Morgunblaðið - 29.03.2007, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 29. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
A Ð A L F U N D U R C C P h f .
12. apríl 2007
Aðalfundur CCP hf. verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl 2007 á skrifstofu félagsins að
Grandagarði 8, Reykjavík og hefst kl. 17:00.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um hag félagsins og rekstur þess á liðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samþykktar.
3. Ákvörðun um greiðslu arðs og meðferð hagnaðar á reikningsárinu.
4. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
5. Tillögur stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins, þar sem helstu efnisbreytingar eru eftirfarandi:
a) Við bætist ný grein, 2.05, þar sem stjórn er heimilað að ákveða útgáfu hlutafjár félagsins í bandaríkjadölum í stað
íslenskra króna, sbr. heimild í 4. mgr. 1. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995.
b) Greinar 2.07 og 2.08, sem verða greinar 2.08 og 2.09, breytist þannig að hlutabréf í félaginu skuli gefin út með
rafrænum hætti í verðbréfamiðstöð. Gagnvart félaginu skoðist útskrift frá verðbréfamiðstöð sem full sönnun fyrir
eignarrétti að hlutum í félaginu. Arður á hverjum tíma, og tilkynningar allar, sendast til þess lögaðila sem skráður er
eigandi viðkomandi hlutabréfa hjá verðbréfamiðstöð. Sá sem eignast hluti í félaginu getur ekki beitt réttindum sínum
sem hluthafi nema nafn hans hafi verið skráð í hlutaskrá verðbréfamiðstöðvar eða hann hafi tilkynnt og fært sönnur á
eign sína á hlutnum.
c) Grein 4.05 breytist þannig að hluthafafundur er lögmætur, ef til hans er löglega boðað. Ákvæði um að fundur sé eigi
lögmætur nema fulltrúar er hafa yfir að ráða helmingi hlutafjárins hið minnsta sæki hann, falli brott.
d) Í grein 4.07 um dagskrá aðalfundar bætist nýr stafliður f) um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
e) Í grein 4.09 falli brott stafliðir c) og d) um að samþykki allra hluthafa þurfi til að breyta tilgangi félagsins að verulegu
leyti, eða breyta ákvæðum samþykktanna um hlutdeild manna í félaginu eða jafnrétti þeirra á milli.
f) Grein 4.10 falli brott, en í henni er tiltekið að 2/3 hluta greiddra atkvæða svo og samþykki hluthafa sem ráða yfir minnst
2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundi þurfi til að samþykkja samruna, hækkun eða
lækkun hlutafjár; samninga við starfsmenn varðandi kaup á hlutabréfum í félaginu; slit á félaginu; breytingar á
samþykktum; verulega úthlutun verðmæta í félaginu; og sölu á verðmætum eignum sem félagið á hverju sinni.
Þá hafa samþykktir félagsins verið þýddar á ensku og eru nú settar fram á tveimur tungumálum, þó þannig
að komi upp ágreiningur um túlkun, ræður íslenska útgáfan. Að öðru leyti eru breytingartillögur stjórnar
minniháttar og varða einkum orðalag.
6. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
7. Kosning stjórnar.
8. Kosning endurskoðanda.
9. Önnur mál, sem löglega eru upp borin.
Sérstaklega er bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn CCP hf. skulu tilkynna það skriflega
til stjórnar félagsins eigi síðar en 5 sólarhringum fyrir upphaf aðalfundar, sbr. 63. gr. (a) hlutafélagalaga nr.
2/1995. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér.
Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hluthöfum til
sýnis sjö dögum fyrir aðalfund.
Aðalfundarstörf munu fara fram á ensku.
Reykjavík, 27. mars 2007
Stjórn CCP hf.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
GRUNDARHVARF - BÍLSKÚR
Fallegt og bjart 171,0 fm parhús m/innb. bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, 3-4
rúmgóð herb., hol, gott eldhús, stórar stofur, baðh.og þv.herb. Eldhúsinnr. skápar
og hurðir eru spónl. m. kirsuberjavið. Klætt loft í stofu m/innbyggðri lýsingu. Gólf-
efni er parket og flísar. Afgirt timburverönd m/heitum potti. Stór bílskúr, útg. í
garð. Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu. Verð 57,5 millj.
