Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurNikulásson fæddist í Reykjavík 9. september 1930. Hann lést á Landa- koti föstudaginn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Magn- úsdóttir frá Sauð- árkróki, f. 6. júní 1899, d. 6. júlí 1983 og Nikulás Stein- grímsson frá Garð- húsi í Garðahreppi, f. 30. júní 1890, d. 13. ágúst 1965. Systkini Guð- mundar eru: Steingrímur, f. 30. maí 1921, d. 10. ágúst 1997, Guðný, f. 12. júlí 1922, d. 14. nóv. 1998, Magnús, f. 20. júlí 1923, d. 25. maí 2005, Margrét, f. 11. jan. 1925, Sigurður S., f. 30. mars 1926, d. 30. sept. 1973, Þorvaldur, f. 26. 5. mars 1972 maki Elvar M. Birg- isson, f. 10. mars 1972, börn María Dögg, f. 30. júni 1994, Friðrik Már, f. 23. ágúst 2004 og Elín Gróa, f. 1. apríl 2006. c) Katrín Dröfn, f. 14. apríl 1981, sambýlismaður Krist- ján Sívarsson, f. 23. október 1980, börn Gabríel Friðrik, f. 24. sept. 2002 og Rakel Margrét, f. 6. maí 2006. 2) Markús Smári, f. 23. apríl 1958, d. 14. nóvember 1964. Guðmundur stundaði sjó- mennsku um árabil en er í land var komið tóku við störf við akstur stórra bíla og vinnu tækja. Lengst af starfaði Guðmundur hjá Loft- orku. Hann vann hjá S. V. R við akstur og hjá Hreyfli. Guðmundur starfaði hjá Esso og hjá Véladeild SÍS við verslunarstörf svo fátt eitt sé upp talið á langri starfsævi. Útför Guðmundar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. mars 1927, d. 7. ágúst 2004, drengur, f. 1928, d. 1928, Snorri, f. 1. ágúst 1929, d. 19. jan. 1998, Ásgeir, f. 18. júlí 1933, og Smári, f. 9. ágúst 1938, d. apríl 1941. Samfeðra er Sveinn Kristinn, f. 5. sept. 1912, d. 25. apríl 1988. Eiginkona Guð- mundar er Katrín Ragnarsdóttir, f. 26. desember 1932. Börn þeirra eru: 1) Svava, f. 8. júní 1950, maki Friðrik Bridde, f. 31. ágúst 1951. Börn þeirra eru: a) Guð- mundur Smári, f. 28. ágúst 1968, d. 1. mars 1996, fv. maki Bryndís, f. 21. mars 1972, börn Brynjar Smári, f. 18. ágúst 1992 og Svava, f. 4. júni 1994. b) Anna Margrét, f. Elsku pabbi, það er erfitt að sætta sig við að fá ekki að hafa þig hjá okkur lengur. Það var alltaf hægt að treysta á þig, að þú værir til staðar fyrir okkur öll. Þú varst besti pabbi, afi og langafi. Börnin dýrkuðu þig eins og allir reyndar gerðu. Ég og börnin eigum svo góðar minningar um þig. Þú varst svo hjartahlýr og góður og tilbúinn að hjálpa öllum. Mikið varstu stoltur þegar þitt fyrsta barnabarn kom í heiminn og drengnum var gefið nafnið þitt. Síðar komu tvær stúlkur og ekki varstu minna hrifinn af þeim. Svo stækkaði fjölskyldan og þú áttir orðið sjö langafabörn. Þú varst afar stoltur af þessum börnum öll- um. Og ég veit og finn að þú vakir nú yfir okkur í dag. Við eigum góðar minningar um þig og þær góðu minningar munum við varðveita í hjörtum okkar. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði . Þín dóttir Svava. Gummi eins svo allir kölluðu hann var hispurslaus, kjarnyrtur og frjálslegur maður og afar skemmti- leg og falleg persóna. Guðmundur er fæddur í Reykjavík og foreldrar hans Sigríður og Nikulás eignuðust tólf börn. Guðmundur var sendur í sveit að Svartagili í Þingvallasveit. Gekk þar í skóla og fermdist í Þing- vallakirkju. Þarna á Þingvöllum átti Guðmundur góð ár en réð sig svo í kaupavinnu að Svarfhóli í