Morgunblaðið - 10.04.2007, Side 25

Morgunblaðið - 10.04.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 25                      !!"! #$%&' ()  ( *+,&' -.' /0 1((  222"34,33"'  5 5 6 en aldrei kom það. Í lokin sagði Kristján raunar tvær eða þrjár setningar um málið og Jón Ársæll fyr- irgaf honum í fram- haldinu og gleypti hann eins og hvalur. Maður vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. x x x En er íslenskaþjóðin í raun og veru í krónískri fýlu út í Kristján Jóhanns- son? Ekki hefur Vík- verji orðið var við það. Vissulega hefði hann mátt koma betur út úr þessu styrkt- artónleikamáli en hver er að velta sér upp úr því í dag. Eflaust hafa einhverjir móðgast út í kappann á þeim tíma en er þjóðin virkilega svo langrækin að hún erfi þetta ennþá við hann? Varla. Kristján Jóhannsson er með skemmtilegri Íslendingum – ef ekki hreinlega sá skemmtilegasti – lífsgleðin skín af honum enda þótt hann virki á köflum svolítið hrjúfur. Er því ekki tími til kom- inn að klára þetta leiðinlega mál í eitt skipti fyrir öll? Víkverji legg- ur til að það verði gert á stórum tónleikum hér heima sem allra fyrst. Og síðan ekki minnst á þetta meira. Víkverji er mikillaðdáandi sjón- varpsmannsins ein- læga, Jóns Ársæls Þórðarsonar, og enn meiri aðdáandi Krist- jáns Jóhannssonar óperusöngvara. Hann beið því spenntur eft- ir viðtalsþætti þeirra félaga á Stöð 2 að kvöldi páskadags, ekki síst þar sem boðað hafði verið uppgjör söngvarans við íslensku þjóðina sem Jón Ársæll full- yrti að hefði móðgast heiftarlega við hann út af einhverjum styrktartón- leikum um árið. Þátturinn var skrýtinn. Krist- ján söng í fortíð og nútíð, sem raunar er alltaf gaman að heyra, braut brauð og eldaði. Svo söng hann meira og eldaði meira. Þá var rætt við nemendur hans, móður, eiginkonu, dóttur og fleira fólk en aldrei þessu vant sagði tenórinn lítið sem ekkert. Í þættinum voru rifjuð upp við- töl við Kristján úr Kastljósinu og Íslandi í bítið í tengslum við þessa styrktartónleika, ummælin um rauða brjóstið og það allt saman, og honum lítill greiði gerður með því. Maður beið með öndina í háls- inum eftir hinu auglýsta uppgjöri       víkverji skrifar | vikverji@mbl.isEftir Kristínu Heiðu Kristinsdótturkhk@mbl.is „Það var enginn vafi í mínum huga þegar ég fékk að velja hvort ég vildi matarstellið hennar ömmu eða hlutina í bláa horninu hennar,“ segir Helga Þórsdóttir sem fékk eftir föðurömmu sína og nöfnu, Helgu Egilson, forláta diska, glös og karöflu sem ævinlega stóðu hjá henni í svokölluðu bláa horni. „Þegar afi minn dó fyrir tveimur árum var ákveðið að við barna- börnin fengjum öll eitthvað úr dánarbúinu, málverk eða einhvern hlut, og mér þykir vænt um að hafa fengið það sem var í bláa horninu. Auk diskanna og glasanna tilheyra því líka ýmsir munir sem hún hafði fengið gefins, eins og fuglar skornir út í fiskbein, skeið og blómavasi.“ Helga segir að á glösunum og karöflunni séu dönsk póstmerki, konungshöfuð. „Ég veit að þetta var gefið út í tilefni af einhverju afmæli og er mjög sjaldgæft. Mig dauðlangar að vita nánar um söguna á bak við þessi merki og ef einhver þekkir hana þá má viðkomandi gjarnan hafa samband við mig.“ Einn frá Rússlandi, annar frá Frakklandi Helga segir að glösin og karafl- an eigi að standa á borði fyrir framan diskana sem eru uppi á vegg, það séu nánast fyrirmæli, því þetta eigi að vera uppraðað sem líkast því sem var í bláa horn- inu hjá Helgu Egilson. „Andinn hennar fylgir á ein- hvern hátt þessu bláa horni hér hjá mér og ég á margar minningar tengdar því. Hún amma mín var víðförul kona af því afi minn var píanóleikari og þurfti að ferðast til annarra landa. Á þessum ferðalög- um þeirra um heiminn leitaði hún uppi diska með einhverju bláu í, til að bæta í safnið sitt. Diskarnir koma því frá ólíkum löndum og misjöfnum tíma og engir tveir eru eins. Einn er til dæmis frá Rúss- landi, annar frá Ungverjalandi og enn annar frá Frakklandi.“ Mjög sérstakt tækifæri þarf til að drekka úr glösunum Helga segir ömmu sína ekki hafa verið að spara bláa stellið enda var hún ekki þannig kona. „Ég drakk oft úr þessum glösum hjá henni sem voru ómetanlegir safngripir að mér skilst vegna póstmerkisins. Þetta er miklu heil- agra fyrir mér en það var fyrir henni og ég hef hvorki drukkið úr glösunum né borðað af diskunum síðan þeir komust í mínar hendur. Ef eitthvað kæmi fyrir þessa hluti yrði ég alveg eyðilögð, því þessu horni fylgja minningar mínar um hana. En ef alveg sérstakt tæki- færi gæfist og engin börn væru nálægt myndi ég kannski setja vín í karöfluna og drekka úr glös- unum. En ég held ég láti diskana ónotaða, tek ekki þá áhættu að missa þá í gólfið.“ Muggur samdi söguna um Dimmalimm til hennar Helga segir að hún og amma hennar hafi verið miklar og góðar vinkonur. „Hún var fyrirmyndin mín. Hún var alltaf svo glöð og alla tíð ung. Það var til dæmis aldrei gam- almennalykt af henni. Hún var alltaf tilbúin að takast á við ný verkefni, allt til dauðadags, en hún dó fyrir fimm árum. Hún var líka svo félagslynd, flink að elda mat og henni var margt til lista lagt. Hún skrifaði barnaævintýi og líka leikrit um Dimmalimm, en sjálf var hún Dimmalimm vegna þess að Muggur frændi hennar skrifaði söguna af Dimmalimm til hennar þegar hún var lítil stúlka. Amma var alla tíð mikil Dimmalimm í sér. Mér fannst hún öðruvísu en aðrar ömmur og ég var óskaplega stolt af henni. Hún var sérstök og flott kona sem var aldrei með lagningu heldur með knallstutt hár sem hún litaði ekki. Hún átti ævintýralegt líf, fæddist erlendis og var mikið á ferðinni um víða veröld.“ Amma var Dimmalimm Morgunblaðið/Ómar Sjaldgjæf glös Helga hampar einu af bláu glösunum sem hún drakk úr hjá ömmu sinni. Morgunblaðið/Ómar Gjafir Hvíta blómavasann fékk amman í sextugsafmælisgjöf frá Auði Lax- ness og bláu blómin voru sett á hann svo hann passaði inn í blá hornið. Morgunblaðið/Ómar Konungshöfuð Helgu langar að vita meira um sögu þessa merkis.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.