Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 35 ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON hæstaréttarlögmaður, fyrrv. gjaldheimtustjóri, Bólstaðarhlíð 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.00. Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir, Lúðvík Þorvaldsson, Jóhanna Gunnarsdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir, Þórhallur Haukur Þorvaldsson, Kristín Rut Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MAGNEA KATRÍN BJARNADÓTTIR frá Bjarnastöðum, Heiðargerði 6, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 14.00. Benedikt Bjarnason, Guðrún Stefanía Bjarnadóttir, Halldór Bjarnason, Elín Hannesdóttir, ömmubörn og langömmubarn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, HULDA SIGURBJÖRG HANSDÓTTIR, Laufvangi 16, Hafnarfirði, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánu- daginn 2. apríl, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar- kirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 13.00. Ólafur H. Friðjónsson, Katla Þorkelsdóttir, Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Guðrún H. Friðjónsdóttir, Árni Kr. Sigurvinsson, Friðrik H. Friðjónsson, Sólveig H. Friðjónsdóttir, Júlíanna H. Friðjónsdóttir, Magnús Pétursson, Guðlaugur H. Friðjónsson, Guðrún Elísabet Jónsdóttir, Kristín J. Ármann, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Kirkjuvegi 1, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 13. apríl kl. 14.00. Lovísa Þorgilsdóttir, Unnur Þorsteinsdóttir, Þórður Kristjánsson, Guðný Helga Þorsteinsdóttir, Halldór Olesen, Hrönn Þorsteinsdóttir, Magnús Jónsson, Magnea Þorsteinsdóttir, Johan D. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Frænka okkar og systir, EMMA CORTES, sem lést að morgni miðvikudagsins 4. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 11. apríl kl. 11.00. Garðar Cortes, Jón Kristinn Cortes, Anna Margrét Cortes og fjölskyldur. Það var ekki beint frétt sem ég átti von á þegar Sigga í Öxl sagði mér að pabbi sinn væri kominn í hvíld. Þetta var svo fallega sagt að maður sá hann fyrir sér rólegan og kátan að vanda. Svavar var svoleiðis perónuleiki í mínum huga. Ég vissi að veikindi höfðu steðjað að honum um hríð en var að gæla við þá von að heimsækja hann með hækkandi sól. Vinátta okkar Svavars hófst þegar ég var vetrarmaður í Hnausum og Leifur tók mig með í heimsókn að Öxl. Það var eins og ég kæmi í nýjan heim miðað við sveitabýli í þá daga að þeim ólöstuðum en Svavar var mikill uppfinningamaður og smiður af guðs náð. Þegar maður lítur yfir farinn veg sér maður að lífið er oft engin til- viljun. Húnavatnssýslurnar voru Svavar Guðjón Jónsson ✝ Svavar GuðjónJónsson fæddist á Molastöðum í Fljótum 15. október 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 31. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 10. febrúar. ætlaðar mér sem borgarbarni. Syðri- Löngumýri, Dalgeirs- staðir, Hnausar og Stóra-Giljá hjá Guð- mundi Bergmann heitnum og Ingibjörgu og hjá þeim endurnýj- uðust og dýpkuðu kynni mín af Svavari og fjölskyldu. Það leið ekki á löngu áður en ég var orðinn heimagangur í Öxl og var mikið spáð og spjallað um tækni og uppfinningar. Það var fljótt ljóst að Svavar var vel á undan sinni samtíð hvað varðar hugmyndir og naut hann sín vel í þeim efnum. Ég þori t.d. að fullyrða að hann var fyrsti maður til að keyra traktor yfir fljót- andi votengi með því að hleypa lofti