Dölum. Guðmundur var góður reiðmaður og hafði yndi af því að umgangast dýr. Ég eignaðist hest sem reyndist mér illa, því hann var afar tauga- veiklaður og þá er vægt til orða tek- ið. Guðmundur bað um að fá að prufa klárinn og voru þá margir búnir að reyna. Það var sem hest- urinn hefði losnað úr álögum. Það er ekkert að þessum hesti, sagði Guð- mundur hlæjandi og sté af baki. Þegar ég fór út í haga flúði stóðið, en ef Guðmundur fór kom hjörðin. Mönnum og málleysingjum leið vel í návist Guðmundar. Hann var jafn- vel sóttur til að bjarga lélegum sam- kvæmum. Af honum geislaði þessi mikla lífsgleði sem fáum er gefin en allir þrá. Guðmundur fór á togara fimmtán ára. Það var togarinn Þórólfur RE Fyrstu árin þurftu menn að draga netin inn með handafli. Í einni ágjöfinni tók Guðmund út. En það varð honum til happs að bróðir hans Snorri sem var með þennan túr sá Gumma á sundi við skipshlið og dró bróður sinn inn. Hvert ert þú að fara, bróðir? sagði Snorri. Guð- mundur hefur marga hildina háð til sjós og oft hefur það staðið tæpt í brjáluðum veðrum. Eftir langa veru á sjó fór hann að starfa hjá Loft- orku og starfaði þar í mörg ár við akstur. Guðmundur bar alltaf mikla um- hyggju fyrir konu sinni. Þegar veik- indi fóru að gera vart við sig hjá þeim báðum var Guðmundur afar natinn að hjálpa konu sinni í veik- indum hennar og hvatti hana óspart áfram af mikilli ást og hlýju. Það var fallegt að sjá hvað hann var allt- af jafn barnslega glaður þegar hún heimsótti hann á spítalann. Guð- mundur fann og vissi að hverju stefndi dag frá degi og beið rólegur og æðrulaus. Í huga mér koma sögubrot Guðmundar þar sem öll áhöfnin stóð í brúnni þögul, skipið laskað og brjálað veður. Nú lá hann í rúmi sínu laskaður og beið af stakri ró og æðruleysi. Það get ég fullyrt að seint munu mér líða úr minni þau augnablik þegar þeir bræður hittust og fóru að segja sögur í kappi hver við annan, mikið hlegið og söngur ómaði langt fram á morgun. Hvílíkir gleðimenn, hvílíkir bræður, hvílíkir vinir! Nú veit ég að Guðmundur er hjá bræðr- um sínum og þar hristist allt af hlátri. Ég minnist þess ekki að Guð- mundur hafi nokkurn tímann notað orðið nei í mín eyru. Og er lýsandi fyrir þann persónuleika sem hann hafði. Það var sama hver bað, hann fór. Nú var óskað eftir nærveru hans og hann fór. Að leiðarlokum vil ég þakka Guð- mundi einstaka vináttu og gleði inn í mitt líf. Hafðu þökk fyrir allt, kæri vinur. Þinn tengdasonur, Friðrik Bridde. Með fáum orðum vil ég kveðja Guðmund Nikulásson tengdaföður Friðriks sonar míns sem lést að kveldi 30. mars sl., í Landakotsspít- ala eftir langvarandi veikindi. Það eru liðin 40 ár er ég innti Friðrik son minn eftir því hver þessi líflegi og glaðværi maður væri sem hann hefði verið á tali við? Þetta er verðandi tengdafaðir minn, svaraði Friðrik. Á þessum árum sem að baki eru höfum við hjónin mín átt margar samverustundir með þeim hjónum Katrínu Ragnarsdóttur og Guð- mundi. Ófáar eru samverustundirn- ar á heimili Friðriks og Svövu með börnum og barnabörnum þeirra. Guðmundur var mjög hjálplegur við alla sem leituðu til hans, alltaf glaðlyndur og léttur í lund svo af bar. Ég dáðist oft að því hvað Guð- mundur hafði mikinn starfsvilja og fölskvalaus vinátta hans barst í gegnum traust