Morgunblaðið - 10.04.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.04.2007, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BRESKIR kennarar settu í gær fram þá kröfu að mega yfirgefa kennslustofuna þegar kæfandi hiti geri þeim ókleift að starfa, að sögn The Guardian. Fram kom á fundi kennarasambandsins breska, NUT, að í nýtískulegum skólum væru oft stórar og margar rúður sem ykju enn á vandann. Bent er á að þótt nýju húsin geti verið glæsileg í útliti séu þau óhent- ug að þessu leyti. Hitavandinn geti haft slæm áhrif á heilsu nemenda, þá geti svimað og fengið krampa. Einn kennarinn nefnir einnig til að hlýnun vegna gróðurhúsaáhrifa sé líkleg til að auka enn svækjuna og valda því að loka þurfi skólum yfir hásumarið, rétt eins og stundum hafi ís og snjór það í för með sér að skólahald stöðvist yfir veturinn. Einnig var gagnrýnt á fundinum að lögreglan setti nú samvisku- samlega í skýrslur sínar allar ásak- anir um að kennari hefði beitt nem- endur kynferðislegu áreiti eða ofbeldi, jafnvel þótt rannsókn leiddi ekki í ljós neitt saknæmt. Var sagt að um væri að ræða af- leiðingar Soham-morðanna svo- nefndu er starfsmaður skóla nauðg- aði tveimur stúlkum og myrti þær. Lögreglan vildi ekki eiga á hættu að vera sökuð um að hunsa neinar upplýsingar og gengi þess vegna lengra en góðu hófi gegndi. Breskir kennarar neita að kenna í hitasvækju Natanz. AFP. | Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær að framleiðsla Írana á auðguðu úrani væri komin „á iðnaðarstig“ en þeir nota nú 264 skilvindur við framleiðsluna sem er nokkur áfangi. „Hin mikla þjóð Írans … mun ekki leyfa nokkrum ofbeldisfullum stór- veldum að setja skorður við framförum hennar með því að hafa áhrif á alþjóðasamfélagið,“ sagði forsetinn. Nota þarf mörg þúsund skilvindur til að framleiða nóg af efninu til að smíða kjarnorkusprengju. Íranar full- yrða að markmið tilrauna þeirra sé friðsamleg nýting kjarnorku til rafmagnsframleiðslu. Íranar segjast hafa náð meiri tökum á auðgun úrans Mahmoud Ahmadinejad FIMMTI skemmtiferðageimfari sögunnar, Bandaríkjamaðurinn Charles Simonyi, komst í gær til al- þjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS. Reuters Harðánægður Simonyi í rússneska geimfarinu sem flutti hann til ISS. Skemmtiferð í geimnum MEÐALÁRSNEYSLA á áfengi í Rússlandi á mann hefur þrefaldast síðan 1990 og er nú um 15 lítrar af sterku áfengi. Neytendasamtök landsins segja þetta uggvænlega þróun, einkum aukninguna meðal kvenna og unglinga. Um 2,3 millj- ónir af alls 142 milljónum íbúa eru taldar vera áfengissjúklingar. Auka drykkjuna MARTIN Strels, 52 ára gamall Slóveni, hefur afrekað að synda eft- ir endilöngu Amazonfljóti í Suður- Ameríku, alls um 5.265 kílómetra, á 66 dögum. Aðstoðarmenn Strels sáu um að stugga við piranha- ránfiskum, kyrkislöngum og krókó- dílum. „Fyrir frið, vináttu og hreint vatn,“ er slagorð Strels sem áður hefur synt eftir Dóná, Mississippi og Jangtze. Amazon sigrað Í HNOTSKURN »Bandarískar hersveitirtóku miðborg Bagdad 9. apríl 2003 og veittu þá aðstoð við að fella stóra styttu af Saddam Hussein. »Utanríkisráðherra Íraks,Kúrdinn Hoshyar Zebari, sagði mörg mistök hafa verið gerð eftir innrásina. Verst hefði verið að herinn hefði verið leystur upp og þannig skapað tómarúm. