Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞAÐ ER GÓÐ HRYLLINGSMYND Í SJÓNVARPINU Í KVÖLD ER ÞAÐ? ÞÚ SEGIR ÞETTA Á HVERJU KVÖLDI „INNRÁS FÓTALAUSU UNGLINGANNA“ ÉG HELD AÐ ÞÚ GÆTIR HAFT RÉTT FYRIR ÞÉR Í KVÖLD ÉG VORKENNI LITLUM BÖRNUM... ÞAÐ ÞARF EITTHVAÐ TIL ÞESS AÐ GLEÐJA SIG ÞEGAR LÍTIÐ BARN FÆÐIST INN Í ÞENNAN HEIM ÞÁ ER ÞAÐ RINGLAÐ! HRÆTT! MÉR FINNST AÐ ÞAÐ ÆTTI AÐ GEFA ÞEIM ÖLLUM BANJÓ! JÁ, KALVIN? MÁ ÉG NOKKKUÐ FÁ AÐ SKREPPA? AFTUR? JÁ, ÉG VERÐ AÐ FARA! ALLT Í LAGI TAKK FYRIR HVAÐ ERT ÞÚ AÐ GERA HEIMA? ÉG VARÐ AÐ FARA HELGA, HRÓLFUR VILL FÁ AÐ VITA HVORT ÞÚ SÉRT REIÐ ÚT Í HANN FYRIR AÐ KOMA ÞREMUR KLUKKUTÍMUM OF SEINT Í MAT? JÁ ÉG VEIT EKKI AF HVERJU ÞÚ ERT AÐ ÖSKRA. EF FÓLK ER EKKI BÚIÐ AÐ TAKA EFTIR RISAVÖXNUM APA, ÞÁ ER ÞAÐ EKKI AÐ FARA AÐ HEYRA Í ÞÉR ÖSKRA ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HAFA SOFIÐ VEL Í NÓTT ÉG SOFNAÐI UM LEIÐ OG ÉG BYRJAÐI AÐ SKRIFA BÓKINA ÉG HEF FRESTAÐ ÞVÍ AÐ SKRIFA HANA Í MÖRG ÁR VEGNA ÞESS AÐ ÉG HEF EKKI HAFT TÍMA OG UM LEIÐ OG ÉG BYRJAÐI Á HENNI ÞÁ HVARF SVEFNLEYSIÐ MITT ÞAÐ ER ENGIN ÞÖRF EINS STERK OG ÞÖRFIN FYRIR ÞVÍ AÐ FRESTA ÉG HELD AÐ ÉG HAFI FUNDIÐ LÆKNINGU PETER PARKER HEFUR ELT LÆKNINN AÐ RANNSKÓKNARSTOFUNNI... ÞETTA HLÝTUR AÐ VERA STAÐURINN ÞAR SEM HANN ÆTLAR AÐ RANNSAKA BLÓÐIÐ ÚR MÉR EN ÉG GET EKKI LEYFT ÞVÍ AÐ GERAST... ÞVÍ ANNARS FÁ ALLIR AÐ VITA LEYNDAR- MÁLIÐ MITT dagbók|velvakandi Til Velvakanda STUTT er síðan Svisslendingur fékk 10 ára fangelsisdóm fyrir að mála yfir myndir af Taílands- konungi. Verknaðinn framdi hann í ölæði. Honum var metið til „refsi- lækkunar“, að hann reyndist sam- vinnuþýður og játaði fúslega brot sín. Í Jyllandsposten birtust á sínum tíma svipmyndir af Múhameð spá- manni múslíma. Afleiðingar þess urðu uppþot og óeirðir sem kostuðu mörg mannslíf auk viðskiptabanns við Dani, svo að nokkuð sé nefnt. Stutt er síðan Spaugstofumenn vanvirtu íslenska þjóðsönginn, þótt slíkt varði við lög. Lágkúra á hæsta stigi svo að ekki sé meira sagt. Kristin trú var lögtekin hér á landi fyrir rúmum 1.000 árum og hafa því kristin gildi mótað menningu þjóð- arinnar á margvíslegan hátt. Heilög kvöldmáltíð á sér djúpar rætur í huga kristinna manna sem minnast þá orða Jesú Krists: „Gjörið þetta í mína minningu“. Þessum orð- um virðast áðurnefndir aðilar hafa algjörlega gleymt eða aldrei vitað af. Þess í stað reyna þeir að niðurlægja og svívirða altarisgöngu ferming- arbarna með háttalagi sínu. Orðin sem Jesús sagði á kross- inum eiga hér vel við: „Faðir fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Ps.: Eigum við e.t.v. von á því, að næst traðki þeir á íslenska fánanum? Birgir G. Albertsson. Raftækjaverslun ÉG ER, eins og svo margir aðrir, íbúi á Hellu. Hella er afskaplega fal- legur og vinalegur bær og hér er öfl- ugt félagslíf og það er svo sann- arlega satt að við erum bæjarfélag í sókn! Reyndar er sókn hér í bæj- arfélaginu, kirkjusókn. Nú nýverið kom þó aldeilis bakslag í framfar- irnar. Þannig er mál með vexti að í þessum vinalega og fallega (og dásamlega) bæ hefur risið ferlíki sem gnæfir yfir