Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 31 MINNINGAR ✝ Kolbeinn Þor-leifsson fæddist í Reykjavík 18. júlí 1936. Hann lést að heimili sínu, Ljós- vallagötu 16 í Reykjavík, 28. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorleifur Guð- mundsson frá Stóru-Háeyri á Eyr- arbakka, f. 25. 3. 1882, d. 5. 6. 1941 og kona hans Hann- esína Sigurð- ardóttir frá Akri á Eyrarbakka, f. 9. 6. 1890, d. 20. 9. 1962. Systkini Kolbeins voru Jónína Sigrún, fyrrv. iðnverkakona í Reykjavík, f. 4. 10. 1908, d. 30. 6. 1998, Viktoría nám í kirkjusögu í Kaupmanna- höfn 1971-74. Kolbeinn var kennari við Skóga- skóla undir Eyjafjöllum 1961-62, sóknarprestur og kennari á Eski- firði 1967-71, sérfræðingur hjá Þjóðskjalasafni Íslands 1987-90 og stundakennari við HÍ 1980. Kol- beinn sá um æskulýðsmál í Frí- kirkjusöfnuðinum í Reykjavík 1954-60, var sunnudagaskóla- kennari í KFUM-húsinu við Holta- veg í 10 ár, formaður Norræna fé- lagsins á Eskifirði 1971, félagi í söngsveitinni Fílharmóníu um ára- bil og sat í stjórn hennar 1964-67. Kolbeinn hefur samið greinar og ritgerðir og haldið fjölda erinda hérlendis og erlendis um ýmis kirkjusöguleg rannsóknarefni. Núna síðustu árin vann hann að rannsóknum og við ýmis ritstörf. Útför Kolbeins verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 11. verslunarmaður í Reykjavík, f. 10. 7. 1910, d. 12. 6. 1993, Sigurður, fyrrv. skip- stjóri og fiskverk- andi í Þorlákshöfn, f. 15. 9. 1911, d. 4. 3. 2000, Sigríður, f. 2. 1. 1914, d. 5.1. 2004, bú- sett í Dalasýslu, Guð- mundur, fyrrv. stýri- maður í Reykjavík, f. 24. 8. 1918, d. 2. 8. 1992. Þá ólst upp með þeim frændi þeirra Haraldur Ey- vinds, f. 10.11. 1918, d. 27.12. 2002. Kolbeinn lauk stúdentsprófi frá MR 1959, kennaraprófi frá KÍ 1961, guðfræðiprófi frá HÍ 1967, stundaði biblíuskólanám 1962 og Með þessum fáu orðum viljum við kveðja elskulegan frænda okkar, séra Kolbein Þorleifsson kirkjusagn- fræðing. Kolli frændi eins og hann var alltaf kallaður af okkur systkinunum á Hólsveginum kvaddi þennan heim mjög snögglega enda hafði hann ver- ið á kaffihúsi með félögum sínum daginn áður og engan þar órað fyrir því sem verða vildi. Kolli hafði kennt sér meins til nokkurra ára en aldrei svo að hann væri ekki kominn í bæ- inn að hitta vinahópinn fljótlega aft- ur. Kolli var ömmubróðir okkar, ein- hleypur og barnlaus og við systkinin því ein af hans nánustu ættingjum. Þá skírði Kolli þann yngsta okkar systkinanna sem og öll okkar börn, sex að tölu. Þau systkinin voru sex að tölu og fjögur þeirra; „Kolli frændi“, „Siggi frændi“, „Frænka“ (Sigrún) og „amma á Ljósó“ (Viktoría) bjuggu á Ljósó, eins og við kölluðum alltaf litlu kjallaraíbúðina að Ljósvallagötu 16. Þangað fórum við til dæmis alltaf á jólunum á meðan gömlu konunum entist aldur og heilsa. Þar var borðað og leikið sér og var Kolli ávallt hress í bragði. Kolli var fræðimaður og mikill grúskari og þegar við urðum eldri leituðum við systkinin oft til hans þegar okkur vantaði t.d. upplýsingar um ættfræði, en þar komum við aldr- ei að tómum kofanum. Gat Kolli und- antekningarlaust rakið saman alla þá einstaklinga er við leituðum að. Hann var langyngstur systkina sinna og ólust hann og móðir okkar, sem er systurdóttir hans, nánast upp sem systkini þar sem aðeins sex ár skildu á milli þeirra. Nú síðustu ár minnkaði samgang- urinn okkar á milli og hörmum við það í dag þegar við höfum ekki leng- ur möguleika til samvista. Margar eru þó stundirnar sem við höfum átt saman í gegnum tíðina og erum við þakklát fyrir þær. