Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.04.2007, Blaðsíða 44
Það er líka eins og einhver aukasköp- unarkraftur komi yfir fólk þarna fyrir vestan … 48 » reykjavíkreykjavík Rétt áður en páskahátíðin skall á með sitt súkkulaði og gula stúss mætti flugan okkar að sjálfsögu á opnun Blúshátíðar á Hótel Nordica en hún er að ná fótfestu sem árleg- ur páskaviðburður hér í borg tregans og tjúttsins. Halldór Bragason yfirblúsari hélt utan um dagskrána og kynnti til leiks ótrú- lega efnilega blúsara; 15 ára stráka úr Hagaskóla sem kalla sig Tilviljun. Þéttskip- aður salurinn heillaðist af bandinu og heyrð- ist hvískrað að ungi gítarleikarinn minnti á sjálfan Stevie Ray Vaughan. Á meðal gesta voru heittrúaðir blúsarar eins og Þórdís Bachmann, sem hélt „Bláu mánudagana“ forðum í Kjallaranum, og silfurrefurinn og djassgeggjarinn Eggert feldskeri Jóhanns- son. Tónlistarmaðurinn KK var heiðraður af Blúsfélagi Reykjavíkur fyrir framlag sitt til tregans og var kappinn hreint magnaður með munnhörpuna. Blúsmenn Andreu lok- uðu „sjóvinu“ og ætlaði allt um koll að keyra þegar Andrea Gylfadóttir tók sviðið í svört- um fötum með villt dýraskinn um hálsinn, Marilyn Monroe-hárgreiðslu og þandi stór- fengleg raddböndin. Hún er náttúrlega drottningin og dívan. Á föstudaginn langa var svo brunað í sund í Laugardalslaugina sem er ritúal í flugufjölskyldu um páska og púlsinn tekinn í nýja saltpottinum. Mýgrút- ur fáklæddra manna, aðallega útlendingar, nutu útiverunnar og grilla mátti í Sigurjón Jóhannsson leikmyndahöfund, Þorgrím Þrá- insson rithöfund, sem var flottur og „fitt“ á röndóttri skýlu, og afbrotafræðinginn Er- lend S. Baldursson. Íslensk menning er í stöðugri útrás og í gær fór Borgarleikhúsið eins og það lagði sig til Berlínar með bravör til árshátíð- arhalda. Flott á því. Það hefur hingað til þurft yfirnáttúrleg öfl til að koma flugu í kirkju en eftir upplif- unina í Fossvogskirkju á skírdag er okkar kona orðin allt að því heittrúuð. Flutning- urinn á Jóhannesarpassíunni þennan eft- irmiðdag olli bæði gæsahúð og lotningu við- staddra, flugna sem annarra lífvera. Passían var frumflutt í fyrsta sinn árið 1724 í Leip- zig og nú, tæpum þremur öldum síðar, sungu Bergþór Pálsson og Gunnar Guð- björnsson þá Pílatus og Guðgpjallamanninn hér í Reykjavíkurborg. Að söngvurum sann- arlega ólöstuðum þá báru englaraddir kórs Áskirkju af; dramatískar og tilfinn- ingaþrungnar. Framvegis verða ekki páskar án Bachs og blúsins. | flugan@mbl.is Ásgerður Ólafsdóttir og Diddi Fiðla.Kjartan Ólafsson, Karítas H. Gunnarsdóttir, Sigríður Heiðar og Tómas H. Heiðar. Ólöf Dagfinnsdóttir og Eline McKay.Davíð Ólafsson og Hrönn Helgadóttir. Morgunblaðið/Ómar Garðar Cortes og Bjarni Daníelsson. Birgir Ævar Ólafsson og Ásdís Eva Ólafs- dóttir. Björg Valgeirsdóttir og Erla Elíasdóttir. Daníel Pollock og Ásmundur Jónsson.Ólöf Kristín Helgadóttir, Kristjana Margrét Guðmundsdóttir og Monika Maszkiewicz. Jakop Frímann Magnússon og Helgi Svavar Helgason. Ingibjörg Magnadóttir, Sverrir Storm- sker, Ragnar Kjartansson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir. Borg tregans og tjúttsins … með villt dýraskinn um hálsinn, Marilyn Monroe-hárgreiðslu og þandi stórfengleg raddböndin … » Óperan Cavalleria Rusticana eftir Mascagni var frumsýnd í Ís- lensku óperunni. » Björk hélt tónleika í Laugardalshöll. »Útgáfu-tónleikar Silvíu Nætur voru haldnir á NASA. Nína Dögg Filippusdóttir, Gunn- ar Hansson og Unnur Elísabet Gunnarsdóttir. Rut Guðmundsdóttir og Elsa María Jakopsdóttir. Flugan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.