Morgunblaðið - 10.04.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 10.04.2007, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 33 REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ættfaðir okkar, GRÍMUR GÍSLASON, Garðabyggð 8, Blönduósi, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi laug- ardaginn 31. mars. Útför hans fer fram frá Blönduóskirkju þriðjudaginn 10. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Orgelsjóð Blönduóskirkju, reikn. nr. 0307-18-930129, kt. 190334-2369. Sigrún, Katrín, Sæunn, Gísli og fjölskyldur. ✝ Elsku bróðir okkar, JÓHANN GUÐLAUGSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 1. apríl. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 11. apríl kl. 13:00. Þeir sem vilja minnast hins látna vinsamlegast láti líknarstofnanir njóta þess. Lilja Guðrún Guðlaugsdóttir, Jón Guðmundur Guðlaugsson. En á þessum síðasta degi marsmán- aðar var tími kominn til að kveðja. Grímur Gíslason hafði sannarlega skilað drjúgu dagsverki, komið víða við, verið trúað fyrir miklu, notið virðingar og trausts samborgara sinna. En landsþekktur varð hann fyrir pistlana í fréttum Útvarpsins, sem hann flutti á sinn einstæða hátt, skýrri og hljómmikilli röddu söng- mannsins og héraðshöfðingjans. Það var enginn eins og hann Grímur. Fréttastofa Útvarpsins hefur lengi staðið vaktina og þjónað lands- mönnum. Hún hefur notið þeirrar gæfu að hafa í sinni þjónustu litríkan hóp hæfileikafólks, með fjölbreytta menntun, ólíkan bakgrunn og reynslu. Og það er öllu þessu góða fólki að þakka að útvarpsfréttirnar hafa sterka stöðu. Framlag Gríms Gíslasonar á Blönduósi var einstakt – og fyrir það þökkum við útvarps- menn og óskum félaga okkar góðrar ferðar. Óðinn Jónsson. Grímur Gíslason heiðursborgari Blönduósbæjar lést 31. mars sl. á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Með Grími er genginn sannur lands- byggðarmaður sem mat byggðir landsins mikils og hafði sterkar ræt- ur til uppruna síns. Grímur var fæddur í Vatnsdalnum, þar voru hans rætur og hann talaði alltaf um Vatnsdalinn með mikilli lotningu, hann var í hans augum nánast helgur staður. Með fréttaflutningi sínum sem fréttaritari útvarpsins flutti hann fréttir úr héraðinu sem varð til þess að vekja athygli landsmanna á því merkasta sem hér var að gerast. Grímur hafði vakandi auga fyrir að flytja jákvæðar fréttir og hafði ánægju af að flytja þær. Honum var ekki ljúft að flytja neikvæðar fréttir. Fréttir Gríms af veiði í húnvetnsku ánum vöktu t.d. landsathygli. Grím- ur var um árabil veðureftirlitsmaður á Blönduósi og skrifaði pistla um veður í Húnavökuna. Grímur kom víða við í félagsmál- um og félagslífi og var gjarnan áber- andi á fundum og samkomum með þátttöku sinni, þar sem saman fór brennandi áhugi á þeim málefnum sem efst voru á baugi og skemmtileg framsetning og málfar. Á fundum var hann gjarnan fenginn til að rita fundargerðir og eru ófáar fundar- gerðirnar sem hann hefur skrifað. Grímur var mikill söngmaður og söng meðal annars í kirkjukórum í rúm 70 ár, ekki hef ég trú á að marg- ir geti státað af meiri kirkjusöng, síðast söng hann með kirkjukór Blönduóskirkju í desember sl. Hann söng einnig með Kór eldri borgara nú síðustu árin. Grímur var oddviti Áshrepps um árabil og formaður byggingarnefndar Húnavallaskóla, einnig tók hann virkan þátt í fé- lagsmálum bænda og samvinnu- félaganna, þá var hann virkur þátt- takandi í fjölmörgum félagasamtökum, má þar nefna félög hestamanna og Lionsklúbb Blöndu- ós. Eftir að hann flutti til Blönduóss varð hann starfsmaður Kaupfélags Húnvetninga þar til hann lét af störf- um vegna aldurs. Vegna