Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 9 FRÉTTIR Póstsendum Laugavegi 82, á horni Barónsstígs, sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Ný sending Laugavegi 53, s. 552 1555 TÍSKUVAL Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 11-16 Opið mán.-fös. kl. 11-18 - lau. 10-16 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Str. 38-56 NÝ SENDING Xplor Buxur, bolir, toppar, pils, kjólar St. 40-60 Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 www.belladonna.is Eftir Björn Björnsson VIÐ athöfn í Hóladómkirkju var ný- lega veittur styrkur úr Áheitasjóði Guðmundar góða Hólabiskups sem uppi var rétt um árið þrettán hundr- uð. Var það ungur maður, Hall- grímur Eymundsson, sem hlaut fyrsta styrkinn sem úthlutað er úr sjóðnum. Nam styrkurinn 250 þús- und krónum. Þá flutti Ólafur Pálma- son magister erindi um hið forna Hólaprent sem gefið var Hóladóm- kirkju á liðnu sumri, og tónlist- arfólkið Marta Halldórsdóttir og Örn Magnússon ásamt börnum sínum Ástu og Halldóri fluttu gamla kirkju- tónlist. Styrkur frá óþekktum gefanda kveikjan að úthlutuninni Þegar Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup settist að á Hólastað vakti athygli hans að í vörslu dóm- kirkjunnar var til sjóður, Áheita- sjóður Guðmundar biskups góða. Voru fjármunir sjóðsins, sem vissu- lega voru ekki stórar upphæðir, í vörslu Kaupþings, áður KB banka, þar áður í Búnaðarbankanum á Sauðárkróki og enn fyrr hjá Spari- sjóði Sauðárkróks og nær því reikn- ingsleg vitneskja aftur til fyrrihluta síðustu aldar. Í viðtali við Jón Aðalstein kom fram að ljóst er að á árum áður mun nokkuð hafa verið um það að áheit bærust sjóðnum en á síðari árum all- verulega dregið úr áheitunum. Þó kemur það fyrir, sagði biskup og raunar allt fram á þennan dag að slíkt gerist og nú ekki alls fyrir löngu barst embættinu bréf sem innihélt 150 þúsund króna áheit frá óþekkt- um gefanda. Sagði biskup að þetta hefði orðið til þess að Hólanefnd, sem er vörsluaðili allra eigna stólsins, hefði tekið þá ákvörðun að huga að hvort Áheitasjóður hins ástsæla biskups ætti ekki að fara að leita verðugra verkefna til að láta gott af sér leiða enda í samræmi við það orð- spor sem af hinum forna biskupi fór. Hyggst nota styrkinn til langþráðra ferðalaga Því var það nú rétt fyrir páskahá- tíðina að tilkynnt var um styrkveit- ingu úr áðurnefndum Áheitasjóði í Hóladómkirkju og var það ungur fatlaður maður, Hallgrímur Ey- mundsson, sem hlaut fyrsta styrkinn úr Áheitasjóði Guðmundar góða Hólabiskups, tvö hundruð og fimm- tíu þúsund krónur, og afhenti Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup Hallgrími þessa fjárupphæð. Í ávarpsorðum sínum sagði biskup að hinn ungi maður hefði orðið fyrir valinu að þessu sinni þar sem hann hefði þurft að berjast við illvígan sjúkdóm frá bernsku en öll fram- ganga hans og árangur hefði vakið eftirtekt og aðdáun og því væri það með mikilli ánægju sem honum væri veittur fyrsti styrkurinn úr sjóðnum. „Hallgrímur Eymundsson er ekkert að biðjast afsökunar á tilveru sinni og hann þarf þess ekki,“ sagði bisk- up. Í þakkarorðum Hallgríms kom fram að hann hefði lengi haft löngun til að ferðast en þessi höfðinglega fjárhæð mundi gera sér fært að láta þann draum rætast. Flutti erindi um Ragnar Fjalar Lárusson Við athöfnina í Hóladómkirkju flutti Ólafur Pálmason magister skemmtilegt og afar fróðlegt erindi um hina frábæru bókargjöf sem barst Hóladómkirkju á síðastliðnu sumri en sú bókargjöf var að uppi- stöðu til Hólaprentið hið forna úr fágætu bókasafni sr. Ragnars Fjalars Lárussonar sem lést fyrir fáum árum. Fjallaði Ólafur um gildi þess fyrir kristna trú í landinu og ekki síður þroska tungumálsins og þjóðarvitundarinnar að til voru svo framsýnir menn sem fluttu prenttækni til Íslands og hófu bókaútgáfu á öndverðri sextándu öld. Þá fjallaði hann um safnarann og manninn Ragnar Fjalar og störf hans í þágu kirkjunnar en síðan ræddi hann um einstaka dýrgripi úr Hólaprentinu svo og aðrar bækur um kirkjuleg efni úr safninu sem talið var að eðlilegt væri að fylgdu með í bókagjöfinni til