Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING HÖFUNDUR ræðir stöðu Íslands sem jaðarríkis eða aukaaðila að Evrópusambandinu. Hann ræðir fumkennd viðbrögð íslenskra ráða- manna við einhliða ákvörðun Bandaríkjastjórnar um heim- kvaðningu varnarliðsins. Hann ræðir um land óttans – Bandaríkin undir Bush – og að hve litlu haldi hernaðaryfirburðir Bandaríkja- manna koma í herför þeirra gegn hinum ósýnilega óvini. Hann ræðir um fjölmenningarþjóðfélag og við- brögð hinna ríku þjóðfélaga Vest- urlanda við innstreymi fátæks fólks í leit að atvinnu og bættum kjörum. Og spyr hvað sé til ráða? Þá fjallar hann um afleiðingar bú- verndarstefnunnar fyrir bæði bændur og neytendur. Hann ræðir um stöðu ísl-enskunnar í sívaxandi alþjóðasamskiptum og um her- mennskuleiki íslenskra frið- argæsluliða sem koma frá hinu herlausa landi. Loks ræðir hann um úrelt sendiráð sem að hans mati hefur dagað uppi í veröld sem stjórnast af hraðsamskiptum á veraldarvefnum. „Opingáttarmenn gegn innilokunarsinnum“ Flest vekja þessi viðfangsefni upp spurningar sem kalla á svör sem enn eru ófundin eða lítill sam- hugur er um. Hefðbundin orðræða sjálfstæðisbaráttunnar flíkar hug- tökum eins og þjóðríki og full- veldi. En er hægt að kalla ríki fullvalda, sem hefur í hálfa öld boðið út varnir ríkisins til verk- taka í Washington? Og þykist standa utan við Evrópusambandið en fær samt sent í pósti 80% af þeirri löggjöf sem Evrópusam- bandsríki eins og Svíþjóð yfirtek- ur frá Brussel? Ríki sem er upp á aðra komið um varnir landsins og innra öryggi er samkvæmt skil- greiningu ekki fullvalda. Ríki sem hefur framselt löggjafarvald í hendur fjölþjóðastofnunar, sem ríkið á ekki aðild að, er skv. skil- greiningu ekki fullvalda Við að- stæður sem þessar er það ómót- mælanlegt að aðild Íslands að Evrópusambandinu mundi styrkja fullveldi ríkisins en ekki veikja það. Er það rétt að inntakið í hags- tjórnarhugmyndum 19. og 20. ald- ar um markaðsbúskap, atvinnu- og verslunarfrelsi innan ríkis og þvert á landamæri hafi í reynd ekki fest rætur á Íslandi fyrr en á allra seinustu árum? Er það rétt sem Guðmundur Hálfdanarson sagnfræðingur hefur manna best sýnt fram á að á Íslandi hafi ekki þróast frjálslynd þjóðernisstefna, heldur hafi þjóðernissinnað íhald ráðið för? Að frelsishugmyndir frjálslyndisstefnunnar hafi að vísu náð til þjóðríkisins en síður til ein- staklinganna sem mynda það? Og að ríkisforsjá og forræðishyggja hafi þess vegna átt miklu sterkari ítök í hugmyndaheimi ráðandi afla og meðal stjórnmálaflokka til hægri og vinstri en tíðkast annars staðar? Er það rétt að á Íslandi hafi hinar pólitísku átakalínur í stærstu málum þjóðarinnar ekki staðið milli hægri og vinstri (og þaðan af síður milli grárra og grænna), heldur milli „opingáttar- manna annars vegar og innilok- unarsinna hins vegar“? Hver voru þau stórmál sem helst skiptu þjóðinni í flokka á öldinni, sem leið? Aðildin að Atl- antshafsbandalaginu (NATO) 1949, varn- arsamningurinn við Bandaríkin 1951, að- ildin að EFTA 1970, samningurinn um evr- ópska efnahagssvæðið , sem olli mestum deilum fyrir kosning- arnar 1991. Og spurn- ingin um aðildina að Evrópusambandinu í framtíðinni mun væntanlega fylgja sömu átakalínum. Meira að segja deilumál á borð við stöðu íslenskrar tungu, straum innflytjenda til landsins, boð og bönn um viðskipti með landbún- aðarvörur og fjárfestingar í sjáv- arútvegi – allt snýst þetta meira og minna um þennan átakaás. Hörðustu átökin og þau sem vekja mestan tilfinningahita standa milli þeirra sem aðhyllast alþjóða- hyggju og fjölþjóðasamstarf ann- ars vegar og hinna sem óttast það eða gjalda við því varhug hins vegar. Milli þeirra sem eygja ný tækifæri í