Morgunblaðið - 10.04.2007, Side 20

Morgunblaðið - 10.04.2007, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Borgarnes | Björk Jóhannsdóttir er fjölhæf kona en titlar sig fyrst og fremst sem heilara. „Þó fer það eftir því hvað ég er að fást við hverju sinni, t.d. er ég mikið að hekla núna og þá er ég yfirheklari,“ segir Björk og hlær. Hún er menntuð myndlistarkennari og málar einnig myndir, mest af englum, gyðjum og orkuverum. ,,Síðast málaði ég mikið af ham- ingjumyndum og var með sýningu á Ham- ingjudögum á Hólmavík árið 2005. Björk er fædd og alin upp á Hólmavík, hún er gift Stef- áni Gíslasyni umhverfisstjórnunarfræðingi og eiga þau þrjú börn. Varð strax sannfærð um að ég ætti að vera heilari „Ég er í 63% stöðu sem umsjónarkennari 3. bekkjar eftir nokkurra ára hlé frá kennslu, en reyndar finnst mér kennslan ekki starf sem hægt er að vinna við lengur.“ Björk segir að marga nemendur skorti þá samkennd sem sé nauðsynleg í samfélaginu. „Við kennarar töl- um mál sem kannski enginn skilur lengur, orð eins og að taka tillit, hugsa um aðra, vinna saman. Við erum að krafsa í eitthvað sem virðist úrelt en auðvitað er það algjörlega okkar fullorðna fólksins, sérstaklega foreldra, að kenna börnunum þetta. Svo finnst mér „Skóli fyrir alla“ vera mistök, engu var fylgt eftir og svo sitja kennararnir í þessu og eiga að vera sérfræðingar í öllu, líka í að ala upp, og lítið um úrræði. Mér finnst að skólinn eigi að viðurkenna að þetta sé vaxið okkur yfir höfuð. Kennarar eru að brenna út og margir að mennta sig út úr kennslu.“ Björk starfaði við myndlistarkennslu áður. En þegar hún var búin að kenna í u.þ.b. 10 ár fékk hún hugboð. „Já, mér fannst allt í einu að ég ætti að fara að gera eitthvað annað. Hvað það var vissi ég ekki, en hjartað sagði mér að ég ætti að hjálpa öðrum. Ég sá svo mynd í Morgunblaðinu af konu sem var að auglýsa eitthvert námskeið og ég vissi um leið og ég sá myndina að þetta var það sem ég átti að fara í. Þetta var reiki-eitthvað, ég vissi ekki hvað það var, en fór á námskeiðið og varð strax sannfærð um að ég ætti að verða heilari. Björk lauk öllum þremur gráðunum en síð- asta gráðan felur í sér ársþjálfun. „Ég hafði frá upphafi þessa löngun til að hjálpa öðrum og til þess eru margir möguleikar. Maður þarf að fylgja hjartanu frekar en skynseminni og það þýðir ekkert fyrir aðra að segja mér til ef ég bít eitthvað í mig. Ég man ekki einu sinni hvort ég sagði Stebba frá því þegar ég fór að læra heilunina. Hjartað er musteri guðs Maður lærir að leggja hendur á fólk í bók- staflegri merkingu, ég byrja á að leggja hend- urnar á axlirnar á fólki og opna fyrir orkuna til þess. Orkubrautunum má líkja við tauga- kerfið eða blóðrásina en fólk er með orku- stöðvar og orkubrautir, líkaminn stýrir hvert orkan fer, t.d. streymir hún fyrst í bakið ef eitthvað er að þar. Líkami hvers og eins stýrir þessu sjálfur, ég opna bara tenginguna, miðla orkunni, er í rauninni bara innstunga fyrir orkuna sem kemur úr kerfunum fyrir utan okkur. Orkan er í raun og veru ljós með mis- munandi tíðni eða lit. Í gamla daga var þetta kallað að vera með heitar hendur. Ég trúi að þessar rásir séu í öllum og opnar í krökkum, en við lokum fyrir þetta eftir því sem við eld- umst. Og ég held að ef maður hefur stórt hjarta sé maður heilari, hvaða starfi sem mað- ur annars gegnir dags daglega. Þetta fer allt eftir því hvernig maður kemur fram, talar og umgengst fólk.“ Björk segist trúa því að guð sé í öllu og öll- um, hann sé þessi kraftur sem knýi allt. „Ég held að musteri hans sé hjartað og það sé kærleikurinn sem við göngum fyrir. Ég lít svo á að trú og trúarbrögð séu tvennt ólíkt, kannski bara út af sögunni. Þegar ég var unglingur bjó ég til þá mynd af guði að við byggjum í honum. Ég er eins og ein fruma í guði og hef ákveðnu hlutverki að gegna í al- heiminum eins og hver fruma hefur ákveðnu hlutverki að gegna í líkamanum. Það er ástæða fyrir setningunni „ég er með yður alla daga allt til enda veraldar“.