar fylgir
honum, með þakklæti fyrir góðar
stundir.
Kristján Bjartmarsson.
Guðmundur Á. Jensen pípulagn-
ingameistari, sem kvaddur er í dag,
tilheyrði þeirri kynslóð, sem nefnd
hefur verið aldamótakynslóðin.
Hann upplifði því, og tók þátt í,
mesta breytingatímabili Íslandssög-
unnar, þegar þjóðin reis úr mikilli fá-
tækt til álna nútímasamfélags. Hann
var hafsjór fróðleiks um gömlu
Reykjavík og var mjög minnugur á
fólkið í borginni, hvar það bjó og við
hvað það starfaði. Það er veröld sem
var og sem betur fer hefur yngri
sagnfræðingum á borð við Guðjón
Friðriksson og Eggert Þór Bern-
harðsson tekist að halda utan um og
skrá sögu þessa tímabils.
Margs er að minnast í samskipt-
um okkar Guðmundar og fjölskyldu
minnar, en kynni okkar hófust, þeg-
ar ég á yngri árum starfaði í bygg-
ingarvöruverslun J. Þorláksson og
Norðmann, en þar var Guðmundur
tíður gestur vegna starfa sinna. Síð-
ar gat ég leiðbeint honum lítilsháttar
við kaup á íbúð við Grensásveg, þar
sem hann bjó alla tíð síðan og undi
hag sínum vel. Guðmundur var síðan
gestur fjölskyldunnar í tæplega
þrjátíu ár á hverju aðfangadags-
kvöldi og var aufúsugestur sem allir
hlökkuðu til að fá í heimsókn, enda
var frásagnargleði hans og hnyttin
tilsvör einstök. Tvö síðustu ár voru
jólin haldin án Guðmundar vegna
veikinda hans og má segja, að þar
hafi verið skarð fyrir skildi.
Guðmundur naut umhyggju
beggja dætra sinna síðustu æviárin
og var liðsinni Halldóru og fjöl-
skyldu hennar ekki síst mikilvægt.
Undir lokin vissi Guðmundur að
hverju dró og tók örlögum sínum af
æðruleysi. Hann var búinn að lifa
langa og viðburðaríka ævi og verða
vitni að miklum umbreytingum.
Hann kvaddi því sáttur.
Blessuð sé minning Guðmundar Á.
Jensen.
Alfreð Þorsteinsson.
Guðmundur tengir okkur systur
sterkt við jólin. Hann eyddi aðfanga-
dagskvöldi með fjölskyldu okkar síð-
ustu þrjátíu árin. Um leið og Guð-
mundur gekk inn um dyrnar í
Vesturberginu vissi maður að jólin
væru komin. Guðmundur var mjög
notalegur maður sem hafði góða
nærveru. Hann kunni vel að segja
sögur og það var afar fróðlegt að
heyra lýsingar hans á Reykjavík á
sínum uppvaxtarárum og hvernig
borgin þróaðist á þessum stutta
tíma. Guðmundur naut þess að borða
góðan mat og hlusta á fallega tónlist.
Þess vegna var mjög gaman að eyða
aðfangadagskvöldi með honum.
Hann kunni vel að meta matinn
hennar mömmu og sagði hver jól:
„Þetta hefur aldrei verið betra.“ Með
þessu móti var hann að þakka fyrir
sig og viljum við systur þakka hon-
um kærlega fyrir hlýja samveru
undangengin ár. Guð blessi minn-
ingu hans.
Lilja og Linda Alfreðsdætur.
Guðmundur Ágúst Jensen
Hulda mín, það er
komið að kveðjustund. Ég þakka
þér, kæra vinkona, okkar góðu
kynni, þá sérstaklega hlýjar mót-
tökur þínar á ferðum mínum suður
og norður yfir heiðar.
Alveg sama hvenær og hvaðan ég
hringdi, stundum heiman úr Rauðu-
skriðu eða úr Borgarfirði, frá Akur-
eyri eða Holtavörðuheiði, alltaf varst
þú tilbúin með veisluborð fyrir mig
og Jóhannes. Þú stóðst við eða í úti-
dyrunum með þitt geislandi, hlýja
bros og við föðmuðumst af innilegri
Hulda Árnadóttir
✝ AðalheiðurHulda Árnadótt-
ir ljósmóðir fæddist
á Kringlu í Torfa-
lækjarhreppi í Aust-
ur-Húnavatnssýslu
28. desember 1917.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 14. febr-
úar síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Blönduós-
kirkju 24. febrúar.
gleði við að hittast.
Kynni barna okkar,
Bergþóru og Haralds,
leiddi okkur saman,
þökk sé þeim.
Ég á þér mikið að
þakka, því það eru for-
réttindi að fá að kynn-
ast konu eins og þér,
sem miðlaðir svo mik-
illi hlýju og ævinlega
hafðir þú eitthvað já-
kvætt fram að færa,
annað var ekki í þínu
fari og betur væri ver-
öldin komin, ef fleiri
ættum við þína líka.
Vertu kært kvödd, elsku Hulda.
Sólskins fagur sumardagur
sinnið hressir, vermir blóð,
léttir geð og lífgar gleði,
lyftir huga og kveikir móð,
er skýja drungi og skúra þungi
skugga slær á sálu mín
vonin bjarta vor í hjarta
vekur, innra sólin skín.
(Grímur Thomsen.)
Kolbrún Úlfsdóttir
✝
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýjan hug við andlát og útför föður okkar,
afa, langafa og bróður,
HARALDAR SIGURÐSSONAR
frá Hjalla,
Háaleitisbraut 43,
Reykjavík.
Ólafur Haraldsson,
Þórarinn Haraldsson,
Sigríður Vilhjálmsdóttir,
Rut Vilhjálmsdóttir,
Kristmundur Þór Ólafsson,
Rögnvaldur Gauti Þórarinsson,
Dagrún Ása Ólafsdóttir,
systkini hins látna og aðrir aðstandendur.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð við útför
JÓNS JÓNSSONAR.
Guð blessi ykkur.
Oktavía Hrund Jónsdóttir
og fjölskylda hins látna.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
útför
SIGURÐAR GUÐLAUGSSONAR
rafvirkjameistara,
Hamarstíg 36,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA.
Sigrún Stefánsdóttir,
Guðlaug Sigurðardóttir, Friðrik Bjarnason,
Páll Sigurðarson, Guðrún Bergsdóttir,
Friðrik Sigurðsson, Þórdís Guðmundsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
GUÐMUNDUR ÖSSUR GUNNARSSON,
(Mummi),
Hátúni 10,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudag-
inn 30. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Júlíana Sóley Gunnarsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn og vinur,
HJÁLMTÝR JÓNSSON
fyrrverandi símaverkstjóri,
Kirkjuvegi 1B,
Keflavík,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Kristín Guðmundsdóttir
og fjölskyldur hins látna.