handtak. Guðmundur vandist því frá unga aldri að taka til hendi við margskon- ar störf. Fyrst við sveitastörf í Þingvalla- sveit, úr sveitastörfum var haldið að sjávarsíðunni og seinna til fiskveiða á bátum og togurum. Guðmundur sagði margar sögur af sjómannalífinu og þeim miklu breytingum sem hafa orðið til batn- aðar fyrir fiskimenn. En að hefja svo störf í landi hjá stórfyrirtæki í verktakaiðnaði hefur verið mikil breyting og tengt hann betur fjöl- skyldunni. Menn eins og Guðmundur Niku- lásson, sem gengið hafa í gegnum þennan vinnuferil sveitastarfa og fiskveiða, eru fólk sem þjóðinni ber að þakka þess framlag. Í dag kveðjum við einn af þessum dugandi Íslendingum. Hjónin Guðmundur og Katrín ferðuðust mikið um landið, á síðustu árum aðallega með eigin húsvagn. Fyrir nokkrum árum festu þau sér land á fallegum stað í Þjórsárdal þar sem þau nutu sumardvalar með börnum sínum og barnabörnum. Guðmundur er nú lagður í ferð sem allir eiga fyrir höndum, ég óska honum velfarnaðar og megi hið lýs- andi ljós vísa Guðmundi Nikulássyni veginn. Megi Guð styrkja og vera Katr- ínu, Svövu, Önnu Margrétu, Katrínu Dröfn og fjölskyldum huggun við fráfall Guðmundar Nikulássonar. Blessuð sé minning hans um ókomin ár. Anna og Hermann Bridde. Mig langar að skrifa nokkrar lín- ur um föðurbróður minn Guðmund sem oftast var kallaður Gummi. Hann var búin að berjast hetjulega á spítala í tæpa 15 mánuði. Hann var einn af mörgum systkinum ömmu minnar og afa. Uppáhalds frændi minn og margra annarra, veit ég. Alltaf þegar ég heimsótti hann á spítalann tók hann fagnandi á móti mér og sagði alltaf, komdu nú sæl frænkan mín. Hann var bæði lífsglaður, skemmtilegur og góður maður. Tók veikindum sínum með æðruleysi og aldrei heyrði ég hann kvarta hvernig sem honum leið. Svava frænka mín og Friðrik mað- urinn hennar reyndust honum frá- bærlega vel allan þann tíma sem hann var á lífi. Nú er farinn góður maður sem reyndist öllu sínu fólki vel, það verður mikill missir fyrir Stellu konuna hans og alla hans fjöl- skyldu sem honum þótti afar vænt um, það sagði hann mér alltaf þegar ég heimsótti hann. Ég bið Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Þögn sló á salinn, sem þorra-stund þjóðin hún missti mann á grund. Geymist í huga, hans létta lund látlaus og prúður á ögur- stund. (G.Ó.J.) Annie Kjærnested Steingrímsdóttir. Gummi Nikk eins og hann var alltaf kallaður á okkar heimili verð- ur borinn til grafar í dag eftir erfið veikindi og langa sjúkrahúslegu. Við kynntumst honum þegar við fluttum í blokkina okkar og hefur aldrei borið skugga á samband okkar. Við fundum strax að þarna fór maður sem hægt var að treysta fyrir utan hvað hann var skemmtilegur. Upp í hugann koma minningar um mann sem var alltaf glaður og sífellt á ferðinni. Hann var mikill vinur fjöl- skyldunnar allrar og alltaf reiðubúin að hjálpa ef eitthvað bjátaði á og er okkur minnisstætt þegar hann keyrði ásamt Óla vestur á firði til að hjálpa Elfu að pakka og flytja suður til Reykjavíkur. Ekkert var sjálf- sagðara í hans huga. Hann var líka sá sem var kallaður til þegar verkin kröfðust handlagins manns eða auk- inna krafta. Öll hittum við einhvern tíma á ævinni fólk, sem á einhvern hátt sker sig úr og Gummi Nikk skar sig svo sannarlega úr, alltaf brosandi