Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR við nutum þess að gefa klárunum hans, svo kom hann sá gamli, lék á als oddi og á næturnar var skemmti- legast að fara á hestbak. Þegar vorið var komið, kvöldfriður kominn á, bjart og einstaka fugl kvartaði yfir ónæðinu þegar hestar og menn liðu hjá. Stundum var peli á lofti, hann í hófi var hluti af vornóttinni. Setjast á þúfnakoll, láta sveitt hrossin míga, skiptast á skoðunum um menn og málefni, fá sér annan og stíga á bak, inn í vornóttina, stundum kalda, stundum hlýja, stundum var þurr- viðri en stundum vætutíð. Hann á tí- ræðisaldri, alltaf hress og hafsjór af fróðleik, stundum úr dalnum sem hann unni mest, Vatnsdalnum sem er fegurstur allra dala á Íslandi. Hann var einmana um stund þegar Sella féll frá og við heimsóttum hann á Brekkuna í tíma og ótíma. Ein- hvern daginn var hann að rúlla stofu- loftið, þá níutíu og tveggja, í hvítri skyrtu og taubuxum. Hann hafði áhuga á söng og við sungum saman bassann í kirkjukórnum á Blönduósi. Hann söng bassann í mörgum kirkjum en ekki einraddað. Alltaf þegar vantaði söngfólk var Grímur tilbúinn. Hann var líka fyrstur þegar þurfti að sinna verkefnum Lions- klúbbs Blönduóss. Hvort sem verk- efnið var að fúaverja Beinakeldu- réttina eða selja blóm á Þorláksmessu í kaupfélaginu. Að ekki sé nú minnst á Svínadalsferð- irnar með perur á haustin og Krist- ófer keyrði. Við náðum stundum í hann í mat, það var yndislegt að sjá hann halda á og gæla við litlu Kötlu Kristínu, alveg frá því hún var kornabarn, til þess tíma að við fórum frá Blönduósi. Þessar kvöldstundir á Hlíðarbrautinni eru nú glitrandi gimsteinar í minningasafninu. Við litum alltaf til hans þegar við fórum norður og enn var hann að yrkja. Hann flíkaði því ekki en hann var fljúgandi hagmæltur. Hann spilaði lomber við félaga sína, þetta var höfðingjahópur úr Vatnsdalnum og nágrenni. Þeir settust aldraðir að á Blönduósi og hittust um miðjan dag- inn og tóku slemmu. Þetta voru ljúf- ar stundir. Hann átti yndislega af- komendur, nefndi þá stundum í spjallinu og þá var hann dálítið drjúgur með sig, stundum montinn. Hann mátti vera það. Þessum af- komendum öllum sendum við hlýj- ustu kveðjurnar, með ósk um að minningin um þennan yndislega mann sem gaf okkur stundir úr lífi sínu megi gefa ykkur gleði alla tíð. Við fögnum að nú eru þau saman á ný, Sella og Grímur Gíslason sem talaði frá Blönduósi. Katla Kristín, Svanborg og Ófeigur. Horfinn er á braut kær vinur um áratuga skeið, Grímur Gíslason frá Saurbæ í Vatnsdal, og hljóðnuð hin skýra og hressilega rödd hans. Við Grímur kynntumst fyrst á Laugar- vatni, en maðurinn minn, Guðmund- ur Gíslason, var kennari og Grímur nemandi við héraðsskólann þar. Gömul og góð vinátta var með for- eldrum okkar Gríms, sem flýtti fyrir kunningsskap okkar sem síðar varð að góðri vináttu. Ég minnist þess að á skólaárunum var Grímur farinn að skrifa niður ýmsar hugleiðingar sem honum þótti gott og gaman að bera undir kennara sinn og ég fékk að heyra mér til ánægju. Nokkrum ár- um síðar fluttum við hjónin norður að Reykjaskóla í Hrútafirði þar sem maðurinn minn var skólastjóri í mörg ár. Vorum við þá komin nær heimahögum Gríms í Vatnsdalnum. Þegar elsti sonur okkar, Böðvar, var 6 ára tápmikill drengur fórum við að hugsa til góðs sveitaheimilis fyrir hann yfir sumartímann. Hringdum við til