Morgunblaðið - 10.04.2007, Síða 26

Morgunblaðið - 10.04.2007, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. MÁLEFNALEGAR UMRÆÐUR Umræður forystumanna flokkaog framboða í sjónvarpssal ígærkvöldi voru málefnalegar og lofa þess vegna góðu um kosn- ingabaráttuna, sem framundan er. Sennilega eru frambjóðendur að átta sig á því, að upphrópanir og slagorð, sem gjarnan hafa einkennt kosninga- baráttu, eiga ekki lengur við. Kjós- endur eru upp til hópa upplýst fólk, sem vilja láta tala við sig í samræmi við það. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, er að koma til og gæti átt eftir að koma á óvart í kosn- ingabaráttunni, þótt hann hafi tak- markaða reynslu að baki. Hann er sterkari í svona umræðum en hann var og sýnir af sér meira sjálfs- öryggi en áður. Ómar Ragnarsson er líka nýliði í kosningabaráttu. Hann er á heima- velli, þegar talað er um stóriðju, en á erfiðara með að fóta sig, þegar kom- ið er út í önnur mál eins og t.d. skattamálin. Það er hins vegar óskynsamlegt að vanmeta Ómar. Styrkur hans er sá, að þjóðinni finnst hún eiga hann. Umræðurnar um stóriðjuna voru athyglisverðar. Tveir flokkar hafa þá skýru stefnu að vilja fresta öllum stóriðjuframkvæmdum í mörg ár. Það eru Vinstri grænir og Íslands- hreyfingin. Samfylkingin segist líka vilja fresta stóriðjuframkvæmdum en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á eitthvað erfitt með að koma því til skila. Kannski er hún að reyna að halda utan um tvo ólíka skoðanahópa í eigin flokki. Það er ekki trúverð- ugt, þegar hún gagnrýnir stjórnar- flokkana fyrir að færa ákvörðunar- valdið til sveitarstjórna – öðru vísi verða orð hennar í umræðunum í gærkvöldi ekki skilin – en fagnar hins vegar íbúakosningunni í Hafn- arfirði og niðurstöðum hennar. Er ekki alveg ljóst að Samfylkingin er hlynnt því, að íbúar á hverjum stað taki þessar ákvarðanir? Það er alveg ljóst eftir þessar um- ræður, að allir aðrir flokkar og fram- boð hafa megnustu andúð á innflytj- endastefnu Frjálslyndra. Það er ekki annað hægt en að hafa samúð með Guðjóni Arnari Kristjánssyni í um- ræðum um þessi mál. Þessi gam- alreyndi skipstjóri er augljóslega á móti stefnu flokks síns í þessum mál- um en hefur látið aðra teyma sig út í ógöngur. Guðjón Arnar á ekki að láta nota sig með þessum hætti. Það er nokkuð ljóst, að nái Frjálslyndi flokkurinn manni eða mönnum á þing munu aðrir þingflokkar ekki vilja vinna með þeim. Innflytjenda- pólitíkin verður þeim fjötur um fót. Þeir hafa dæmt sig úr leik fyrirfram. Skattamálin gætu orðið stjórnar- flokkunum erfið í kosningabarátt- unni, þótt málflutningur bæði Geirs H. Haarde og Jóns Sigurðssonar hafi verið sterkur. Það þýðir ekki fyrir þá að halda því fram, að misskipting hafi ekki aukizt á Íslandi undanfarin ár og þeir eiga ekki að reyna að halda því fram. Sú aukna misskipt- ing blasir við hverjum einasta Ís- lendingi. Það er orðin til yfirstétt í fjárhagslegum skilningi á Íslandi. Það þýðir að það hefur orðið gjör- breyting á íslenzku þjóðfélagi. Hins vegar er mikilvægt að sú yf- irstétt hljóti að fara að lögum í einu og öllu, bæði í skattamálum og öðr- um málum. Það yrði afdrifaríkt fyrir þjóðfélag okkar ef í ljós kæmi að all- ir þjóðfélagsþegnar sætu ekki við sama borð. Morgunblaðið hefur ítrekað lýst efasemdum um þann mikla mun, sem er á skattgreiðslu af fjármagns- tekjum og launatekjum. Sennilega er það rétt hjá Geir H. Haarde, að það sé varasamt að hækka fjármagns- tekjuskattinn. En það er hægt að jafna þennan mikla mun, sem nú er, með því að lækka tekjuskattinn verulega frá því, sem nú er, og hægt að færa rök að því, að það sé