og jákvæður, barngóður með afbrigðum og sérlega huggu- legur til fara enda glæsilegur maður þar á ferð. Hann var góður í gegn eins og maður segir gjarnan um menn eins og hann, algjör perla og ekki gefinn fyrir að hreykja sér. Hann var líka maður sem lagði mik- ið upp úr því að umhverfið í kring- um hann væri snyrtilegt enda garð- urinn hans og Stellu alltaf sá fallegasti í blokkinni. Hann var óþrjótandi að taka til hendinni til að fegra umhverfið í kringum blokkina og átti þar mörg handtök. Við fjölskyldan öll eigum yndis- legar minningar um ferðirnar sem við fórum með Gumma og Stellu sem voru mjög samrýnd hjón enda bæði tvö einstakar manneskjur og skemmtilegir ferðafélagar. Strák- arnir okkar (barnabörnin) sem oft voru með í för í þessum ferðum sögðu einhvern tíma þegar við vor- um ein á ferð og höfðum fundið okk- ur tjaldstæði, hvar eru Gummi og Stella því þeim þótti svo sjálfsagt og ómissandi að þau væru með okkur. Í ferðum okkar saman sagði hann okkur líka gjarnan eitthvað úr lífs- bók þeirra hjóna og þá vissum við að lífið hafði ekki alltaf verið dans á rósum. En það erfiðasta hjá þeim var sjálfsagt þegar þau misstu augasteininn sinn hann Smára barnabarnið sem þau höfðu alið upp að mestu leyti. Það var alls ekki í anda Gumma að þurfa að vera rúmliggjandi um langt skeið vegna veikinda en án efa hefur hann aldrei kvartað, hann var bara einfaldlega ekki þannig mann- gerð. Við eigum eftir að sakna hans sárt en getum þó ekki annað en ver- ið sátt við það að hann fékk að fara á æðra tilverustig þar sem hann á án efa eftir að blómstra og gera lífið hinumegin miklu betra og skemmti- legra fyrir þá sem þar eru, því þannig maður var Guðmundur Nikulásson. Elsku Stella, við vitum að missir þinn er mikill en þú ert líka sterk kona sem tekur því sem að höndum ber með æðruleysi. Við vottum þér og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Við geymum öll minninguna um mætan mann. Blessi þig blómjörð, blessi þig útsær, blessi þig heiður himinn! Elski þig al- heimur, eilífð þig geymi, signi þig sjálfur Guð! (Jóhannes úr Kötlum.) Helga, Ólafur og fjölskylda. Guðmundur Nikulásson ✝ Gréta Árnadótt-ir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1939. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Fossvogi 31. mars síðastlið- inn. Faðir Grétu var Árni Kristinn Ei- ríksson, f. 20. októ- ber 1908, d. 15. júlí 1982 og móðir henn- ar var Gústa Wiium Vilhjálmsdóttir, f. í Reykjavík 27. ágúst 1914, d. 18. nóv- ember 2006. Alsystkini Grétu eru Sigurður Wiium, f. 1935, Stella, f. 1938, d. 2002, Eiríkur, f. 1940 og Jón, f. 1941, d. 1998. Systur sam- feðra eru Guðrún Árnadóttir, f. b) Bjarni Sigmar og c) Ágústa Ósk. 2) Kristín Ólafsdóttir, f. 8. mars 1959, d. 9. janúar 2004, maki Stef- án Jóhannes Sigurðsson, f. 12. febrúar 1953, d. 23. janúar 1999. Börn þeirra eru a) Ólafur Sveinn, sambýliskona Anna Þóra Gylfa- dóttir, b) Árni Grétar, unnusta El- ísabet Eyþórsdóttir, c) Eydís Hulda og d) Gunnar Smári. 