Hólastóls. Við athöfnina fluttu Marta Hall- dórsdóttir og Örn Magnússon ásamt börnum sínum tveim, þeim Ástu og Halldóri, gamla kirkjulega tónlist og léku undir á gömul hljóðfæri meðal annars íslenskt langspil. Dáður þrátt fyrir höfnun veraldlega valdsins Við upphaf þrettándu aldar sat Hólastað Guðmundur biskup Arason sem af alþýðu landsins var allajafna nefndur Guðmundur biskup góði eða Gvendur góði. Var Guðmundur kjör- inn Hólabiskup með fulltingi Ásbirn- inga sem á þeirri tíð voru ein valda- mesta ættin á Norðurlandi. Fljótlega risu þó úfar með biskupi og höfð- ingjum veraldlega valdsins, einmitt þeim sömu og stutt höfði hann til embættis, og varð af fullur fjand- skapur. Gekk svo langt að biskup var um tíma hrakinn af stólnum en fór þá víða um biskupsdæmið og hefði á ferðum sínum um sig hirð manna undir vopnum, enda átti hann ekki alls staðar vinum að mæta meðal höfðingja. Hinsvegar var biskup, svo sem nafngift hans ber með sér, ást- sæll af alþýðu manna og hvarvetna þar sem hann kom vígði hann og blessaði, meðal annars lindir og vatnsból, og er til ótölulegur fjöldi örnefna sem talin eru tengd nafni hans en einnig kemur fram í sögu hans að áheit hverskonar voru gerð á nafn hins blessaða biskups enda í augum alþýðunnar helgur maður. Var oftar en einu sinni gerð til þess tilraun að fá Guðmund Arason tekinn í helgra manna tölu en á þeirri tíð var það ákvörðun Alþingis hverjir hlutu slíka viðurkenningu og þótt al- þýðan hefði á biskupi sínum óbilandi trú voru það höfðingjar Sturlunga- aldarinnar sem með atkvæði fóru á Alþingi og því voru allar tilraunir í þessa átt árangurslausar, aðeins Þorlákur helgi Þórhallsson og Jón helgi Ögmundarson urðu samkvæmt úrskurði hins forna þings helgir menn. Þrátt fyrir höfnun veraldlega valdsins lét alþýða manna sig það engu skipta og í hennar huga var Guðmundur góði Arason helgur maður og þótti gott að nefna nafn hans ef mikið þótti liggja við. Eru varðveittar fleiri jarteinasög- ur um áhrif hins blessaða biskups en af öðrum Íslendingum og þótti allt snúast til betri vegar við áheit á Guð- mund góða, hvort sem var vegna veikinda fólks eða fénaðar eða ár- gæsku til lands eða sjávar. Hélst þessi átrúnaður þrátt fyrir siðaskipt- in og virðist jafnvel enn lifa með þjóðinni. Þótti helgi Guðmundar meiri en áður hafði þekkst og er flestum kunn frásögn af því er biskup seig í Drang- ey og vígði öll björgin nema Heiðna- berg enda höfðu þá orðið þar miklir mannskaðar við eggja- og fuglatekju í björgunum. Guðmundur góði Hóla- biskup sæll til áheita Erindi Ólafur Pálmason magister fjallaði um hið forna Hólaprent. Árangur Jón A. Baldvinsson biskup afhendir Hallgrími Eymundssyni styrk úr Áheitasjóði Guðmundar góða en úthlutað var í fyrsta sinn úr sjóðnum. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn „ÞAÐ hlýnaði í gær og þá varð allt vitlaust. Einn veiðimaðurinn náði 30 birtingum,“ sagði Ragnar Johnsen á Hörgslandi um veið- ina í Vatnamótunum á Skaftársvæðinu. „Sá var þá búinn að veiða yfir sig og hætti bara. Hollið var komið með 60 í gærkvöldi, eftir tvo daga, fyrir utan alla þá sem þeir höfðu sett í og misst. Menn tóku það svo rólega í morgun.“ Ragnar sagði einn birting yfir 90 cm hafa veiðst og annar var tæplega 90. „Þeir eru ennþá hér þeir stóru. Það er gríðarlega mik- ið af fiski á svæðinu.“ Tungulækur í Landbroti var hvíldur í vikunni en á páskadag var kastað í hann í einn og hálfan tíma og tólf fiskum landað. „Það er allt fullt af fiski,“sagði Þórarinn Kristinsson, eigandi lækjarins. Annars hafa kuldar síðustu daga verið að stríða stangveiði- mönnum nokkuð, vötnin köld og oft erfitt að fá fisk til að taka. Af Norðurlandi hafa þær fregnir borist að í Húseyjarkvísl hafi tvö holl skilað 15 sjóbirtingum í hendur veiðimanna, vel höldnum fiski. Veiðimenn sem hófu veiðar í Litluá í Kelduhverfi á laugardag veiddu 22, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju í bland. Veiddi 30 sjóbirtinga Morgunblaðið/Einar Falur Með fenginn Kristinn H. Þorsteinsson landar vænum sjóbirtingi í Vatnamótunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.