Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 19
bandsaðild ef pólitísk skilyrði sköpuðust fyrir því í framtíðinni. Þess vegna var Viðeyjarstjórnin mynduð. Andstaðan við EES: Örlagarík mistök Það er fróðlegt í ljósi kenningar Eiríks um átakalínurnar milli „op- ingáttarmanna“og „innilok- unarsinna“ að skoða afstöðu flokk- anna til EES-samningsins og Evrópusamstarfsins með ráðandi arfleifð stjórnmálaflokkanna í huga. Sú staðreynd virðist nú gleymd og grafin að EES- samningurinn var að mestu, að því er varðar sjálft inntak samnings- ins, fullfrágenginn í tíð vinstri- stjórnar Steingríms Her- mannssonar. Það sem helst olli viðsjám og flokkadráttum, t.d. fjárfestingarréttur útlendinga og frjáls för launafólks, yfirgnæfði öll önnur mál í kosningabaráttunni vorið 1991. Það sem út af stóð og var til lykta leitt síðar varðaði einkum stofnanaumgjörð samn- ingsins, stjórnun og lausn deilu- mála. Sjálfstæðisflokkurinn lét með öðrum orðum aldrei brjóta á sér í þeirri hörðu baráttu sem þurfti að heyja til að sannfæra þjóðina um ágæti EES-samnings- ins. Áhrifamenn úr röðum sjálf- stæðismanna eins og t.d. Eyjólfur Konráð Jónsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, var ásamt fleir- um harður andstæðingur samn- ingsins. Vinstristjórnin, sem bar stjórn- skipulega ábyrgð á samningsnið- urstöðunni, hélt velli í kosning- unum vorið 1991. Vinstristjórnin hefði því væntanlega setið áfram við völd kjörtímabilið 1991–1995 ef forystumenn Framsóknaflokks og Alþýðubandalags hefðu ekki í kosningabaráttunni snúið baki við EES-samningnum. Það voru mikil pólitísk mistök sem dregið hafa langan slóða á eftir sér. Stjórn- málaþróunin hefði trúlega orðið öll önnur en hún varð. Davíð Oddsson hefði orðið að láta sér leiðast í stjórnarandstöðu. Örlög Fram- sóknarflokksins hefðu getað orðið öll önnur og þekkilegri en nú er orðið. Og samruninn á vinstrivæng hefði trúlega tekist betur á grund- velli vaxandi gagnkvæms trausts í stjórnarsamvinnu. Hvers vegna sneru þeir Stein- grímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson baki við EES- samningnum? Von um ávinning í atkvæðum á kostnað samstarfs- aðilans, Alþýðuflokksins, í þing- kosningunum er ein skýringin. Hin er sú að innilokunarafstaðan var auðvitað í stíl við fortíð Al- þýðubandalagsins og Framsókn- arflokksins reyndar líka sem hafði meira að segja snúist gegn aðild- inni að EFTA 1970. Með því að styðja EES-samninginn stað- fastlega hefðu þessir forystumenn fengið tækifæri til að rjúfa heim- óttarhefð flokka sinna. Þetta hefði styrkt stöðu þessara flokka og veikt þá ímynd Sjálfstæðisflokks- ins að honum einum væri treyst- andi fyrir hagstjórninni og til að gæta hagsmuna atvinnulífsins. Þar með hefðu þessir flokkar líka fengið tækifæri til að sækja lengra inn á miðjuna og skapa forsendur fyrir samstarfi vinstriflokkanna í framtíðinni. Öllu þessu klúðruðu þeir í von um skammtíma- atkvæðaumbun. En hvað með þá kenningu Ei- ríks að andstaða Sjálfstæðisflokks- ins í formannstíð Davíðs við aðild Íslands að Evrópusambandinu sé pólitískt stílbrot í ljósi fortíðar flokksins á lýðveldistímanum? Hversu vel grunduð er goðsögnin um Sjálfstæðisflokkinn sem hinn stefnufasta málsvara markaðs- búskapar og fríverslunar? Hefur Sjálfstæðisflokkurinn