Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 96. TBL. 95. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is SÖNN UPPLIFUN ALDREI FÓR ÉG SUÐUR Á ÍSAFIRÐI ER SVO MIKLU MEIRA EN TÓNLISTARVEISLA >> 48 FJÓRÐA SINFÓNÍA ATLA HEIMIS Í PRAG NÝR HEIMUR GÓÐAR VIÐTÖKUR >> 6 FRÉTTASKÝRING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is LAXVEIÐI finnst mörgum vera afar skemmtileg dægradvöl – en hún er afskaplega dýr. Og verður sífellt dýr- ari. Dýrust er hún yfir hásumarið, þegar laxinn gengur af kappi í árnar. En þrátt fyrir svimandi verð, sem hefur í síauknum mæli hrakið hinn venjulega launamann frá besta veiði- tímanum, er eftirspurnin eftir leyfum á besta tíma sífellt að aukast. „Við erum ekki í neinum vandræð- um með þessi leyfi, þau rjúka út,“ segir veiðileyfasali nokkur um júlí- dagana þar sem dagsstöngin í bestu ánum kostar yfir 150.000 krónur. Þá á eftir að bæta við hátt í 20.000 kr. á mann fyrir hús og fæði, og þjónusta leiðsögumanns á bíl kostar á bilinu 30 til 40.000. Veiðidagurinn í bestu ám landsins, á besta tímanum, kostar því varla undir 220.000 kr. á dag, ef tveir deila stöng. Þriggja daga veiðiferð á besta tíma verðleggst þannig á 660.000, hið minnsta. Skrá veiðina sem kostnað Besti tíminn í ánum var löngum tekinn frá fyrir erlenda veiðimenn. Þetta hefur breyst. Einn viðmælandi segir bandaríska veiðimenn hafa hrakist af markaðinum í byrjun ára- tugarins, nú fari Evrópumönnum fækkandi. „Þeir geta ekki sett veiði- leyfin inn í kostnað fyrirtækja og þurfa að greiða þetta úr eigin vasa. Hér skrá fyrirtæki og einstaklingar veiðina sem kostnað. Þetta skekkir samkeppnisstöðu útlendinganna. Þeir eru margir mjög efnaðir – en þeir láta ekki bjóða sér hvað sem er.“ Á mörgum veiðisvæðum hafa leyfin hækkað verulega á síðustu fimm ár- um, allt að 100%, en viðmælendur eru sammála um að nú sé þakinu líklega náð. Einn segir að bestu laxveiðiár Ís- lands séu nú fullnýttar yfir hásum- arið, hægt væri að selja 30% fleiri leyfi en standa til boða. Aðallega eru það fyrirtæki, af ýmsum stærðum, sem kaupa leyfin. Fyrir nokkrum ár- um voru fjármálastofnanir mest áber- andi á markaðinum, en nú séu minni fyrirtæki farin að kaupa mikið af veiðileyfum. „Og forstjórar bjóða ekki lengur hver öðrum í veiði, nú bjóða fyrirtækin viðskiptavinum sín- um.“ Sumir segja að veiðileyfasalar hafi ekki mikið upp úr sölu leyfa, þrátt fyrir talsverðan tilkostnað við aðstöðu veiðimanna séu það landeigendur sem hagnist. Og víst er stangveiðin mikilvægur þáttur í landbúnaði. Hún veltir rúmlega 11 milljörðum og skap- ar 1.200 störf. Um 20% tekna land- búnaðarins spretta af stangveiði en hlutfallið er mun hærra á Vesturlandi og í Vopnafirði, eða allt að 50%. Dýrustu veiðileyfin rjúka út „ÉG er verulega sáttur við frammistöðu Bjark- ar,“ sagði Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamað- ur Morgunblaðsins, þegar hann steig út úr Laug- ardalshöllinni í gærkvöldi eftir tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í heimstón- leikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breið- skífu, Volta, sem kemur út um heim allan hinn 7. maí. Þetta voru einnig fyrstu tónleikar Bjarkar hér á landi í sex ár. „Uppstillingin á sviðinu hjá Björk var verulega flott og þessi fjölbreytti hópur sem