Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2007 51 -hágæðaheimilistæki Ef þú kaupir Miele þvottavél eða þurrkara færðu kaupverðið endurgreitt með betri meðferð á þvottinum Íslenskt stjórnborð Ný og betri tromla Verð frá kr. 99.900 Hreinn sparnaður vi lb or ga @ ce nt ru m .is 1. verðlaun í Þýskalandi W2241WPS Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri Sími 588 0200 | www.eirvik.is ÞÓTT Justin Timberlake og Cameron Diaz hafi hætt saman fyrr á þessu ári, eftir fjögurra ára samband, tala þau alltaf vel hvort um annað. Breska tímaritið GQ spurði Timberlake út í sambandsslitin nýlega og sagði hann erfitt fyrir sig að tala um þau því þá væri hann að tala um persónu sem hann elskaði og bæri virðingu fyrir, þ.e. Diaz. Timberlake er þekktur fyrir að vera þögull um persónulega hagi sína og hefur gefið það í skyn að hann muni aldrei tala illa um Diaz og muni ekki þola að aðrir geri það. „Ef ég heyri einhvern segja eitthvað slæmt um Cameron þá á ég eitthvað ósagt við þá persónu.“ GQ spurði hann út í samband sitt við aðra fyrrverandi, Britney Spears, og þá sagði Timberlake þá stöðu vera orðna sér mjög fjarlæga. Besti vinur hans, Trace Ayala, segir Spears ekki lengur vera hluta af lífi hans. Ástin Justin Timberlake ber enn tilfinningar til Diaz. Elskar Diaz enn GALLINN sem Christopher Reeve klæðist sem Súpermann í kvikmynd um Súpermann árið 1978 var seld- ur á Hollywood-uppboði nýlega á 115.000 Bandaríkjadollara. Á uppboðinu voru seldir mundir og búningar úr kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar með talin handrit og plaköt. Búist var við að Súpermannfötin færu á helmingi lægra verði en þau gerðu. Súpermann Búningur hetjunnar. Súpermann selur SURI, dóttir Toms Cruise og Katie Holmes, fer viku- lega í klippingu. Suri, sem ekki er orðin eins árs, hef- ur víst hitt stílista reglu- lega til að hafa stjórn á hinu mikla hári sem hún fæddist með. Sagt er að Tom og Katie séu með sérstakar kröfur um hárið á Suri og um- gengni við barnið, sem er víst alltaf nakið og ekki má tala í kringum það. Hár Suri er sannarlega hárprúð. Vikulega í klippingu STRÁKAR, róið ykkur því Scarlett Johansson er ekki að leita að nýjum kærasta. Hin 22 ára leikkona, sem var seinast að hitta leikarann Josh Hartnett, heldur því fram að hún nenni ekki að eiga kærasta og sé mjög hamingjusöm á lausu. Hún sagði í viðtali við tímaritið Seventeen: „Þegar ég er á lausu er ég ekki að reyna að finna einhvern, ef ég á kærasta fær hann athygli mína en ég er ekki með athyglina á strákum ef ég á ekki kærasta. Svo eru þeir hvort sem er aldrei nærri þegar þú vilt þá.“ Scarlett viðurkennir að allir fram- tíðarmakar verði miðaðir við fyrstu ástina sem hún átti í framhaldsskóla. „Ég átti frábæran kærasta í fram- haldsskóla og ég hélt að við yrðum saman að eilífu.“ Sæt Scarlett Johansson vill ekki kærasta. Er ekki að leita að kærasta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.