fylgt „op- ingáttarhefðinni“ gegn þeim inni- lokunarsinnum sem hefur staðið ógn af opnun hagkerfisins og af of nánu fjölþjóðlegu samstarfi? Völdin valdanna vegna Gleymum því ekki að Sjálfstæð- isflokkurinn er eins konar regn- hlífarsamtök sérhagsmunahópa. Hann keppti löngum við Fram- sóknarflokkinn um atkvæði bænda í sveitum landsins með því að yf- irbjóða búverndarstefnu bænda- forystunnar. Eða hvers vegna var Sjálfstæðisflokkurinn andvígur EES-samningnum meðan hann var í stjórnarandstöðu við vinstri- stjórn Steingríms Hermannsonar á árunum 1988–91? Að einhverju leyti má skýra það með henti- stefnu stjórnarandstöðuflokksins. Meginskýringin er þó sú að þessi stefna var fengin að láni frá LÍÚ sem var allan tímann afar tor- tryggið á EES-samninginn og vildi helst engu til fórna að fá fram viðurkenningu á grundvall- arreglunni um fríverslun með sjávarafurðir. Eiríkur minnir á að römm þjóð- ernishyggja er hluti af pólitískri arfleifð Sjálfstæðisflokksins svo sem nafn flokksins á að undir- strika. Lengst af á lýðveldistím- anum keppti Sjálfstæðisflokkurinn við Framsóknarflokkinn um stjórnarforystu og völd í ríkiskerf- inu á grundvelli hinnar frægu helmingaskiptareglu milli einka- geirans og atvinnureksturs á snærum samvinnuhreyfingarinnar. Ríkisvaldið var stjórntæki í hönd- um þessara flokka til að úthluta gæðum og skipta hlunnindum. Þetta stjórnarfar einkenndist af ríkisforsjá í nafni flokksræðis. Flest var bannað nema það sem var sérstaklega leyft. Og leyfunum var oftast úthlutað samkvæmt helmingaskiptareglunni. Hvers vegna skipti Davíð Odds- son um skoðun á aðild Íslands að Evrópusambandinu eftir að hann var tekinn við flokks- og stjórn- arforystu? Eiríkur hefur ekki al- mennilega skýringu á því en vill rekja það að einhverju leyti til persónulegra samskipta okkar Davíðs í Viðeyjarstjórninni. Nefni- lega að Davíð hafi snúist öndverð- ur við þegar við jafnaðarmenn kváðum upp úr um það á árinu 1994 að við vildum að Ísland fylgdi samstarfsþjóðum okkar í EFTA, og þá sérstaklega Svíum og Finnum, inn í Evrópusam- bandið árið 1995. Að Davíð Odds- son hafi ekki viljað una því að við mörkuðum stefnuna fyrir hönd ríkisstjórnar hans (eins og við höfðum gert í EES-málinu) og því brugðist harkalegar við en ella. Þetta er ekki mjög trúverðug skýring. Miklu nærtækari er sú skýring að Davíð hafi talið sig hafa ástæðu til að óttast að já- kvæð afstaða til Evrópusambands- aðildar gæti leitt til klofnings í Sjálfstæðisflokknum og þar með stofnað lykilstöðu flokksins í valdakerfinu í hættu. Hefði hann getað fengið stórútgerðina í LÍÚ, búverndardeildina og landsbyggð- ararminn til að spila með í slíkri pólitík? Það var satt að segja ekki mjög líklegt. Eitt af mörgum ágreinings- málum milli flokkanna í Viðeyj- arstjórninni snerist um hvort draga ætti úr innflutningsvernd og ríkisstyrkjum til landbúnaðar, sem var á dagskrá í samn- ingalotum, sem nú eru kenndar við Alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Formaður Sjálfstæðis- flokksins reyndist vera með öllu ósveigjanlegur í stuðningi við bú- verndarstefnuna. Hann vildi ekki gefa Framsókn höggstað á Sjálf- stæðisflokknum með neinum til- slökunum í því efni í þágu lækkaðs vöruverðs til neytenda. Með þess- ari afstöðu sinni tók Davíð sér stöðu