úr dekkjunum en mig minnir að það hafi verið 1958. Það má geta þess að jöklajeppamenn byrjuðu ekki að nota þessa aðferð fyrr en kannski um 20 árum síðar. Árin liðu og borgardrengurinn fór í nám en þráin að komast norður var oft sterk og varð ég þess njótandi að komast í langþráðar göngur á Grímstunguheiði og fram á Stóra- sand. Höfðingsskapur Svavars var líka mikill og er mér minnisstæðast þegar hann vildi gefa mér gangna- hestana sem mér þótti orðið svo vænt um eftir þessi gangnaár mín en aðstaða var ekki fyrir hendi að þiggja þá gjöf svo hann bauðst til að sjá um þá og var ég glaður því enda hefði ég ekki viljað taka þá úr heima- haga. Þær voru líka ófáar sögurnar sem hann sagði úr Fljótunum, sem voru hans æskustöðvar. Sérstaklega var gaman að heyra hann tala um síld- arárin og veru hans í kringum flug- kappana eins og t.d. Alfreð heitinn o.fl., en Loftleiðir voru með flugú- tgerð á Miklavatni, en þar naut hann sín líka sem músíkant á dansiböllum og enn meir síðar í lífinu en hann var alveg afbragðs harmonikuleikari ef eitthvað mætti segja. Vináttusamband okkar Svavars hefur varað í nær 50 ár og voru þau ófá skiptin sem stoppað var í Öxl, jafnvel með halarófuna af félögum, en allir vildu hitta hann af mínum fé- lögum en mig grunar líka að Silla heitin eiginkona Svavars hafi laðað okkur svanga ferðamennina heim í bæ. Það var heldur ekki síður Sillu heitinni og börnunum þeirra að þakka hve ég hændist að Öxl en við- mót þeirra var þvílíkt að ég fylltist alltaf gleði þegar ég renndi þar í hlað. Við Guðrún viljum votta börnum Svavars og fjölskyldum þeirra sam- úð okkar, einnig fyrir hönd vina og ferðafélaga minna sem eru Davíð, Þórður, Sigmundur, Börkur, Þorkell og Ragnar sem býr nú í Noregi. Valdimar Samúelsson (Ritchie). Ég vil minnast tengdamóður minnar Betu eins og hún var að jafnaði kölluð. Leiðir okkar Betu lágu sam- an er ég kynntist dóttur hennar og Lalla, Særúnu fyrir um 14 árum. Á ég erfitt með að fyrirgefa konu minni að við skyldum ekki kynnast fyrr, því frá fyrstu kynnum okkar Betu hef ég átt með henni góðar stundir svo aldrei bar skugga á. Elísabet Pétursdóttir ✝ Elísabet Péturs-dóttir fæddist á Laugum í Súg- andafirði 8. sept- ember 1922. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 5. febrúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 14. febr- úar. Ekki vorum við alltaf sammála en allur ágreiningur var leyst- ur í góðsemi. Margar stundir áttum við saman við eldhús- borðið á Þúfubarðinu og spjölluðum um heima og geima. Það er skrítin tilfinning að geta ekki tekið upp símtólið og hringt í hana og skipst á fréttum en síðustu ár- in hefur síminn gegnt meira hlutverki hjá okkur þar sem ég og fjölskylda mín fluttum til Siglufjarðar fyrir nokkr- um árum. Þó að Beta hafi ekki ver- ið með hæstu konum var krafturinn í öfugu hlutfalli við stærðina. Hún ól upp 8 börn og stjórnaði stóru heimili til margra ára þar sem eig- inmaðurinn var á sjó. Það var mikil ábyrgð sem Beta leysti með prýði eins og allt annað er hún kom ná- lægt. Síðastliðið sumar fórum við saman til Kanada fjölskylda mín og Beta. Var viss beygur í okkur að fara í svo langt og strangt ferðalag með Betu, þá á 84. aldursári, en viti menn, Beta stóð sig eins og hetja og gaf okkur þeim yngri ekkert eft- ir. Þó að Beta ætti heima mestan hluti ævinnar í Hafnarfirði var hún afar stolt af uppruna sínum, en hún fæddist í Súgandafirði og bar sterkar taugar þangað