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FJÖGUR ár voru í gær liðin frá því að herir bandamanna tóku Bagdad og notuðu margir tækifærið til að krefjast þess að erlenda herliðið hefði sig á brott. Hundruð þúsunda Íraka efndu til friðsamlegra útifunda í hinum helgu borgum sjía-múslíma, Najaf og Kufa, sunnan við Bagdad. Öryggisráðstafanir voru hertar að mun vegna dagsins, öll bílaumferð var bönnuð í höfuðborginni og Najaf til að koma í veg fyrir hryðjuverk. Ekkert lát virðist á óöldinni í land- inu þótt eitthvað hafi dregið úr morðárásum hryðjuverkamanna í Bagdad eftir að Bandaríkjamenn sendu aukið herlið á vettvang. Sam- steypustjórn helstu hreyfinga sjíta og Kúrda, sem er við völd, vill ekki að erlenda herliðið fari frá landinu og vill fá aukið ráðrúm til að efla her- inn svo að hann geti komið á friði. Nýlegar skoðanakannanir í Írak sýna mjög mikla andstöðu við er- lenda herliðið og vonbrigði vegna þess hve illa gengur að tryggja ör- yggi almennra borgara. Meirihluti aðspurðra vill þó ekki að hermenn- irnir yfirgefi landið fyrr en búið sé að bæta ástand öryggismála. Fundirnir í Najaf voru haldnir að undirlagi sjíta-klerksins Moqtada al- Sadr sem lengi hefur barist hart gegn Bandaríkjamönnum. Háttsett- ur félagi í hreyfingu al-Sadrs, Salah al-Obaydi, sagði að gangan væri hvatning til að þjóðin yrði frelsuð. „Óvinurinn sem hefur hernumið landið ræðst nú gegn virðingu írösku þjóðarinnar. Eftir fjögurra ára her- nám eru hundruð þúsunda manna fallin eða særð.“ Lögreglumenn voru við öllu búnir í Najaf en ekki kom til átaka. Margir veifuðu litlum íröskum fánum, einnig var borinn nær tíu metra langur fáni í göngunni. „Já, já, Írak“ stóð á dreifimiðum sem flögruðu um stað- inn, einnig „Já, já, Moqtada. Her- námsliðið á að yfirgefa Írak“. Sumir brenndu bandaríska fána og tröðk- uðu á þeim. Al-Sadr hefur átt ráðherra í sam- steypustjórninni en hefur einnig mikil tengsl við klerkana í Íran sem eru sjítar. Hann hefur ekki sést um hríð í Írak og fullyrða Bandaríkja- menn að hann sé í grannlandinu en talsmenn hans þverneita því, segja hann vera í Írak. Vígasveitir klerks- ins hafa verið sakaðar um að myrða fjölda súnníta og telja Bandaríkja- menn að hann eigi stóran þátt í blóð- ugum átökum milli sjíta og súnníta. Hafa Bandaríkjamenn ásamt írösk- um hermönnum leitað uppi víga- menn al-Sadrs síðustu daga og hand- tekið marga. Al-Sadr hvatti menn sína í yfirlýsingu í gær til að forðast árásir á landa sína en einbeita sér að árásum á Bandaríkjamenn. Krefjast brottfarar Bandaríkjamanna Fjögur ár frá falli stjórnar Saddams Reuters Kröfuganga Stuðningsmenn sjítaklerksins Moqtada al-Sadrs í Írak halda á fánum í Najaf í gær. „Niður með Bandaríkin. Lifi frelsið!“ hrópaði fólkið. BENEDIKT páfi 16. flutti hefð- bundið ávarp sitt af svölum emb- ættisbústaðar síns, Castelgandolfo fyrir utan Róm, í gær og hvatti kristna menn til að hræðast ekki að breiða út fagnaðarerindið til fjar- lægustu horna jarðarinnar. Sagði hann það „brýnt fyrir karla og kon- ur vorra tíma að þekkja og hitta Jesúm“. Í ávarpi sínu á páskadag, sem hann flutti eins og hefð er fyrir af svölum Péturskirkjunnar, harm- aði hann þjáningar í heiminum, einkum í Írak og Afríkulöndum. Páfi verður áttræður 16. apríl. Reuters Kristnir breiði út fagnaðarerindið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.