skyn- samlegt. Landsfundur Sjálfstæðis- flokksins, sem er framundan, ætti að huga að því. Það er rétt hjá Ingibjörgu Sólrúnu að skattlagning á ævisparnaði hinna öldruðu, sem nú eru að taka út fé úr lífeyrissjóðum, er ranglát. Sá veru- leiki blasir við. Stjórnarflokkarnir ættu að taka undir þau sjónarmið. Það er líka rétt, sem fram kom hjá talsmönnum stjórnarandstöðuflokk- anna, að afkoma ákveðins hóps aldr- aðra og öryrkja er mjög erfið. Og fullyrðing Steingríms J. Sigfússonar um fátækt ákveðinna þjóðfélagshópa er staðreynd. Stjórnarflokkarnir eiga ekki að reyna að halda öðru fram. Þeir eiga einfaldlega að ganga til þess verks að lagfæra það þjóð- félagslega ranglæti. Að nokkru leyti báru umræðurnar þess merki, að sumir stjórnmálafor- ingjanna höfðu gengið í gegnum æf- ingu fyrir umræðurnar. Tilraunir Ingibjargar Sólrúnar til þess að út- skýra eigin óvinsældir meðal kjós- enda með því að sjálfstæðismenn væru svo mikið á móti henni voru ekki sannfærandi. Það borgar sig ekki fyrir stjórnmálamenn að koma fram með svona tilbúnar röksemdir. Þær ná ekki í gegn. Guðjón Arnar Kristjánsson eða einhver á hans vegum hafði lagzt í rannsóknir á afstöðu Samfylkingar og Vinstri grænna til EES-samn- ingsins fyrir meira en áratug til þess að sýna fram á, að hann og hans flokkur væru ekki þeir einu, sem væru á móti útlendingum. Þær til- raunir eru barnalegar og munu ekki duga. En þegar Geir H. Haarde sagði: „Faðir minn var innflytjandi. Ég skil ekki þessar umræður,“ var öllum ljóst, að hugur fylgdi máli. Það var augljóst af þessum um- ræðum, að stjórnarandstöðuflokk- arnir hafa af því verulegar áhyggjur að stjórnarflokkarnir haldi velli. Það væri afrek miðað við það að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur setið í rík- isstjórn samfellt í 16 ár og flokkarnir tveir saman í 12 ár. En sá möguleiki segir líka ein- hverja sögu um stjórnarandstöðu- flokkana. Alveg sérstaklega á það við um Samfylkinguna, sem virðist vera á þeirri vegferð að sýna og sanna að forystumönnum hennar hafi gersamlega mistekizt það verk- efni að sameina vinstri menn í einni fylkingu. Það yrði mikill áfellisdómur yfir forystusveit þess flokks. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ SAMFYLKINGIN leggur höf- uðáherslu á að skapa jafnvægi í efnahagsmálum sem forsendu fyrir auknum jöfnuði og al- mennri hagsæld á næstu árum. Íslenska hagkerfið er í miklu ójafnvægi um þessar mundir. Næsta rík- isstjórn mun því hafa mikið verk að vinna í efnahagsmálum. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Al- þýðusambands Ís- lands, birtir grein í Morgunblaðinu á skírdag þar sem hann reiknar út kostnað heimilanna í landinu af hagstjórnarmistökum ríkisstjórn- arinnar. Kostnaðurinn er 38,5 millj- arðar króna á þessu ári einu eða að meðaltali 510 þúsund krónur á hvert heimili. Þessi gríðarlegi kostnaður kemur fram í aukinni greiðslubyrði af skuldum heim- ilanna sem hækkar dag frá degi vegna verðbólgu og hárra vaxta. Ríkisstjórnin hefur rýrt kjör almennings Morgunblaðið tekur grein Gylfa upp í Reykjavíkurbréfi á páskadag, og spyr hvaða ályktanir sé hægt að draga af þeim. Í mínum huga er mikilvægasta ályktunin sú að ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hafi rýrt verulega lífskjör fólksins í landinu, sér- staklega þeirra sem hafa úr minnstu að spila. Miklar og tíðar sveiflur í gengi, vöxtum og verðlagi eru váboði bæði fyrir heimili og fyrirtæki og raska öll- um forsendum fyrir rekstri þeirra og fjár- festingum. Þess vegna vegur óstöðugleiki í efnahagsmálum og verðbólga að velferð- arríkinu en ábyrg stjórn efnahagsmála er í reynd