starfa Gríms og þátttöku hans í mótun samfélagsins ákvað bæjarstjórn Blönduósbæjar að heiðra hann með því að gera hann heiðursborgara sveitarfélagsins í tengslum við 90 ára afmæli hans. Þá var á síðastliðnu sumri reist afsteypa af Veðurspámanninum eftir Ásmund Sveinsson til heiðurs Grími, er hún staðsett á torgi við Félagsheimilið á Blönduósi. Árið 2003 sæmdi forseti Íslands Grím hinni íslensku Fálka- orðu fyrir störf hans að félags- og byggðamálum. Að framansögðu liggur fyrir að með Grími er genginn maður sem setti mark sitt á samfélagið með þátttöku og óbifandi trú á, að hver einstaklingur geti með þátttöku sinni lagt sitt af mörkum til að bæta það samfélag sem hann býr í, en þar lét hann ekki sitt eftir liggja. Fyrir hönd bæjarstjórnar Blöndu- ósbæjar vil ég þakka Grími fyrir allt það sem hann hefur lagt af mörkum fyrir okkar samfélag. Munum við samferðamenn hans minnast hans með virðingu og þökk. Fjölskyldu Gríms flytjum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Persónulega viljum við hjónin þakka Grími áratuga samfylgd og ómetanlegt samstarf í ýmsu félags- málavafstri. Minningin lifir um litríkan per- sónuleika. Valgarður Hilmarsson, forseti bæjarstjórnar Blönduósbæjar. Kveðja frá Veðurstofu Íslands Grímur Gíslason hóf veðurathug- anir á Blönduósi árið 1978 og sinnti því starfi í um aldarfjórðung. Hann var vandvirkur og áhugasamur um það verkefni eins og flest sem hann tók að sér. Hafði hann oft samband við stofnunina og ræktaði samskipt- in vel. Grímur átti mikinn þátt í ásamt vini sínum dr. Þór Jakobssyni veðurfræðingi að koma upp Hafís- safninu á Blönduósi sem opnað var á síðasta ári. Hefur þar einkar vel tek- ist til. Að leiðarlokum þakkar Veðurstof- an Grími samstarfið og sendir fjöl- skyldu hans samúðarkveðjur. Magnús Jónsson. Þá heyra landsmenn ekki fleiri fréttapistla frá Grími Gíslasyni á Blönduósi um menn og málefni í Húnaþingi, en einkum þó Austur- Húnavatnssýslu. Rödd Gríms er nú þögnuð en hún var bæði hljómmikil og skýr, enda söng hann í ófáum kórum í Húna- þingi og fór létt með að syngja allar karlaraddir í kórum. Við Grímur áttum ákaflega ánægjulegt samstarf í um 30 ár varð- andi fréttir að norðan. Nú á síðari ár- um voru það einkum veiðipistlar hans sem hljómuðu á öldum ljósvak- ans, en áður fyrr kannski meira varðandi landbúnað og lífið í sveit- unum nyrðra. Þá má ekki gleyma fjölmörgum pistlum hans varðandi Blönduvirkjun og aðdraganda henn- ar. Þar var á ferðinni eitt mesta ágreiningsmál í austursýslunni og þótt víðar væri leitað. Grími tókst með lagni að sigla þar milli skers og báru og gera grein fyrir sjónarmið- um beggja deiluaðila, eða þeirra sem voru meðmæltir virkjuninni og þeirra sem voru á móti henni. Hann var maður sveitarinnar og samvinnumaður fram í fingurgóma, enda stundaði hann búskap í Vatns- dal um áraraðir svo sem kunnugt er. Grímur var kominn af léttasta skeiði þegar hann hóf fréttaritara- störf fyrir Fréttastofu Útvarpsins og það fór ekki hjá því í áranna rás að menn í öðrum héruðum litu oft öf- undaraugum til Blönduósinga og annarra Húnvetninga að eiga slíkan mann í þessari stöðu sem Grímur var. Hans skarð verður því vandfyllt. Um árabil kom Grímur og heilsaði upp á okkur í veiðihópnum „Hvar er lykillinn“ í Steinkoti í Vatnsdal. Það var segin saga að eftir að hann fór að heimsækja okkur þangað var eitt það fyrsta sem veiðifélagarnir spurðu þegar komið var norður: „Hvenær kemur Grímur?