Morgunblaðið - 10.04.2007, Síða 38

Morgunblaðið - 10.04.2007, Síða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Raðauglýsingar 569 1100 Efling - stéttarfélag Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 12. apríl kl. 18.00 í Kiwanishúsinu við Engjateig. Dagskrá: 1. Félagsmál. 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs. 3. Önnur mál. Félagar mætum vel og stundvíslega. Stjórn Eflingar - stéttarfélags. Aðalfundur samvinnufélagsins Hreyfils verður haldinn í Þingsal 1 á Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 24. apríl 2007 kl. 13.30. Dagskrá: 1. Athugað lögmæti fundarins 2. Skýrsla félagsstjórnar 3. Reikningar ársins 2006 4. Kosning í stjórn o.fl. 5. Önnur mál Stjórnin. Fundir/Mannfagnaðir Félagslíf  HLÍN 6007041019 VI Fréttir á SMS I.O.O.F. Rb.1  1564108 - MA* Hjónanámskeið hefst í kvöld og stendur yfir í 7 vikur. Kennari er Hafliði Kristinsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Verð m. mat og kennslugögnum 15.000 kr. fyrir tvo. Skráning er á safnaðarskrifstofu í síma 535 4700 eða á filadelfia@gospel.is Nánar á www.gospel.is EDDA 6007041019 I Aðalfundur Markaðsskrifstofu Ferðamála á Norðurlandi fyrir árið 2006 verður haldinn á Hótel Kea þann 30. apríl nk. kl. 13:00. Venjuleg aðalfundastörf. Stjórnin. Sveit Eyktar sigraði í úrslita- keppni Íslandsmótsins í sveita- keppni sem lauk sl. laugardag. Í sigursveitinni spiluðu Jón Baldurs- son, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ár- mannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Í upphafi úrslitanna spiluðu 12 sveitir og var þá spilað um fjögur efstu sætin. Íslandsmeistarar und- anfarinna ára, þ.e. sveit Eyktar og sveit undir stjórn Karls Sigurhjart- arsonar spiluðu sig af öryggi í fjög- urra liða úrslitin sem og sveit Grant Thornton. Mikil keppni var um fjórða sætið sem endaði með því að sveit Myndform sem lengst af hafði verið í fjórða sætinu náði að halda sæti sínu. Helztu kepp- endur þeirra um fjórða sætið voru sveitir Skeljungs, Garða og véla og Fisk Seafood. Hinar tvær fyrr- nefndu byrjuðu mótið mjög illa, einkum sveit Garða og véla sem að- eins náði 23 stigum út úr fyrstu þremur leikjunum. Lokastaða efstu sveitanna eftir undankeppnina: Eykt 211 Karl Sigurhjartarson 209 Grant Thornton 198 Myndform 171 Garðar og vélar 168 Skeljungur 166 Fisk Seafood 159 Sveitir Eyktar og Karls stóðu óneitanlega best að vígi fyrir loka- átökin þar sem sveitirnar héldu stigum sínum úr fyrri hlutanum. Fyrir síðustu umferðina var sveit Eyktar með 253 stig en sveit Karls Sigurhjartarsonar með 245 stig. Þessar sveitir áttust við í síð- ustu umferðinni og var því um hreinan úrslitaleik að ræða. Sveit Karls þurfti að vinna leikinn 19-11 en sveit Eyktar gef engan högg- stað á sér og vann leikinn með 20 gegn 10 og hampaði því titlinum annað árið í röð. Hinn leikurinn sem átti að fara fram samtímis þ.e. milli sveita Grant Thornton og Myndforma var aldrei spilaður. Sveit Myndforma tilkynnti að hún myndi ekki mæta til leiks. Hér er um algjört hneyksli að ræða og verður stjórn Bridssambandsins að ganga þannig frá hlutum að svona hlutir gerist ekki aftur. Þetta er bæði móðgun við sambandið og alla þá spilara sem hafa lagt mikið á sig að taka þátt í undankeppnum Íslandsmóts- ins. Í svonefndum Butler-útreikningi komu Bjarni Einarsson og Sigur- björn Haraldsson með hæstu skor eftir harða keppni við Svein R. Ei- ríksson og Hrannar Erlingsson. Gefið var út mótsblað á meðan úrslitakeppnin fór fram. Ísak Örn Sigurðsson, frkvstj. Bridssam- bandsins ritstýrði en með honum unnu margir liprir pennar. Aðalkeppnisstjóri var Kristján Hauksson sem kom frá Danmörku til leiks en auk hans sá Ásgeir Ás- björnsson um keppnisstjórn. Öruggur sigur Eyktar í Íslandsmótinu í sveitakeppni BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Sigurreifir Þeir voru glaðir í mótslok Íslandsmeistararnir í sveit Eyktar. Talið frá vinstri: Þorlákur Jónsson, Jón