er með henni spilaði sem einn maður. Þetta á eftir að verða stórkostleg tónleikaferð hjá henni, jarðarbúar geta átt von á góðu því Björkin er enn að vaxa,“ sagði Arnar og bætti við að það hefði gætt mik- illar eftirvæntingar hjá áhorfendum, sem fylltu Höllina, enda fólk spennt að fá að heyra nýtt efni frá Björk. Eins og tilheyrir á góðum tónleikum var Björk klöppuð upp og uppklappslagið tileink- aði hún Grænlandi og Færeyjum. | 44 Morgunblaðið/Ómar „Björkin er enn að vaxa“ Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKILL viðbúnaður var þegar skip- stjórinn á Hafborgu KE frá Keflavík óskaði eftir aðstoð á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Báturinn var þá vélar- vana rétt utan við Sandgerði og rak í átt til lands. Björgunaraðgerðir gengu greiðlega og var báturinn kom- inn til hafnar í Sandgerði rétt eftir klukkan átta. „Sem betur fer gerðist þetta á þessum tíma,“ segir Hákon Örn Matthíasson, skipstjóri á Hafborgu. „Ef við hefðum verið komnir svolítið nær landi er ekki að spyrja að afleið- ingunum.“ Hákon segist ekki vita hvað hafi orðið til að vélin gaf sig en um leið og það gerðist hringdi hann um borð í bátinn Magga Jóns sem var skammt undan. „Ég vissi alltaf af honum og hann kom á undan björg- unarbátnum og náði að tosa okkur að- eins áður en taugin slitnaði. Svo kom björgunarbáturinn og reddaði þessu.“ Tveir voru um borð í Hafborgu sem var á leið til hafnar með um fjórtán tonn af þorski, þegar vélin gaf sig. Hákon segist vona að þetta séu óhreinindi í síum og ætlar að fara yfir vélina í rólegheitum. Engin áhætta var tekin þegar neyðarkallið kom og kölluðu varð- stjórar í vaktstöð siglinga þegar út björgunarsveitina í Sandgerði og létu nærstadda báta vita. Auk þess var varðskip Landhelgisgæslunnar, sem statt var í grenndinni, látið vita. Vind- ur stóð á land þannig að þörf var á skjótri aðstoð og var björgunarskip Landsbjargar, Vörður í Sandgerði, þegar sent til hjálpar auk tveggja báta. Guðmundur Ingi Ólafsson, formað- ur björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði, segir að þegar taugin var komin á milli hafi eftirleikurinn verið auðveldur. „Þetta leit ekki vel út í fyrstu, það var strekkingsvindur og hann átti ekki nema um mílu eftir í land. Þegar við komum að var verið að setja taug á milli bátsins og Magga Jóns en hann réð ekki við að draga hann þannig að taugin var sett í bát- inn hjá okkur,“ segir Guðmundur. Um klukkustund tók að draga bát- inn að landi og var þá þegar tekið til við að landa úr honum. „Þetta leit ekki vel út í fyrstu“ Ljósmynd/Hilmar Bragi Dreginn í land Björgunarsveitin Sigurvon frá Sandgerði sá um að draga Hafborgu KE til hafnar en hún varð vélarvana rétt utan við höfnina þar.  Mikill viðbúnaður var þegar Hafborg KE varð vélarvana úti fyrir Sandgerði  Skipstjórinn segir mikla mildi að báturinn hafi ekki verið kominn nær landi Í HNOTSKURN »Skipstjórinn á Hafborguóskaði eftir aðstoð við að koma bátnum í land en hann var þá vélarvana um eina sjó- mílu úti fyrir Sandgerði. »Vindur stóð að landi og þvíengin áhætta tekin. Björg- unarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út. »Björgunaraðgerðir genguvel og var báturinn kom- inn til hafnar um klukkan átta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.