Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á 15 nátta vorferð til Costa del Sol 24. apríl til 9. maí. Bjóðum frábært tilboð á síðustu sætunum. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og njóttu vorsins á Costa del Sol. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Costa del Sol 24. apríl frá kr. 49.990 Síðustu sætin - 15 nátta ferð Verð kr. 49.990 - -15 nætur Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/stúdíó/íbúð í 15 nætur, m.v. stökktu tilboð. Munið Mastercard ferðaávísunina „ÉG ER afar þakklátur öllum þeim sem komu að þessari útgáfu. Lagið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur. Það skiptir okkur miklu máli að eiga lag til minningar um hana,“ segir Ásgeir Ingvi Jónsson, en um nýliðna helgi var syni hans, Nóna Sæ, afhentur fjárstyrkur upp á ríf- lega 3,5 milljónir króna sem safnast höfðu með sölu geislaplötunnar Svandís Þula – minning. Platan kom út í byrjun árs og seldist í yfir 3.300 eintökum. Markmiðið með útgáfu plötunnar var að minnast hinnar fimm ára gömlu Svandísar Þulu sem lést í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi 2. desember sl. og safna fé til handa átta ára bróður hennar, Nóna Sæ, sem slasaðist alvarlega í slysinu og lamaðist fyrir neðan mitti. Að sögn Ásgeirs verður fjárstyrk- inn lagður inn á framtíðarreikning fyrir Nóna Sæ og mun þannig nýtast honum í framtíðinni. „Þetta á örugg- lega eftir að koma í góðar þarfir,“ segir Ásgeir. Aðspurður segir hann ekki útséð með það hvernig mál Nóna Sæs muni þróast, því þó að hann sé nú lamaður fyrir neðan mitti segir Ásgeir lækna ekki hafa úti- lokað að Nóni Sær eigi eftir að geta gengið aftur. „Viðtökur við geislaplötunni voru mun betri en ég þorði að vona,“ segir Leone Tinganelli sem hafði veg og vanda af útgáfunni, en hann samdi lagið til minningar um Svandísi Þulu og söng inn á plötuna ásamt Guð- rúnu Árnýju. Það var útgáfufélagið Frost sem gaf út plötuna og dreifði í valdar verslanir sem allar seldu hana án álagningar. Að sögn Samúels Krist- jánssonar, framkvæmdastjóra Frost, gáfu allir tónlistarmenn og aðrir er að útgáfunni komu vinnu sína og útlagðan kostnað og rennur söluandvirðið því nær óskert til Nóna Sæs. Á eftir að koma í góðar þarfir Morgunblaðið/Ómar Þakklæti Samúel Kristjánsson, útgáfustjóri Frost (lengst til hægri), afhendir Nóna Sæ söfnunarféð. Með þeim á myndinni er söngvarinn og lagahöfundurinn Leone Tinganelli og Ásgeir Ingvi Jónsson, faðir Nóna Sæs. ÁTTA prestar þjóðkirkjunnar hafa kært Hjört Magna Jóhannsson, safnaðarprest Fríkirkjunnar í Reykjavík, til siðanefndar Presta- félags Íslands, vegna ummæla Hjartar í garð þjóðkirkjunnar og starfsmanna hennar. Kærendur telja að með ummælum sínum á op- inberum vettvangi hafi Hjörtur Magni siðareglur Prestafélagsins og þar með brugðist þeim faglegu skyldum sem þar er kveðið á um að hann uppfylli. Meðal þess sem getið er í kærunni eru ummæli Hjartar í fréttaskýringaþættinum Kompási, en þar sagði Hjörtur að hver sú trúarstofnun sem teldi sig hafa höndlað sannleikann yrði um leið stórhættuleg ef ekki bara djöfulleg. Ennfremur sagði hann að ef trúar- stofnunin breyttist ekki, heldur færi að láta fólk dýrka sig í stað Guðs, þá væri hún jafnframt að brjóta fyrsta boðorðið sem segir þú skalt ekki aðra Guði hafa. „Við gátum ekki setið undir þessu ásamt mörgu öðru sem Hjörtur hef- ur sagt,“ segir Gunnar Jóhannesson, sóknarprestur í Hofsós- og Hóla- prestakalli og einn kærenda. Hjört- ur sé félagi í Prestafélagi Íslands og sem slíkum beri honum að virða ákveðnar leikreglur um presta og þeirra störf sem félagsmenn hafi kosið yfir sig. „Hjörtur hefur viðhaft mjög eindreginn boðskap í sínum skoðunum og við teljum hann af- skaplega ranglátan, villandi og í raun hrokafullan, hann virðist eiga létt með að viðhafa stór orð um þjóð- kirkjuna og starfsmenn hennar.“ Gunnar tekur það fram að sér þyki miður að Hjörtur skuli hafa valið að reka þetta mál í fjölmiðlum og telur tímasetninguna ennfremur furðu sæta, eins og svo margt sem Hjörtur hefur sagt á opinberum vettvangi. Hjörtur segir að það sé stórfurðu- legt í sjálfu sér að kæra hafi verið lögð fram, það eina sem hann hafi gert var að gagnrýna umgjörð og fyrirkomulag trúmála hér á landi í ræðu og riti. „Ég hef bent á það að sú óréttláta mismunun sem felst í því að þjóðkirkjan fær tveimur milljörðum umfram sinn rétta hlut, þegar búið er að innheimta trúfélagsgjöldin, geri hana ótrúverðuga.