bæinn. Já, ég er að tala um nýju raftækjaverslunina hér í bæ. Manni finnst svolítið impress- jónískt að það hafi fengist bygging- arleyfi fyrir þessum hrikalegu fram- kvæmdum sem hafa nú rist stórt sár í hjarta bæjarins. Auk þess veit ég ekki til þess að hér hafi verið neinn skortur á raftækjum í seinni tíð. Sjálfur er ég á móti raftækjum en nota þau þó í hófi. Nágranni minn, sem býr hér á neðri hæðinni, notar hins vegar ýmis raftæki allan sólar- hringinn. Þar ber helst að nefna fót- anuddtæki, svonefndan mixer, hljómtæki, heimabíó og flygil. Í íbúðinni hans úir allt og grúir af snúrum og rafmagni, maður sér eld- ingarnar skjótast veggjanna á milli. Ég verð bara hálfhræddur. Ég nota eitt raftæki, og það er ástkæra tölv- an mín. Hana nota ég til að skrifa tölvubréf til fólks víðs vegar um heiminn, og til að spila leiki á heima- síðunni http://www.leikjanet.is, sem ég frétti nýlega af í gegnum fjölrit frá Félagi eldri borgara. En ég vildi einkum og sér í lagi fá að mótmæla því að þetta raftækjaverslunarbákn sem hefur risið hér á Hellu fái að standa í óbreyttri mynd. Hverjum datt líka í hug að mála þriggja hæða hús sem er á stærð við hálfa Smára- lind fjólublátt og appelsínugult? Þetta kallar maður að mála skratt- ann á vegginn. Að lokum vil ég taka undir með Guðrúnu Jónsdóttur sem birti hér hugleiðingu á dögunum um að dálk- urinn Orð dagsins í Morgunblaðinu væri svo sannarlega þarfaþing. Enginn verður óbarinn biskup og snemma beygist krókurinn. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og dæmi nú hver fyrir sig. Baráttukveðjur, Karl Bjarnason, íbúi á Hellu. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is KYNNTAR verða á morgun, mið- vikudag, meginniðurstöður könnun- ar á starfsumhverfi ríkisstarfs- manna á opnum morgunverðarfundi á Grand hóteli. Könnunin var framkvæmd í nóv- ember og desember 2006 og beindist að ríflega 16 þúsund ríkisstarfs- mönnum. Að fundinum standa fjár- málaráðuneytið, Félag forstöðu- manna ríkisstofnana, Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands og ParX viðskipta- ráðgjöf IBM. Árni Mathiesen fjármálaráðherra flytur ávarp og síðan fer fram kynn- ing á helstu niðurstöðum sem eftir- talin munu sjá um; Ómar H. Krist- mundsson, dósent við Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni, notagildi niðurstaðna fyrir eintakar stofnanir og ráðuneyti; Arndís Ósk Jónsdóttir, fagstjóri mannauðsráð- gjafar ParX, könnun á starfsum- hverfi starfsmanna Landspítala – háskólasjúkrahúss; Erna Einars- dóttir, sviðsstjóri starfsmannamála LSH. Þá mun Hrund Sveinsdóttir, sérfræðingur í fjármálaráðuneytinu og einn stjórnenda verkefnisins, kynna næstu skref fjármálaráðu- neytisins. Fundarstjóri verður Margrét S. Björnsdóttir, Stofnun stjórnsýslu- fræða og stjórnmála, en hún situr einnig í stjórn verkefnisins. Morgunverður verður framreidd- ur frá kl. 8. Verð er 1.700 kr. og greiðist við innganginn. Reiknað er með að fundinum ljúki um 10. Kynna niðurstöður könnunar á starfsum- hverfi ríkisstarfsmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.