“ Alltaf skapaðist viss stemning þegar hann var kominn á veröndina og horfði yf- ir Flóðið um leið og hann spurði um aflabrögð. Svo þegar inn var komið beið gjarnan viskíglasið á borðinu því við vorum fyrir löngu búin að læra það að hann vildi helst hafa eitt- hvað sterkt og óblandað í glasi, ef hann á annað borð ætlaði að „smakka það“ – léttvín og bjór var ekki að hans skapi. Hápuntur heimsóknarinnar var svo þegar hann og félagi hans Ragn- ar Þórarinsson tóku Vatnsdælinga- stemmuna raddað með sínum hreinu og hljómfögru röddum, áður en þeir gengu út í júlínóttina áleiðis heim. Gríms verður sárt saknað í veiði- hópnum í sumar, en eftir lifir minn- ingin um sérstakan mann, sem unni landi sínu umfram allt. Við í veiðihópnum sendum fjöl- skyldu Gríms innilegar samúðar- kveðjur vegna fráfalls hans. Kári Jónasson. Í dag verður til moldar borinn samferðamaður minn og vinur Grím- ur Gíslason. Þau þrjátíu ár sem ég hef búið á Blönduósi hefur Grímur ávallt verið einn af góðu þáttunum í þeirri tilveru. Við störfuðum fyrst og fremst saman í Lionsklúbb Blöndu- óss og sátum ætíð hlið við hlið á fund- um og vörðum sætin hvor fyrir ann- an svo annar gæti ekki sest í þau. Þrátt fyrir eða kannski vegna þess að nákvæmlega 40 ár greindu okkur að í aldri þá náðum við alltaf vel sam- an. Það var alltaf hægt að treysta því að segði maður einhverja bölvaða vitleysu á fundum þá fékk maður umbúðalaust að heyra það af fullri hreinskilni en þó á þann hátt að mað- ur gat gengið jafn keikur eftir sem áður og haldið áfram með vitleysuna á næsta fundi. Það er svolítið erfitt að lýsa þessu en það var eitthvað í svipnum, augnaráðinu sem sagði svo margt og skapaði þetta mannlega svigrúm og umburðarlyndi, að minnsta kosti gagnvart mér. Grímur er einhver félagslyndasti maður sem ég hef kynnst. Hann var hreinn „náttúrutalent“ á því sviði og máltækið maður er manns gaman bar hann hreinlega utan á sér. Myndin af Grími í mínum huga verður ætíð sú að þar fór hnarreistur maður, kvikur í hreyfingum og óhræddur við að mæta heiminum og íbúum hans. Bara svona til þess að undirstrika hversu vel hann bar sig allt fram á síðustu stundu er til ein lítil saga af því þegar hann hitti einn eldri borgara fyrir ekki svo margt löngu, mann sem var töluvert yngri en hann og sagði við Grím: „Segðu mér Grímur, hvenær ætlar þú að fara að ganga eins og gamalmenni?“ Það er margt sem kemur upp í hugann þegar maður með jafn far- sæla og langa lífsögu kveður þessa tilvist og efa ég ekki að margir verða til að reka einstaka þætti í lífshlaupi Gríms. Mig langar bara að lokum að þakka fyrir góð kynni og í mínum huga er genginn góður maður sem skipti máli. Blessuð sé minning Gríms Gíslasonar. Jón Sigurðsson. Langri og farsælli ævi Gríms Gíslasonar á Blönduósi er lokið. Horfast verður í augu við það þótt segja megi að hann hafi til skamms tíma ekki verið saddur lífdaga, hálftíræður að aldri, og við hin sem nú sjáum á bak Grími hefðum viljað njóta samvista við hann lengi enn. En alvarleg veikindi sóttu að síðustu mánuðina og örlög voru um síðir ráð- in á þennan veg. Þakklátum huga fyrir langvarandi og dýrmæta vin- áttu við mætan mann og merkan langar mig nú að leiðarlokum að bæta fáeinum orðum við minningar- orð konu minnar Jóhönnu, systur- dóttur Gríms, hér í blaðinu, en kært var með þeim tveimur frá fyrstu tíð. Spyrji ég nú sjálfan mig hvað það var í fari Gríms Gíslasonar sem ein- kenndi hann mjög og væri eftir- breytnivert frá mínum bæjardyrum séð kemur mér í hug vakandi hugur hans frammi fyrir líðandi stund. Hann hafði ekki einungis margs að minnast frá liðinni tíð sem vissulega var fróðlegt að heyra hjá hinum vitra öldungi heldur fylgdist hann í sífellu með því sem gerðist nær og fjær. Þótt árin færðust yfir skrapp áhuga- svið hans ekki saman. Hann fylgdist með og tók þátt í því