Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Verið velkomin á landsfund Samfylkingarinnar í Egilshöll 13.–14. apríl. Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAXBYGG Invest ehf., Saxsteinn ehf. og Jötunn Holding ehf. eru með- al nýrra hluthafa í Glitni banka eftir að Karl Wernersson, Einar Sveins- son og aðilar þeim tengdir hafa selt eign sína í bankanum. Þetta kemur fram í flöggunartilkynningum sem OMX Nordic Exchange á Íslandi (áður Kauphöll Íslands) bárust um kvöldmatarleytið á skírdag. Jafn- framt hafa OMX borist tilkynningar frá áðurnefndum aðilum um sölu 16,2% af heildarhlutafé í bankanum. Samkvæmt tilkynningu frá Mile- stone, sem er eignarhaldsfélag Karls Wernerssonar og systkina hans, hef- ur 7% hlut í eigu Þáttar Internation- al ekki enn verið ráðstafað. Að sögn Guðmundar Ólasonar, forstjóra Milestone og stjórnarmanns í Glitni, hefur ekki verið gengið endanlega frá eignarhaldi á þeim hlut. Sölugengi í viðskiptunum var 27,82 krónur/hlut og er heildarverð- mæti þeirra því um 67,1 milljarður króna. Kaupþing sölutryggir hlutina og hafi þeir ekki selst fyrir 16. apríl mun bankinn kaupa þá sjálfur. Fleiri tilkynningar líklegar Samkvæmt tilkynningunum hafa Saxbygg Invest og Saxsteinn í sam- einingu keypt 5% hlut í bankanum, ríflega 744 milljónir hluta, og Jötunn hefur keypt 2,5% hlut, ríflega 372 milljónir hluta. Ef gert er ráð fyrir að viðskiptin hafi farið fram á sama gengi og nefnt var hér að framan er samanlagt verðmæti þeirra um 31 milljarður króna. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hafa mikil átök verið á milli tveggja fylkinga í eigendahópi Glitnis og lauk þeim með því að önn- ur fylkingin ákvað að selja sinn hlut. Enn hefur ekki verið tilkynnt um kaupendur að þeim 8,7% heildar- hlutafjár sem eftir standa af 16,2% hlutnum en líklegt má telja að fleiri flagganir og tilkynningar berist OMX við opnun markaðar í dag. Saxbygg Invest og Saxsteinn eru dótturfélög Saxbygg ehf. sem er í sameiginlegri eigu Saxhóls og verk- takafyrirtækisins Bygg. Saxhóll er í eigu fjölskyldunnar sem kennd er við Nóatún. Eigendur Jötunn Hold- ing eru Sir Tom Hunter og Baugur auk Fons eignarhaldsfélags. Eignar- hald félagsins skiptist þannig að fé- lag Hunters á 60% hlut, Baugur á 30% hlut og Fons á 10% hlut. Saxbygg og Jötunn meðal nýrra hluthafa Hlutur Hunter, Baugs og Fons stækkar Í HNOTSKURN » Ekki hefur verið gengiðendanlega frá eignarhaldi á 7% hlut Þáttar International. »OMX bárust tilkynningarseint á skírdag. » Sölugengi var 27,82 krón-ur fyrir hvern hlut. Barist um banka Saxbygg og Jötunn eru meðal þeirra aðila sem keypt hafa hlutabréf í Glitni í kjölfar átaka í hluthafahópi bankans. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta að nota alþjóðlega vörumerkið Esso á Íslandi en það hefur verið notað hér á landi í 60 ár. Er þetta gert í kjölfar sameiningar á rekstri Olíufélagsins, Bílanausts og fleiri fyrirtækja í eigu eign- arhaldsfélagsins BNT. Í frétta- tilkynningu frá BNT segir að frá og með miðjum apríl verði þjón- ustustöðvar sem áður voru rekn- ar undir merkjum Esso reknar undir nýju heiti en ekki er gefið upp hvert það er. Merkingar með Esso-nafninu munu einnig hverfa af birgða- stöðvum og eldsneytisdælum um land allt. Samtímis verður endur- nýjaður samningur við Exxon- Mobil um innflutning og sölu á Esso- og Mo- bil-smurolíu á landinu. Vöru- merkin Olíu- félagið, Bíla- naust, Gúmmí- vinnustofan, Kúlulegusal- an, Ísdekk, Hjólbarðahöllin, Bæj- ardekk