BJARKARÁS - GARÐABÆ
Vorum að fá í einkasölu, mjög gott par-
hús á einni hæð með innbyggðum bíls-
kúr. 3 góð svefnherbergi með skápum í
öllum. Eldhús með fallegri innréttingu,
útgengt á timburverönd til suðurs og
vesturs. Rúmgóð stofa og borðstofa.
Baðherbergi með hornkari og sturt-
uklefa, innrétting. Rúmgóður bílskúr.
Áhv. hagst. lán kr. 26 m. Verð 49 m.
SELVOGSGATA - EINBÝLI HAFNARFJ.
Vorum að fá í einkasölu glæsilegt og
mikið endurnýjað 6 herb.145 fm eldra
einbýlishús ásamt 25 fm geymslu eða
samtals 170 fm á frábærum stað í
Hafnarfirði. Nýlegar hvítar háglans inn-
réttingar í eldhúsi og baðherbergjum
ásamt nýl. innr. í þvottahúsi. Nýleg gólf-
efni þ.e. náttúrusteinn og parket. Sjón
er sögu ríkari. Verð 57,0 millj.
GNOÐARVOGUR - BÍLSKÚR
Björt og rúmgóð 130 fm efri hæð
ásamt 24 fm bílskúr samtals 154 fm.
Íbúðin skiptist í hol, gang, þrjú herbergi
öll m/skápum, rúmgott eldhús, baðher-
bergi, tvær stofur, búr og þvottaher-
bergi. Gólfefni er dúkar og teppi. Hús
lítur vel út. Gler endurnýjað, ásmt dren-
lögnum. Sérstæður bílskúr. Verð 33,4
millj.
Bridsfélag SÁÁ
Bridsfélag SÁÁ hefur hafið spila-
mennsku á nýjan leik. Spilað er öll
fimmtudagskvöld í Efstaleiti 7 og
hefst spilamennska kl. 19.30. Byrj-
endur geta mætt og fengið tilsögn.
Tekið er vel á móti öllum spila-
áhugamönnum, vönum sem óvön-
um. Nánari upplýsingar veitir
Hilmar í síma 824-7646.
Bridsfélag Kópavogs
Eftir tvö kvöld af þremur er stað-
an þessi í páskatvímenningi BK:
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss.
396
Georg Sverriss. – Sigurjón Tryggvas. 369
Gunnl. Sævarss. – Hermann Friðsikss. 366
Björn Jónsson – Þórður Jónsson 357
Hæstu skor NS:
Ragnar Björnss. – Sigurður Sigurjónss.
192
Jón Páll Sigurjónss. – Sigfús Þórðars. 188
Halldór Þórólfss. – Hulda Hjálmarsd. 179
AV:
Georg Sverriss. – Sigurjón Tryggvas. 206
Gunnl. Sævarss. – Hermann Friðrikss. 182
Eiður M. Júlíusson – Júlíus Snorrason 168
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 20. mars var spilað
á 14 borðum.
Meðalskor var 312. Úrslit urðu
þessi í N/S
Bjarnar Ingimars. – Friðrik Hermanns. 389
Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 362
Ragnar Björnsson – Gísli Víglundsson 343
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss 336
A/V
Magnús Oddsson – Óli Gíslason 381
Oddur Jónsson – Stefán Ólafsson 369
Knútur Björnsson – Sveinn Snorrason 332
Sverrir Gunnarss – Kristrún Stefánsd 332
Þá stendur yfir stigakeppni sem
líkur fyrir páska. Staðan er þessi.