“ Gengur með fólk í vasanum Fólk kemur af misjöfnum ástæðum í heil- un, segir Björk, það kemur út af andlegum og líkamlegum vandamálum, út af veikindum, stressi eða áföllum og er í um klukkustund í einu. Misjafnt er hversu oft fólk kemur, því það fer eftir ástæðum, en algengt er að það komi þrisvar, fjórum sinnum. Björk notar líka steina og leggur yfir fólk. „Steinar hafa mismunandi orkutíðni og ég legg þá yfir fólk eftir tilfinningu. Svo geng ég með fólk í vas- anum, en ég er með nöfn fólks á miða í vas- anum. Það er fólk sem er veikt, á sjúkra- húsum, eða á leið í eða úr aðgerðum. Miðana geng ég með þangað til að ég frétti að fólkið sé komið vel áleiðis. Sumir skrifa í bænabæk- ur en þetta er mín aðferð vegna þess að ég er tengiliðurinn. Björk vann í fullu starfi við heilun í tvö ár, hún ók þá til Reykjavíkur tvisvar í viku. „Ég hætti því vegna veðranna, það er líka þreytandi að keyra svona mikið auk sem það kostar drjúgt. Svo er bara þokkalega mikið að gera hér, eiginlega ótrú- legt miðað við hvað þetta er lítið svæði. Björk segist ekki vera skyggn eða vera miðill en finnur fyrir návist framliðinna. „Ég upplifði ekkert dulrænt sem barn eða unglingur en þjálfaði mig snemma í að lesa fólk, það er kannski meiri sálfræði. Svo var ég fyrst og fremst ákveðin, hafði innri ró, enda er erfitt að koma mér úr skorðum.“ Heiluninni sinnir Björk eftir kennslu á daginn, á milli klukkan fjögur og níu. „Ég tek fólk á þessum tíma því það er svo erfitt að koma í heilun og fara síðan í vinnuna aftur, maður er svo dasaður á eftir. Þá er líkaminn að byrja að vinna úr orkunni og þarf tíma til þess. Yfirleitt vinn ég ekki um helgar nema um sérstök tilfelli sé að ræða. Stundum verður maður að passa hvað mað- ur segir, því sumum finnst þetta óttalegt bull,“ segir Björk, „en skemmtilegast er þeg- ar ég hef heilað fólk sem er algjörlega vantrúað. Dæmi eru um að fólk sem hefur verið halt lengi vegna bakvandamála lagist alveg og fari frá mér án þess að haltra. Það er frábær upplifun.“ Björk er með góða aðstöðu heima og má fólk hafa samband við hana þar. Leggur hendur á fólk Morgunblaðið/Guðrún Vala Fjölhæf Björk Jóhannsdóttir er heilari en fæst við ýmislegt annað, s.s. kennslu og hekl. Siglufjörður | Á dögunum var und- irritaður samningur milli Síldar- minjasafns Íslands ses. og sveitarfé- lagsins Fjallabyggðar sem tryggir safninu sex milljón króna framlag á ári, næstu fjögur ár. Þórir Kr. Þór- isson bæjarstjóri og Hafþór Rós- mundsson, stjórnarformaður safns- ins, undirrituðu samninginn að viðstöddum gestum í Bátahúsi Síld- arminjasafnsins. Samningurinn kveður m.a. á um að framvegis muni öllum íbúum Fjallabyggðar veittur ókeypis að- gangur auk þess sem safnið sjálft mun greiða fasteignagjöld og trygg- ingar af húsunum en sveitarfélagið sá um það áður. Við tækifærið voru einnig tekin til formlegrar notkunar ný sýningartæki og 50 fermetra stórt sýningartjald sem komið var fyrir í Bátahúsinu. Þar verða sýndar kvikmyndir frá síldarveiðum og síldarvinnslu frá fyrri hluta 20. ald- ar. Til þessa verkefnis fékk Síld- arminjasafnið 500 þúsund króna styrk, til minningar um tvo sjómenn; Steingrím Viggósson og Ólaf Jó- hann Rögnvaldsson, en einnig veitti Kívanisklúbburinn Skjöldur 200 þúsund krónum til verksins. Breytt í sjálfseignarstofnun Í ræðu sem Hafþór flutti við til- efnið greindi hann frá því að Síld- arminjasafnið væri nú orðið að sjálfseignarstofnun og héti nú Síld- arminjasafn Íslands ses. Áður var fyrirkomulagið þannig að Siglu- fjarðarkaupstaður var eigandi safnsins en Félag áhugafólks um minjasafn (FÁUM) gerði samning við kaupstaðinn um að byggja safnið upp og reka það. Bærinn lagði safn- inu til þær eignir sem voru á staðn- um og muni sem hann átti en FÁUM sá síðan um að vinna úr þeim og bæta við. Fór þannig að bærinn eignaðist ýmsa muni og félagið aðra og var það til þess að menn settust niður og ræddu um að breyta form- inu. Niðurstaðan varð sú að nýlega var safninu breytt í sjálfseignar- stofnun þar sem bæði Siglufjarð- arkaupstaður og áhugamanna- félagið lögðu því til það sem hvor aðilinn átti. Síldarminjasafnið fær 24 milljónir á fjórum árum Morgunblaðið/Halldór Halldórsson LANDIÐ UM ÞESSAR mundir er unnið að lagningu nýs vegar frá botni Ísa- fjarðardjúps þar sem Reykja- fjörður og Mjóifjörður verða brú- aðir. Framkvæmdirnar annast KNH verktakar á Ísafirði en Vestfirskir verktakar ehf. sjá um brúarsmíð á Reykjafirði og við Hrútey í Mjóafirði. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmda- raðilum eru áætluð verklok haustið 2008. Ljósmynd/Þórh. Dan Johansen Unnið að því að brúa Reykjafjörð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.