Gríms í Saurbæ og hann flutti mál okkar við foreldra sína, Gísla og Katrínu.Til að gera langa sögu stutta, var Böðvar þar í 6 sumur og vel það! Það segir sína sögu. Síðustu jól fékk ég ekkert jólakort frá Grími. Þess var sárt saknað. Eitt- hvað var að. Ég geymi öll jólakortin frá honum og myndir frá tugum ára. Við völdum gjarnan kort í stærra lagi svo að við gætum komið þar fyr- ir brotum af ævisögum okkar. Hafðu þökk fyrir þína góðu vin- áttu gegnum árin. Vertu Guði falinn. Hlíf Böðvarsdóttir. Á langri ævi var Grímur Gislason virkur og fjölhæfur þátttakandi í mannlífi og starfi í Húnaþingi. Það er mikils virði fyrir hvert hérað að eiga svo vel gefna og sístarfandi áhugamenn á flestum sviðum sam- félagsins. Í fyrsta árgangi Húnavöku árið 1961 sendir Grímur, þá bóndi í Saurbæ í Vatnsdal, ritinu grein til birtingar sem hefst þannig: „Ungu Húnvetningar. – Hugleiðið hver arf- leifð ykkar er. Eða hafið þið ef til vill ekki gert það.“ Síðar í þessari mögn- uðu hvatningargrein segir hann.“ Húnavatnssýsla er nefnilega sér- staklega gott hérað“ og síðast í greininni bætir hann við – „ykkar arfleifð – að einum glæsilegasta hluta okkar góða lands“. Árið eftir í stuttu viðtali í Húna- vöku, sem Þorsteinn Matthíasson tók heima í Saurbæ, svarar Grímur, þegar hann er spurður hvort hann vildi velja sér búskap að ævistarfi ef hann stæði á þeim tímamótum. „Ég mundi ennþá ákveðnari nú. Að minni hyggju er engin staða eins frjó og bóndastaðan.“ Lokaorð viðtalsins við Saurbæjarbóndann voru: „Fjármun- ir einir skapa ekki lífshamingju.“ Þær eru orðnar margar greinarn- ar sem Grímur hefur samið og skrif- að fyrir Húnavöku, í áranna rás og varðveita ýmsan merkilegan fróðleik og sögu liðinna tíma. Eina slíka grein verður að finna í næstu Húnavöku sem nú er í prentun. Árið 1995 ræddi Unnar Agnarsson fyrir Húnavöku, í löngu viðtali, við Grím sem þá var hættur búskap og fluttur til Blönduóss en hafði um leið falið Sigrúnu dóttur sinni og Guð- mundi tengdasyni að taka við búi í Saurbæ. Eftirfarandi lokaorð Gríms Gíslasonar í því viðtali eru dæmigerð fyrir framsýni hans og bjartsýnt lífs- viðhorf allt frá æskudögum. „Ég er fæddur til þess að nota kraftana og njóta lífsins og ætla að halda því áfram eftir því sem auðnan ræður.“ Innilegar samúðarkveðjur til fjöl- skyldu og ættinga frá hjónunum á Kagaðarhóli. Stefán Á. Jónsson. Ég átti því láni að kynnast Grími Gíslasyni fyrir allmörgum árum, hann þá orðinn aldraður maður í venjulegum skilningi. Samt var svo, að Grímur virtist hafinn yfir tíma og rúm. Samverustundir okkar voru í kórstarfi, lomberspili og kynningu á héraðinu okkar. Kynni okkar hófst í samstarfi kóra í Húnavatnssýslum, á stærri hátíð- um í kristnisögu Íslands störfuðu kirkjukórarnir saman við hátíðar- messur og aðrar athafnir. Þegar Farskóli Norðurlands vestra hélt námskeið fyrir svæðis- bundna leiðsögn fyrir um áratug, var sjálfsagt að Grímur fræddi okkur nemendur um sögu Vatnsdals og ná- grannasveitir. Gerði hann það með svo lifandi frásögn og gleði, að unun var á að hlýða. Ég naut þess einnig í tvígang, að fá hann með mér í hóp- ferð um Vatnsdal og Þing, og gaman var að sjá hve ferðalangar gátu lifað sig inn í söguna með hinum aldna fræðimanni. Skriðurnar í dalnum, Vatnsdæla, mannlíf fyrr og síðar, allt varð þetta að skýrum myndum eftir frásögn hans. Lomberspil er landlægt í