Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „ÞARNA voru menn sem hafa jafn- vel verið að kenna mér, þannig að ég sagðist bara ætla að gera mitt besta og árangurinn var framar vonum,“ segir Hjörvar Steinn Grétarsson, fjórtán ára margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari í skák, sem hlaut 4,5 vinninga, eða 50% vinn- ingshlutfall, á Kaupþingsmóti Hellis og Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í gærdag. Árangurinn verður að telj- ast afar góður – ekki síst ef miðað er við að hann var langyngsti keppand- inn og andstæðingarnir afar sterkir. Óhætt er að segja að nóg hafi ver- ið að gera hjá Hjörvari undanfarna daga, mótið hófst fjórða apríl sl. og sama dag skrifaði hann undir sam- starfssamning við Kaupþing. Þar fyrir utan hefur staðið yfir und- irbúningur vegna fermingar Hjörv- ars sem fram fór í gærdag. Hann segist hins vegar hafa náð að ein- beita sér alveg að skákinni og látið fjölskylduna um undirbúninginn. Lokaleikur Hjörvars var settur á hádegi í gær og fermingin klukkan hálftvö og segir hann að þar hafi litlu mátt muna. Var hann því nokkuð feginn þegar andstæðingurinn hætti keppni og hann fékk gærdaginn til að undirbúa sig fyrir ferminguna. Með fimm ára samning við Kaupþing Hjörvar hefur sýnt það á und- anförnum árum að þar fer eitt mesta efni okkar í skáklistinni. Auk þess að hafa unnið til fjölda verðlauna er hann jafnframt yngsti keppandi sem teflt hefur í landsliðsflokki Skák- þings Íslands. Það er því engin til- viljun að Kaupþing, Hjörvar og Tafl- félagið Hellir hafi skrifað undir samstarfssamning til fimm ára þar sem tilgangurinn er að efla Hjörvar sem skákmann og styðja við tafl- mennsku hans á innanlands sem og erlendis. Hjörvar segist að vonum himinlif- andi með samninginn sem mun gera honum kleift að taka þátt í fleiri keppnum erlendis auk þess að hægt er að setja upp fyrir hann þjálf- unarbúðir. „Þetta auðveldar mikið við kostnaðinn sem fylgir og er í raun alveg frábært,“ segir Hjörvar sem tekur næst þátt í Reykjavík Int- ernational sem hefst á morgun. Gat ekki tekið mikinn þátt í undirbúningi fermingarinnar Morgunblaðið/Ómar Við ferminguna Hjörvar Steinn fermdist í Grafarvogskirkju í gærdag og segir hann að hamingjuóskum hafi hreinlega rignt yfir sig í veislunni. Skákmaðurinn efnilegi Hjörvar Steinn Grét- arsson náði góðum árangri á Kaupþings- móti Hellis og TR sem lauk í gærdag – á ferm- ingardag kappans. andri@mbl.is LÍÐAN mæðginanna sem lentu í vélsleðaslysi í Grenjaárdal ofan Grenivíkur á páskadag er eftir atvik- um góð. Þau hlutu bæði beinbrot en eru ekki talin alvarlega slösuð. Slys- ið sem átti sér stað laust eftir hádeg- ið varð með þeim hætti að konan missti vald á vélsleða sem þau voru á, hann valt og mæðginin urðu undir sleðanum. Kalla þurfti út björgunar- sveitir frá Grenivík og Akureyri og gengu björgunaraðgerðir vel. Þá slasaðist ökumaður fjórhjóls nokkuð þegar hann lenti í árekstri við jeppa skammt frá Skarðsfjöru- vita, rétt utan við Vík í Mýrdal, síð- degis á páskadag. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæsl- unnar á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss til aðhlynningar en hann reyndist ekki eins alvarlega slasaður og talið var í fyrstu. Hann var undir eftirliti lækna yfir nótt en útskrifaður í gærdag. Hlutu beinbrot í vélsleðaslysi INGVAR Þór Jóhannesson náði sín- um öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli eftir stutt jafntefli við Snorra Bergsson í níundu og síð- ustu umferð Kaupþingsmóts Hellis og Taflfélags Reykjavíkur sem lauk í gær. Fyrri áfanga náði Ingvar á Ístaksmóti Hróksins sem fram fór fyrir þremur árum. Ingvar lauk keppni með 6,5 vinn- ing en enski alþjóðlegi meistarinn Robert Bellin sigraði meistara- flokkinn með 7,5 vinninga. Í stórmeistaraflokki var mikill friður í lokaumferðinni og lauk öll- um skákum með jafntefli. Stóð þar uppi sem sigurvegari lettneski stór- meistarinn Nor- munds Miezis, með 7,5 vinninga en næstur kom Kveinys Aloyzas með sex vinn- inga. Bragi Þor- finnsson og Stef- án Kristjánsson urðu efstir ís- lensku skák- mannanna með 4,5 vinninga. Í kvennaflokki sigr- uðu Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir og hin franska Izabelle Lamoureux en báðar luku keppni með 2,5 vinninga. Náði sínum öðrum áfanga Morgunblaðið/Ómar Við skákborðið Hjörvar Steinn stóð sig vel á Kaupþingsmótinu. Ingvar