alla tíð og þreyttist seint á að lofa þann stað. Nú veit ég að Lalli og Beta sitja saman á skýi uppi hjá Guði, haldast í hendur og horfa dreymin hvort á annað og Beta stingur brjóstsyk- ursmola upp í hann Lalla sinn sem hún saknaði svo mikið. Þakka þér allt það sem þú gerðir fyrir mig, Beta mín. Að lokum vil ég fá að vitna í orð Jökuls Jakobssonar: Við hittumst í landinu þangað sem fuglasöngurinn fer þegar hann hljóðnar. Guð geymi þig og Lalla um alla eilífð. Þinn tengdasonur, Guðjón Látin er á Vífil- stöðum kær vinkona og samferðakona í nær fjóra áratugi, eftir erfið veikindi undanfarin ár. Ég kynntist Indý fyrst þegar við hjónin fluttum að Reykholti haustið 1967. Þegar ég sá hana fyrst var það snemma morguns og þá var hún að þurrka af í stofunni sinni með svuntu, enda bar heimili hennar þess merki að því var sinnt vel og mikil reglusemi þar á. Indý kom í Reykholt til þess að vinna á símanum og þar kynntist hún manni sínum Guðmundi Kjer- úlf sem látinn er fyrir rúmum ára- tug. Einnig sá hún um pilta á heimavistinni Gömlu Útgarðar einn vetur og hafði mjög gaman af því. Ingibjörg Helgadóttir ✝ IngibjörgHelgadóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1936. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Víf- ilsstöðum 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá kirkju Óháða safnaðarins fimmtu- daginn 15. mars. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi fundið hvern mann hún hafði að geyma. Hún lagði það ekki í vana sinn að hallmæla nokkrum manni og var öllum góð. Seinna þegar þau hjónin hófu uppbygg- ingu á bifreiðaverk- stæðinu í Litla- Hvammi þá var hún ráðskona hjá Gunnari Jónssyni á Breiðaból- stað um nokkurt skeið og átti hún margar góðar minningar þaðan. Hún tók virkan þátt í starfi Ungmennafélags Reykdæla og þá sérstaklega í leikstarfseminni. Það voru orðin þó nokkuð mörg leik- ritin sem hún tók þátt í að upp- færa. Einnig söng hún í kirkjukór Reykholtskirkju um nokkurt ára- bil. Tengdaforeldrar hennar bjuggu á Akri við Reykholt og var mikið náið samband við þau. Andrés tengdafaðir hennar lagði það í vana sinn að koma við í Litla- Hvammi á hverjum degi til þess að spjalla og þiggja kaffisopa, einnig dvaldi hann á heimili hennar um nokkurt skeið þegar heilsan var farin að gefa sig. Hún stóð með manni sínum við uppbyggingu verkstæðisins og hafði starfsmennina í fæði, því þeir komu úr öðrum sveitarfélögum sumir hverjir og áttu ekki svo hægt um vik að fara heim til sín í mat og reglur vinnumarkaðarins kváðu svo á um að starfsmenn úr öðrum sveitarfélögum ættu rétt á fæði hjá vinnuveitanda sínum. Þetta var ærinn starfi, sem hún sinnti af alúð. Vorið 1968 eignuðust þau sól- argeislann í lífi sínu Guðmund Inga. Hamingja hennar var mikil yfir yndislega og fallega drengnum sínum. Hann er nú vaxinn úr grasi og hefur eignast konu og tvö börn og það þriðja nýkomið í heiminn og hún hlakkaði mikið til. Guðmundur og Indý voru flutt til Reykjavíkur fyrir allmörgum árum og störfuðu þau saman í Blá- fjöllum og Sundhöllinni í Reykja- vík. Heimili hennar var við Lind- argötu seinustu árin áður en hún fór á Vífilstaði haustið 2005. Við áttum margar góðar stundir saman á síðustu árum, sem ég þakka henni af alhug. Ég og fjölskylda mín sendum Guðmundi Inga, Írisi, Kamillu, Andra og öðrum ættingjum og vin- um innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Bjarnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.