“ Í fyrr- nefndri kæru kemur fram sú skoðun kærenda að Hjörtur hafi gerst brot- legur við þá frumskyldu prestsþjón- ustunnar sem lýtur að boðun Guðs orðs opinberlega þar sem hann hafi notað prédikunarstólinn til að koma sínum persónulega málflutningi áleiðis. „Mér finnst þetta nokkuð skondið í ljósi þess að lúterskirkjan hefði ekki verið til ef Lúter hefði ekki gagnrýnt ríkjandi kirkjuskipan úr prédikunarstól.“ Siðanefndin hefur ákveðið að taka erindi þjóðkirkjuprestanna fyrir. „Við gátum ekki setið undir þessu ásamt mörgu öðru“ Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is MIKIL mildi var að ekki fór illa þegar harður árekstur varð á Reykjanesbraut í gærmorgun. Til- drög voru þannig að bifreið var ek- ið yfir á öfugan vegarhelming og á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum skemmdust bílarnir mikið og voru fluttir af vettvangi með drátt- arbifreið. Annar ökumanna var færður til skoðunar á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja en er ekki mikið slasaður. Báðir ökumenn voru í bílbelti og er talið að það hafi bjargað því að ekki fór verr. Sekt fyrir akstur utan vega Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði akstur tíu ökumanna mótorhjóla og ökumanns bifreiðar fyrir akstur ut- an vega þar sem þeir óku um Sand- vík á Reykjanesi. Samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglu verða þeir kærðir fyrir athæfið. Ökumenn sluppu við telj- andi meiðsli LÖGREGLUNNI á höfuðborgar- svæðinu hafði í gærkvöldi verið til- kynnt um nítján innbrot frá morgni skírdags. Það er sambærilegt við síðasta ár þegar 22 innbrot voru til- kynnt eftir páskahátíðina. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu voru tíu innbrot í bíla til- kynnt, sex sinnum var farið inn í fyrirtæki og þrisvar í íbúðarhús. Ekki liggur fyrir hversu miklu var stolið. Sá fyrirvari er á tilkynning- unum að þeim getur fjölgað, þar sem ekki höfðu allir skilað sér úr ferðalögum fyrr en seint í gær- kvöldi og eins að fjölmörg fyrirtæki hefja starfsemi á nýjan leik í dag. Að sögn lögreglu fjölgar innbrot- um ekki svo neinu nemur þó að um ferðahelgi sé að ræða. Er öflugum forvörnum þá helst þakkað en al- menningur er sér mjög meðvitandi um þær hættur sem steðja að og gera því viðeigandi ráðstafanir. Nítján innbrot um páskana MAÐURINN sem varð fyrir lífs- hættulegri hnífstunguárás í heima- húsi á þriðjudag fyrir viku er á góð- um batavegi, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Honum var vart hugað líf þegar komið var á slysa- deild en hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild og liggur nú á al- mennri deild. Á góðum bata- vegi eftir árás Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Á ÞRIÐJA hundrað manns bíður nú eftir hjartaþræðingu á hjarta- deild Landspítala – háskólasjúkra- húss og hafa biðlistar eftir hjarta- þræðingu verið með svipuðum hætti undanfarin ár. Það getur þýtt 5–6 mánaða bið eftir hjartaþræð- ingu nema um bráðatilvik sé að ræða og segir Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild LSH, þetta ástand óviðunandi. Gestur sagði að undanfarið hefðu á bilinu 200–250 manns verið á bið- lista eftir hjartaþræðingu lengst af og þannig hefði það verið síðustu árin. Fyrir nokkrum árum hefði biðlistinn verið orðinn mjög stuttur, en þá hefði verið brugðið á það ráð að stöðva þræðingar að sumri til vegna skorts á aðstöðu og starfs- fólki. Þá hefði listinn lengst aftur og ekki náðst niður að ráði síðan. Gestur sagði aðspurður að það væri mjög óþægilegt fyrir fólk að þurfa að bíða lengi eftir hjarta- þræðingu „og þetta er ekki alveg hættulaus biðlisti eðli málsins sam- kvæmt“. Aðspurður hvað væri til ráða sagði Gestur að legurými hefði sett þeim skorður síðustu árin. Þeim þyrfti að fjölga sem og starfs- fólki en til þessa þyrfti aukið fjár- magn. „Okkur finnst þetta óviðunandi með öllu,“ sagði Gestur aðspurður. „Það væri hægt að efla starfsemina með því að taka meira húsnæði undir þetta fyrir þá sjúklinga sem þurfa að fara í hjartaþræðingu og síðan með því að setja fé í að halda uppi þessari starfsemi um helgar ef það er hægt að fá mannskap í það.“ 200–250 manns bíða eftir hjartaþræðingu Yfirlæknir á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss segir ástandið óviðunandi Í HNOTSKURN»Fyrir liggur að dregiðverður úr hjartaþræð- ingum í sumar en hjarta- deild LSH verður þó ekki lokað. »Öllum bráðatilvikum ersinnt um leið og þau koma upp. »Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild LSH, segir að fjölga þurfi legurýmum og starfsfólki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.