Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 47 Sími - 551 9000 * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KR. Í BÍÓ * - Verslaðu miða á netinu eeee - LIB Topp5.is STÓRLÖGGUR. SMÁBÆR. MEÐAL OFBELDI. eeee „Kvikmynda- miðillinn leikur í höndum Gondrys!“ - H.J., Mbl LA SCIENCE DES REVES Sunshine kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 TMNT kl. 6 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 5.45, 8 og 10:15 Science of Sleep kl. 8 og 10.10 B.i. 7 ára The Illusionist kl. 8 og 10.15 „FYNDNASTA SPENNUMYND ÁRSINS“ - GQ eeee - LIB Topp5.is Sýnd kl. 6 og 8 Með ensku tali & ísl. texta Sýnd kl. 2, 4 og 6 Með íslensku tali -bara lúxus Sími 553 2075 PÁSKAMYNDIN Í ÁR ÍSLENSKT OG ENSKT TAL Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10 ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU! ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA... Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 2 og 4 B.i. 7 ára Sýnd kl. 8 og 10:30 B.i. 16 ára BLEKKINGAMEISTARINN 450 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU LÍKT og aðrir hefur leikkonan Diane Keaton átt sínar upp- og nið- ursveiflur á ferlinum. Einkum þær síðarnefndu eftir að hún datt út úr kjöraldursrammanum, sem er ekki þröngur í kvikmyndabransanum. Hagur Keaton tók óvæntan fjörkipp eftir að hún lék mömmuna sem tók við rosknum elskhuga dóttur sinnar í Something’s Gotta Give. Síðan hef- ur móðurhlutverkið reynst konunni sannkölluð gullnáma. Sem Daphne í Because I Said So á hún einar þrjár dætur; Mae (Perabo), Maggie (Gra- ham), og hin unga og efnilega Moore leikur Milly, þá yngstu, sem er enn ólofuð og aðaláhyggjuefni mömmu gömlu sem reyndar vill hafa nefið of- an í öllum málum dætranna. Myndin snýst að mestum hluta um óumbeðna leit Daphne að huggu- legum manni handa Milly og nýtir sér óspart möguleika alnetsins. Samt er ekki að sjá að Milly þurfi, almennt séð, á minnstu hjálp að halda. Þó svo að myndin eigi sín augna- blik, vandræðaleg, rómantísk, hjart- næm og þar fram eftir götunum, þá eru þau öll sem eitt þannig útlítandi að maður hefur á tilfinningunni að hafa séð þau oft og mörgum sinnum áður. Það er helst að hundur mömmunnar komi með ferska vinda, jafnvel óforskammaða. Keaton, sem leikur Keaton betur en nokkur önnur kona hér á jörð, og Moore hin unga, eru alltof góðar fyr- ir jafn tilþrifalausa meðal moðsuðu og Because I Said So. Hún er enn ein sönnun þess hversu lítið er að hafa fyrir leikkonur, einkum komnar af léttasta skeiði. Fegnar taka þær því sem býðst, ef svo undarlega vill til að eitthvað rekur á fjörur þeirra. Það er óskandi að hlutirnir hafi færst í réttlátara horf í kvenna- myndamálum þegar Moore kemst á sjötugsaldurinn. Sæbjörn Valdimarsson Móðir Díana og dæturnar þrjár Mamman „Myndin snýst að mestum hluta um óumbeðna leit Daphne að huggulegum manni handa Milly og nýtir sér óspart möguleika alnetsins.“ KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin, Smára- bíó, Regnboginn, Laugarásbíó, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Michael Lehmann. Aðal- leikkarar: Diane Keaton, Mandy Moor, Lauren Graham, Piper Perabo. 100 mín. Bandaríkin 2007. Ég sagði það/Because I Said So  BRESKI leikstjórinn Danny Boyle, sem sló í gegn með Trainspotting um árið, sýndi snilldartilþrif er hann reyndi sig við vísindafantasíu/ hrollvekjugeirann með zombíu- myndinni 28 Days Later, en þar tókst að búa til góða mynd með litlum peningum með frumleikann og útsjónarsemi að vopni. Með kvikmyndinni Sólskin (Sunshine) seilist Boyle enn lengra inn í fant- asíugeirann enda er hér um að ræða tilkomumikla geimferð- armynd í anda Alien-hefðarinnar. Myndin er byggð á frumsömdu handriti rithöfundarins Alex Gar- lands og segir af hópi geimferða- langa sem freista þess að bjarga framtíð mannkynsins á því herrans ári 2057. Jörðin er eitt frostbitið vetrarríki þar sem sólin er að deyja og felst verkefni geimfaranna á Ík- arusi II í því að reyna að