Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 17 Inniheldur 22 valin bætiefni, 12 vítamín og 10 steinefni. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DES Browne, varnarmálaráðherra Bretlands, sneri í gær við fyrri ákvörðun ráðuneytis síns og lagði bann við því að breskir sjóliðar seldu fjölmiðlum frásagnir sínar af fanga- vistinni í Íran sem lauk á fimmtu- dag. Ráðuneytið hafði verið harð- lega gagnrýnt fyrir að leyfa sjóliðunum 15 að þiggja greiðslur fyrir að veita fjölmiðlum viðtöl. Aðalröksemd ráðuneytismanna fyrir að heimila viðskiptin var að frá- sagnirnar myndu hvort sem er leka út og þá vera hafðar eftir ættingjum eða vinum og þegin greiðsla fyrir. Ættingjar breskra hermanna sem fallið hafa í Írak og Afganistan töldu að peningagreiðslurnar væru móðg- un við minningu hinna föllnu. Einnig gagnrýndu talsmenn íhaldsmanna á þingi ákvörðun ráðuneytisins. Íhaldsmaðurinn Heseltine lávarður, fyrrverandi varnarmálaráðherra, hafði „aldrei heyrt neitt jafn skelfi- legt“. Einnig eru grunsemdir um að ætlun ráðamanna hafi verið að nota frásagnirnar í áróðursstríði gegn Írönum. Sjónvarpið í Teheran hefur sýnt myndir af fólkinu í haldi þar sem það horfði á fótboltaleik og lék borð- tennis, ekki virtist neitt ama að því. Hin 26 ára gamla Faye Turney, eina konan í sjóliðahópnum, mun hafa fengið 100.000 þúsund pund fyrir að veita bresku sjónvarpstöðinni ITV og götublaðinu The Sun viðtöl. Turney segist í viðtalinu við The Sun hafa óttast að sér yrði nauðgað í varðhaldinu og hún hafi verið neydd til að afklæðast og dúsa á nærklæð- unum í klefanum. Einnig hafi hún óttast dóm fyrir njósnir og fanga- verðir hafi hótað að hún fengi ekki að sjá lítið barn sitt næstu árin. Fá ekki að selja frásagnirnar Reuters Fagnaðarfundir Breski sjóliðinn Faye Turney (t.v.) ásamt eiginmanninum Adam og dótturinni Molly eftir heimkomuna frá Íran. TILLÖGUR hafa verið lagðar fram um siðareglur fyrir bandaríska bloggara í von um að hafa hemil á þeim ruddaskap sem margir virðast telja sjálfsagðan á miðlinum. Að sögn The New York Times vinna Tim O’Reilly, þekktur útgefandi, og Jimmy Wales, stofnandi Wikipedia- alfræðiorðabókarinnar á Netinu, nú saman að því að semja leiðbein- ingar í þessum efnum. Sumir net- frömuðir eru hins vegar fullir efa- semda og telja að hugmyndirnar muni leiða til ritskoðunar. Hugmyndin er að bloggarar taki sig saman um að banna fólki að skrifa nafnlausar athugasemdir á gestasíður og bloggarar geti eytt færslum gesta af bloggi sínu án þess að vera sakaðir um ritskoðun. Wales hefur nú sett tillögurnar fram á vefsíðu fyrirtækis síns [blogging.wikia.com] og vonast til að fá sem flestar athugasemdir. Markmiðið er að um verði að ræða sjálfviljugar hömlur sem fólk leggi á sig og jafnframt að gerðar verði mismunandi leiðbeiningar, þannig að fólk geti valið hvað það vilji nota sem viðmiðun. Hver flokkur hafi sitt merki og bloggari geti sett merkið á síðuna sína, þá vita gestir hvaða reglum hann fylgir. Þannig gæti einn flokkurinn sætt sig við nafnlausar athugasemdir, annar hafnað þeim, sá þriðji gæti sett sér strangar regl- ur um orðróm og heitið að setja hann aldrei á síðuna nema um- ræddur orðrómur styðjist a.m.k. við tvennar heimildir. Kveikjan að tillögunum er að þekktur bloggari vestra, Kathy Sierra, fékk morðhótanir sem að hluta stöfuðu af deilum um það hvort fólk ætti að mega eyða dóna- legum athugasemdum sem gestir skrifa. Vilja betri bloggsiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.