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Frændsystkinin Hólsvegi 10. Frændi minn og vinur síra Kol- beinn Þorleifsson lést aðfaranótt miðvikudagsins 29. mars sl. Á þriðju- daginn þegar við nokkrir vinir og kunningjar drukkum eftirmiðdags- kaffi með honum leit hann óvenju vel út. Kolbeinn var háður nýrnavél en tók því með sinni stóísku ró og horfði á sígildar kvikmyndir, en á því sviði var þekking hans yfirgripsmikil, eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hend- ur, þess á milli las hann Gamla testa- mentið á hebresku, Nýja testament- ið á grísku eða ræður Lúthers á þýsku. Eitt sinn sagði ég Kolbeini að mér fyndist margt býsna líkt með fyrstu málfræðiritgerðunum og riti Isidors frá Sevilla, og að það sama gæti átt við Eddu Snorra og bað ég Kolbein að gá í Ethymologies Isidors og kanna hvort þar væri skýring á hinu óskiljanlega orði „ofljóst“ í 74. kafla Skáldskaparmála og lausnin kom snjöll og einföld. Snorri vildi nota Ís- lensk orð í íslensku riti og þýddi því orð og hugtök. Hér er um að ræða þýðingarvillu á gríska orðinu meta- for. Bókstafleg þýðing á fyrri liðnum „meta“ er yfir eða of, (of ána = yfir ána). Seinni liðurinn hefur hins veg- ar klúðrast. Til er orðið fos-for sem þýðir bókstaflega ljós-beri og þýð- andinn hefur talið að seinni liðurinn í báðum orðunum táknaði eld eða ljós, og úr verður orðið of-ljós sem þýðing á metafor. Mér finnst nauðsynlegt að þetta komi fram þannig að augljóst sé að þessi snilldarskýring sé frá Kolbeini komin. Ekki get ég stillt mig um að segja hér smá sögu af Kolbeini í ferð okkar til Hollands í leit að afkomendum Guðríðar Þorbjarnardóttur og Þor- finns karlsefnis. Við börðum upp á í Ættfræðistofnun aðalsins, ákaflega siðfágaður maður kom til dyra og ákváðum við á staðnum að hann hlyti að vera a.m.k. barón. Þið eruð á vit- lausum stað sagði hann, þetta er ætt- fræðistofnun fyrir aðalsmenn. Þá er- um við einmitt á réttum stað, sagði Kolbeinn, því við erum að leita að ættingjum okkar. Við þessa yfirlýs- ingu var okkur boðið inn. Leitin gekk illa og ekki fundum við það sem við leituðum að en Kolbeinn minntist á konung Hollands Louis VI „hinn rómverska“, en hann gæti, tímans vegna, verið dóttursonur Hákonar gamla. Nú missti „baróninn“ þolin- mæðina og sagði með þjósti þetta er vitleysa, því ætti hollenskur konung- ur að vera kenndur til Rómar. Það er nú samt rétt, sagði Kolbeinn með hægð. Hér eru ættir allra konunga og greifa sem ríkt hafa á Hollandi sagði aðalsmaðurinn, um leið og hann opnaði ákaflega fínan útskor- inn skáp sem stóð þar upp við vegg, og hér er enginn Rómverji. Má ég sjá, sagði Kolbeinn og að fengnu já- yrði gekk hann að skápnum og benti, að því að virtist blindandi, á ættar- tölurnar á 14. öld og sagði: Hér er hann. Aðalsmaðurinn kíkti inn í skápinn og sagði í forundran „Hvernig getur þú vitað meira um hollenskar kóngaættir en ég?“ Sá það á Netinu, sagði Kolbeinn. Má bjóða ykkur te? sagði baróninn og þar með vorum við komnir inn í hið allra helgasta. Þannig var Kolbeinn, vissi allt og kom manni sífellt á óvart, hans verð- ur sárt saknað. Jörmundur Ingi. Kveðja frá Prestafélagi Íslands Sr. Kolbeinn Þorleifsson, félagi okkar og bróðir, hlaut hægt andlát rétt fyrir páska, á þeim tíma kirkju- ársins þegar við minnumst þjáningar og dauða frelsarans. Hann dó með frelsara sínum og rís upp með hon- um til eilífs lífs. Á yngri árum gegndi sr. Kolbeinn embætti sóknarprests en lengst af stundaði hann fræðastörf. Það átti vel við hann og viðfangsefnin gagn- tóku hann. Kristnisaga Grænlands var honum sérstakt áhugamál. Ógleymanlegur er gestafyrirlest- ur sem hann hélt í kirkjusögutíma við Guðfræðideild HÍ og miðlaði af þeim mikla fróðleik sem hann hafði viðað að sér. Á seinni árum tók sr. Kolbeinn ekki mikinn þátt í samfélagi