innan hefðbundinnar afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Á viðreisn- arárunum fékk Gylfi Þ. Gíslason engu tauti komið við landbúnaðar- arm Sjálfstæðiflokksins undir for- ystu Ingólfs frá Hellu, að því er varðaði hið ríkisstyrkta landbún- aðarkerfi og útflutningsbæturnar. Bjarni Benediktsson viðurkenndi, að hann réði einfaldlega ekki við það. Davíð Oddsson skildi eðli Sjálf- stæðisflokksins sama skilningi og Bjarni. Tilgangur flokksins er ein- faldlega að halda völdum – valdanna vegna. Til þess að þjóna því markmiði verður að halda helstu sérhagsmunahópunum sam- an án þess að það kosti flokkinn fjöldafylgi. Þetta snýst ekki nema að litlu leyti um hugmyndir; það snýst um völdin – kjáninn þinn! Goðsögninni um Sjálfstæðisflokk- inn sem málsvara markaðs- búskapar og viðskiptafrelsis er hins vegar ætlað að breiða yfir veruleikann. Hannes Hólmsteinn sér um hugmyndafræðina, en Dav- íð sá um það sem máli skipti: Völdin valdanna vegna. Pólitískar forsendur Evrópu- sambandsaðildar Þessi dæmi sýna að „innilok- unarleiðin“ á rík ítök í Sjálfstæð- isflokknum. Hugarfar ríkisforsjár í atvinnulífinu í krafti flokksræðis er forystumönnum flokksins, mörgum hverjum, runnið í merg og bein. Fyrirtækin eiga að styðja flokkinn til þess svo að njóta fyr- irgreiðslu hans þegar á þarf að halda. Þeir sem ekki hlíta þessum leikreglum fá að kenna á því. Baugur – beware. Því eru þröng takmörk sett hversu langt flokk- urinn getur gengið í frjálsræð- isátt. Þess vegna fer vel á því að flestir forystumanna flokksins eru heimalningar úr lögfræðingastétt þótt það hafi breyst með for- mannskjöri Geirs Haarde. Kannski í því felist dulítil skilaboð að breytinga kunni að vera að vænta í framtíðinni? Pólitísk arf- leifð Davíðs Oddssonar felst eink- um í þrennu: Einarðri andstöðu við aðild Íslands að Evrópusam- bandinu, fylgispekt við bandaríska utanríkisstefnu og kröfunni um sjálfstæða peningamálastjórn. Í því felst að framselja ekki í ann- arra hendur ákvörðunarvaldið um gengi gjaldmiðilsins sem neyð- arúrræði þegar allt annað hefur brugðist í hagstjórninni. Þessi arfleið er fyrirsjáanlega að syngja sitt síðasta í náinni framtíð. Bandaríkin hafa snúið við okkur bakinu. Innlend peninga- málastjórn hefur brugðist. Innlend stjórnvöld munu ekki ná aftur valdi á gengisskráningunni. Mark- aðsöflin hafa þar tekið völdin og fyrirtækin flýja á náðir evrunnar í von um þann stöðugleika sem þeim er nauðsynlegur. Og þá er stutt í það að forstjóraveldið, for- ysta fyrirtækjanna og samtaka at- vinnulífsins knýi á um það að Ís- land stígi lokaskrefið inn í Evrópusambandið. Hefur ekki meirihluti kjósenda Sjálfstæð- isflokksins samkvæmt skoð- anakönnunum lengi verið þeirrar skoðunar að óska beri eftir samn- ingaviðræðum? Var ekki Þorsteinn Pálsson, forveri Davíðs Oddssonar á formannsstóli Sjálfstæðisflokks- ins, að boða þá stefnu í ræðu á ársfundi Samtaka iðnaðarins? Spurningin er ekki lengur um, hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni gera þau sjónarmið að sínum, heldur aðeins – hvenær? Jón Baldvin Hannibalsson (höf. var formaður Alþýðuflokksins 1984–1996.) MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 19 Auris - Nýtt upphaf. www.toyota.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.