Þór Jóhannesson Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA mæltist mjög vel fyrir, enda var flutningurinn í frábærum höndum,“ segir Atli Heimir Sveinsson tónskáld, sem nýverið var viðstaddur heimsfrumflutning Tékknesku fílharmóníusveit- arinnar á fjórðu sinfóníu sinni í tónlistarhöllinni Rudolfinum í Prag. Hljómsveitarstjórnin var í höndum Zdeneks Mácals, aðal- hljómsveitarstjóra Tékknesku fílharmóníunnar. Að sögn Atla Heimis var fullt út úr dyrum við frumflutning verksins og viðtökur tónleikagesta afar góðar. Flutningurinn var hluti af ár- legri tónlistarhátíð sem fram fór dagana 24. mars til 1. apríl og nefnist Prague Premieres. Þetta árið var sjónum sérlega beint að tékkneskri tónlist og tónlist frá Norðurlöndunum, en auk Atla Heimis áttu Íslendingarnir Jón Nordal, Anna Sigríður Þorvalds- dóttir og Atli Ingólfsson verk á hátíðinni. Vonar að Mácal fáist til að stjórna verkinu hérlendis „Ég á mjög erfitt með að lýsa sinfóníunni minni í orðum,“ segir Atli Heimir, þegar hann er beðinn að lýsa verki sínu. „Ég held að ég hafi aldrei skrifað svona músík áð- ur. Ég reyni reyndar alltaf að búa til nýjan heim í hverri sinfóníu sem ekki hefur verið til áður, þannig að ég held að þær séu ólík- ar hver annarri.“ Spurður hvenær landinn fái tækifæri til að heyra verkið segist Atli Heimir hreinlega ekki vita það. „Ég vona hins vegar að Zdenek Mácal verði boðið heim og fenginn til að stjórna verkinu,“ segir Atli Heimir og tekur fram að það væri mikill fengur fyrir Ís- lendinga ef Mácal þekktist slíkt boð, enda sé hann framúrskarandi hljómsveitarstjóri sem starfað hafi víða um heim við góðan orðs- tír. Atli Heimir lætur sérlega vel af samstarfinu við Mácal. „Okkar samvinna var mjög góð. Eins og unga fólkið segir þá fílaði Mácal verkið í botn,“ segir Atli Heimir og hlær. Vinna af hrifningu og ást á verkinu Spurður hvernig sé að heyra frumflutning á stóru verki eftir sig og hvort hljómsveitarstjór- anum hafi tekist að veita tón- skáldinu nýja sýn á eigið verk svarar Atli Heimir: „Þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem ég heyri svona stórt verk eftir mig. Yf- irleitt er þetta nú að langmestu leyti eins og ég hafði hugsað mér það. En það er alltaf gaman að vinna með mönnum sem eru óhræddir að takast á við óvana- lega hluti og vinna vel, vinna af hrifningu og ást á verkinu, eins og þarna mátti greina,“ segir Atli Heimir. Frábærar viðtökur í Prag Ljósmynd/Jiri Barton Sáttur í lok tónleika Fjórðu sinfóníu Atla Heimis Sveinssonar var ein- staklega vel tekið þegar hún var heimsfrumflutt í Prag nýverið. LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu stöðvaði ofsaakstur karlmanns á fertugsaldri aðfaranótt mánudags en maðurinn ók á um 160 km hraða á Reykjanesbraut, til móts við IKEA, í Garðabæ. Unnið er að framkvæmdum á svæðinu og er leyfilegur hámarkshraði þar því 50 km á klukkustund. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu gekk fremur erfiðlega að fá manninn til að stöðva bifreiðina en hann sinnti ekki merkjum lögreglu og jók heldur hraðann. Lögregla þurfti því að elta manninn sem sá ekki að sér fyrr en hann var kom- inn inn í Kópavog. Að sögn lög- reglu var hann hvorki undir áhrif- um áfengis né vímuefna og gat engar skýringar gefið á ökulagi sínu. Kannaðist ekki við ofsaakstur ♦♦♦ VARÐSKIP Landhelgisgæslu Ís- lands kom í gær að handfærabáti á meintum ólögmætum veiðum á frið- unarsvæði í Faxaflóa. Fóru gæslu- menn af varðskipinu um borð í bát- inn, athuguðu aflann og skipsskjöl auk þess sem tekin var skýrsla af skipstjóra bátsins. Að skýrslutöku lokinni var skip- stjóranum gert að sigla bátnum til hafnar í Reykjavík þar sem lögregl- an á höfuðborgarsvæðinu tók á móti honum. Samkvæmt upplýsingum frá Gæslunni verður kæra send til lög- reglustjóra höfuðborgarsvæðisins vegna brotsins. Á ólögleg- um veiðum ♦♦♦ ♦♦♦ KONA brenndist illa á fæti þegar jörð brast undan henni þar sem hún var á gangi um hverasvæði við golf- völlinn í Hveragerði í gærdag. Lenti hún með annan fótinn ofan í sjóðandi heitan hver, þannig að leirinn náði upp undir hné. Hún var flutt á Heil- brigðisstofnun Suðurlands til að- hlynningar. Að sögn lögreglu hefði öllum mátt vera það ljóst að þarna var hættulegt að ganga og segir hún konuna hafa lagt sig í stórhættu með athæfi sínu. Brenndist illa á fæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.