sem gerðist í þjóðfélaginu, fylgdist með fólki og fjölskyldu, lagði til málanna í ræðu og riti, gaf ráð, fann að eða hrósaði og fór landshorna á milli til að sam- fagna eða samhryggjast, alls staðar aufúsugestur. Áhugamál Gríms voru því fjölþætt en vandvirkni og skyldurækni réðu för í störfum svo að afköstin urðu mikil áður en yfir lauk. Tímafreku starfi veðurathuganamanns á Blönduósi gegndi hann um áratugi eins og kunnugt er og sömuleiðis starfi fréttaritara Ríkisútvarpsins heima í héraði. Oft var ég á ferðinni hjá Grími er komið var að veðurat- hugun, gekk þá út með honum er hann gáði til veðurs, ákvarðaði ský og skýjahulu af mikilli nákvæmni og las af mælum. Ljúft er að minnast þessa. Á hinu nýja Hafíssetri á Blönduósi er bás helgaður veðurat- hugunum á Blönduósi og eru þar til sýnis veðuráhöld Gríms, sem Veður- stofa Íslands gaf setrinu er það var sett á laggirnar. Grímur vandaði til frétta sem hann flutti í útvarpið, hringdi víða um sveit til að spyrja tíðinda og kappkostaði að fara rétt með upplýsingar. Fréttapistla sína frá öndverðu geymdi hann og er þar áreiðanlega fólginn sögulegur fjár- sjóður. Grímur var málsnjall maður og vel ritfær, skrifaði kjarnyrt og gott mál eins og kynslóð hans var gjarnt. Þrátt fyrir annríki gafst honum tóm til fræðistarfa og birtust greinar hans t.d. í Húnavöku, héraðsriti Húnvetninga. Grímur talaði skýrum rómi og barst röddin einstaklega vel án fyrirhafnar. Honum var umhugað um móðurmáls- og framsagnar- kennslu í skólum og gaf hann verð- launagrip sem skólar í Austur-Húna- vatnssýslu keppa um árlega. Hér verður látið staðar numið að sinni og munu aðrir minnast hins ástsæla ættföður og félagsmála- manns. Börnum Gríms og fjölskyld- um þeirra er vottuð hluttekning á saknaðarstundu. Blessuð sé minning Gríms Gíslasonar. Þór Jakobsson. Fyrstur manna til að heimsækja okkur og bjóða velkomin til búsetu og starfa á Blönduósi var Grímur Gíslason. Hann kom akandi á Volv- ónum sínum, lágvaxinn með liðað grásprengt hár, gleraugu, dálítið rauðbirkinn í andliti og geislaði af hlýju og umhyggju, ekki laust við að glettnin gægðist fram í andlitinu, orðfærið var yndislegt. Allt svo hnit- miðað og fjölbreytt, sjaldgæft í dag. Hann var með vínrauða derhúfu með þremur gylltum röndum. Dálítið frönsk húfa. Umhyggjusamasti vinurinn okkar er fallinn. Hann glímdi við erfiðan sjúkdóm síðustu vikurnar. Það hvarflaði ekki að okkur að Grímur Gíslason tapaði þeirri glímu. Sjálfur sagði hann að nú væri komið að síð- asta sólarlaginu. Við áttum saman stundir í sólarlaginu við Húnaflóa, við hjónin saman með honum, stund- um ég einn eða Svanborg. Það tvinn- ast saman þræðir yfir hestum. Hann Grímur lánaði okkur hest- húsið sitt litla rauða á hólnum. Við áttum saman stundir í hesthúsinu og SJÁ SÍÐU 34 ✝ Ástkær sambýliskona, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT JÓNSDÓTTIR frá Steinsstöðum í Öxnadal, sem andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 29. mars verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 12. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður að Bakka í Öxnadal. Lárus Pálsson, Sigfús Sigfússon, Erla Gunnlaugsdóttir, Hjörleifur Halldórsson, Sólveig Gestsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Reynir Sveinsson, Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Halldórsdóttir, Friðrik Þórðarson, Þorgerður Halldórsdóttir, Sveinbjörn Guðmundsson, Svanlaugur Halldórsson, Ásdís Einarsdóttir, Trausti Halldórsson, Aðalbjörg Hauksdóttir, Óskar Halldórsson, Björg Einarsdóttir, Sveinfríður Halldórsdóttir, Haraldur Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.