undirstaða þess. Um þetta verður m.a. fjallað á opnum morgunverðarfundi Samfylkingarinnar á Grand-hóteli í Reykjavík á morgun, miðvikudag, þar sem kynnt verður greinargerð sem starfshópur Samfylkingarinnar um hagstjórn hefur unnið undir for- ystu Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins og Seðla- bankastjóra. Skylduverkin vanrækt Í upphafi þessa kjörtímabils var vitað að hagstjórnin yrði vandasöm vegna mikilla fjárfestinga í virkj- unum og stóriðju austanlands. Rík- isstjórnin yrði að beit tækum ráðum til að h þenslu. Það gerði hún þvert á móti, hún hefu þenslunni. Hún hefur ríkisins verulega á síð þrátt fyrir ofþenslu í Engu að síður hefu vanrækt ýmis mikilvæ verk sín á sviði félags ustu og jöfnunar lífskj fólk fær ekki inni á hj ilum þótt það sé í brý með erfið geðræn van úrlausn vegna aðstöðu Barna- og unglingage spítalans; tannheilsu b Íslendingar eiga met framhaldsskóla; 5.300 fátækt; yfir 60% aldra tekjur undir 140 þús. vinnutími foreldra er nágrannalöndunum; a verið eins erfitt fyrir koma þaki yfir höfuði mætti lengi áfram telj Andvaralausir gag líðan fólksins Ríkisstjórnin hefur en farið illa með það. verið ábyrgðarlaus í s arathöfnum og vanræ verkefni. Þetta kemur heimilinum og fyrirtæ landinu. Ástæðan er ekki sú stjórna séu illa meina Ábyrg efnahagsstefna er und Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir STEFÁN Ólafsson prófessor þrá- ast við, þótt tal hans um aukinn ójöfn- uð hafi allt verið hrakið, meðal annars í ágætri grein Ragnars Árnasonar prófessors og Axels Halls hagfræð- ings í Morgunblaðinu 19. mars. Gini- stuðlar þeir um ójöfnuð, sem hann not- aði til rökstuðnings máli sínu, reynd- ust rangir. Stefán fæst ekki til að viðurkenna hina augljósu staðreynd, að allir tekju- hópar á Íslandi hafa notið góðs af örum vexti at- vinnulífsins. Hann ræðst síðan ásamt tveimur fé- lögum sínum harkalega hér í blaðinu 20. mars á fjármálaráðuneytið, af því að það birti fyrir skömmu frétt um, að samkvæmt nýrri skýrslu tölfræðinefndar Norð- urlanda, Nososco, Social tryghed i de nordiske lande 2004, reyndust líf- eyristekjur íslenskra líf- eyrisþega að meðaltali hæstar á Norð- urlöndum árið 2004. Þetta sést á 1. mynd. Stefán heldur því fram, að tölurnar um Ísland og önnur Norðurlönd séu ósambærilegar, þar eð þær séu reikn- aðar út á ólíka vegu. Það er rétt, að þær eru reiknaðar út á ólíka vegu, en það felur ekki í sér, að þær séu ósam- bærilegar. Nososco tók í Danmörku meðaltekjur lífeyrisþega í janúar 2004, bæði frá almannatryggingum og ein- stökum lífeyrissjóðum. Hún tók í Finnlandi og Noregi meðaltekjur líf- eyrisþega í desember 2004. Hún tók í Svíþjóð meðaltekjur lífeyrisþega í des- ember auk sérstakrar húsnæðisupp- bótar. Fyrir Ísland reiknaði hún út meðaltekjur lífeyrisþega á mánuði með því að leggja saman heildar- greiðslur ellilífeyris frá Trygg- ingastofnun og heildargreiðslur úr einstökum lífeyrissjóðum og deila í þá summu með fjölda þeirra, sem þiggja lífeyri frá Tryggingastofnun, en það voru 26 þúsund manns árið 2004. Stefán Ólafsson spyr: Hvers vegna var ekki deilt í með heildarfjölda þeirra, sem voru á ellilífeyrisaldri, en það voru 31 þúsund manns? Svarið er einfalt: Vegna þess að hin fimm þús- undin tóku ekki ellilífeyri. Aðal- ástæðan var auðvitað, að þetta fólk var enn að vinna og atvinnu- eða fjár- magnstekjur þess hærri en svo, að það ætti rétt á grunnlífeyri. Það var komið á lífeyrisaldur, en það var ekki lífeyr- isþegar. Til dæmis voru árið 2004 sex þúsund manns á aldrinum 67–70 ára. Margir þeirra stunduðu fulla vinnu. Það skekkti því myndina ekkert að deila með tölu