Mosfellsbæ, Dekkið í Hafnarfirði, Hjólbarðaviðgerðin við Dalbraut og Hjól-Vest við Ægisíðu heyra því brátt fortíð- inni til. „Við sameininguna verður til nýtt fyrirtæki sem veita mun fjöl- breyttari þjónustu en þau fyr- irtæki sem það er sett saman úr. Í okkar huga eru þetta það mikil tímamót að ákveðið var að kveðja nöfn gömlu fyrirtækjanna og leggja af stað í þessa ferð undir nýjum merkjum. Við sjáum nú eitt öflugasta verslunar- og þjónustufyrirtæki landsins verða til, eitt af 10 stærstu fyrirtækjum landsins með 35 milljarða veltu, um 730 starfsmenn og 115 útsölustaði um allt land,“ segir Hermann Guð- mundsson, forstjóri sameinaðs fé- lags. Tilkynnt var um fyrirhugaðan samruna á rekstri fyrirtækjanna í nóvember og hafa starfsmenn þeirra unnið að sameiningunni í vetur. Flutt verður í nýjar höfuð- stöðvar 19. apríl næstkomandi. Vörumerkið Esso verður ekki lengur notað á Íslandi Mörg fyrirtæki eignarhaldsfélagsins BNT sameinuð í eitt HEIÐLÓAN er í huga margra Ís- lendinga hinn eini sanni vorboði. Þetta árið sást fyrst til lóunnar hinn 27. mars sl. bæði á Hornafirði og í fjörunni við Eyrarbakka, en hennar verður nú um stundir vart á æ fleiri stöðum um landið. Ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þessar tvær lóur um helgina á Álftanesinu. Vorboðinn ljúfi á ferð Morgunblaðið/Ómar VEÐRIÐ lék við börnin sem tóku þátt í Landsbankaleikum skíða- deildar Ármanns, sem fram fóru í Bláfjöllum í gær. Rúmlega 100 krakkar á aldrinum 5–10 ára skráðu sig til leiks og mættu albúin og hvergi smeyk í brekkurnar eftir langþráða bið en leikunum hefur verið frestað í tvígang sökum snjó- leysis og leiðindaveðurs í vetur. Annað var upp á teningnum í gær, nægur snjór var í brekkunum og allar aðstæður til skíðaiðkunar með miklum ágætum. Aðstandend- ur voru að vonum ánægðir með þátttökuna og sögðu þeir stemning- una gríðarlega góða eins og oft vill verða þegar vel viðrar í Bláfjöllum. Þátttakendur voru leystir út með verðlaunum frá Landsbankanum og gæddi hið unga afreksfólk sér á pylsum og tilheyrandi í boði SS. Leikarnir, sem eru samstarfs- verkefni Landsbankans og skíða- deildar Ármanns, fóru nú fram í þriðja sinn. Á skíðum skemmti ég mér Morgunblaðið/Ómar ÍSLENDINGAR njóta 15 frídaga á ári, auk sumar- og vetrarleyfa, og eru það aðeins Ítalir sem slá okkur við í Evrópu í þessum efnum. Hjá þeim eru þeir 16, að sögn breska blaðsins The Guardian. Spánverjar eru á hælunum á okkur með 14. Blaðið segir Breta vera algera eftirbáta þessara þjóða, frídagarnir séu aðeins átta í Englandi og Wales, níu í Skotlandi og 10 á Norður- Írlandi. Englandsbanki setti á sínum tíma reglur um fasta frídaga, „bank holi- days“. The Guardian segir að bank- inn hafi framan af veitt starfs- mönnum alls 33 frídaga, einkum í tengslum við dýrlingadaga og ýms- ar trúarhátíðir. En árið 1834 var frí- dögunum fækkað í aðeins fjóra. Árið 1971 fjölgaði þó frídögunum með nýjum bankalögum í sex. Sam- kvæmt konunglegri tilskipun teljast nýársdagur og 1. maí líka vera lög- boðnir frídagar. Í Englandi og Wal- es eru föstudagurinn langi og jóla- dagur einnig frídagar samkvæmt landslögum en ekki tilskipun drottningar/konungs. Skotar njóta þess síðan að hafa dag heilags Andr- ésar og á N-Írlandi er haldið upp á dag heilags Patreks. Það gera kaþ- ólikkar en mótmælendur halda upp á afmæli orrustunnar við Boyne. Margir frídagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.