end- urræsa sólina með því að skjóta risastórri atómbombu inn í kjarna hennar. Framan af virðast þeir Boyle og Garland hafa hrist ansi góða vís- indafantasíu fram úr erminni, og er lítinn bilbug að finna á tæknibrell- um og umgjörð þrátt fyrir tak- markað framleiðslufjármagn. Enda er meiri áhersla lögð á að byggja upp spennu- og örlagaþrungið and- rúmsloft meðal áhafnar leiðangurs- ins (með þann ágæta leikara Cillian Murphy fremstan í flokki) en að keyra upp hrollvekjukennda fram- vindu. Bróðurpartur myndarinnar er því einkar vel heppnaður en þar er unnið með allt frá heimspeki- legum vangaveltum til sálfræðilega og siðferðilega þrunginna álitamála sem verða sífellt meira aðkallandi eftir því sem aðstæður verða erf- iðari um borð. Í lokahlutanum um- hverfist myndin hins vegar í hroll- vekjukenndan og ruglingslegan hasar þar sem tæknibrellurnar standa illa undir álaginu. En kost- irnir vega þó þyngra en gallarnir og er Sólskin því vel þess virði að sjá. Sólfarar standa í ströngu KVIKMYNDIR Smárabíó og Regnboginn Leikstjórn: Danny Boyle. Handrit: Alex Garland. Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Chris Evans, Rose Byrne, Michelle Yeoh, Cliff Curtis o.fl. Bretland, 107 mín. Sólskin (Sunshine)  Sólskin „Bróðurpartur myndarinnar er því einkar vel heppnaður en þar er unnið með allt frá heimspekilegum vangaveltum til sálfræðilega og sið- ferðilega þrunginna álitamála sem verða sífellt meira aðkallandi eftir því aðstæður verða erfiðari um borð.“ Heiða Jóhannsdóttir UM páskana fóru fram úrslitin í keppninni Fyndnasti maður Íslands 2007. Það var Þórhallur Þórhalls- son sem hlaut þann titil, í öðru sæti lenti Þrándur Jensson og þriðja sætið féll í skaut Jóni Haukdal. Þórhallur fyndnastur Þórhallur Þykir Fyndnasti maður Íslands árið 2007. VEGNA fjölda áskorana heldur hljómsveitin GusGus tónleika á NASA laugardagskvöldið 21. apríl Það var uppselt á útgáfutónleika GusGus á NASA hinn 24. mars og mun færri komust að en vildu. Því hefur GusGus ákveðið að blása til nýrrar sóknar og halda aðra tón- leika á NASA eins og áður segir. Þetta verða síðustu tónleikar Gus- Gus hérlendis áður en hljómsveitin heldur á túr til Evrópu; þar sem leik- ið verður á MayDay-hátíðinni í Þýskalandi, Berlín, Hamborg, Münc- hen, Zürich, Vín, Barcelona, Amst- erdam, London, Moskvu og fleiri borgum. Í júní mun GusGus spila á tónlistarhátíðunum Europa Vox í Frakklandi, Visur í Hollandi og Gla- stonbury – og í júlí á hinni margróm- uðu Benecassim-hátíð á Spáni. Miðasala er hafin á tónleikana í verslunum Skífunnar, BT Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi og á Midi.is. Miðaverð er 2.500 kr. í forsölu. Vinsæl GusGus heldur aðra tón- leika á NASA. Aukatón- leikar GusGus BRÓÐIR leikkonunnar Angelinu Jolie, James Haven, segir að sam- band hennar við Brad Pitt hafi gjör- samlega breytt lífi hennar. Haven segist vera þess fullviss að Jolie hafi fundið sér lífsförunaut í Pitt, en áður hafði hún verið gift leikurunum Jo- hnny Lee Miller og Billy Bob Thorn- ton. Þá er Jolie í dag fjögurra barna móðir. Hún á eitt barn með Pitt, stúlkuna Shiloh Nouvel, og þá hefur hún ættleitt þrjú börn, Maddox, Zahara Marley og Pax Thien. „Brad hefur breytt systur minni heilmikið. Þau tengjast afar sér- stökum böndum sem eru ekki á þessum venjulegu nótum,“ segir Ha- ven, sem er 33 ára. „Hann er frábær með henni og þá hef ég aldrei séð annan eins barna- hóp þar sem allir styðja við bakið hver á öðrum,“ segir hann. „Brad er henni mikill styrkur. Þegar hún er berskjölduð sýnir hann alveg ótrúlegan styrk. Hún segir að hún hefði ekki getað ættleitt fleiri börn eftir að hún ættleiddi Maddox nema með honum,“ segir Haven og heldur áfram: „Ég hef aldrei orðið var við neina spennu á milli þeirra og ef fram heldur sem horfir munu þau verja ævinni sam- an.“ Sköpuð fyrir hvort annað Ástfangin Brad Pitt og Angelina Jolie eiga vel saman að mati bróður hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.