Sæmundur Björnsson 155
Jón Hallgrímsson 152
Magnús Oddsson 148
Albert Þorsteinsson 139
Gullsmárabrids
Bridsdeild FEBK í Gullsmára
spilaði tvímenning á 13 borðum
mánudaginn 16. marz. Miðlungur
264. Beztum árangri náðu:
NS
Elís Kristjánsson – Páll Ólason 320
Karl Gunnarsson – Gunnar Sigurbj.son 306
Sigtr. Ellertsson – Þorsteinn Laufdal 302
Leifur Kr. Jóhanness – Guðm. Magnúss
294
AV
Jón Stefánsson – Eysteinn Einarsson 327
Steindór Árnason – Einar Markússon 322
Ernt Backmann – Birgir Ísleifsson 292
Aðalh. Torfad. – Ragnar Ásmundars. 291
Bridsfélag Siglufjarðar
Mánudaginn 12. mars 2007 lauk
þriggja kvölda firmakeppni hjá fé-
laginu. Alls tóku 34 firmu, stofnanir
og einstaklingar í atvinnustarfsemi
þátt í mótinu.
Eftir harða og jafna keppni urðu
úrslit þessi:
Aðalbakarinn ehf. 1.147
Suðurleiðir ehf. 1.122
Siglufjarðar Apótek 1.117
Vegleg verðlaun til þessara
þriggja efstu félaga munu afhent á
lokahófi félagsins föstudaginn 27.
apríl nk.
Mótið var spilað í tvímennings
formi og urðu úrslit efstu para:
Ólafur Jónsson og Guðlaug Márusd. 399
Anton Sigurbjss. og Bogi Sigurbjörnss. 386
Sigurður Gunnarss. og Þorst. Jóhannss. 374
Nú eru aðeins tvö kvöld (2 tólf
spila leikir á kvöldi) eftir af Siglu-
fjarðarmótinu í sveitakeppni. Átta
sveitir mættu til leiks og spilaðir 2
tólf spila leikir á kvöldi, tvöföld um-
ferð.
Staðan er nú þessi þegar líður að
lokum mótsins:
Sv. Hreins Magnússonar 182
Sv. Ólafar Ingimundardóttur 162
Sv. Guðlaugar Márusdóttur 159
Sv. Þorsteins Jóhannssonar 148
Það virðist því allt stefna í það að
Hreinn Magnússon með sína menn,
Friðfinn, Anton og Boga, ætli að
klára dæmið og verja titilinn, þó
áreiðanlega séu ekki allir tilbúnir til
að staðfesta þau úrslit.
Enn harðnar baráttan um brons-
stigameistarann því allir vilja verða
útnefndir sem besti spilari félags-
ins. Nú þegar fer að síga á seinni
hlutann er staðan þessi:
Ólafur Jónsson 242
Anton Sigurbjörnsson 227
Bogi Sigurbjörnsson 209
Guðlaug Márusdóttir 194
Þorsteinn Jóhannsson 168
Hreinn Magnússon 167
Bridsdeild
Breiðfirðingafélagsins
Sunnudaginn 25.3. var spilaður
tvímenningur á tíu borðum. Með-
alskor 216
Hæstu skor kvöldsins í N-S:
Unnar Guðmss. – Jóhannes Guðmannss.
272
Þórir B. Jóhannss. – Sigurður Sigurss. 256
Sigurjóna Björgvd. – Karólína Sveinsd. 230
Austur-vestur
Gísli Gunnlaugss. – Friðrík Jónsson 261
Þorleifur Þórarinss. – Haraldur Sverriss.
256
Sveinn Ragnarss. – Runólfur Guðmss. 244
Ekki verður spilað í Breiðfirð-
ingabúð 1. eða 8. apríl. Við byrjum
aftur sunnudaginn 15. apríl, en þá
hefst þriggja kvölda tvímennings-
keppni.
Sæmundur Björnsson
stigahæstur hjá eldri
borgurum í Hafnarfirði
Þriðjudaginn 27. mars var spilað
á 16 borðum. Spilaðar voru 13 um-
ferðir og meðalskor var 312.