3) María Ólafsdóttir bóndi og vita- vörður, f. 5. desember 1960, maki Guðjón Bjarnason bóndi, f. 2. des- ember 1947. Dætur þeirra eru Guðný Ólafía og Bjarnveig Ásta. 4) Sveinn Ólafsson fjarskiptavirki, f. 5. apríl 1971, maki Steinunn Rán Helgadóttir hársnyrtir, f. 6. ágúst 1971. Dætur þeirra eru Sædís Rán og Vigdís Una. Minningarathöfn um Grétu var haldin í Fossvogskirkju 4. apríl. Gréta verður jarðsungin frá Tálknafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1932 og Sigríður, f. 1933. Gréta giftist Ólafi Kristni Sveinssyni frá Sellátranesi, f. 8. mars 1928, d. 14. ágúst 2003. Þau slitu samvistum. Sam- býlismaður Grétu til margra ára er Bjarni Helgason, f. 12. júní 1938. Þau slitu sam- vistum. Börn Grétu eru: 1) Guðni Jóhann Ólafsson húsasmíða- meistari, f. 14. októ- ber 1957, sambýliskona Inga Jór- unn Jóhannesdóttir, f. 30. mars 1961. Börn þeirra eru a) Jóhanna Eyrún, maki Ásgeir Jónsson, synir þeirra Jón Ólafur og Guðni Freyr, Í dag verður móðursystir okkar, Gréta Árnadóttir, borin til grafar. Hún var einstök kona, gædd ríkum hæfileikum og ljúfu skaplyndi. Hún var vinsæl, trygglynd ástvinum sín- um, umhyggjusöm svo að af bar. Fá- ir voru skemmtilegri áheyrnar en Gréta, þegar hún sagði sögur af mönnum og málefnum. Minni henn- ar var viðbrugðið, og nóg var að fara og spyrja hana um liðin atvik eða fólk, þegar minnið brást okkur hin- um. Gréta þurfti á síðustu árum að þola miklar sorgir þegar tengdason- ur hennar og dóttir létust sviplega. Einnig missti hún mikið þegar fyrr- verandi eiginmaður hennar og góður vinur féll frá. Þá varð það henni þungbært að missa systur sína, móður okkar, eftir erfiða sjúkdómsbaráttu. Hún náði sér ekki að fullu eftir þessi áföll, enda urðu þau með tiltölulega stuttu millibili. Lífsþrótturinn var minni en ella, og átti kannski sinn þátt í því að Gréta veiktist af krabbameini síð- asta sumar. Mikið var sárt að ganga með henni sömu leið og við höfðum gengið allar áður með móður okkar, og undarleg tilviljun var það, að þegar Gréta var flutt á líknardeildina í Kópavogi var hún lögð í sama rúm og á sömu stofu og móðir okkar hafði legið sínar síð- ustu stundir. Mikið eigum við öll, aðstandendur systranna Stellu og Grétu, að þakka hinu frábæra starfsfólki á líknar- deild LSH í Kópavogi. Allt var gert til að auðvelda okkur þá daga sem við dvöldum þar. Við systur erum þakklátar fyrir að hafa átt Grétu að og kveðjum hana nú með söknuði og virðingu. Hún leggst til hvíldar þar sem hugur hennar ætíð var, og hún átti allt sitt fólk, þar sem fjöllin, sandurinn og hafið eru jafn einstök og Gréta Árna- dóttir er í minningu okkar. Sigríður og Ragnheiður. Nú er hún Gréta farin til guðs og þjáningar hennar að baki. Þegar minnst var á Grétu var ávallt við- kvæðið „Gréta hans Bjarna“. Þau tuttugu ár sem Bjarni og Gréta áttu saman voru góður tími í lífi Bjarna. Fljótlega eftir komu Grétu fréttist af göngutúrum og útilegum, spila- kvöldum og öðrum gleðistundum þeirra saman. Við sem þekkjum Bjarna sam- glöddumst þeim innilega. Við kveðjum Grétu með söknuði og virðingu í hjarta og þökkum fyrir að fá að hafa kynnst þessari greindu og glaðlegu konu sem hreif þá sem henni kynntust. Við vottum Bjarna, börnum Grétu, barnabörnum og tengdafólki okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan guð að styrkja þau og vernda í sorg sinni. Guðlaug Helgadóttir, Helga Helgadóttir, Inga Ívarsdóttir, Lilja Ívarsdóttir, Helgi Freyr Kristinsson, Kristinn Freyr Kristinsson og fjölskyldur. Gréta Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.