presta en alltaf var ánægjulegt að hitta hann á förnum vegi og heyra hvað hann fékkst við. Hann varð ekki fjör- gamall en fékk að halda sínu til hinstu stundar. Það er þakkarvert. Guð blessi minningu sr. Kolbeins Þorleifssonar. Ólafur Jóhannsson. Ég man fyrst eftir Kolbeini þegar við sungum saman við frumflutning 9. sinfóníu Beethovens á Íslandi vet- urinn 1966 og Róbert A. Ottóson stýrði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Söngsveitinni Fílharmóníu. Kol- beinn var í stjórn söngsveitarinnar en af einhverjum ástæðum hélt ég að hann væri formaður hennar. Rúmu ári seinna var Kolbeinn orð- inn sóknarprestur á Eskifirði. Sum- um sóknarbörnum þótti hann pré- dika nokkuð hart og segja óvægilega til syndanna. Sama heimild tjáði mér að hann hefði eitt sinn getið um vesa- ling minn í jólaprédikun og ekki með öllu lofsamlega. Svo var mál með vexti að ég hafði skömmu áður sagt frá jólagleði meðal almúgans fyrr á öldum í Sjónvarpinu með mynd- skreytingum eftir Baltasar. Bar þar að sjálfsögðu nokkuð á frásögnum af gjálífi og jafnvel saurlifnaði. Í ræð- unni tiltók prestur að höfuðóvinir Guðs kristni nú á dögum væru menn einsog Bítlarnir, Jimmy Hendrix og Árni Björnsson. Enda þótt ég væri ekki tiltakanlega stoltur af þessum samjöfnuði var mér æ síðan hlýtt til Kolbeins. Og eina skiptið sem ég hef tekið þátt í prestskosningu var til að styðja Kolbein, þótt það framboð væri reyndar vonlaust. Hugur Kolbeins stóð til vísinda- starfa, einkum kirkjusagnfræði, og hann gegndi ekki prestþjónustu nema þrjú ár. Hann grúskaði í ýmsu sem engum öðrum kom til hugar og komst stundum að óvæntri niður- stöðu. Það gat því verið ómaksins vert að leita til hans þótt hann væri nokkuð á varðbergi gagnvart því sem hann vildi kalla minn bannsetta marxisma. En hann unni sér sjaldan hvíldar fyrr en hann hafði fundið ein- hverja úrlausn. Nýjasta dæmið var um tengsl Herrnhúta á Grænlandi við jólasálminn „Í dag er glatt í döpr- um hjörtum“. Hann varð á hinn bóginn fyrir því sama og ýmsir aðrir nýjungamenn: þögn þeirra sem ættu að kanna ferskar tilgátur og aðferðafræði og rökræða þær, en nenna ekki einu sinni eða hafa ekki hugarorku til að kynna sér þær. Stundum hefur verið sagt að þrjár kynslóðir fræðimanna þurfi að líða hjá til að nýmæli fáist rædd: þá sem finnst þau vera gagn- rýni á eigin fræðimennsku, læri- sveina þeirra og lærisveina læri- sveinanna. Við þetta bættist reyndar að Kol- beini var ekki lagið að setja kenn- ingar sínar og niðurstöður fram á nógu einfaldan og aðgengilegan hátt. Alþekkt er að fróðustu menn geta verið haldnir einskonar ritstíflu. Á hitt ber einnig að líta að helsta fræðasvið Kolbeins var flestum öðr- um sem lokuð bók og hefði þurft al- þýðlega framsetningu til kynningar. Hvað sem æðri fræðum leið áttu margir samhljóm með Kolbeini á sviði tónlistar. Fagurlega skýrði hann muninn á óratóríum enska og þýska svæðisins. Við vorum her- bergisfélagar í París þegar hópur á vegum Wagnerfélagsins fór til að sjá og heyra Kristin Sigmundsson syngja Gurnemanz í Parsifal. Fyrir framan Notre Dame hrasaði hann á steinstólpa og hlaut mar á rifbeini. Og sem hann greip um síðusárið varð okkur báðum á munni hróp Parsifals: Amfortas! Þeim sem finnst sérvitrir menn skemmtilegri en sam- heimskir þótti oft gaman að umgang- ast Kolbein. Árni Björnsson. Tíðir eru hræranlegar og fara stundum eftir tilfinningum. Nú er nátíð. Séra Kolbeinn hefur gefið upp öndina og sæla tilvist samferða- manna sinna. Ég minnist fyrst radd- ar hans og söngelsku í guðfræðinámi mínu. Ég minnist einnig stöðu hans á Þjóðskjalasafninu í byrjun 9. áratug- ar síðustu aldar. Sagan kenndi mér á ýmsan hátt prestsþjónustu