Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 23 BÆTUM KJÖRIN BURT MEÐ FÁTÆKT Fréttamannafundur og opnun kosningamiðstöðvar í Suðvesturkjördæmi. Kragakaffið opnar í Hamraborg, klukkan 16:00. Hjörleifur Valsson spilar á fiðlu. Ögmundur Jónasson, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson, Þuríður Backman og Benedikt Davíðsson ALLT ANNAÐ LÍF! - með vinstri grænum www.vg.is Vorið er víst að nálgast. RúnarKristjánsson á Skagaströnd kom út einn morguninn og heyrði það og sá: Himinn blár og heilnæmt loft, heyrist víða sungið. Vorsins tónar tjá sig oft tilfinningaþrungið. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum (f. 1985, l. 1967) er meðal fremstu hagyrðinga. Hann var búsettur í Húnaþingi til 1928, fluttist þá til Sauðárkróks, þar sem hann stundaði aðallega daglaunavinnu, og bjó þar til dauðadags. Margar vísur hans eru þjóðkunnar: Þótt þú berir fegri flík og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík lokadaginn mikla. Þessa stöku kallar hann Kvöld: Hafs í djúp er sigin sól, söngvar allir dvína. Nóttin yfir byggð og ból breiðir vængi sína. Á góðum stundum kveða Skagfirðingar gjarnan: Margir forðum ortu óð, yngdu með því geðið, þá voru líka föðmuð fljóð, fengin staup og kveðið. Kunn er hringhenda eftir Gísla: Lífið fátt mér ljær í hag, lúinn þrátt ég glími. Koma máttu um miðjan dag, mikli háttatími. Hér kemur vorvísa í lokin: Himinn blánar, hækkar sól, heill er vorsins friður. Bráðum frosinn fannakjól fóstran leggur niður. VÍSNAHORNIÐ Vísur að norðan pebl@mbl.is Nokkur veitingahús í Hong Kong eru með stór fiskabúr í veitingasölum sínum þar sem berja má augum sjaldgæfa og jafn- framt litríka fiska og önnur framandi sjáv- ardýr. Starfsfólkið veiðir svo í net þann fisk eða það sjávardýr sem viðkomandi gestur stað- arins vill láta matreiða fyrir sig. Sjávardýrin koma víðsvegar að úr heim- inum, frá Suðaustur-Asíu, Ástralíu og jafn- vel frá eyjum eins og Fiji og Vanuatu. Veitingahúsin sem bjóða upp á sjaldgæfu sjávardýrin þykja dýr en á móti kemur að sjávarfangið þykir hið mesta lostæti. Maturinn valinn úr fiskabúrinu Reuters Reuters Gómsætt Framandi sjávardýr og litríkir fiskar eru í fiskabúrum staðanna. Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.