Morgunblaðið - 03.04.2007, Síða 13

Morgunblaðið - 03.04.2007, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. APRÍL 2007 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is ÞAU 25 íslensku félög sem skráð eru á markað hér eru nú komin á að- almarkað OMX Nordic Exchange og verða um leið hluti af samnorrænni kynningu sænskra, finnskra og danskra félaga sem skráð eru á að- almarkað Nordic Exchange. Þá verða þau jafnframt hluti af norræn- um vísitölum OMX. Blað brotið Á slaginu klukkan tíu í gærmorg- un hringdi Árni M. Mathiesen fjár- málaráðherra bjöllu í húsakynnum Kauphallar Íslands þessu til stað- festingar. Árni sagði blað brotið með þessari breytingu, áhugi á íslensk- um félögum og efnahagslífi erlendis hefðu vaxið hröðum skrefum. Ís- lenskir fjárfestar hefðu farið mikinn erlendis en nokkuð hafi skort á er- lenda fjárfestingu á hlutabréfamark- aðinum hér heima og sagðist Árni gera sér vonir um að breyting yrði þar. Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange, lýsti yfir ánægju með að íslensku félögin væru nú komin inn á samnorrænan hluta- bréfamarkað. Sagði Ruuska það myndu verða til þess að auka mjög sýnileika íslensku félaganna og þá vonandi um leið viðskipti með bréf þeirra; Ruuska sagðist raunar ekki efast um það að væri mjög eftirsókn- arvert fyrir íslensk félög að vera á hinum samnorræna lista OMX. Þá kom einnig fram í máli Ruuska að OMX Nordic Exchange myndi einn- ig taka til norskra fyrirtækja þegar fram líða stundir en norska kaup- höllina er ekki hluti af OMX-fjöl- skyldunni. Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á Íslandi, sagðist eiga von á því að veltan á markaðinum hér héldi áfram að aukast og verðmyndun á markaðinum myndi dýpka enn frek- ar; það hefði reyndar þegar gerst með fækkun félaga og hlutfallslega mörgum stórum félögum hér í sam- anburði við hin Norðurlöndin. Afleiðumarkaður „Á næstu mánuðum reiknum við með að alþjóðlegir fjárfestingabank- ar muni taka þátt í viðskiptum frá degi til dags. Það mun treysta verð- myndun enn frekar og gott að fá inn erlenda aðila sem eru kannski með önnur viðhorf og sjónarmið en fjár- festar hér heima. Í þriðja lagi má nefna að það stendur fyrir dyrum að stofna afleiðumarkað hér á landi í maí og afleiðumarkaður felur í sér að það verða fleiri tækifæri til þess að veðja á hvort markaðurinn hækki eða lækki. Það er mikilvægt fyrir markaðinn að það séu sem fjöl- breyttust sjónarmið sem geti komist að og þannig treyst verðmynd- unina.“ Morgunblaðið/G.Rúnar Klukkan glymur Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX á Íslandi, Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra og Jukka Ruuska, forstjóri OMX Nordic Exchange, slógu í sameiningu inn nýjan tíma á íslenskum hlutabréfamarkaði. Verðmyndun dýpkar á Íslandi með OMX 3! 4 &   &  &4.0 567 8!)9 1 !  #* + "&+  2# 4( - 5&12# # 4 2# ( ( 46 (&  6  (& 5&12# 7 -/5&12# +5&12# 5 ( 8 2# 9#: 1 #3 !   " 10 !8 2# +  8    2# *  2# *& 4 2 & 2# (  ;7 .  .#82# < 2# - * % .$  := ( 2#  ! 5&12# >4   5&19& !2# >4   45&12# ?@2  2# A*B 7 C D 2# CD!! !  (/ 2# E  (/ 2# / $  $ .(#3 !   -# # 0! % 1  975  2# 9 1  2# 2$ "   ) ) ) ) )  ) ) ) ) )  ) ) )  ) ) ) )  ) ) ) * ) ) ) ) ) ) . )# / ! 0 0 10 0 1%0 0 0 1 0 1 0 +0 1 0 0 0 0 10 0 %0 1 0 1 0 0 1 10 1 0 0 0 0 0 9  -  1(  ! C 8&,&  ! F " 1              ;       ; ;                       ;    ;                      ; ;   ; ;   E  1( , ) C9G (2!  (  / -  1(             ;       ; ;   ; ; ; ; A*B A*B   + ) , ) H H A*B 67B   + ) , ) H H I&JK& ?  L     , ) ) H H I B      , ) , ) H H A*B7 A*B0   , ) , ) H H ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi stóð því sem næst í stað í gær og endaði í 6.794 stigum. Gengi bréfa Atlantic Petrolium hækkaði um 5,3%, gengi bréfa Exista um 1,1% og bréfa Flögu um 0,4%. Gengi bréfa Tryggingamiðstöðvarinnar lækkaði um 1,3% og bréfa Teymis um 1,2%. Krónan veiktist um 0,55% í gær. Evran kostar 88,4 krónur, pundið 130,8 og dalurinn 66,1. Litlar breytingar ÞETTA HELST ... ● VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIÐ Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Nor- egi, hefur reynt að fá til sín starfs- menn frá DnB NOR Markets og hefur boðið þeim allt að 200 milljóna íslenskra króna eingreiðslu fyrir að færa sig yfir til Glitnis Securiteis. Þetta er fullyrt á vef Finansavisen og fylgir sögunni að haldinn hafi ver- ið neyðarfundur í húsakynnum DnB Nor á Akersbryggju í Ósló vegna málsins og í framhaldinu hafi verið ákveðið að bjóða nokkrum þeirra sérfræðinga og verðbréfasala, sem Glitnir bauð í, 55 til 110 milljónir ís- lenskra króna fyrir að vera kyrrir og binda sig til eins árs. Haft er eftir Karl Otto Eidem, fram- kvæmdastjóra Glitnir Securities, að þrír nýir starfsmenn muni hefja störf hjá fyrirtækinu. Glitnir sagður bjóða í starfsmenn DnB NOR KAUPÞING banki hefur enn aukið við hlut sinn í norska tryggingafyr- irtækinu Storebrand og á nú vænt- anlega liðlega 14% hlut í félaginu. Þetta kemur fram í frétt á vef Nær- ingsliv en þar segir að Kaupþing hafi keypt umtalsvert af bréfum í Store- brand í síðustu viku og á nýjum lista megi sjá að Kaupþing banki og dótt- urfélagið Arion Custody eigi saman- lagt 16,02% í Storebrand; líklegt sé að af þessum 16% eigi Kaupþing sjálft rúm 14%. Fyrir tæpum hálfum mánuði keypti Kaupþing bréf í Storebrand fyrir tæpa fimm milljarða íslenskra króna og átti þá rúmlega 10% hlut en skömmu áður hafði Kaupþing fengið heimild norska fjármálaeftirlitsins til að auka hlut sinn í allt að 20%. Meira í Storebrand

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.