Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það verður varla líkmannaskortur hjá „Grænu“ útfararþjónustunni. VEÐUR Barátta nazistaí Þýzkalandi gegn gyðingum fór rólega af stað. Þeir voru taldir minnihlutahópur, sem hefði komið sér of vel fyrir í þýzku samfélagi og eignazt of mik- ið. Það var auð- velt að ýta undir andúð og fordóma í Þýzkalandi þeirra ára, þegar fátækt og atvinnuleysi einkenndi samfélagið eftir ósigur í heimsstyrjöldinni fyrri og þungbærar stríðsskaðabætur.     Þegar upp var staðið höfðu for-ystumenn þriðja ríkisins drepið sjö milljónir gyðinga, flesta í Póllandi og Rússlandi. Þeir höfðu áður rekið flesta gyðinga úr landi austur á bóg- inn.     Þeir voru drepnir ýmist í járn-brautarvögnum sem gasi var sprautað inn í en síðar í sérstökum gasklefum, þegar fyrri aðferðin tók of langan tíma. Það tók 10 mínútur að flytja hvern gyðing úr flutnings- tæki og drepa hann. En ekki bara þannig.     Fjölmennir hópar voru einfaldlegaskotnir, t.d. í Úkraínu, og grafnir í fjöldagröfum.     Það voru fleiri drepnir með þessumhætti en gyðingar. Um 200 þús- und sígaunar voru drepnir með sama hætti, þótt aldrei sé nú orðið minnzt á örlög þeirra, svo og fjölmargir af hin- um „óæðri“ kynþáttum, en þannig töluðu foringjar nazista um þá sem bjuggu í austurhluta Evrópu.     Stalín lét drepa 10 milljónirÚkraínumanna með því að svelta þá í hel auk nokkurra milljónatuga, sem hann drap með öðrum hætti.     Það er ótrúlegt hvað hægt er að fáfólk til að gera eins og gömul dæmi og ný sýna. STAKSTEINAR Adolf Hitler Um fordóma SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                          *(!  + ,- .  & / 0    + -      !                   12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (  "    " ! "    #       #         :  *$;<                           !"      #  $  %  &  ' (    *! $$ ; *! $% &   %   # ' ( ' =2 =! =2 =! =2 $#&  )  *+ ',   $         =7    $' &    -& '   '.%   /  '   '    =   $' &    -& '   '.%   /  '   '      $' ' 0"*    '/ 1'  2      $  ' % !" ' . %      3  % ' /  0    / %   2   42 '55  ' - '  ')  3'45 >4 >*=5? @A *B./A=5? @A ,5C0B ).A / !/0  ! !0 0!  6    ! ! ! ! ! ! 6  / / / / / !/ !/ !/ /6 / /! / !/ !/            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eyþór Arnalds | 8. apríl 2007 DV, VÍS, VBS, DS DV, VÍS og Verð- bréfastofan munu seint mynda ríkisstjórn, en framboðslistar með sömu skammstöfunum koma til greina. VBS er hefðbundin íslensk vinstri stjórn, en VÍS væri nýlunda. Margt bendir til þess að tveggja flokka ríkisstjórn verði aðeins mynduð með Sjálfstæðisflokknum. Kaffibandalagið virðist vera sprungið ef marka má yfirlýsingar S- og V-lista um innflytjendamál. Meira: ea.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 9. apríl 2007 Álver á Keilisnesi? Nú er Alcan farið að huga að álveri við Keil- isnes. Það er hinsvegar álitamál hversu lengi það fær að vera í friði á Keilisnesi. Álverið í Straumsvík var byggt fjarri öllum mannabyggðum fyrir fjörutíu árum. Nú er byggðin komin að mörkum álverslóðarinnar og forljótar verk- smiðjur eru ekki vinsælar séðar út um stofugluggann hjá fólki. Meira: velstyran.blog.is Sigmar Guðmundsson | 9. apríl 2007 Hver á sök á tannpínunni? Mér hefur ekki liðið vel síðustu daga. Ég hef þjáðst af tannpínu. Nokkuð mikilli tannpínu reyndar. Einhverjir myndu kannski kenna sykuráti um – eða bara slappri tann- hirðu. Í mínum huga er hinsvegar hafið yfir allan vafa að þessi tannpína er alfarið ríkisstjórninni að kenna. Meira: sigmarg. blog.is Kristinn Pétursson | 9. apríl 2007 Birta fleiri frásagnir „Frásagnir bresku sjó- liðanna 15, sem Írakar handtóku á Persaflóa í mars, eru þegar byrj- aðar að birtast í bresk- um fjölmiðlum en breska varnarmála- ráðuneytið veitti sjóliðunum und- anþágu frá reglum sem banna breskum hermönnum að ræða við fjölmiðla gegn greiðslu.