hnattvæðingunni og hinna sem líta á alþjóðavæðinguna fyrst og fremst sem ógn sem þjóð- erni og þjóðríki stafi hætta af. Goðsögnin um Sjálfstæðisflokkinn Fjölmiðlum þótti það einna helst fréttnæmt við útkomu þess- arar bókar að höfundurinn teldi andstöðu forystumanna Sjálfstæð- isflokksins við aðild Íslands að Evrópusambandinu vera stílbrot á hefðbundinni utanríkisstefnu flokksins á lýðveldistímanum. En er það svo? Máli sínu til stuðnings nefnir höfundurinn að Sjálfstæð- isflokkurinn hafði forystu um að- ildina að NATO og varnarsamn- inginn við Bandaríkin og studdi aðildina að EFTA og EES- samninginn undir lokin, þótt jafn- aðarmenn gegndu ótvíræðu for- ystuhlutverki varðandi tvö síðast- nefndu málin. En hver er munurinn á vernd- arstefnu sjálfstæðis- og framsókn- armanna í landbúnaði og að því er varðar erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi? Og eins má spyrja um ríkisforsjá og póli- tíska forræðishyggju í hagstjórn sem lýsti sér í haftabúskap og leyfisveitingafargani lengst af á 20. öld. Því fer fjarri, að Sjálfstæðiflokkurinn hafi verið andstæð- ingur ríkisforsjár og haftabúskapar eða frumkvöðull að mark- aðsbúskap innan lands eða að fríversl- un í milliríkjaviðskiptum. Þegar undirritaður beitti sér fyrir af- námi leyfisveitingavalds ríkisins í útflutningsversluninni snemma á tíunda áratugnum, kom harðasta andstaðan gegn auknu við- skiptafrelsi frá fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins í atvinnulífinu. Forverar Sjálfstæðisflokksins, þau stjórnmálaöfl, sem síðar runnu saman við stofnun hans 1929, inn- leiddu haftabúskapinn á árum fyrra stríðs og héldu honum við í kjölfar stríðsins. Það er mesti misskilningur að vinstristjórn Hermanns Jón- assonar á kreppuárunum hafi fundið upp haftabúskapinn, þótt sú stjórn hafi að vísu beitt inn- flutningshöftum og verndartollum, eins og nær allar ríkisstjórnir gerðu á þeim tíma með við- brögðum sínum við heimskrepp- unni. Sjálfstæðisflokkurinn ýmist leiddi eða sat í ríkisstjórnum frá og með Þjóðstjórninni frá 1939 til 1956. Við lok seinni heimsstyrjald- arinnar gafst kjörið tækifæri, vegna mikilla gjaldeyrisinneigna þjóðarbúsins í lok stríðsins, til að uppræta haftabúskapinn og inn- leiða markaðsbúskap og frelsi í ut- anríkisviðskiptum. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins gerðu ekkert slíkt. Þeir mynduðu nýsköp- unarstjórnina undir eigin forystu 1944, en á hugmyndafræðilegu forræði kommúnista og hertu enn á ríkisforræði og forsjárhyggju. Þeir klúðruðu tilraun til kerf- isbreytingar fyrir miðja öldina sem kennd er við dr. Benjamín Eiríksson, ekki einasta vegna erf- iðra ytri aðstæðna, heldur einnig vegna þess að skilningur forystu- manna Sjálfstæðisflokksins á mik- ilvægi markaðsbúskapar var tak- markaður svo að hugur fylgdi lítt máli. Það er söguleg staðreynd að stærstu skrefin frá ríkisforsjá og haftabúskap og í átt til markaðs- búskapar og viðskiptafrelsis voru tekin undir forystu jafnaðar- manna, annars vegar á Viðreisn- arárunum, (1960–1971) og síðar á tíma vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar (1988–1991) og fyrir áhrif EES-samningsins (1989–1994). Frumkvæði Sjálf- stæðisflokksins að NATO-aðild og varnarsamningi við Bandaríkin á tímabili kalda stríðsins var einkum réttlætt með ótta við útþenslu- stefnu Stalíns og ógnarstjórn hans – og byggði á andkommúnískri hugmyndafræði fremur en eðl- islægri alþjóðahyggju. Þrátt fyrir að hafa grætt á stríðinu var Ísland á þessum árum þiggjandi Marshall-aðstoðar frá Bandaríkjamönnum. Skilyrði fyrir veitingu Marshall-aðstoðar var, að ríkin sem þáðu aðstoðina legðu af haftabúskap stríðsáranna og tækju upp markaðsbúskap og opn- uðu hagkerfi sín smám saman