Húna- þingi og var Grímur mikill áhuga- maður um þann menningararf, enda mikil spilahefð í Vatnsdal um langt árabil. Sú hefð er á, að Austur- og Vestur Húnvetningar hittist hverjir í boði annarra á hverjum vetri og ávallt var Grímur með í hópi, hrókur alls fagnaðar. Fyrir tveimur árum var svo lomb- ermót Húnvetninga og Héraðsbúa og Austfirðinga haldið í Eyjafirði. Þetta komst á ekki síst fyrir mikla hvatningu Gríms. Hann hringdi og ræddi um gildi þess að halda lomber- kunnáttunni við. Á þessu móti mættu þá tveir aldnir, einn úr hvoru liði, báðir 93 ára. Í mars sl. var haldið annað mót, einnig í Eyjafirði, þá var Grímur fjarri vegna sjúkleika síns. Kvöldið áður brýndi hann félaga sinn, Ingvar frá Eyjólfsstöðum, að hann mætti alls ekki sofa yfir sig, það átti að leggja snemma af stað. Svona var eldmóðurinn til staðar, þótt líkaminn léti undan. Ég vil þakka Grími fyrir góða kynningu og skerf hans til að hlúa að fjölbreyttri menningu okkar Hún- vetninga og hans miklu og víðu fram- tíðarsýn héraðsins okkar og þess mannlífs sem með okkur hrærist. Hafi hann heila þökk fyrir allt, guð blessi minningu hans. Karl Sigurgeirsson, Hvammstanga. Um dalinn þinn er dulin mögn með drætti skýra og hreina. Þú fluttir gestum forna sögn sem fáir aðrir reyna. (Sigurjón Guðmundsson) Mínir vinir fara fjöld. Þetta fræga upphaf kvæðis Bólu-Hjálmars kom mér í hug er ég heyrði lát vinar míns Gríms Gíslasonar. Með honum er genginn einn þekktasti Húnvetning- ur síðustu aldar. Grímur var óvenjulega heilsteypt- ur maður á margan hátt. Hann ólst upp í anda ungmennafélagshugsjón- arinnar, og lifði og starfaði eftir þeim gildum alla ævi. Kynni okkar hófust fyrir alvöru er ég flutti til Blönduóss, fyrir rúmum áratug. Þá fljótlega fór ég að syngja í kór Blönduóskirkju. Þar var Grímur fyrir og tók mig undir verndarvæng sinn. Þar stóðum við saman hlið við hlið þar til heilsa hans fór að bila, á síðasta ári. Það var gott að vera nálægt Grími, hvort heldur var í söng eða öðrum mann- legum samskiptum. Áhugamál hans voru mörg, og hann tók virkan þátt í starfi ótal félaga og samtaka. En fyrst og fremst var hann sonur dals- ins síns, sem hann unni öðrum stöð- um fremur. Við Helga áttum þess kost að fara nokkrar ferðir með Grími um dalinn hans, Vatnsdalinn. Það var ógleym- anlegt að hlusta á hinn aldna mann rekja söguna, frá því að Ingimundur gamli reisti þar bú fyrstur manna. Þessar ferðir urðu kennslustundir í sögu og meðferð íslensks máls. Ekki er hér tóm til að rekja þau fjölmörgu störf sem Grímur vann í þágu sam- félagsins. Oddviti í sinni sveit um langt skeið, gjaldkeri Kaupfélags Hún- vetninga, veðurathugunarmaður í tuttugu og fimm ár. Fréttaritari út- varpsins í áratugi. Vann mjög mikið í samtökum hestamanna, og mjög virkur félagi í Lionsklúbbi Blöndu- óss. Grímur var afar vel ritfær, og unni íslenskri tungu. Eftir hann liggur mikill fjöldi greina og þátta, einkum í ritinu Húnavöku. Við Helga höfum farið nokkrum sinnum til messu að Ábæjarkirkju í Austurdal. Við buðum Grími með okkur í slíka messuferð árið 2004. Hann naut þessarar ferðar mjög því þarna hafði hann ekki komið áður. Þarna þekkti hann marga og allir þekktu Grím. Nú þegar hann er horfinn er stórt skarð í samfélagið sem verður vand fyllt. Við þökkum honum samfylgdina og sendum öllum afkomendum hlýj- ar samúðarkveðjur. Sigurjón Guðmundsson. Að