“ Eins og flestum er ljóst sem lesa þessa síðu hjá mér, er mér ofarlega í huga að ræddar verði opinskátt af- leiðingar af svokallaðri fisk- veiðistjórn hérlendis – fyrir þá íbúa sjávarbyggða – sem ekki eiga afla- heimildir. Ég tel að um sé að ræða stórfellda eignarupptöku sem er bótaskyld af hálfu stjórnvalda – samkvæmt eignarréttarákvæðum stjórnarskrár íslenska lýðveldisins. Svona er þetta, hvort sem ein- hverjum líkar betur eða verr. Í Bretlandi vilja fjölmiðlar ólmir borga bresku sjóliðunum fyrir frá- sagnir af mannráni þeirra á Persa- flóa. Á Íslandi er annað upp á ten- ingnum. Það virðast reynt að þvinga fjölmiðla – pent – til að taka þátt í yf- irhylmingu um meinta eignarupp- töku og gróf mannréttindabrot á al- menningi í sjávarbyggðum – með því að fjalla sem minnst um málið. Fjölmiðlum er ekki borgað fyrir yfirhylmingu hérlendis, en það er áleitin spurning í mínum huga hvort einhverjir fjölmiðlar hafi verið þvingaðir beint eða óbeint – til að fjalla sem minnst um ástandið í sjáv- arbyggðum. Það er hægt að beita penum eða beinum hótunum um tekjumissi í auglýsingum og „fréttaeinangrun“ – ef blaða- og fréttamenn verði ekki „mem“ í fiskveiðistjórninni. Eru til dæmi um slíkt hérlendis? Það á ekki að vera með feluleik um ástandið í sjávarbyggðum. Hvað þá sýndarmennskuleik um eitthvert „gott“ ástand. Það er ekkert gott! Allt tal um slíkt er sýndarmennska og blekkingar. Sjávarbyggðir keppa aldrei við höfuðborgarsvæðið um íbúafjölgun með sjálfsblekkingar að leiðarljósi. Það verður að ræða op- inberlega – af hreinskilni – um af- leiðingarnar sem verða – þegar seld- ar eru burt nánast allar aflaheimildir úr sjávarbyggðum. Meira: kristinnp.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR MARKMIÐ heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 hafa verið endurskoðuð. M.a. hafa verið sett ný markmið sem miða að því að draga úr offitu og of- þyngd og markmiðssetning varðandi krabbameinsvarnir er orðin víðtæk- ari en áður. Meðal nýrra markmiða er að lækka hlutfall níu ára barna sem eru yfir kjörþyngd niður fyrir 15% og of feitra barna niður fyrir 3%. Eins er stefnt að því að draga úr frekari hlutfalls- legri aukningu fólks 20 ára og eldra sem er yfir kjörþyngd eða of feitt. Hvað varðar krabbameinsvarnir eru markmiðin m.a. að dánartíðni vegna krabbameins í blöðruhálskirtli hjá körlum yngri en 75 ára lækki um 30% og dánartíðni vegna krabba- meins í brjósti hjá konum yngri en 75 ára lækki um sama hlutfall. Þá verði dregið úr notkun ljósabekkja um helming. Þokast nær flestum markmiðum Heilbrigðisáætlunin var samþykkt á Alþingi 2001 og hafa flest markmið sem sett voru í upphafi reynst raun- hæf, að því er fram kemur í frétt frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu. Af 21 forgangsmarkmiði hef- ur fjórum þegar verið náð. Verið er að nálgast markmiðin í 11 tilvikum, í einu tilviki er óbreytt ástand, í tveim- ur tilvikum hafa markmiðin fjarlægst og á þremur sviðum skortir upplýs- ingar til að meta stöðuna. Svo dæmi séu tekin um stöðu markmiða má nefna að áfengis- og vímuefnaneysla hjá ungu fólki hefur minnkað og dregur úr reykingum í öllum aldurshópum. Áfengisneysla í heild hefur hins vegar aukist og það markmið því fjarlægst. Geðheilbrigðisþjónusta við börn og ungmenni hefur aukist og dregið hef- ur úr slysadauða barna. Markmið sem sett voru í tannheilsumálum barna hafa hins vegar fjarlægst. Bið- tími eldri borgara eftir vistun á hjúkr- unarheimili hefur minnkað. Á geð- heilbrigðissviði er tíðni sjálfsvíga svipuð því sem var. Í heildina eru geð- raskanir ekki eins algengar og áður. Settum markmiðum á sviði hjarta- og heilaverndar hefur þegar verið náð. Vel miðar að því að draga úr tíðni heilablóðfalla. Þá hefur dregið úr dán- artíðni vegna krabbameina hjá fólki undir 75 ára aldri og dregið hefur úr slysum og slysadauða. Fleiri í megrun og auknar krabba- meinsvarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.