hans um skamma hríð í Klondykeinu, sem nú er á Reyðarfirði. Hólmar; hjartað sló þar. Hvernig getur afburðaafsprengi íslenskrar borgarastéttar borið fagnaðarerindi mannkynsfrelsarans sársaukalaust fyrir pupulinn. Ég mun ekki úr þessu fá svar við því né mun ég öðlast skilning á því í jafn- aðarmennsku lýðræðisins, sem enn stendur á brauðfótum. Ég mun láta hljóma í huga mér unaðssöng Kristins Sigmundssonar er séra Kolbeinn naut í einni Par- ísarferð sinni í mér ókunnu hverfi hámenningarinnar. Ég er þakklátur stopulum kynn- um og öðlings návist. Hvíl og far heill. Séra Flosi Magnússon, prófastur emeritus. Kolbeinn Þorleifsson Langamma mín, mamma sagði mér að þú værir dáin, komin til guðs og englanna hans á himn- inum. Þú varst alltaf svo góð að leika við mig og að hjálpa mér að byggja geimflaugar og bíla úr legókubbun- um þínum í sveitinni sem þú geymdir svo alltaf fyrir mig þangað til ég kæmi næst í heimsókn til þín. Takk fyrir allar rúsínurnar og heita kakó- ið. Vonandi ertu ekki lengur veik. Þú varst best elsku langamma. Þinn langömmustrákur, Kjartan Gauti. Ég var ekki há í loftinu þegar sam- skipti okkar Ellu og vinátta hófust. Þegar eldgosið braust út á Heimaey í ársbyrjun árið 1973 fékk fjölskylda mín húsaskjól hjá Hermanni bróður Ellu á Hellu. Þá var ég aðeins átta mánaða gömul. Við höfðum ekki búið hjá Hermanni lengi þegar hann fór með okkur í sveitina til Ellu og Magga. Strax tókust með okkur mik- il vinátta og tryggð sem fylgt hefur okkur alla tíð síðan. Ferðirnar í Hjallanes voru alltaf eftirminnilegar og sótti ég stíft í að komast í sveitina. Ég dvaldi hjá Ellu nokkur sumur og reyndi ég eins og ég gat að vera hjálpleg við húsverkin og annað sem Elsa Dóróthea Pálsdóttir ✝ Elsa DórótheaPálsdóttir fædd- ist í Hjallanesi í Landsveit, 19. ágúst 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skarðs- kirkju á Landi 10. mars. þurfti að gera. Ella kenndi mér margt, enda handlagin kona sem veigraði sér ekki við að takast á við jafnt fínlega handa- vinnu sem gróf og erf- ið húsverkin sem fylgja bústörfum. Þessu bý ég vel að og er henni afar þakklát fyrir. Eftir því sem árin liðu varð samband okkar Ellu „ömmu“, eins og ég kallaði hana oft, nánara og leitaði ég mikið til hennar. Hún talaði alltaf svo fallega um móður mína sem hún hafði kynnst vel og áttu þær margt sam- merkt í dugnaði og myndarskap. Ég er Ellu þakklát fyrir öll þessi fallegu orð. Þegar ég fluttist frá Vestmanna- eyjum og settist að í Hveragerði fjölgaði ferðum mínum í sveitina til Ellu og Magga. Strákarnir mínir voru lánsamir og kunnu vel að meta að komast í fjósið og kynnast sveita- lífinu sem alltof fá börn fá að kynnast í dag. Í sveitinni hjá Ellu og Magga fengu þeir að sjá kálfana og öll hin dýrin. Móttökurnar voru alltaf frá- bærar. Heitar pönnukökur og mjólk voru í uppáhaldi hjá strákunum mín- um og oft gaukaði hún að þeim sæl- gætismolum. Á köldum vetrardög- um átti hún það til að rétta þeim ullarsokka eða vettlinga sem hún hafði búið til frá grunni og mér gaf hún heklaðan dúk eftir sig sem mér þykir afar vænt um. Minningarnar streyma um hug- ann og söknuðurinn er mikill og með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja elsku Ellu „ömmu“ í Hjalla- nesi. Elsku Ella. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur með nærveru þinni. Takk fyrir hlýhug og sanna vináttu og tryggð í garð fjölskyldu minnar. Minning þín verður ætíð ljós í lífi okkar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Megi góður Guð vera með fjöl- skyldu þinni allri og gefa henni styrk á þessum tímamótum. Svandís Þórhallsdóttir og fjölskylda. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.