Úrslit urðu þessi í N/S
Sæmundur Björnss. – Albert Þorsteinss.
385
Ásgeir Sölvason – Guðni Ólafsson 350
Jón Hallgrímss. – Bjarni Þórarinsson 349
Auðunn Guðmss. – Ásgeir Aðalsteinss. 345
A/V
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 370
Stefán Ólafsson – Eyjólfur Ólafsson 360
Kristín Óskarsd. – Gróa Þorgeirsd. 351
Sveinn Snorrason – Gústav Nílsson 344
Þá lauk stigakeppninni og þar
urðu úrslit þessi.
Sæmundur Björnsson 181
Albert Þorsteinsson 165
Jón Hallgrímsson 164
Magnús Oddsson 162
Haukur Guðmundsson 122
Ragnar Björnsson 122
Verðlaun fyrir stigakeppnina
verða afhent þriðjudaginn 3. apríl.
Ekki verður spilað föstudaginn 30
mars.
Grant Thornton vann
aðalsveitakeppni BR
Grant Thornton gaf ekkert eftir
síðasta kvöldið í aðalsveitakeppni
BR og sigraði af öryggi. Í sveitinni
spiluðu Hrólfur Hjaltason, Oddur
Hjaltason, Ísak Örn Sigurðsson,
Sveinn Rúnar Eiríksson, Steinar
Jónsson, Jónas P. Erlingsson og
Hrannar Erlingsson. Mikil spenna
var um næstu sæti en lokastaða
efstu sveita varð:
Grant Thornton 187
Garðar og vélar 171
Málning 169
Skeljungssveitin 168
Hermann Friðriksson 168
Eykt 168
Næsta þriðjudag verður eins
kvölds páskatvímenningur, nóg af
páskaeggjum í verðlaun,mmmmm
!Aðaltvímenningur BR hefst svo
þriðjudaginn eftir páska. Minnt er á
bronsstigakeppni BR en 24 efstu
spilurum vetrarins verður boðið í
veglegan einmenning í vor. Staða
efstu spilara í bronsstigakeppninni:
Ómar Olgeirsson 546
Kristján Blöndal 380
Sveinn R. hauksson 310
Ísak Örn Sigurðsson 288
Símon Símonarson 271
BRIDS
UMSJÓN ARNÓR G.
RAGNARSSON| NORIR@MBL.IS
FRÉTTIR
Röng
mynd
RÖNG mynd
birtist með grein
Hjálmars Jóns-
sonar, „Þau tvö
stóru“, sem birt-
ist í blaðinu í gær.
Morgunblaðið biðst velvirðingar á
mistökunum.
LEIÐRÉTT
Hjálmar Jónsson
MÁLÞING um boðun kristinnar trú-
ar á tímum hnattvæðingar verður
haldið í Grensáskirkju föstudaginn
30. mars kl. 13–16.30.
Tilefnið er skýrsla sem Lútherska
heimssambandið hefur gefið út sem
heitir: Boðun í síbreytilegu sam-
hengi, að umbreyta, sætta og efla.
Fyrirlesarar verða:
Biskup Íslands Karl
Sigurbjörnsson.
Halla Jónsdóttir,
aðjunkt við KHÍ.
Illugi Gunnarsson
hagfræðingur.
Katrín Jakobsdóttir,
varaformaður Vinstri grænna.
Sr. Dalla Þórðardóttir prófastur.
Anna M.Þ. Ólafsdóttir,
upplýsinga- og fræðslufulltrúi
Hjálparstarfs kirkjunnar.
Dr. Kjartan Jónsson
prestur.
Sr. Ragnar Gunnarsson,
framkvæmdastjóri Sambands
íslenskra kristniboðsfélaga,
flytur ávarp
Sr. Jón D. Hróbjartsson
prófastur stýrir málþinginu.
Málþingið er öllum opið og þátt-
takendum að kostnaðarlausu.
Málþing um
boðun krist-
innar trúar