fyr- ir frjálsum viðskiptum. Undir for- ystu sjálfstæðismanna knúðu Íslendingar fram undanþágur frá þessum skilyrðum og sátu fastir við sinn haftakeip. Stjórnmálafor- ystan var almennt þeirrar skoð- unar að efnahagslögmál sem kynnu að gilda úti í hinum stóra heimi giltu ekki á Íslandi. Sjón- armið af þessu tagi hafa reynst furðu lífseig meðal forystumanna sem kenna sig bæði við hægri og vinstri. Davíð Oddsson: Yfirlýstur Evrópusinni Þegar undirritaður beitti sér fyrir myndun Viðeyjarstjórn- arinnar að loknum kosningum vor- ið 1991 var það gert í þeim til- gangi að tryggja gildistöku EES-samningsins en efni samn- ingsins og inntak var að mestu umsamið 1989–91, þ.e. í tíð vinstri- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar. Ástæðan fyrir þessari stjórnamyndun var m.ö.o. sú að forystumenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags, þeirra á meðal Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson, höfðu í kosningabaráttunni snúist gegn þessu stærsta umbótamáli vinstri- stjórnarinnar. Sjálfstæðisflokk- urinn í stjórnarandstöðu, undir forystu Þorsteins Pálssonar, var andvígur EES-samningnum og boðaði í staðinn tvíhliða samning um bættan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir – sem reyndar stóð ekki til boða. Þegar hér var komið sögu hafði ég ekki kynnst nýjum formanni Sjálfstæðisflokksins neitt persónu- lega. Mér var hins vegar kunnugt um að Davíð hafði leitt starf alda- mótanefndar Sjálfstæðisflokksins sem lýsti jákvæðri afstöðu til Evr- ópusambandsins í skýrslu árið 1989. Mér var einnig kunnugt um að í bókinni Ísland – Arvet fra Tingvellir, sem kom út í Svíþjóð árið 1990, lýsti Davíð afar já- kvæðri afstöðu til Evrópusam- bandsaðildar í viðtali við Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor. Eiríkur Bergmann vitnar í bók sinni í eftirfarandi ummæli Dav- íðs: „Mín skoðun er sú, að hvað sem öðru líður, verði stærsta pólitíska verkefni okkar á næstu árum, hvernig við gætum okkar eigin hagsmuna í breyttum heimi; við verðum að laga okkur að þeirri staðreynd, að meirihlutinn af við- skiptum okkar er við Evrópu- bandalagið; ég hef opinberlega lagt til, að við sækjum um aðild.“ Það lá m.ö.o. fyrir áður en Við- eyjarstjórnin var mynduð að ný- kjörinn formaður Sjálfstæð- isflokksins, Davíð Oddsson, var yfirlýstur Evrópusinni. Ég taldi mig því geta treyst því að Davíð Oddssyni væri ekkert að vanbún- aði að styðja EES-samninginn, eins og kom á daginn, þótt flokkur hans hefði í stjórnarandstöðu lýst andstöðu við samninginn. Ég hafði heldur ekki neina ástæðu til að ætla annað en að formaður Sjálf- stæðisflokksins væri reiðubúinn til að vinna að fullri Evrópusam- Hið opna þjóðfélag og óvinir þess BÓKMENNTIR Eiríkur Bergmann Einarsson: OPIÐ LAND – Ísland í samfélagi þjóðanna. 138 bls. Skrudda 2007. Eins og heiti bókarinnar bendir til leitast höfundur við að skýra og skilgreina stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna á hraðfara breytingaskeiði sem kennt er við hnatt- væðingu. Sjálfur tekur hann afdrátt- arlausa afstöðu út frá grundvallarsjón- armiðum: Hann vill opna landið upp á gátt og lítur á hnattvæðinguna fremur sem tækifæri en ógnun. Reuters Átakalínur „Það er fróðlegt í ljósi kenningar Eiríks um átakalínurnar milli „opingáttarmanna“og „innilokunarsinna“ að skoða afstöðu flokkanna til EES- samningsins og Evrópusamstarfsins með ráðandi arfleifð stjórnmálaflokkanna í huga. Sú staðreynd virðist nú gleymd og grafin að EES-samningurinn var að mestu, að því er varðar sjálft inntak samningsins, fullfrágenginn í tíð vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar.“ Jón Baldvin Hannibalsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.