setjast niður og kveðja góðan vin er aldrei auðvelt, sama hversu mörg æviárin voru, söknuðurinn er alltaf til staðar. Þau eru orðin 69 árin síðan ég trítlaði vorið 1938 í hlað í Saurbæ, 6 ára vinnumaður. Heimil- isfólkið kom allt brosandi á móti mér og ég sá strax að hér myndi ég una mér vel, enda varð dvöl mín í Saurbæ sex sumur og hálfur vetur. Grímur var þarna á besta aldri, hann var ekki mjög hávaxinn en var vaxinn eins og fimleikamaður, hand- sterkur og fimur. Hann var einstak- lega barngóður eins og allt heimilis- fólkið í Saurbæ, og hafði lag á að tala við okkur krakkana um hlutina á jafnréttisgrundvelli. Hann var sjálf- ur alltaf í jafnvægi og glaðvær, eig- inleikar sem entust honum alla ævi. Þetta var fyrir daga vélanna sem nú þykja sjálfsagðar. Það var því ær- in vinna í Saurbæ eins og annars- staðar í sveitum, að búa tún undir vorgróðurinn, afla heyja ásamt öllu sem að búrekstrinum laut. Erfiðustu verkin lentu á Grími, auðvitað. Hann var allt í öllu, smíðaði innréttingar, aktygi, hnakka og var ekki lengi að smíða skeifurnar, tvær hitur öðru- megin á flatjárnið, tvær hinumegin, og skeifan tibúin. Það hefðu heldur ekki margir leikið það eftir honum þegar hann heyjaði túnið í Gilhaga, að þegar heyið var flutt heim ofan af hálsinum voru hestarnir reknir laus- ir, stundum á brokkinu, og fór engin sáta úr böndunum. Enda batt ég fast, sagði Grímur þegar við rifjuð- um þetta upp síðastliðið haust. Mér þótti vænt um Grím meðan ég var í Saurbæ. En eftir því sem árin liðu gerði ég mér betur grein fyrir því hvað ég hafði verið heppinn að fá að dveljast á þessu góða heimili og hvað ég átti Grími mikið að þakka. Þetta er bara ein af fjölmörgum minningum sem ég varðveiti af Grími og með henni kveð ég þig, kæri vinur með söknuð í hjarta en bros á vör, því minningarnar um góðan mann lifa áfram. Böðvar Guðmundsson. Ég eins og allir Íslendingar hef hlustað á Grím Gíslason í útvarpinu eins lengi og ég man eftir mér. Ég fluttist til Blönduóss fyrir nokkrum árum og þá fyrst áttaði ég mig á því hversu mikið gildi hann hafði fyrir samfélagið því það kom ákveðið blik í augun á fólki þegar það talaði um hann. Síðasta sumar kynntist ég Grími persónulega og þá skildi ég þetta blik sem allir fengu í augun því ég fyllti fljótlega þann hóp. Leiðir okkar lágu saman þegar ég tók að mér að opna Hafíssetrið og þurfti að eiga samskipti við Grím vegna veð- urathugunartækja sem voru hjá honum en áttu að fara á setrið. Ekki gekk það þrautalaust að nálgast tækin hjá honum því hann var aldrei heima. Hann skrapp til Reykjavíkur eða á hestamannamót eða á Sauðárkrók en að lokum átti hann lausan klukkutíma einn mánu- daginn og þá mátti ég koma. Svona var Grímur fram í andlátið, lifði líf- inu til fulls. Hann kom nokkrum sinnum tíl mín (þegar hann mátti vera að) niður á setur og þá áttum við alltaf skemmtilegt spjall saman. Það kom fljótlega í ljós að við áttum mörg sameiginleg áhugamál svo sem pólitík, hestamennsku og mannlífið almennt og því var um margt að spjalla. Þarna fór ekki gamall maður heldur maður sem hafði ákveðnar skoðanir sem hver ungur maðurinn mætti vera fullsæmdur af. Grímur var húmoristi fram í fingurgóma. Eitt sinn þegar hann kom til mín á Hafísserið sagði ég við hann að hann þyrfti að vera þarna sem safngripur og segja fólki frá veðurathugunun- um. Hann taldi það ekki óhætt