Baldursson, Sigurbjörn Haraldsson, Aðalsteinn Jörgensen, Sverrir Ármannsson og Bjarni Einarsson. Morgunblaðið/Arnór G. Ragnarsson KAUPÞINGSMÓTIÐ fór fram um páskana í annað sinn og var haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Keppn- in fór fram í þremur flokkum, stórmeistaraflokki, meistaraflokki og kvennaflokki. Í stórmeistara- flokki mættu til leiks þrír erlendir stórmeistarar og einn sænskur al- þjóðlegur meistari en í meistara- flokki tóku þátt einn erlendur stórmeistari og tveir útlenskir al- þjóðlegir meistarar á meðan þrjár ungar og efnilegar íslenskar stúlk- ur öttu kappi við reynda franska skákkonu í kvennaflokki. Í stórmeistaraflokknum komst lettneski stórmeistarinn Nor- munds Miezis (2.521) á mikið skeið og var enginn sem stöðvað gat sig- urgöngu hans. Kollegi hans frá Litháen, Aloyzas Kveinys (2.546) lenti í öðru sæti en íslensku kepp- endurnir náðu sér ekki fyllilega á strik. Alþjóðlegi meistarinn Stefán Kristjánsson (2.485), sem vantar nokkur stig til að verða útnefndur stórmeistari, tefldi ekki vel á mótinu en fékk eigi að síður helm- ing vinninga. Kollegi hans Bragi Þorfinnsson fékk sama vinnings- hlutfall á meðan bróðir hans, Björn, var heillum horfinn. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Normund Miezis (2.521) 7½ vinning af 9 mögulegum. 2. Aloyzas Kveinys (2.546) 6 v. 3. Emil Hermansson (2.475) 5½ v. 4.–6. Stefán Kristjánsson (2.485), John Shaw (2.441) og Bragi Þor- finnsson (2.384) 4½ v. 7. Róbert Harðarson (2.332) 4 v. 8.–9. Guðmundur Kjartansson (2.279) og Jón Viktor Gunnarsson (2.419) 3½ v. 10. Björn Þorfinnsson (2.348) 1½ v. Í meistaraflokki hóf Ingvar Þ. Jóhannesson (2.299) keppni af miklum krafti og lagði m.a. skoska stórmeistarann Colin Mcnab að velli í annarri umferð. Að loknum fimm umferðum var Ingvar efstur í flokknum ásamt enska alþjóðlega meistaranum Robert Bellin (2.381) með 4½ vinning af 5 mögulegum. Ingvar tefldi eftir þetta upp á að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli og herkænska hans skilaði árangri þar sem hann gerði fjögur jafntefli í síðustu umferðunum og tryggði sér áfangann eftirsótta. Lokastaða meistaraflokks varð þessi: 1. Robert Bellin (2.381) 7½ v. af 9 mögulegum. 2. Ingvar Þ. Jóhannesson (2.299) 6½ v. 3. Charles Lamoureux (2.360) 5½ v. 4. Snorri G. Bergsson (2.296) 5 v. 5.–7. Colin Mcnab (2.418), Hjörvar Steinn Grétarsson (2.156) og Sig- urður Daði Sigfússon (2.330) 4½ v. 8. Sigurbjörn Björnsson (2.329) 3½ v. 9. Heimir Ásgeirsson (2.180) 3 v. 10. Kazimierz Olszynski (2.256) ½ v. Fyrir utan Ingvar var Snorri G. Bergsson eini íslenski keppandinn sem fékk meira en helmingsvinn- ingshlutfall í tveim sterkustu flokkunum. Í kvennaflokki hins- vegar náði Hallgerður Helga Þor- steinsdóttir (1.796) að gera jafn- tefli við Izabelle Lamoureux (2.057) og deila með henni efsta sætinu með 2½ vinning af 3 mögu- legum en Elsa María Þorfinnsdótt- ir fékk einn vinning og Jóhanna Björg Jóhannsdóttir rak lestina með engan vinning. Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur stóðu saman að mótinu og gekk það vel. Aðstæður á skákstað voru til fyrirmyndar og skákstjórn var í öruggum höndum Gunnars Björnsson og fleiri góðra manna. Íslenskir skákmenn fengu tækifæri í stórmeistaraflokki og meistaraflokki að ná áföngum að alþjóðlegum titlum og er það fagn- aðarefni að Ingvari Þ. Jóhannes- syni tókst að ná einum slíkum. Fyrir aðra íslenska keppendur var mótið án efa góð reynsla og jafnvel upphitun fyrir alþjóðlegt opið mót sem haldið verður í Reykjavík dagana 11.–19. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um það mót sem og Kaupþingsmótið er að finna á www.skak.is. Ingvar náði alþjóðlegum áfanga SKÁK Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur 2. KAUPÞINGSMÓTIÐ 2007 4.–9. apríl 2007 Kaupþingsmótið Ingvar Þ. Jóhannesson krækti sér í áfanga að alþjóð- legum meistaratitli. Teflt var í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.