ellilífeyrisþega í heild- argreiðslur lífeyris í því skyni að reikna út meðaltekjur lífeyrisþega. Útreikningar Nososco fyrir Ísland voru réttir. Ég er ekki dómbær á það, hvort tölurnar fyrir hin Norðurlöndin eru réttar, en treysti Nososco um það, uns annað reynist sannara. Að minnsta kosti er ekki unnt að kenna fjármálaráðu- neytinu íslenska um þær tölur. Stefán hefur önnur rök fyrir því, að út- reikningarnir séu ekki réttir fyrir Ísland. Þau eru, að misræmi sé milli talna í skýrslu Nososco. Á einum stað komi fram (tafla 7.8), að á Norðurlöndum séu lífeyristekjur líf- eyrisþega hæstar á Ís- landi, en á öðrum stað (tafla 7.25), að heildarútgjöld vegna ellilífeyris á hvern ellilífeyrisþega séu næstlægst á Íslandi. Stefán vitnar einnig í nýlega skýrslu Hagstofu Íslands, Fé- lagsvernd á Íslandi. Þar komi fram (tafla 25), að á Norðurlöndum séu heildarútgjöld vegna ellilífeyris á hvern ellilífeyrisþega lægst á Íslandi. Stefán segir, að tölurnar í síðarnefndu töflunni í skýrslu Nosoco og tölurnar í skýrslu Hagstofunnar séu réttar, en tölurnar í fyrrnefndu töflunni í skýrslu Nososco (sem sýndu, að á Norð- urlöndum væru lífeyristekjur hæstar á Íslandi) rangar. Stefán hefur hvorki lesið skýrslu Nososco né Hagstofunnar nógu vand- lega. (Gögnin um Norðurlönd í skýrslu Hagstofunnar eru raunar unnin upp úr skýrslu Nososco.) Fram kemur í skýrslu Hagstofunnar (tafla 25), að sýnd eru útgjöld vegna ellilífeyris á hvern íbúa 65 ára og eldri, ekki útgjöld á hvern ellilífeyrisþega. Þessi tala um útgjöld vegna ellilífeyris er óvenju lág um Ísland vegna þess, sem þegar hef- ur verið hér bent á, að miklu fleira aldrað fólk stundar hér vinnu en þar ytra og þiggur þess vegna ekki ellilíf- eyri. Á þessu atriði er raunar sér- staklega vakin athygli í skýrslu No- sosco (158. bls.). Þar sem tölurnar um útgjöld vegna ellilífeyris á hvern íbúa 65 ára og eldri eru ekki miklu lægri á Íslandi en annars staðar á Norð- urlöndum (þótt miklu fle ingur í þessum aldurshóp taki þess vegna ekki ellil an), renna þær einmitt st þá niðurstöðu, að lífeyris hér hæstar á Norðurlönd í þessum tveimur skýrslu réttar og ekkert misræm Færri aldraðir Íslending isþegar hlutfallslega en a á Norðurlöndum, en þeir lífeyristekjur. Stefán Ólafsson les ek rangt úr tölum í opinberu um hag aldraðra. Hann h mikinn síðustu misseri u þeirra. Hann hefur fullyr á Íslandi hafi dregist aftu hópum og skattbyrði þei Þetta eru brellur. Stefán margir Íslendingar hafa hin síðari ár. Þeir hafa vi hraðar en aldraðir sem h óeðlilegt er að bera þessa saman. Frekar á að bera landi saman við aldraða í um, og þá kemur allt ann og kemur fram í skýrslu sést á 1. mynd. Skattbyr hefur ekki þyngst í öðrum þeim, að eins og aðrir gr hærri skatta með hærri t eins og skattbyrði fyrirtæ auðvitað með því, að það gróða og tekur því að gre var áður skattfrjálst. Ra mikilvægri skattbyrði ve öldruðum, þar sem var e sem kom hart niður á þe stundum kallaður „ekkn Stefán horfir einnig fr mikla mun á lífeyrismálu ars staðar, meðal annars urlöndum. Hann er, að g báru ekki gæfu til þess a söfnunarsjóði lífeyrisrétt við, heldur nota að mestu gegnumstreymissjóði, se ur. Hér safna menn inns hlutfalli við greiðslur inn lífeyrisgreiðslur út úr þe það, en ríkið greiðir til vi lífeyri (nema menn hafi h aðrar). Víða ytra greiða l allega til ríkisins og fá síð frá ríkinu eftir ákvörðun getur komið sér illa síðar Nýjar talnabrellur Stefáns Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson » Vonandi verðfáir aldraðir lendingar ginnin arfífl Stefáns Ól sonar. Hannes Hólmsteinn Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.