fyrir mig að vera eina með honum allan daginn! Svona var Grímur. Hvernig er hægt annað en að falla kylliflöt fyrir svona manni! Að loknu sumri boðaði hann mig til sín til að fá upp- gjör sumarsins. Hann þurfti að koma frá sér pistli í útvarpið. Ég átti ekki hægt um vik því ég var bíllaus. Það var að sjálfsögðu ekki vandamál því hann sótti mig bara á rauða Volvón- um sínum. Mér fannst ég eins og prinsessa á rúntinum með Grími. Ég þakka fyrir að hafa kynnst Grími Gíslasyni því ég er ríkari fyrir vikið sem manneskja. Ég votta fjölskyldu Gríms samúð mína. Anna Margrét Valgeirsdóttir. Látinn er hátt á tíræðisaldri heið- ursmaðurinn Grímur Gíslason. Ekki mátti á milli sjá hvort hafði betur ellikerling eða Grímur, jú Grímur hafði betur, kvikur á fæti, léttur í lund og hafsjór af fróðleik um menn og málefni, á honum var engin elli- mörk að sjá. Sl. haust greindist hann með ill- vígan sjúkdóm sem lagði hann að velli 31. mars sl. Ég kynntist þeim heiðurshjónum Grím og Sellu fyrir rúmum áratug er sonur minn Sævar og þáverandi tengdadóttir Anna Gísladóttir og þeirra synir Kristjáni Atli og Sig- tryggur Einar, Sigurjón Stefán ófæddur, bjuggu við hliðina á þeim í Garðabyggðinni. Þegar ég fór norður í heimsókn til þeirra rölti ég oft á kvöldin yfir til Gríms og Sellu til að spjalla og veitti það mér mikla ánægju. Sella lést árið 2000, blessuð sé hennar minning. Anna og Sævar slitu samvistum ’99 en vinskapur við Grím og hans fólk hefur alla tíð haldist. Fyrir nokkrum árum kynntust Grímur og systir mín Anna og ekki skorti kær- leikinn þar. Við systur fórum yfirleitt einu sinni á sumri í heimsókn til Gríms og gistum hjá honum eina til tvær næt- ur. Hann hafði yndi af að stjana við okkur, keyra okkur um sinn ástkæra Vatnsdal og segja okkur sögu hans, fara með okkur í hesthúsið sitt og svo mætti lengi telja og þegar dagur var að kveldi kominn eftir þessi ferðalög okkar sátum við með ekta kristalsstaup með gylltum guðaveig- um í og skáluðum. Það var sungið og dansað fram á rauða nótt og við syst- ur höfðum ekki roð við Grími þó svo að hann væri rúmum 30 árum eldri, og alltaf var hann kominn fram á undan okkur daginn eftir og búinn að hella á könnuna, geri aðrir betur. Grímur var ákveðinn í að sigrast á þessum sjúkdómi og kom til Reykja- víkur í geislameðferð í janúar sl. Okkur Önnu systur veittist sú ánægja að geta lagt hönd á plóg með að aðstoða Grím í veikindum hans; Anna gerðist einkabílstjóri hans í geislana eins og hann vildi nefna hana og við Sævar og Sigurjón feng- um að hafa hann hjá okkur síðustu dagana í geislameðferðinni. Þessar minningar munum við geyma svo lengi sem við lifum. Nú er komið að kveðjustund og kærs vinar er saknað. Elsku Grímur hvíl í friði. Í bænum mínum ber þér rós, blakka af sorgbitnum tárum. Ég leita uppi lífsins ós, þú liggur á eilífðarbárum. Ég kveðju mína kalla út: „Kyssi þig almættis kraftur.“ Þú veifar til mín vorsins klút og vonin er upprisin aftur. Blessað hefur björtust hönd og borið þig að faðmi sínum. Nú blóðsins aftur lifna bönd og brosið finn í huga mínum. (Höf. ók.) Elsku Gísli, Halla, Anna og aðrir ástvinir, megi minning um föður, tengdaföður, afa, langafa og langa- langafa vera ljós í ykkar lífi. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Guðrún, Anna og Sævar. Grímur Gíslason Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.